Morgunblaðið - 09.02.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984
3
Þorvaldur Skúlason
Listmunahúsið:
Sýning á verkum Þor-
valdar Skúlasonar
í Listmunahúsinu verður
opnuð nk. iaugardag sýning á
verkum Þorvaldar Skúlasonar.
Á sýningunni verða rúmlega 40
myndir frá ýmsum tímum, sem
Þorvaidur hefur unnið með
blandaðri tækni, þekjulitum,
tússi og krít.
Sýningin, sem er sölusýn-
ing, stendur til 26. febrúar og
verður hún opin alla virka
daga nema mánudaga frá kl.
10.00—18.00 og um helgar frá
kl. 14.00-18.00.
Ögri seldi
fyrir rúmar
6 milljónir
ÖGRI RE seldi afla sinn, mest karfa,
í Bremerhaven í gær fyrir rúmar 6
milljónir króna. Er það með hæsta
heildarverði í íslenzkum krónum, sem
fengizt hefur í Þýzkalandi. Þá fékk
Ársæll Sigurðsson HF þokkalegt verð
fyrir afla sinn í Englandi, en mikið
framboð af Fiski er nú á enska mark-
aðnum.
Ögri seldi alls 223,9 lestir í Brem-
erhaven. Heildarverð var 6.287.500
krónur, meðalverð 28,08. Aflinn var
mestmegnis karfi. Ársaæll Sigurðs-
son seldi alls 109,3 lestir í Grimsby.
Heildarverð var 2.665.700 krónur,
meðalverð 24,39. Talsvert var af
ufsa, grálúðu og karfa í aflanum og
dró það verðið nokkuð niður. Fyrir
stóran þorsk fengust um 30 krónur
á kílóið og rúmar 33 krónur fyrir
kilóið af ýsu. Þá mun Karlsefni RE
selja afla sinn í Cuxhaven í dag.
Fjármálaráðuneytið:
Unnið að jöfnun
vörugjalds á
drykkjarvörum
f fjármálaráðuneytinu er unnið að
útreikningum á vörugjaldi af drykkj-
arvörum í því skyni að jafna það,
þannig að öll almenn drykkjarvara
sæti sömu eða svipaðrar álagningar-
prósentu. Ákvörðun hér að lútandi
verður tekin bráðlega, að sögn fjár-
málaráðherra, Alberts Guðmundsson-
ar.
Að sögn Alberts er ætlunin að
jafna vörugjaldið á drykkjarvöru,
en nú er vörugjaldið hærra á gos-
drykkjum, en lægra á þeim sem
ekki er gos í. Kaffi og te er og verð-
ur að sögn Alberts undanþegið
vörugjaldi. Albert sagði einnig, að
breytingin hefði ekki í för með sér
hækkun tekna fyrir ríkissjóð og
áhrif hennar yrðu innan við 0% í
vísitölu.
Leiðrétting
f viðtali við alþingismennina Gunn-
ar G. Schram og Salome Þorkelsdótt-
ur í Mbl. í gær um þingsályktunartil-
lögu 13 þingmanna um friðarfræðslu í
skólum og á dagvistarheimilum féll
niður orðið „ekki“, þannig að
merking viðkomandi setningar í svari
Gunnars G. Schram breyttist. Því er
viðkomandi spurning og svar endur-
prentað hér og beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
En teljið þið að vera okkar í
NATO og áðurnefnd túlkun á þeirri
staðreynd eigi að vera liður í friðar-
fræðslu í skólum?
Gunnar svaraði og sagði: „Tví-
mælalaust. Það er óhjákvæmilegt
að ganga ekki fram hjá því. Það er
hornsteinn okkar utanríkisstefnu
og hlýtur að vera eitt af þeim atrið-
um sem vakin er athygli á, að við
tryggjum okkur frið kannski allra
helst með veru okkar í NATO.“ Sal-
ome tók undir orð Gunnars og sagði
að auðvitað yrði ekki komist hjá því
að kynna þau sannindi í skólakerf-
inu.
Hafskíphf.
stvðuraukíð
'átaktil
útflutníngs
fslensKiar
iðnaðaivöru
Vegna aukins átaks í sölu á íslenskum iðnaðarvörum erlendis og í tilefni 25 ára
afmælis Hafskips bjóðum við útflytjendum eftirfarandi aðstoð:
1
2
3
4
Aukin umsvif Hafskips erlendis skapa okkar mönnum þekkingu á erlendum stað-
háttum, einkum á sviði flutninga, viðskipta og markaðsmála. Þessi þekking stendurtil
boða, m.a. með ráðgjöf og milligöngu.
Fimm svæðisskrifstofur Hafskips erlendis; í Kaupmannahöfn, Hamborg, Rotterdam,
Ipswich og New York og eigið flutningafyrirtæki, COSMOS Shipping Co. með skrif-
stofur sínar í fimm borgum Bandaríkjanna, eru tilbúnar að veita enn frekari þjónustu.
T.d. við ýmiskonar upplýsingaöflun, leit að viðskiptasamböndum, lækkun erlends
milliliðakostnaðar, tilboðaleit í flutninga milli svæða erlendis, aðstoð við hráefnisöfl-
un og útboð.
Skipaður hefur verið sérstakur milligöngumaður á aðalskrifstofu Hafskips í Reykjavík,
Þorsteinn Máni Árnason, til að sinna þessum verkefnum aukframangreindra aðila.
Leitið til hans með frekari fyrirspurnir.
Auk annarrar þjónustu sem að gagni gæti komið nefnum við síðast en ekki síst
hvetjandi flutningsskilmála á iðnaðarhráefnum til landsins og fullunninni iðnaðar-
vöru héðan.
Aukið átak í útflutningi
er íslensku þjóðinni lífsnauðsyn.
Hafskip hf. gengur heilshugar til leiks.
Okkar menn-þínir menn
HAFSKIP HF.