Morgunblaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984
Lögreglumenn dæmd-
ir fyrir líkamsárás
Stokkhólmi, 8. febrúar. Frá Olle K. Kk.ström, frétUriUra Mbl.
TVEIR lögrcgluþjónar, sem höfðaö
var mál gegn vegna meintrar líkams-
árásar, voru í dag dæmdir í þunga
refsingu fyrir ofbeldi.
Þeir reyndust sekir að því að hafa
handtekið mann með ólöglegum
hætti, sett hann í handjárn og ekið
honum á afvikinn stað á Skepps-
holmen, þar sem þeir skildu hann
eftir. Þar fannst maðurinn síðan
slasaður.
Annar lögregluþjónanna, sem
dæmdir voru, er kona.
Málið á hendur lögregluþjónun-
um hefur vakið mikla athygli og
umræður. Málshöfðun af þessu
tagi er afar sjaldgæf í Svíþjóð og
sjaldnar að lögreglumenn séu
dæmdir til refsingar.
Minnkandi samskipti
Norðurlandaþjóða
Kaupmannahofn, 8. febrúar. Frá Ib Björnbak, frétUriUra Mbl.
SAMSKIPTI Norðurlandanna eru
hlutfallslega minni nú en fyrir ára-
tug, að því er Ib Stetter iðnaðarráð-
herra segir í viðtali við Börsen.
Náði 113
ára aldri
Fort Lauderdale, Flórída, 8. febrúar. AP.
LÁTIN er Julia „Pinkey“ Jones, 113
ára að aldri. Sjúkrahússyfirvöld hafa
ekki skýrt frá hvað dró hana til
dauða.
Stetter hefur í 13 ár tekið þátt í
störfum Norðurlandaráðs. Leggur
hann áherslu á að reynt verði að
halda í það, sem þegar hefur
áunnist í norrænum samskiptum.
Hann býst ekki við neinum afger-
andi nýjungum í norrænu efna-
hagssamstarfi.
Ib Stetter varar raunar við því
að reynt verði að gera mikið úr
smámálum á 32. þingi Norður-
landaráðs, sem hefst í Stokkhólmi
27. febrúar, þótt menn finni hjá
sér þörf til að finna upp á nýjung-
um. Slíkt hafi aðeins í för með sér
óþarfa skriffinnsku og skrifstofu-
bákn.
Tveir bandarískir friðargæslumenn eru hér að flytja
gám á brott, og eru þær tilfæringar liður í brottflutn-
ingi gæslusveita Bandaríkjamanna frá Beirút. Reagan
forseti fvrirskipaði brottflutninginn eftir að vinstri
Símamynd AP.
sinnar tóku völdin í vesturhluta borgarinnar. 1 gámn-
um er búnaður sem Bandaríkjamenn hafa notað á
alþjóðaflugvellinum í Beirút.
Ósætti um aukafjár-
veitingu til varnarmála
Julia vann fulla vinnu fram á
eitthundraðasta afmælisdag sinn,
og var m.a. kunn fyrir að virða að
vettugi tilmæli lækna um að láta
af pípureykingum.
Julia kvaðst hafa byrjað pípu-
reykingar við þriggja ára aldur og
undir það síðasta forðaðist hún
lækna af ótta við að þeir héldu
uppteknum hætti og leggðu að
henni að hætta reykingunum.
Stokkhólmi, 8. febrúar. Frá Olle Ekström, fréttaritara Mbl.
Um það bil fimmtungur
danskra utanríkisviðskipta er við
önnur Norðurlönd. í Finnlandi er
hlutfallið svipað, en 14,5% norsks
útflutnings er til annarra Norður-
landa og 25% sænsks útflutnings.
Svíar eru eina Norðurlandaþjóðin
sem tekist hefur að auka útflutn-
ing til Norðurlandanna í seinni
tíð.
VIÐRÆÐUR stjórnarinnar og
borgaraflokkanna þriggja um
aukafjárveitingu til varnarmála
fóru út um þúfur eftir aðeins
klukkustundar fund.
