Morgunblaðið - 09.02.1984, Page 5

Morgunblaðið - 09.02.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 5 Akureyri: Áhugi á að leigja togar- ann Sölva Bjarnason Akureyri, 7. febrúar. EINS OG FRAM hefur komið í fréttum á útgerð togarans Sölva Bjarnasonar BA 65 í miklum rekstrarerfiðleikum. Meðal annars komið fram að skuldir Tálkna hf. við Fiskveiðisjóð einan nema 115 milljónum króna. Sölvi Bjarna- son var byggður á Akranesi 1981 og er ca. 400 tonn að stærð. Fiskvinnslan hf. á Bildudal hef- ur haft togarann á leigu undan- farið og mun hafa leigusamning til 6 ára fyrir skipið, en fyrirtækið hefur ekki treyst sér til að gera skipið út síðan í nóvember og hef- ur það legið bundið við bryggju. Mbl. hefur eftir áreiðanlegum heimildum að eigendur togarans hafi boðið Útgerðarfélagi Akur- eyringa skipið á leigu til eins árs til að byrja með. Undanfarna daga hafa staðið yfir kannanir á hvort og þá hvernig væri hægt að koma slíku við, þar sem samkvæmt regl- um er ekki heimilt að flytja fisk- veiðikvóta milli landshluta. Meðal annars mun hafa verið kannað hvort unnt væri að veita togaran- um sóknarmark í stað aflamarks. Áhugi forráðamanna ÚA er mikill á því að afla fyrirtækinu mikils hráefnis. Ljóst er að fyrirtækið fær aðeins úthlutað kvóta til fjög- urra togara þar sem Sólbakur, sem legið hefur bundinn við bryggju á Akureyri á annað ár, fær ekki neinn kvóta. Ljóst er því að þeir 4 togarar sem ÚA á nú nægja ekki til að sinna hráefnis- þörf fyrirtækisins. Búast má við að nú allra næstu daga liggi fyrir hvort af þessari leigu verði, en eins og er mun stranda á því að Fiskvinnslan hf. á Bíldudal fáist til að gefa eftir leigusamning þann sem hún nú hefur. GBerg. Kristján Schram skipstjóri látinn í GÆR lést hér í Reykjavík, Kristján Schram, skipstjóri, Vesturgötu 36B, 88 ára að aldri. Hann var borinn og barnfæddur Reykvíkingur í Vesturbænum og þar átti hann heima alla sína ævi. Lengst af langrar starfsævi var Kristján togarasjómaður. Hann byrjaði barnungur á sjónum með föður sínum, Ellert Schram skútu- skipstjóra, á kútternum Björgvin. Sama árið og hann lauk Stýri- mannaskólanum, árið 1918, fór hann á seglskipinu Huginn í ferð suður til Italíu með saltfiskfarm. Jafnframt stýrimannsprófi lauk Kristján einnig prófi í gufuvéla- fræði. Hann var á sínum yngri ár- um á ýmsum togurum erlendum og innlendum. Lengst af var hann skipstjóri á togaranum Tryggvi gamli, sem var eign Alliance-fé- lagsins hér í Reykjavík. Eftir að hann hætti skipstjórn og fór í land gerðist hann starfsmaður hjá tryggingafélaginu Almennar tryggingar og var þar skoðunar- maður sjótjóna um árabil. Kona Kristjáns, Lára Jónsdóttir Schram, lifir mann sinn ásamt dóttur þeirra, en þau eignuðust tvær dætur. Lést hin fyrir all- mörgum árum. Kristján hafði verið við sæmi- legustu heilsu og hafði ekki legið lengi er yfir lauk. Mannréttindasamtök E1 Salvador stofnuð MESA (Mannréttindasamtök El Salvador) nefnist deild sem stofnuð hefur verið innan Mannréttinda- nefndar El Salvador á íslandi. Er Fundur FEF í kvöld: „Réttur barna til að eiga tvo foreldra“ FÉLAG einstæðra