Morgunblaðið - 09.02.1984, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984
Orkuráð-
herrar Norð-
urlanda á
fundi í Osló
NORRÆNA ráðherranefnd-
in (orkuráðherrar Norður-
landa) kom saman til fundar
í Osló fimmtudaginn 2.
febrúar sl.
Fundinn sátu Káre Kristiansen,
olíu- og orkuráðherra Noregs,
Birgitta Dahl, orkuráðherra Sví-
þjóðar, Knud Enggaard, orkuráð-
herra Danmerkur, og Sverrir Her-
mannsson, iðnaðar- og orkuráð-
herra íslands. Auk þess sótti
fundinn Erkki Vaara, deildar-
stjóri f.h. Seppo Lindblom, við-
skipta- og iðnaðarráðherra Finn-
lands.
Ráðherrarnir ræddu þróun
orkumála á Norðurlöndum,
greindu frá stöðu orkumála hver í
sínu landi og skýrðu frá ýmsum
markmiðum sem náðst hefðu í
norrænni samvinnu á sviði
orkumála. Eitt af aðalmálunum
sem til umræðu voru á fundinum
var norræn samvinna innan
NORDEL á sviði raforkumála.
Ráðherrarnir voru sammála um
nauðsyn þess að NORDEL ynni
áfram að þróun og uppbyggingu
raforkusamvinnu, sem væri væn-
leg til að hafa í för með sér um-
talsverðan sparnað fyrir Norður-
löndin, þó fyrst og fremst fyrir
Noreg, Danmörku, Svíþjóð og
Finnland. NORDEL og orkuyfir-
völd munu sameiginlega meta for-
sendur fyrir enn frekari norrænni
samvinnu á sviði raforkumála
þegar til lengri tíma er litið.
Þá ræddu ráðherrarnir það
starf sem unnið hefur verið og
framundan er hjá NKA (Nordisk
kontaktorgan for Atomenergi) og
norræna samvinnu á sviði olíu og
gass.
FrétUtilkynning
Hekla hf.:
Caterpillar-vara-
hlutir afgreidd-
ir á styttri tíma
í VÉLADEILD Heklu hf. hefur nú
verið tekið upp það fyrirkomulag, að
fjarriti fyrirtækisins „talar“ við
tölvu í aðalbirgöastöð Caterpillar-
fyrirtækisins í Belgíu og getur fengið
ýmsar upplýsingar á nokkrum sek-
úndum. Fyrirkomulag þetta gerir af-
greiðslutíma varahluta mun styttri
en áður.
Hr. Francis Van Erps, fulltrúi
Caterpillar í Beigíu, kom nýlega
hingað til lands og kynnti hann
starfsmönnum Heklu hf. hið nýja
fyrirkomulag. Samskonar kerfi
hefur verið komið á hjá flestum
umboðsmönnum Caterpillar í Evr-
ópu, Mið-Austurlöndum og Afr-
íku.
Úr rrétUtilkynningu.
Nemendur í verklegri eðlisfræði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti eru þarna að kanna leyndardóma sveiflusjárinnar. Fyrir miðri mynd eru Kristján
Oddsson, Viðar Ágústsson eðlisfræðikennari og Fjóla Sigurðardóttir. Ljósmynd: KÖE.
Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema:
Hinir þrú* efstu Mjóta
vegleg peningaverðlaun
— og möguleika á þátttöku í Ólympíuleikunum í eðlisfræði
FYRRI HLUTI eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema fer fram næstkom-
andi laugardag, hinn 11. febrúar. Félag raungreinakennara í framhalds-
skólum og Eðlisfræðifélag íslands standa fyrir keppninni með tilstyrk
Morgunblaðsins. 11 framhaldsskólar víðsvegar um landið hafa tilkynnt
um þátttöku og um 60 nemendur skráð sig til keppninnar. Keppnin
verður skrifleg og verða lagðar fyrir keppendur spurningar sem reyna á
kunnáttu í eðlisfræði og innsýn í hvernig hagnýta megi eðlisfræðilögmál
við ýmsar aðstæður í daglegu lífi. Fer keppnin fram kl. 10 á laugardags-
morgun en ætlunin er að birta spurningarnar hér í Morgunblaðinu á
sunnudag svo lesendur geti spreytt sig á að leysa úr þeim. Svörin verða
svo birt í blaðinu við fyrstu hentugleika.
Þar sem nú styttist óðum til
keppninnar eru framhaldsskóla-
nemendur sumir hverjir farnir
að búa sig undir keppnina með
kennurum sínum. Blaðamaður
og ljósmyndari Mbl. litu inn í tvo
framhaldsskóla í Reykjavík. — í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
hittum við fyrstan að máli Viðar
Ágústsson, eðlisfræðikennara,
en hann er gjaldkeri í fram-
kvæmdanefnd eðlisfræðikeppn-
innar. „Ég er mjög ánægður með
það að alvara var gerð úr þessari
keppni og þakklátur að Morgun-
blaðið hefur styrkt keppnina
með veglegri fjárupphæð, sem
hefur gert okkur kleift að standa
straum af kostnaði við verð-
launaveitingar og ferðir," sagði
Viðar.
Hversu margir af þínum nem-
endum taka þátt í eðlisfræði-
keppninni?