Það sem skilur í milli er að
leiðtogar borgaralegu flokk-
anna vildu með engum hætti
spyrða saman útgjöld til varn-
armála og til þróunaraðstoðar,
Fleiri „Dynasty“-þættir
að kröfu áhorfenda
OhIó, 8. febrúar. Frá Jan Erik Lauré, frétlaritara Mbl.
MIKIÐ fjaðrafok hefur orðið út af
bandarísku sjónvarpsþáttunum
„Dynasty“ og sér ekki fyrir end-
ann á því. Stjórnendur sjónvarps-
ins telja þættina það lélega að rétt-
ast sé að hætta útsendingum við
fyrsta hentugleika, en sjónvarps-
áhorfendur hafa með dyggri aðstoð
blaðanna knúið stjórnendur sjón-
varpsins til að halda sýningum
áfram.
Eftir langar og strangar deil-
ur í fyrra ákváðu stjórnendur
sjónvarpsins að kaupa 29 þætti í
myndaflokknum um Carring-
ton-fjölskylduna í Denver í Col-
orado. Þættirnir hlutu ágætar
viðtökur áhorfenda, en yfir-
mönnum sjónvarpsins þótti þeir
heldur þunnir og ætluðu ekki að
kaupa fleiri. Blöð og vikurit
skrifuðu mikið um málið og
skoðanakannanir sýndu að mik-
ill meirihluti sjónvarpsáhorf-
enda vildi sjá fleiri þætti. Af
þeim sökum beygðu stjórnendur
sjónvarpsins sig um síðir og
keyptu fleiri þætti.
Hermt var að keyptir hefðu
verið 49 þættir til viðbótar, en í
fyrradag upplýsti blaðið Verd-
ens Gang, að í pakkanum hefðu
verið 59 þættir og að yfirmenn
sjónvarpsins höfðu ákveðið að
stinga 10 þeirra undir stól. Við
þessa uppljóstrun hófst ný og
kröftug mótmælaalda, og var
það til þess að sjónvarpsleiðtog-
arnir lýstu því yfir í dag að
þættirnir 10 yrðu líka sýndir.
eins og stjórn Jafnaðarmanna-
flokksins gerir að skilyrði.
Leiðtogar borgaralegu flokk-
anna þriggja lögðu fram mála-
miðlunartillögu um 2,5 millj-
arða sænskra króna fjárveit-
ingu til varnarmála er dreifðist
á þrjú ár. Hvergi var minnst á
útgjöld til þróunarmála í til-
lögunni og það sætti stjórnin
sig ekki við.
Stjórnin hefur nýlega tekið
þá ákvörðun að tengja auka-
útgjöld til varnarmála auknum
útgjöldum til þróunarhjálpar,
en fjármagna átti hvoru
tveggja með hækkun skatta á
bílabensíni.
Ríkisstjórn jafnaðarmanna
mun úr þessu treysta á stuðn-
ing kommúnista er hún leggur
fram tillögu um aukaútgjöld til
hermála í þinginu. Borgara-
flokkarnir munu leggja fram
breytingartillögu með enn
hærri upphæð.
Rúmlega 160 manns fórust í sprengingu:
Ráðherra settur
af í Rúmeníu
Búkarest, 8. febrúar. AP.
Gheorghe Caranfil ráðherra, sem fór
með málefni efnaiðnaðar, og ýmsir
háttsettir embættismenn hafa verið
settir af í framhaldi af meiriháttar
sprengingu í olíuhreinsistöð í desem-
ber sl. þar sem yfir 160 manns týndu
lífi, að sögn flokksmálgagnsins Seint-
1 sprengingunni gjöreyðilagðist
Teleajan-hreinsistöðin norður af
Búkarest, og segir í niðurstöðum
rannsóknarnefndar að ein skýringin
á óhappinu séu alvarleg mistök við
smíði stöðvarinnar og agaleysi þar
eftir að hún tók til starfa.
Straumnes
Vesturbergi
I
Kjöt og fiskur
Seljabraut
I
Valgarður
Leirubakka
i
Bætt þjónusta
í Breiðholti
Nú höfum viö breytt opnunartíma verslana okkar sem hér segir:
virka daga kl. 9 19
föstudaga kl. 9—“19-30
laugardaga kl. 9—16
Verið ávallt velkomin í verslanir okkar