Morgunblaðið - 09.02.1984, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.02.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 15 og fullnægir framleiðslan engan veginn eftirspurn. Ferskur sænsk- ur vatnahumar seldist á 150 skr. kílóið árið 1981, en alls fluttu Sví- ar þá inn 2076 tonn af frystum vatnahumri, en verð á frystum humri er mun minna en á fersk- um. Þau lönd, sem hafa mikla vatna- humarsneyslu á hvern íbúa eru Frakkland, Spánn, Þýskaland, Finnland og Sovétríkin. Sum þess- ara landa verða æ háðari innflutn- ingi, þar sem mengun eyðileggur náttúrulegu vatnahumarsstofn- ana í löndunum. Útflutningslönd vatnahumars eru Sovétríkin, Pól- iand, Bandaríkin og Tyrkland. Um 90% af öllum vatnahumri, sem fluttur er til Svíþjóðar, koma frá Tyrklandi, en vatnahumarsstofn- ar í fjallavötnum Tyrklands eru að deyja út vegna skefjalausra og skipulagsláusra veiða. Humar og heitt vatn Fyrir nokkrum árum kynntu sænskir aðilar sér aðstæður á ís- landi, með tilliti til vatnahum- arsræktar og töldu engum vafa undirorpið, að vatnahumarsrækt á fslandi gæti orðið sérlega hag- kvæm, jafnvel svo að það myndi borga sig að fljúga með humarinn ferskan á markaði í Evrópu. f því reikningsdæmi koma til greina allir þeir staðir og sveitabýli víða um land, sem hafa aðgang að jarðhita og eru í nálægð flugvalla. Öllum áhugamönnum um fiski- rækt, framsýnum bændum og öðr- um framsýnum mönnum er hér með bent á að setja sig í samband við fiskiræktarstöðina Simontorp á Skáne, sem er sá aðili á Norður- löndum, sem mesta þekkingu og reynslu hefur á ræktun vatna- humars og risarækju, í lokuðum ferskvatnskerfum. Stöðin flytur út rækju- og humarseiði til yfir 30 landa og hefur nú látið prenta upplýsingabæklinga um ræktun risarækju og vatnahumars og þar er hægt að fá allar upplýsingar um ræktun þessara arðbæru vatnadýra. Talsmaður stöðvarinn- ar, Stellan Karlsson, hefur að- spurður látið í ljósi mikinn áhuga á að aðstoða alla íslenska aðila, sem áhuga hafa á þessu máli og mönnum er velkomið að skoða ræktunarstöðina og kynna sér all- ar aðstæður. Um ál og álaseiði f merkri grein, sem Björn Frið- finnsson lögfræðingur skrifaði í Morgunblaðið sl. haust, er rætt um möguleika álaræktunar á fs- landi, sem arðbærrar búgreinar. Enginn vafi er á því að álarækt getur átt mikla framtíð fyrir sér á Islandi, á sama hátt og ræktun risarækju, vatnahumars og ann- arra verðmætra vatnadýra. Ræktunarstöðin í Simontorp er nú að hefja álarækt í stórum stíl, en mikill skortur er nú á álaseið- um, þar sem álastofnar í Frakk- landi og Belgíu eru sjúkir vegna mengunar, en þaðan hafa álaseiði verið keypt hingað til. Gott tæki- færi er fyrir íslendinga að kynna sér álarækt í Simontorp, en á með- an íslensk álaræktun er ekki kom- in í gagnið, þá er mikili markaður fyrir álaseiði frá íslandi í Evrópu og hafa m.a. aðilar frá ræktun- arstöðinni í Simontorp lýst yfir áhuga sínum að kaupa álaseiði frá íslandi í miklu magni. í grein um risarækju í Morgun- blaðinu 16. nóv. 1983 vantaði hluta af heimilisfangi ræktunarstöðvar- innar í Simontorp, en hér fylgir rétt heimilisfang: Simontorps Akvatiska Avelslaboratoriet 27035 Blentart Skáne, Sverige, sími: 0416/13080 Best er að hafa samband við Stellan Karlsson, sem vinnur í fiskiræktarstöðinni. P.S.! Hér hefur verið notast við nafn- ið vatnahumar á þau dýr, sem hér eru til umræðu, sömu dýr nefnast á ensku „crayfish", en á sænsku „kráfta". Humar og vatnahumar tilheyra sömu undirætt krabba- dýra, Astracidae, en krabbar til- heyra annarri undirætt. Humar tilheyrir síðan ættkvíslinn Hom- aridae, en vatnahumar hins vegar ættkvíslinni Astracidae. Því er vatnahumar ekki humar í orðsins ströngustu merkingu. Þar sem ekkert gott nafn er til yfir þessa dýrategund á íslensku, hefur hér verið notast við nafnið vatnahumar, en nafnið vatna- krabbi mun eitthvað hafa verið notað, en sú nafngift er mun vand- ræðalegri, en vatnahumar. En vonandi er að finnist gott íslenskt nafn á þetta nytjadýr framtíðar- innar. Þorvaldur Friðriksson er fornleifa- fræðingur að mennt og starfar í Gautaborg. PHNKHURIK HVRÐ FEN61 É& MIKINN PBftW?RTr* SKRTTSÚÓRt, EF Éó VÆRi EINSTÆ9 MÓ&IR'?" aliíþols- prófun áklæða Það er ekki aö eyðaííeignast- og allra síst ef þú kaupir þér falleg vönduö húsgögn á miklu lægra veröi en þau fást á annars staðar Þá ert þú í rauninni að spara þér stórfé. , Hérna séröu Kalmar-hornsófann okkar, smíöaöan úr valinni fallegri furu meö mjúkum þægilegum púöum. Sófi tii aö sitja í og liggja í. Kr. 26.480. Veggsettin sem eru allt í senn: sófi, rúm hillur, hirslur og klæðaskápar. Renna út eins og heitar lummur. L-274 X H-167 X B-75. í stíl við þessa samstæðu eigum við að sjálfsögðu skrifborð o.fl. o.fl. Kr. 14.960.- Séi iiiDoð aðeins 2.500 kr. út og kr. 1.500 pr. mán. í§S Viö eigum þaö besta sem hægt er aö kaupa í beyki. þetta massíva borö kostar 12.620 og stóllinn kr. 3.240.- Rúm T> Það er engin tilviljun aö rúmasalan okkar hefur 5-faldast i janúar frá því í fyrra. Ef þú vilt sjá raunverulegt úrval ættir þú aö koma til okkar. Rúm kr. 14.570 meö dýnum. Náttborö kr. 2.460,- HAGSYNN VELUR ÞAÐ BESTA HUSCA6NAH0LLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK ® 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.