Morgunblaðið - 09.02.1984, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984
(gk
w
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐMUND HALLDÓRSSON
Argentínumenn vilja
viðræður við Breta
séu nauðsynlegar og hafi ekki
verið ákveðnar.
Alfonsin hefur sagt að hann
muni taka kjarnorkuáætlun
Argentínu úr höndum sjóhersins
og fá stjórn hennar í hendur
þinginu til að koma í veg fyrir að
hún verði notuð í hernaðarskyni.
Uggur út af kjarnorkuáætlunum
Argentínumanna hefur aukizt
síðan tilkynnt var að reist hefði
verið verksmiðja, sem tekur við
úraníum er hefur verið notað í
kjarnorkuveri og endurvinnur
það þannig að hægt er að smíða
kjarnorkusprengjur. Alfonsin
kvaðst ábyrgjast að Argentínu-
menn mundu hagnýta kjarnorku
í friðsamlegum tilgangi ein-
göngu.
Stjórn Alfonsins býr sig einn-
ig undir uppgjör við heraflann
og telur sig vel í stakk búna til
þess vegna vinsælda sinna og
klofnings í heraflanum í kjölfar
stríðsins. Búizt er við að felld
verði úr gildi náðunarlög, sem
STJÓRN Raul Alfonsins ArgentínuforseU vill viðræður við Breta um
Falklandseyjar, þótt Margaret Thatcher forsætisráðherra útiloki samn-
inga um framtíð eyjanna.
Alfonsin gerði nýlega grein fyrir áætlun í sex liðum um lausn deilunn-
ar, en Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Breta, flýtti sér að hafna
henni. Alfonsin gerir ráð fyrir að friðargæzlulið á vegum SÞ verði sent til
Falklandseyja og hafi eftirlit með brottflutningi fjölmenns herliðs Breta
og að Bretar hætti að víggirða eyjarnar. Hann leggur til að 150 mflna
verndarsvæði brezkra herskipa og flugvéla umhverfls eyjarnar verði lagt
niður.
Argentínumenn segja að þeir
vilji færa ástandið í sama
horf og fyrir innrásina 1982.
Jafnframt skuli viðræður teknar
upp að nýju á vettvangi SÞ. Al-
fonsin segir að með slíkum
breytingum verði endi bundinn á
styrjaldarástandið milli þjóð-
anna og það muni hafa jákvæð
áhrif á sambúð og viðskipti land-
anna.
Howe sagði í svari sínu að það
væri ekki hlutverk SÞ að vernda
eyjarnar og vænlegasta leiðin til
að bæta sambúðina væri að
reyna að koma á eðlilegum
viðskiptum. Hann sagði að Bret-
ar væru staðráðnir í að standa
við skuldbindingar sínar við
Falklendinga, en reyna um leið
að bæta sambúðina við Argent-
ínu. Viðurkennt hefði verið á
vettvangi SÞ um árabil að Bret-
ar gegndu því hlutverki að
stjórna eyjunum og verja þær.
Landstjóri Falklandseyja, Sir
Rex Hunt, sagði að gæzlusveitir
SÞ væru sendar til staða, þar
sem friður ríkti ekki og friður
ríkti á eyjunum og mundi ríkja
þar áfram ef Argentínumenn
gerðu ekki innrás.
Argentínskir embættismenn
hafa sagt í einkasamtölum að
Alfonsin forseti sé fús til við-
ræðna um að yfirráð Argentínu-
manna verði viðurkennd gegn
því að Bretar fái að fara áfram
með stjórn eyjanna í ótiltekinn
tíma.
