Morgunblaðið - 09.02.1984, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984
YFIRNEFND Verdlagsráds sjávarútvegsins er nú komin nálægt niðurstöðu í
Tiskverðsákvörðun og mun nýtt fiskverð væntanlega verða ákveðið í dag,
fimmtudag. Flest bendir til þess, að verðið verði ákveðið með atkvæðum
fulltrúa fiskvinnslunnar og oddamanns og almenn hækkun fiskverðs verði
lág eða nálægt fjórum af hundraði. Þá náðist samkomulag um verðhlutföll á
tegundum og gæðafiokkum á fundi yfirnefndar í gær.
Samkvæmt samkomulaginu
verður aukinn verðmunur á bezta
fiskinum og þeim lakari og ein-
hverjar breytingar á verðhlutföll-
um milli fisktegunda. Ýsa mun til
dæmis verða hlutfallslega verð-
meiri en áður. Rætt hefur verið
um breytingar á verðuppbótum á
ufsa, karfa og annan fisk, ekki á
þann veg að þær yrðu teknar af
sjómönnum, heldur að þær skipt-
ust öðru vísi en nú er á milli teg-
unda. Uppbætur yrðu þá lækkaðar
á ufsa og karfa og ef til vill ein-
hverjar uppbætur greiddar á allan
botnfisk.
Þá er við því búizt að sjávarút-
vegsráðherra muni beita sér fyrir
ýmsum ráðstöfunum til þess að
bæta fjárhag útvegsins og tryggja
sæmilega sanngjarna og skynsam-
lega tekjuskiptingu í sjávarútvegi
að því leyti sem hún ekki ræðst af
fiskverðsákvörðun einni saman.
Það er í fyrsta lagi skuldbreyting
útgerðarskulda eftir almennum
reglum. í öðru lagi er rætt um að
breyta ákvæðum um hve mikið af
kostnaðarhlutdeildinni, sem
ákveðin var í vor, skuli koma til
skipta. í þriðja lagi, vegna fyrir-
sjáanlegs almenns aflabrests, að
almennar bætur úr Aflatrygg-
ingarsjóði kunni að verða greiddar
með öðrum hætti en verið hefur,
en til þess þarf lagabreytingu. í
fjórða lagi að fjárhagur áhafna-
deildar Aflatryggingarsjóðs, sem
greiðir sjómönnum fæðispeninga,
verði efldur eitthvað og til greina
kemur að henni verði ætlað að
leysa úr fjárhagsörðugleikum sjó-
manna, sem upp kynnu að koma
vegna þess, að útgerðum skipa
verði hætt vegna breyttra að-
stæðna, en það krefst einnig laga-
setningar. Þá er einnig rætt um
það, að vegna þess hve saltfisk-
vinnslan stendur illa, kunni að
verða lítillega dregið úr útflutn-
ingsgjaldi á saltfiski.
Krapa- og snjóflóð hugsanleg í hlákunni?:
Hætta í 8—10 stiga hita
— og mikilli úrkomu
TALIN er hætta á snjó- og krapa-
flóóum í hlákunni sem spáð hefur
verið á morgun, föstudag, einkum ef
hitastig fer upp í 8—10 gráður og
mikil úrkoma verður, 30 til 40 milli-
metrar. Þessar upplýsingar fékk
Mbl. hjá Hafliða Jónssyni, veður-
fræðingi.
Ef úrkoman yrði minni en
ofangreint dæmi, eða hitastig
INNLENT
lægra, þá minnkar hættan á flóð-
um af þessu tagi strax, að sögn
Hafliða. Ef hitastig og úrkoma
verða yfir hættumörkum, þá er
Vesturlandi og vestanverðum
Vestfjörðum hættast, að sögn
Hafliða, en einnig væri hætta á
Snæfellsnesi. Einnig væru mögu-
leikar á flóðum á skíðasvæðum í
nágrenni borgarinnar.
Guðmundur Hafsteinsson veð-
urfræðingur, sagði í gær, að á
föstudag væri spáð að hitastig
gæti orðið á bilinu 6—8 stig ein-
hvers staðar á landinu, þá sér-
staklega á Norðurlandi. Ekki bjóst
hann við að verulega hlýnaði í
dag, fimmtudag, en þó yrði senni-
lega frostlaust. Föstudagur yrði
væntanlega hlýjasti dagurinn, en
síðan færi aftur kólnandi á laug-
ardag og sunnudag.