foreldra efnir i kvöld til fundar um „rétt barna til að eiga tvo foreldra". Málshefjendur eru Ólöf Pétursdóttir, deildarstjóri í dómsmálaráðuneyti, Sigrún Karls- dóttir, starfsmaður barnaverndar- nefndar og Helga Hannesdóttir, barnageðla-knir. Einnig verður Dögg Pálsdóttir, formaður barnaverndar- nefndar Reykjavíkur, gestur á fundin- um. Að loknum erindum verða um- ræður og málshefjendur svara fyrirspurnum fundargesta. Fundurinn verður í Skeljahelli, Skeljanesi 6, og hefst kl. 21. Tekið er fram i fundarboði að ófélags- bundið fólk sé velkomið. markmiðið með stofnun deildarinn- ar að efla allt mannréttindastarf fyrir Mið-Ameríku, sérstaklega El Salvador. í deildinni eru Alfrún Gunnlaugsdóttir, Hólmfríður Garð- arsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Steinar Árnason og Þráinn Hall- grímsson, en hann hefur um þriggja ára skeið verið fulltrúi Mannrétt- indanefndar El Salvador hér á landi. MESA-samtökin munu á næst- unni efna til fjársöfnunar til mannúðarverkefna í E1 Salvador og verður í því skyni lögð sérstök áhersla á barnahjálp, en fjöldi barna deyr í flóttamannabúðum þar vegna sjúkdóma og vannær- ingar, áður en þau ná fimm ára aldri. Hafa samtökin opnað bankareikning í Landsbankanum vegna söfnunarinnar. Úr rrétutilkynningn. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Tæplega fjögur þúsund nemendur í grunnskólum landsins þreyta nú samræmd próf og var þessi nemendur Hagaskóla sátu yfir prófi í stærðfræði í gærmorgun. mynd tekin þegar Morgunblaftiö/KÖE. 3.800 taka samræmd próf SAMRÆMD próf 9. bekkja grunn- skóla standa yfir þessa dagana. Fyrsta prófið, í íslensku, var í gær- morgun. í dag verður prófað í stærð- fræði, á morgun í ensku og á föstudag í Norðurlandamálunum. Alls taka 3.876 nemendur sam- ræmd próf í ár, en þó má reikna með að talan verði eitthvað lægri þegar upp er staðið, því alltaf fellur eitthvað úr, að sögn Ingunnar Tryggvadóttur hjá prófanefnd menntamálaráðuneytisins. Ekkert af samræmdu prófunum fer nú fram með aðstoð útvarpsins, eins og var með munnleg próf í ensku og dönsku fram á síðasta ár. Nú fá kennarar prófin á tónsnæld- um, sem er leikið af fyrir nemend- urna. 1 stað dönsku geta nemendur fengið að taka próf í sænsku eða norsku. Ingunn sagðist reikna með að próf í þeim málum tækju nú alls um 40 nemendur, flestir er hefðu verið búsettir í viðkomandi löndum, enda væri danska og norska óvíða kennd í grunnskólum landsins. Reiknað er með að um 7% nem- enda standist ekki prófin. \ w fef / -x OQ hWö'ð K0Taa^n SÖ09 Björn R. Einarsson veröur heiðursgestur kvöldsins. Skemmtilegir tónleikar meö 27 frábærum lista- mönnum, sem munu rifja upp öll vinsælustu lög síöustu áratuga. Hljómsveit GUNNARS ÞÓRÐARSONAR annast undirleik. SÖNGVARAR ERU: O Ragnar Bjarnason, □ Erla Traustadóttir, □ Þuríður Sigurðardóttir, □ Einar Júlíusson, □ Björgvin Halldórsson, □ Guöbergur Auöunsson, □ Pálmi Gunnarsson. □ Sigurður Ólafsson, □ Þorgeir Ástvaldsson, □ Siguröur Johnnie, □ Ómar Ragnarsson, □ Harald G. Haralds, □ Sverrir Guðjónsson og ÞAÐ BYRJAR I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.