Morgunblaðið - 09.02.1984, Síða 18

Morgunblaðið - 09.02.1984, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 Varðstaða lýðræðissinna um sjálfstæði þjóðarinnar Eftir Björn Bjarnason Hér birtist meginefni ræðu sem Björn Bjarnason, for- maöur Samtaka um vestræna samvinnu, flutti á aðalfundi samtakanna 1. febrúar síð- astliðinn. Frá því að síðasti aðalfundur í félagi okkar var haldinn 1. mars 1982 hefur ýmislegt gerst á vegum þess og á vettvangi þeirrar sam- vinnu sem samtökin berjast fyrir að eflist og styrkist á allan hátt. Oft lesum við um það eða heyr- um frá því sagt í fjölmiðlum að nú sé svo komið í samskiptum Banda- ríkjanna og Vestur-Evrópuríkja að þess sé að vænta að Atlants- hafsbandalagið leysist upp vegna óeiningar. Síðast var þó nokkuð um þetta rætt eftir ráðstefnu sem haldin var í Brussel á vegum Al- þjóða- og hermálastofnunar Georgetown-háskóla í Washing- ton nú í janúar síðastliðnum. Eg sat þessa ráðstefnu og var hún lærdómsrík fyrir margra hluta sakir en enginn ræðumaður var þeirrar skoðunar né vildi að vest- ræn samvinna í varnar- og örygg- ismálum liði undir lok, þvert á móti. Á hinn bóginn ræddu menn saman af hreinskilni og urðu ræð- ur þeirra Helmut Schmidt, fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands, og James Schlesinger, fyrrum varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, til þess að minna ráðstefnugesti á að samvinnan innan Atlantshafs- bandalagsins krefst þess af öllum aðildarríkjunum. Hvort heldur þau eru stór eða smá, að þau leggi sitt af mörkum í þágu heildarinn- ar og taki tillit hvert til annars á mun fleiri sviðum en hinu hernað- arlega. { því efni er samvinnan innan Atlantshafsbandalagsins sama marki brennd og samstarf lýðræð- isflokkanna þriggja í okkar ágæta félagsskap. Þótt flokka okkar greini á um margt erum við þó sammála um nauðsyn þess að standa sameiginlegan vörð um þann meginþátt íslenskrar utan- ríkisstefnu sem felst í aðildinni að vestrænni samvinnu. Undanfarin misseri hefur verið sótt að varnarsamstarfinu innan Atlantshafsbandalagsins með margvíslegum hætti, bæði í ein- stökum aðildarríkjum og af öllum utan bandalagsins. Deilurnar um Evrópueldflaugarnar hafa í senn snúist um hernaðarhlið vestrænn- ar samvinnu og pólitíska. Enginn vafi er á því að Kremlverjum var kappsmál að sitja einir uppi með fullkomnar meðaldrægar kjarn- orkueldflaugar í Evrópu og geta rekið fleyg á milli Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna með því að koma í veg fyrir að bandarískum, meðaldrægum eldflaugum yrði komið fyrir í Vestur-Evrópu. 1 von um að þetta hvorttveggja tækist sátu fulltrúar Sovétmanna að við- ræðum við sendimenn Banda- ríkjastjórnar um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar en gengu frá samningaborðinu um leið og haf- ist var handa við að koma hinum bandarísku flaugum fyrir í Vest- ur-Evrópu nú fyrir nokkrum vik- um. Með vísan til ákvörðunar utan- ríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsins í desember 1979 um að setja bandarísku kjarnaflaugarn- ar upp fjarlægðu Sovétmenn ekki SS-20-eldflaugarnar hefur frið- arhreyfingum vaxið fiskur um hrygg víða á Vesturlöndum og þó einkum í Norður-Evrópu. Jafnað- armannaflokkarnir sem stóðu að ákvörðuninni 1979 hafa lent í stjórnarandstöðu síðan og snúist gegn fyrri stefnu, og með marg- víslegu móti hefur verið leitast við að rjúfa hefðbundna samstöðu lýðræðisflokka um stuðning við