Morgunblaðið - 09.02.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984
17
Kaupmannahöfn:
íslenzkar stúlkur
sýna grafíkmyndir
Jónshúsi, 28. janúar.
NÝLOKIÐ er sýningu á grafík-
myndum tveggja íslenzkra stúlkna
í Lána- og sparisjóðnum í Rew-
entslow-götu rétt við aðaljárn-
brautastöðina í Kaupmannahöfn.
Stúlkurnar heita Sigurborg Stef-
ánsdóttir, sem er við nám í „Skol-
en for brugskunst", og Anna V.
Dyrest, sem er er gestanemandi
við myndlistardeild kennarahá-
skólans hér í borg.
Sýndu þær stöllur alls 35
myndir unnar með ætingu,
þurrnál og aqatintu í vistlegum
húsakynnum sparisjóðsins og
var þetta önnur sýning þeirra
beggja. H. Chr. Höier, sem var
kennari þeirra í grafík um langt
skeið, segir í sýningarskrá, að
verk þeirra hæfi vel saman og
geri heildarmynd sýningarinnar
fyllri. Hann ritar einnig, að á
íslandi sé rithöfundur, skáld og
listmálari í hverjum afkima,
enda sé það land innblástursins.
En myndir þeirra Sigurborgar
og Önnu eru þó ekki séríslenzkar
en mjög fjölbreyttar á hinu graf-
íska myndmáli. Nokkrar mynd-
anna seldust á sýningunni, enda
hinar eigulegustu.
G.L.Ásg.
Svört skýrsla frá Danmörk:
Ekki óvanalegt að 14 til 15
ára börn drekki flösku á dag
VIÐ RANNSÓKN, sem Carsten
Borup, geðlæknir í Slagelse, hefur
nýlega staðið fyrir, kom í ljós að
danskir unglingar drekka nú
meira en nokkru sinni fyrr. Ekki
er óvanalegt að 14—15 ára börn
drekki heila brennivínsflösku á
dag, og noti oft sterk taugalyf.
Niðurstaðan veldur sérfræðing-
um þungum áhyggjum. — Þeir
gera af þessum sökum ráð fyrir að
tíu prósent úr hverjum aldurs-
flokki muni verða fyrir alvarleg-
um heilaskemmdum.
(FrétUtilkynning frá Áfengisrarnaráéi.)
DANSKUR
LINGAPHONE
Á
CMJD
cmad>
ŒBD‘
Áður: 3.160 Nú: Kr. 1.960
Við léttum undir með nemum á öllum aldri og
bjóðum hin árangursríku Lingaphone-námskeið í
dönsku á stórlækkuðu kynningarverði.
Lingaphone er fullkominn málakennari fyrir fólk á
öllum aldri og ómetanlegur stuðningur við þá
fjölmörgu grunnskólanemendur sem þreyta sam-
ræmt próf í vor einmitt með aðstoð segulbands.
Kr. 1.960
fyrir danskt/íslenskt námskeið með íslenskum
skýringartexta, dansk/íslenska orðabók, 4
snældur og aðra nauðsynlega fylgihluti.
LINGAPHONE ER LEIÐIN
TIL LÉTTARA NÁMS
Hljóðfærahús Reykjavíkur
Laugavegi 96 - Sími 13656
K v; BLwhwwöwww*® - :
■;;ö' i o“ é' , V i o * o*
‘ ^ ^ ^
p=ic HMwW
r — N
A PHIUPS SJ0NV0RPUM.
20" VERÐ ADEINS
KR.25.555.-SIMX5REITT
26" VERÐ AÐEINS
KR. 33.800.-SIAÐGREITT
Við bjóðum tuttugu og tuttugu og sex tommu
Philips litsjónvarpstæki á stórlækkuðu verði.
Philips litsjónvörpin eru óumdeilanlega í
fremstu röð í tækni, myndgæðum og útliti enda eru þau
mest seldu sjónvarpstæki í Evrópu.
Vid erum sveigjanlegir í samningum.
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655
OOTT FOLK