Síðan stjórn Alfonsins kom til
valda í desember hefur hún lagt
áherzlu á að hún sé lýðræðisleg
til að reyna að fá Falklendinga
til að sætta sig við argentínska
stjórn. Argentínskir embætt-
ismenn viðurkenna þó að það sé
óraunsæi að búast við því í kjöl-
far stríðsins við Breta að eyja-
skeggjar sætti sig við að taka
upp argentínskt þjóðerni. Þess
vegna leggja þeir áherzlu á að
þeir séu því hlynntir að Falk-
lendingar fái að halda brezku
þjóðerni sínu og auk þess lög-
reglu sinni og skólakerfi.
Stjórn Alfonsins hefur heitið
að minnka herútgjöld úr 5%
þjóðartekna í 2%. Alfonsin sagði
eftir valdatökuna að til að ná
þessu marki yrði að draga úr
spennunni vegna deilunnar við
Chilemenn um Beagle-sund og
Falklandseyjadeilunnar, sem
talið er að argentínskir herfor-
ingjar hafi notað fyrir átyllu til
að kaupa hergögn fyrir 10 millj-
arða dala.
Nýlega undirrituðu utanrík-
isráðherrar Argentínu og Chile
friðar- og vináttuyfirlýsingu,
sem er liður í tilraunum Páfa-
garðs til að leysa deiluna um
Beagle-sund. Páfi lýsti þá þeirri
von sinni að geta heimsótt bæði
löndin þegar þau hefðu undirrit-
að endanlegan samning um
lausn. Bjartsýni ríkir um lausn,
þótt bent sé á að nýjar viðræður
aukið þrýstinginn á Breta. Bret-
ar vilja að sem minnst sé um
málið fjallað opinberlega. Þótt
þeir hafi sýnt áhuga á bættri
sambúð við Argentínumenn og
hafi áhuga á auknum viðskiptum
vilja þeir halda þessu tvennu að-
skildu. Argentínumenn telja
þetta sama málið.
Bretar hafa aflétt fjárhagsleg-
um hömlum gegn Argentínu-
mönnum til að greiða fyrir við-
ræðum þeirra og erlendra banka.
Þeir hafa einnig minnkað vernd-
arsvæðið umhverfis Falklands-
eyjar, sem var áður 200 mílur, og
boðizt til að leyfa heimflutning
líka argentínskra hermanna og
heimsóknir ættingja argent-
ínskra hermanna til Falklands-
eyja. Lengra hafa þeir ekki
gengið og það mundi vekja deilur
í Bretlandi.
Opinberlega heldur frú
Thatcher fast við það að gera
Falklandseyjar að „virki" og seg-
ir að Bretar megi ekki fórna við
samningaborð því sem hermenn
þeirra unnu á vígvellinum. Hún
sagði í þingræðu að Bretar væru
fúsir að íhuga bætt efnahags-
samskipti og aukin viðskipti, en
Falklandseyjar væru brezkar og
þingheimur hefði talið að vilji
íbúanna ætti að ráða. Virða yrði
sjálfsákvörðunarrétt ibúanna.
Brezkur hermálasérfræðingur
sagði nýlega að kostnaðurinn við
Raul Alfonsin Argentínuforseti og Isabel Peron fyrrverandi forseti á
sáttafundi. Alfonsin er leiötogi Róttæka flokksins. Sá flokkur og flokkur
peronista hafa löngum eldað grátt silfur saman.
náðu til foringja sem voru við-
riðnir pyntingar, dauða og hvarf
15.000 Argentínumanna. Alfons-
in getur þá fyrirskipað herrétt-
arhöld gegn háttsettum foringj-
um, sem eru sakaðir um mann-
réttindabrot.
Þótt það sé opinber afstaða
Argentínustjórnar að nýjar við-
ræður um Falklandseyjar skuli
fara fram á vegum SÞ í sam-
ræmi við samþykkt Allsherjar-
þings SÞ hafa þeir kannað
möguleika á milligöngu ítala eða
annarra til að flýta fyrir því að
viðræður geti hafizt. Þetta bar á
góma nýlega á fundi utanríkis-
ráðherra Argentínu, Dante Cap-
uto, og Bettino Craxi, forsætis-
ráðherra Ítalíu.