Átlantshafsbandalagið og megin- stefnu þess í varnarmálum. Þessa hefur orðið vart hér á landi eins og annars staðar. Gegn slíkum til- raunum til að stofna til ósamlynd- is milli skoðanabræðra sem stefna að sama markmiði hljóta félags- menn í Samtökum um vestræna samvinnu að snúast. Stefnan skýr Samtök okkar hafa nú starfað í meira en aldarfjórðung og aldrei hefur verið hvikað frá því mark- miði sem í upphafi var sett, að standa vörð um lýðræðislega stjórnarhætti og þær margvíslegu ráðstafanir sem gripið hefur verið til þeim til varnar. Við förum ekki í launkofa með skoðanir okkar né heldur skiptum við um nafn og númer eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Það er fróðlegt rannsóknarefni að kanna hve oft þeir sem háværastir eru hér á landi í andstöðunni við vestræna samvinnu hafa talið sér nauðsyn- legt að skipta um gervi á þessum aldarfjórðungi eða hve mörgum firrum þeir hafa haldið á loft málstað sínum til stuðnings á þessum sama tíma. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þessu einmitt nú eins og mál hafa skipast í umræðunum hér síðustu mánuði. Á þessu ári eru 35 ár liðin frá stofnun Atlantshafsbanda- lagsins og allan þennan tíma hef- ur ríkt friður í okkar heimshluta, það er þó jafnbrýnt nú og fyrir 35 árum að vara við þeim öflum sem telja að því aðeins sé unnt að tryggja frið ef látið er undan ein- ræðis- og ófriðaröflum í hvaða mynd sem þau birtast. Vegna samstöðu lýðræðisflokk- anna og vegna þess hve skýrt og oft hefur komið fram í kosningum hér á landi, að mikill meirihluti íslendinga vill að sjálfstæði og ör- yggi þjóðarinnar sé tryggt með þátttöku í vestrænni samvinnu og varnarsamstarfi við Bandaríkin hafa andstæðingar utanríkisstefn- unnar hætt að hampa slagorðinu Björn Bjarnason „Island úr NATO — herinn burt“. Baráttuaðferðirnar eru orðnar ísmeygilegri, reynt er að finna samnefnara á milli kjarnorku- vopna og vestrænnar samvinnu, kenna lýðræðisþjóðunum alfarið um vígbúnaðarkapphlaupið og ráðast á samstarf þeirra með þeim rökum að það hljóti óhjákvæmi- lega að leiða til heimsslita. Á með- an við ræðum um leiðir til að tryggja frið með frelsi leggja and- stæðingarnir höfuðkapp á að telja fólki trú um að kjarnorkustríð sé á næsta leiti. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvenær þeir telja sig hafa komið ár sinni svo vel fyrir borð að þeir þori aftur að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Við þurfum að fylgjast vel með öllum þessum hringum ekki síst þeim sem eiga sér stað innan kirkjunnar og í skólanum, helgustu véum frelsisins. Starfíð síðan 1982 Á þeim tæpu tveimur árum sem liðin eru síðan við komum hér saman til aðalfundar hefur starf- semi samtaka um vestræna sam- vinnu verið með hefðbundnu sniði. Meginþættir hennar eru fundir með innlendum og erlendum fyrir- lesurum, útgáfustarfsemi, kvik- myndasýningar og kynnisferðir til höfuðstöðva Atlantshafsbanda- lagsins í Brússel. Á milli Samtaka um vestræna samvinnu og Varð- bergs er náið samstarf sem undir- strikað er með margvíslegu móti. Til dæmis stóðu félögin bæði að því á síðasta sumri að stofna Varðberg, félag áhugamanna um vestræna samvinnu, á Akureyri. Hefur verið um það rætt að efla starfsemi til stuðnings málstað okkar víðar um land. Verkaskipt- ing er nokkur á milli félaganna, við í SVS höfum frumkvæði að fundum hér í Reykjavík en stjórn Varðbergs er til dæmis í meira sambandi við áhugamenn í skólum og útvegar