4% fiskverðshækkun ákveðin í dag?:
Samkomulag
um verðhlutföll
Rætt um breyttar verðbætur á karfa og ufsa
Hreyfing
á málum
NOKKUR von var til þess að ein-
hver hreyfing væri að komast á við-
ræður um fyrirkomulag framleiðslu-
hvetjandi kerfis í álverinu í
Straumsvík, en að undanförnu hafa
viðræður staðið um það án árangurs.
Samningafundur hófst í gær hjá
ríkissáttasemjara kl.14.00, og var
haldið áfram að loknu matarhléi,
kl.’21.00, og stóð fundur ennþá er
Mbl. fór í prentun. Útlit var fyrir
að fundur stæði eitthvað fram eft-
ir nóttu. Eitthvað mun launapró-
sentan hafa borið á góma óform-
lega í tengslum við umræðuna um
hið framleiðsluhvetjandi kerfi, en
annars er ekkert farið að ræða þá
hlið samningamálana.
Á föstudag verður byrjað að
minnka straum á kerjunum í
Straumsvík í samræmi við áætlun
sem um það hefur verið gerð. 23.
febrúar á að vera búið að minnka
framleiðsluna um 20% og er þá
ekkert því til fyrirstöðu að slökkva
undir kerjunum með minnstu
mögulegu tjóni á framleiðslutækj-
um.
Verðlaunasjóður iðnaðarins:
Pólnum hf. veitt heiðursverðlaun
HEIDIJRSVERÐLAUN Verðlauna-sjóðs iðnaðarins voru veitt 1 sjötta
skipti í gær. Komu verðlaunin, sem eru að upphæð kr. 100.000, að þessu
sinni í hlut rafeinda- og tölvufyrirtækisins Pólsins hf. á ísafirði.
Tilgangur verðlaunaveitingar-
innar er að efla fyrirtæki til
dáða á sviði iðnaðarmála og
vekja athygli á starfi þeirra.
Sagði Karl Friðrik Kristjánsson,
formaður verðlaunasjóðsins, í
ræðu sinni við afhendinguna að
aðstandendur Pólsins hf. væru
vel að viðurkenningunni komnir.
Fyrirtækið hefði nú smíðað og
framleitt um 500 tölvuvogir fyrir
um 50 frystihús víðs vegar um
landið, auk samvalsvéla og
flokkunarvéla og ætti sá tækni-
búnaður sinn þátt í aukinni nýt-
ingu fiskafla. Viðstaddir afhend-
inguna voru forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir og heið-
ursgestirnir Örn Ingólfsson,
óskar Eggertsson og Ásgeir Erl-
ing Gunnarsson frá Pólnum hf.
sem veittu verðlaununum við-
töku, auk annarra gesta.
Hlutafélagið Póllinn var
stofnað árið 1966 og voru helstu
verkefni þess í upphafi unnin á
rafmagnsverkstæði og við út-
varpsviðgerðir. Árið 1977 urðu
breytingar á starfssviði fyrir-
tækisins þegar hafist var handa
við að smíða og þróa tölvuvogir
fyrir frystihús. Tveimur árum
síðar var undirritaður samning-
ur við Hagræðingarfélag frysti-
húsa við ísafjarðardjúp um
framleiðslu slíkra voga, en eins
og áður segir hafa um 500 slíkar
vogir nú verið smíðaðar.
í stjórn Verðlaunasjóðs iðnað-
arins eiga sæti þeir Karl Friðrik
Kristjánsson, f.h. Últímu hf.,
Víglundur Þorsteinsson, f.h. Fé-
lags íslenskra iðnrekenda, Hauk-
ur Eggertsson, f.h. Iðnaðar-
banka tslands og Sigurður Krist-
insson frá Landssambandi iðn-
aðarmanna.