„Þeir eru fimm eða sex strák-
ar og ein stelpa. Ekkert þeirra
hefur lokið öllum áföngunum í
eðlisfræði hér, þannig að við ger-
um okkur ekki miklar vonir um
efstu sætin, heldur vakir það
fyrir þeim fyrst og fremst að
taka þátt í keppninni sér til
gagns og gamans.
Það sem ég tel hvað jákvæðast
við keppni sem þessa er að í
henni fá nemendur spurningar
sem koma utanað — þ.e. spurn-
ingar sem ekki eru samdar af
kennurum þeirra. Þá lífgar þetta
upp á eðlisfræðinámið, en eðlis-
fræðin er víst talin fremur þurrt
fag af flestum. Ég held að þessi
keppni eigi eftir að örva áhuga
nemenda almennt á eðlisfræð-
inni, og þar með er okkar til-
gangi náð sem að þessu stóðum.
Síðast en ekki síst gefst almenn-
ingi kostur á að kynnast við-
fangsefnum í eðlisfræðikennslu
framhaldsskólanna þegar spurn-
ingarnar úr keppninni birtast í
Morgunblaðinu," sagði Viðar.
Samanburður
við aðra skóla
Fjóla Sigurðardóttir og
Kristján Oddsson, nemendur í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
eru meðal þátttakenda í eðlis-
fræðikeppninni.
„Mér líst ágætlega á þetta,"
sagði Fjóla. „Með því að taka
þátt í þessari keppni fær maður
tækifæri til að sjá hvernig mað-
ur stendur miðað við aðra skóla,
t.d. í sambandi við framhalds-
nám.“
„Já, við höfum reynt að undir-
búa okkur undir keppnina eftir
föngum og vorum m.a. í einum
aukatíma á laugardag," sagði
Kristján. „Það verður áreiðan-
lega spennandi að taka þátt í
þessari keppni, hvað sem ár-
angrinum líður."
Þrenn peningaverðlaun
„Kosntaðurinn er að vfsu ekki
teljandi við fyrri hluta keppn-
innar sem fer fram núna á laug-
ardaginn, en um 60 nemendur
frá 11 skólum um allt land hafa
tilkynnt um þátttöku í henni.
Þeir munu allir fá áritað viður-
kenningarskjal þar sem stig
þeirra í keppninni verða til-
greind. Hinir 5 efstu munu svo
þreyta seinni hluta keppninnar
sem fram fer í Háskóla íslands
fyrstu helgina í marz. Þeim
þrem sem standa sig bezt þar
verða veitt peningaverðlaun sem
skiptast þannig: 1. verðlaun 8000
kr., 2. verðlaun 4000 kr. og 3.
verðlaun 2000 kr. Þessir þrír
munu svo að sjálfsögðu koma
sterklega til álita þegar valinn
verður keppandi héðan á ólymp-
íuleikana sem fara fram í Sví-
þjóð í sumar."
Þórarinn Guðmundsson leiðbeinir í verklegri eðlisfræði — þarna er verið
að finna eðlisvarma vatns.
I Menntaskólanum í Reykja-
vík litum við inn þar sem Þórar-
inn Guðmundsson eðlisfræði-
kennari var að leiðbeina við
verklega æfingu. „Satt að segja
gekk mér illa að fella mig við
keppni í námsgreinum, og þegar
ég frétti fyrst af eðlisfræði-
keppninni varð ég ekkert yfir
mig hrifinn," sagði Þórarinn
Guðmundsson, eðlisfræðikenn-
ari hjá Menntaskólanum í
Reykjavík. „Samt sem áður
hvatti ég nemendur mína til að
taka þátt í eðlisfræðikeppninni.
Þetta voru mín fyrstu viðbrögð
en ef til vill á ég eftir að endur-
skoða þessa afstöðu að keppn-
inni lokinni.
Hér eru 12 nemendur skráðir
til keppni og er það víst einhver
stærsti hópurinn frá einum
skóla. Mér líst vel á þessa hug-
mynd hjá ykkur að birta spurn-
ingarnar úr keppninni í blaðinu
— fólk hefur áreiðanlega gaman
af því að velta þeim fyrir sér.
Hvernig getið þið fengið sama
cosínus úr sitthvoru horninu?"
Þetta er ekki sagt við blm. Mbl.
heldur hefur Þórarinn snúið sér
að tveim nemendum sínum, ung-
um stúlkum, sem eru að ljúka
við eðlisfræðiskýrslu.
Aðalatriðið að vera meö
Einn nemandi Þórarins, Ragnar
Guðmundsson, sem ætlar að
taka þátt í eðlisfræðikeppninni,
er þarna staddur og tek ég hann
tali.,
„Ég geri mér nú litlar vonir
um vinning í þessari keppni,"
sagði Ragnar, „maður fer út í
þetta af gamni sínu og kannski
af forvitni.
Nei, það eru ekkert fremur
dúxarnir en hinir sem taka þátt
í keppninni — þátttakan fer,
held ég, fyrst og fremst eftir þvf
hvort menn hafa tíraa eða
áhuga. Ég hef ekkert undirbúið
mig fyrir keppnina og ég held að
hinir hafi ekki gert það heldur
— mér finnst það ekki skipta
neinu höfuðmáli hvaða árangri
maður nær í svona keppni, aðal-
atriðið er að vera með.“ — bó.