Argentínumenn telja að
Bandaríkjamenn komi einnig til
greina, þrátt fyrir slæma
reynslu af sáttatilraunum Alex-
anders Haig fv. utanríkisráð-
herra. Perú er og nefnt.
Argentínumenn vona að með
auknum stuðningi Bandaríkj-
anna, aðildarlanda EBE og ríkja
Rómönsku Ameríku geti þeir
varnir eyjanna mundi nema
rúmum átta milljörðum dala í
árslok 1987, en talsmaður eyja-
skeggja sagði það ýkjur. Skv.
opinberum tölum mun kostnað-
urinn nema 880 milljónum dala
á þessu ári, þ.e. tæpum 500.000
dölum á hvern hvern Falklend-
ing, sem eru 1.800. í fyrra vörðu
Brelar um 65 milljónum dala til
efnahags- og þróunarmála, 20
millj. til viðgerða og 45 millj.
dala til sex ára efnahagsáætlun-
ar.
Haft er eftir samstarfs-
mönnum frú Thatchers að bezt
sé að reyna að bæta sambúðina
við Argentínu skref fyrir skref,
fyrst á viðskiptasviðinu og síðan
með fullu stjórnmálasambandi.
Howe utanríkisráðherra hefur
talað um aukinn áhuga beggja
aðila á slíkum ráðstöfunum. Að-
stoðarmenn frú Thatchers segja
að hún geri sér grein fyrir að
bætt samskipti muni draga úr
nokkurri spennu, sem gætir í
sambúð Breta og Bandarikjanna,
og stuðla að auknum útflutningi
Breta til Rómönsku Ameríku.
Límtré
FURA — BEYKI — EIK
í plötum
Eigum fyrirliggjandi úrval af límtrésplötum til innrétt-
inga, fyrir iönaö og húsgagnasmíöi.
Þykktir: 25, 30, 40 mm. Breiddir: 200, 300 420, 600,
640, 760, 900 mm og fjöldi lengda.
c®3 Nýborg?
O Ármúla 23, sími 86755.
Hinar
þekktu
snyrtivörur
veröa kynntar í
Nes-Apóteki í dag,
fimmtudag milli kl.
3—6. Sérhannaðar fyrir
norræna veöráttu. Snyrti-
sérfræðingur veröur á staðn-
um og leiðbeinir.
VIDSKIPTAENSKA
FYRIR STJÓRNENDUR
Námskcidið er ætlað öllum þeim sem samskipti eiga vid enskumælandi
vidskipta- og/eða samstarfsaðila og þar sem mikilvægt er að tungu-
málamisskilningur sé ekki hindrun í samstarfi manna. Námskeiðið fer-
fram á ensku.
Tilgangur námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfari í að beita ensku
sem viðskiptamál og ná þannig betri árangri í samskiptum sínum við
útlendinga.
Efni: Þjálfun í ensku talmáli. Orðaforði í ensku viðskiptamáli og fram-
burðarreglur. Markmið viðskiptabréfa. Efni viðskiptabréfa. Raun-
hæfar æfingar. Mismunur breskra og bandarískra viðskiptabréfa.
l eiðbeinandi. Dr. Terry Lacy. DoktöT í félagsfræði frá Colorado State
University. Kenndi viðskiptaensku við Department of Technical
Journalism í Colorado State University. Starfar nú sem stundakennari
í ensku við heimspekideild Háskóla íslands og er annar höfundur ensk-
íslenskrar viðskiptaorðabókar.
Tími: 13.-15. febrúar kl. 9-12.
Starfsmenntunarsjódur Starfsmannafélags Ríkisstofnana greidir þátttökugjald
fyrir félagsmenn sína á þetta námskeid.
TILKYNNIÐ PÁTTTÖKU
ÍSÍMA 82930
STJÓRNUNARFÉIAG
ISLANDS I!»23