Morgunblaðið - 09.02.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984
sendiherra Bandaríkjanna á
Madrid-ráðstefnunni. Af íslensk-
um ræðumönnum má nefna ólaf
Jóhannesson, þáverandi utanríkis-
ráðherra, og Magnús Torfa Ólafs-
son, blaðafulltrúa ríkisstjórnar-
innar, en erindi hans er birt í
NATO-fréttum.
Af því sem gefið hefur verið út
er ástæða til að nefna erindi
Kjartans Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra, um aukna þátt-
töku íslendinga í vörnum lands-
ins, og rit Benedikts Gröndal,
sendiherra, um varnarliðið á ís-
landi. f apríl 1982 stóðu samtökin
að ráðstefnu með nemendasam-
bandi varnarmálaháskólans í Nor-
egi og var þá sérfróðum mönnum
víðsvegar að stefnt hingað til
lands. Erindi og niðurstöður
ráðstefnunnar komu síðan út í
bæklingnum „Security in the
North". Nú er verið að dreifa
sérprentun úr tímaritinu Úrvali
um friðarhreyfingarnar og KGB.
Næstu fundir
í byrjun mars kemur hingað
Bjarne Norretranders, prófessor í
sögu við Kaupmannahafnarhá-
skóla, og flytur fyrirlestur um
stefnu Sovétríkjanna í öryggis-
málum og Norðurlönd, í apríl
verður efnt til ráðstefnu vegna 35
ára afmælis Atlantshafsbanda-
iagsins og í maí er von á Francois
de Rose, fyrrum sendiherra
Frakka hjá Atlantshafsbandalag-
inu, sem ætlar að ræða öryggis-
mál. Slíkar heimsóknir erlendra
manna verður jafnan að skipu-
leggja með löngum fyrirvara og
strax að loknum þessum aðalfundi
þarf að leggja drög að starfinu á
næsta vetri.
Eins og ég orðaði það áður í
þessum fáu orðum förum við ekki
í launkofa með skoðanir okkar og
látum ekki deigan síga þótt
stormasamt verði á stundum.
Mestu skiptir að málstaðurinn sé
ætíð byggður á skynsamlegum
rökum og þess sé gætt að undan
almennum stuðningi við hann sé
ekki grafið. Samtök okkar eru
samnefnari fyrir stuðning þeirra
flokka sem við aðhyllumst við
vestræna samvinnu, með því að
standa sameiginlegan vörð um
þennan málstað treysta flokkarnir
best forsendurnar fyrir öryggi og
sjálfstæði íslensku þjóðarinnar.
Björn Bjarnason er blaðamaður á
Morgunblaðinu.
saumað, en fyrsta árs nemendur
hönnuðu föt til fjöldafram-
leiðslu. Einnig sýndu nemendur
nýstárlegan sport- og nærfatnað.
Magnea Haraldsdóttir fær
mikið lof í dönskum blöðum fyrir
fatnað sinn og er m.a. sögð vera
sá nemandinn sem skólinn bind-
ur hvað mestar vonir við.
í Ekstrablaðinu, sem er út-
breiddasta blað Danmerkur, eru
birtar sérstakar myndir af fatn-
aði hennar, grárri og gulri slá,
sem tengist undir hnén og minn-
ir á afríkanska buxnadragt og
um leið á kengúru, og klæðskera-
saumaðar köflóttar buxur með
einlitum gráum jakka, sem fór
þeldökkri sýningarstúlku frá-
bærlega vel. Eftir sýninguna sl.
vor fékk Magnea líka mjög góða
dóma fyrir verk sín og er spenn-
andi að vita, hvað framtíðin ber i
skauti sér fyrir hana á sviði fata-
hönnunar.
G.L.Ásg.
Hverfisgötu 33 — Sími 20560 Pósthólf 377
Authorized IBM Dealer - IBM Personal Computer
GÓÐUR
ODYR
SÆLL
AFBRAGÐ
LIPUR
Opnum kl. 11.30
SÝNISHORN ÚR
MATSEÐLI
Flæskesteg
Rifjasteik
aö dönskum
hætti
ARNARHÓLL
Hvíldarstaður
í hádegi
höll að kveldi
Velkomin
OCTAVO 06.06