Frá afhendingu heiðursverðlaunanna. Frá vinstri Óskar Eggertsson,
tæknilegur framkvæmdastjóri Pólsins, Örn Ingólfsson, tæknimaður, og
Ásgeir Erling Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármála Pólsins. Við hlið
hans stendur Karl Friðrik Kristjánsson sem afhenti verðlaunin fyrir hönd
Verðlaunasjóðs iðnaðarins.
Frá fundi stjórnar Stofnlánadeildar Búnaðarbankans í gær en að honum loknum fundaði bankaráðið. Bankaráðs-
menn sitja við innri enda borðsins. Ljosm. Mbi. Frí«þj«rur.
Afgreiðslu bankastjóramálsins enn frestað í gær:
Tveir studdu Lárus
en þrír Jón Adolf
Leifur K. Jóhannesson ráðinn forstöðumaður Stofnlánadeildar
BANKARÁÐSFUNDI Búnaðar
bankans var frestað í gærkvöldi að
beiðni Friðjóns Þórðarsonar fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins eftir að Ijóst
var að Lárus Jónsson alþingismaður,
einn af þremur umsækjendum um
bankastjórastöðu í Búnaðarbankan-
um, hafði ekki meirihlutafylgi f
bankaráðinu. Fundinum verður
framhaldið kl. 10 árdegis. Á fundi
stjórnar Stofnalánadeildar landbún-
aðarins sem haldinn var á undan
bankaráðsfundinum var Leifur K.
Jóhannesson ráðunautur á Snæfells-
nesi ráðinn forstöðumaður Stofn-
lánadcildarinnar. Kosið var tvisvar í
stöðuna, þrátt fyrir að Leifur fengi
flest atkvæði í fyrri kosningunni,
þ.e. þrjú atkvæði á meðan tveir aðrir
umsækjendur fengu tvö atkvæði
hvor. Leifur hlaut síðan fjögur at-
kvæði af sjö í seinni kosningunni.
í könnun á afstöðu manna til
ráðningar nýs bankastjóra í upp-
hafi bankaráðsfundarins kom í
ljós samkvæmt heimildum Mbl.,
að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
þeir Friðjón Þórðarson og séra
Gunnar Gíslason, styðja Lárus
Jónsson alþingismann. Fulltrúar
hinna flokkanna þriggja upplýstu
þá að þeir myndu kjósa Jón Adolf
Guðjónsson aðstoðarbankastjóra
og bað Friðjón Þórðarson þá um
frestun á fundinum þar til árdeg-
is.
Eins og fyrr greinir var kosið
tvisvar á fundi stjórnar Stofn-
lánadeildarinnar, þrátt fyrir að
Leifur fengi flest atkvæði í fyrri
umferðinni. Þá hlutu tveir aðrir
umsækjendur tvö atkvæði hvor,
þ.e. þeir Þórólfur Gíslason kaupfé-
SKILAFRESTUR skattframtala
rennur út klukkan 24.00 á fóstu-
dagskvöld, en eftir lokun á skatt-
stofunni verður að venju hægt að
koma framtölum í póstkassa þar.
Á Alþingi í gær kom það fram
hjá Albert Guðmundssyni, fjár-
málaráðherra, að hugsanlegt væri
að framlengja framtalsfrest ein-
staklinga, ef dragast myndi að af-
greiða breytingar á skattalögum,
lagsstjóri og annar umsækjandi
sem æskt hefur nafnleyndar. I síð-
ari umferðinni hlaut Leifur síðan
fjögur atkvæði á móti tveimur og
einu atkvæði hinna tveggja. Síðari
kosningin fór fram að tilhlutan
formanns bankaráðsins, Stefáns
Valgeirssonar, og sagði hann til-
ganginn að freista þess að nýr for-
stöðumaður yrði ráðinn með
meirihluta atkvæða.
en frá þessu er greint á þingsíðu
blaðsins í dag.
Þættinum „Spurt og svarað um
skattamáU í Morgunblaðinu fer
nú senn að ljúka, en í dag eru birt
svör ríkisskattstjóra við spurning-
um lesenda blaðsins um skatta-
mál. Síðustu svörin birtast síðan í
blaðinu á morgun. Sjá bls. 26 og 27.
Kjaradeilan í
Straumsvík:
Skilafrestur skattframtala:
Rennur út klukk-
an 24 annað kvöld