þátttakendur í fundum þar sé þess óskað. Samstarf okkar við starfsmann upplýsingadeildar Atlantshafs- bandalagsins hér á landi, Magnús Þórðarson, er einnig náið en eins og kunnugt er njóta samtökin þess að hafa skrifstofuaðstöðu hjá upp- lýsingadeildinni og Dagný Lárus- dóttir annast daglegan rekstur fé- lagsins, ef þannig má að orði kom- ast. Til umræðu hefur verið innan stjórnar samtakanna, hvort hag þeirra væri ef til vill betur komið með því að það ræki alfarið eigin skrifstofu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í því efni. Hins er rétt að geta að upplýsingadeild Atlantshafsbandalagsins sem veitir sambærilegum félögum í öllum aðildarlöndum bandalags- ins margskonar stuðning hefur brugðist vel við öllum tillögum frá samtökunum. Til dæmis er nú haf- in að nýju útgáfa á NATO-fréttum á íslensku og er ráðgert að eitt hefti komi út árlega með úrvali úr ritinu „NATO Review" sem upp- lýsingadeildin gefur út í aðildar- löndunum. Alls hefur verið efnt til 11 funda hér í Reykjavík síðan 1. mars 1982. Við það er miðað við gerð starfs- áætlunar að halda tvo hádegis- verðarfundi fyrir áramót, frá október, og þrjá til fjóra eftir ára- mót. Flestir hafa ræðumennirnir verið erlendir og í þeirra hópi meðal annarra Lennart Ljung, yfirhershöfðingi í Svíþjóð, Ronald F. Marryott, fyrrum yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, og Max Kampelman, sem var Kaupmannahöfn: fslenzkur tízkuhönn- uður vekur athygli JóiwhÚNÍ, 25. janúar. HIN ÁRLEGA vetrarsýning Mar- grethe-skólans í Kaupmannahöfn var haldin í frönsku menningar- miðstöðinni laugardaginn 21. jan. sl. Skólinn útskrifar tizkuhönnuði eftir tveggja ára nám, og er ísienzk stúlka meðal nemenda á öðru ári, Magnea Haraldsdóttir, og vakti fatnaður hennar verðuga athygli á sýningunni. Vert er að nefna, að Magnea hafði einnig teiknað plak- ötin, sem skreyttu veggi sýningar- salarins. Stofnandi Margrethe-skólans var Grethe Glad, aðalræðis- mannsfrú, sem fór á sínum tíma til Parísar til að læra tízkusaum til að rétta við fjárhag þeirra hjóna er bóndi hennar 'Várð gjaldþrota eftir langt líf j miklu ríkidæmi. Hún nefndi skólann Margrethe-skólann eftir vinkonu sinni, Margrethe prinsessu af Bourbon, sem var verndari hans. Nemendur skólans eru 37 og eru þeirra á meðal aðeins 2 pilt- ar. Er aðsókn mjög mikil að skól- anum, jafnvel er hann fullsetinn næstu árin, en hann er til húsa á Strikinu, rétt á móti Illum, hinu þekkta vöruhúsi. Árlega hefur Margretheskólinn tízkusýningar á miðjum vetri og í lok skólaárs og eru þær fjölsóttar. Sýnar margir nemendur sjálfir hand- verk sín, en aðrir fá til þess sýn- ingarstúlkur og var svo um Magneu. Verzlanir lána ýmislegt það, sem þarf til að gera tízku- sýninguna sem glæsilegasta, svo sem skó, hatta og skartgripi. Skólastjórinn, Inga Madsen, kynnti nemendur og kennara fyrir áhorfendum, en lét síðan sjón vera sögu ríkari. Sýndar voru yfirhafnir, kvöldklæðnaður, sportfatnaður og undirföt. Af yf- irhöfnum voru slár mest áber- andi og svart mikið notað, t.d. með skærbláum lit. Kvöldkjólar voru síðir og líka stuttir, einfald- ir og auðvelt er að breyta þeim með litlum tilkostnaði og var það sýnt, bæði með blúnduefni yfir, blússu undir, pallíettum o.fl. Klæðskerasaumuð föt höfðu nejnendur á öðru ári hannað og Opíðtilkl.19 mánudaga þriöjudaga miðvikudaga fimmtudaga TT A /1TT Aljp Skeifunni 15 niiullAU I Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.