Morgunblaðið - 09.02.1984, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.02.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 23 Flóð í suðurhluta Hollands: Bæir og þorp einangrast Maastricht, Hollandi, 8. feb. AP. MIKIL flóð hafa orðið í Limburg- héraði í suðurhluta Hollands í kjöl- far mestu rigninga sem þar hafa komið í 58 ár. Þorp og sveitabæir hafa einangrast og vegir í héraðinu farið úr skorðum. Á föstudag var vatnsborðið í ánni Maas og þverám hennar þremur metrum hærra en venju- lega, en búist er við að það lækki aftur um helgina. Flóðin hafa valdið margvísleg- um erfiðleikum, og m.a. hefur orð- ið að flytja fjölskyldur frá heimil- um sínum, en ekkert manntjón hefur orðið. Beðið hefur verið um aðstoð hersins við að styrkja flóð- garða á nokkrum stöðum. Þorbjörn sendur í Grænlandsísinn Kaupmannahöfn, 8. febrúar. Frá Ib Björnbak fréttaritara Mbl. HAFlS er nú það mikill við Græn- land, að Tom Hoyem Græn- landsmálaráðherra leitar nú að fs- brjóti til að senda þangað. ísinn er óvenjumikill og raskar verulega sjósókn og skipaferðum. Meðal þeirra ráða sem Hoyem hyggst grípa til er að senda einn stóru ísbrjóta danska ríkisins, Þorbjörn, til Grænlands, en sá böggull fylgir skammrifi að samkvæmt haffærisskírteini dönsku ísbrjótanna mega þeir ekki sigla á alþjóðlegum sigi- ingaleiðum. Af þessum sökum er nú unnið að því að fá haffærisskírteini Þorbjörns breytt þannig að hann geti siglt yfir Atlantshafið til Grænlands. Vetur hefur verið mildur í Danmörku og því ekki hlotizt af vandræði vegna íss á dönsku sundunum. Frá Norinform. f VOR verður byrjað að grafa eftir ævagömlu skipsflaki við strönd Vest- ur-Agða, nálægt Kristjánssandi f Nor- egi. Ef sú trú manna, að þar sé hulið vel varðveitt skip frá miðöldum eða víkingaöld, reynist rétt, mun uppgröft- urinn verða meiriháttar viðburður fyrir fornleifafræði og siglingasögu. Ekkert skip frá tímaskeiði vfkinga hefur enn fundist við strendur Noregs. Skipið uppgötvaðist þegar Norð- menn og Þjóðverjar voru að vinna að hafnargerð á árum síðari heims- styrjaldarinnar. Einn Norðmann- anna tók viðarbút úr skipinu, og lét síðar rannsaka hann og kom þá í ljós að hann var frá miðöldum eða lokum víkingaaldar. Ekki voru á þessum árum gerðar ráðstafanir til að ná skipinu upp, enda höfðu menn margt annað að hugsa um á stríðstfma. Nú fyrst hefur áhugi á skipinu vaknað á ný. Hróðugur lýsir Engelbert Humperdinck kjöri Debi Brett frá Sussex í Englandi sem fegurstu stúlku heims i keppni í Honolulu í vikunni. Geimskot Sovétmanna: Þrír geimfarar á leið í geimstöð Finnst víkingaskip við Vestur-Agðir? Moskvu, 8. feb. AP. SOVÉTMENN sendu í dag á loft þriggja manna geimfar, Soyuz T-10, og er því ætlað að flytja geimfarana í geimstöðina Salyut-7, sem er á ferð umhverfis jörðu. Þetta er í annað sinn á sex og hálfum mánuði að Sovétmenn skjóta á loft mönnuðu geimfari. Geimfarið fór á loft um hádegis- bil að íslenskum tima, og að sögn TASS-fréttastofunnar líður geim- förunum vel og farartæki þeirra starfar eðlilega. Tveir geimfarar dvöldu í fyrra í 150 daga í Salyut-7-geimstöðinni, en urðu að snúa til jarðar vegna bilun- ar. Ekki er vitað hve lengi geimfar- arnir þrír eiga að dvelja í stöðinni, en af fyrri fréttum TÁSS má ráða að það verði í a.m.k. tvo mánuði. Fréttastofan hafði sagt að þegar mannað geimfar Indverja og Sovét- manna kæmi til stöðvarinnar í miðjum apríl á þessu ári yrðu sov- éskir geimfarar þar fyrir og tækju á móti því. Geimferðaáætlun Sovétmanna hefur á undanförnum árum miðað að því að kanna hvert úthald manna er í geimnum með það í huga að reka þar geimstöðvar sem mannað- ar yrðu allan ársins hring. Hafa Sovétmenn lagt á það áherslu að slíkar stöðvar verði ekki notaðar í hernaðarskyni. Bíræfið rán í miðborg Lissabon: Ræningjar lokkuðu bflstjóra út og óku burt með 24 milljónir Lissabon, 8. feb. AP. ÞAULSKIPULAGT rán var framið í miðborg Lissabon í dag, og höfðu ræningjarnir upp úr krafsinu 108 milljónir escudos, sem jafngildir um 24 milljónum íslenskra króna. Ræningjarnir stöðvuðu bryn- varðan flutningabíl fáeina metra frá aðalútibúi Banco Fonsecas E Burnay á mesta annatímanum i morgun, lokkuðu bílstjórann og sessunaut hans til að fara út, og tóku síðan bifreiðina trausta- taki. Peningarnir áttu að fara í bankann. Sjónarvottar segja að ræn- ingjarnir hafi notað tvær bif- reiðir við ránið, ekið annarri fyrir framan flutningabílinn og hinni aftan á hann. Þegar bif- reiðastjórinn og sessunautur hans fóru út til að kanna skemmdir settust ræningjarnir undir stýri og óku á brott. Óeirðir í Punjab Amritsar, S. febrúar. AP. SPRENGJA sprakk á járnbrautarstöð í Patiala í Punjab-héraði í dag raeð þeim afleiðingum að þrír menn slösuðust. Voru þar að verki síkar, sem krefjast aukins pólitísks frelsis og trúfrelsis. Óeirðir urðu víða í héraðinu er síkar minntu á kröfur sínar um aukið for- ræði. Lögregla beitti táragasi til að tvístra hópi síka í Jalandhar, sem sveifluðu sverðum og lögðu til atlögu gegn fólki, sem ekki tók þátt í að- gerðunum. Síkar lögðu niður vinnu í Punjab í dag til að leggja áherzlu á kröfur sínar um sjálfsforræði og frelsi til að iðka trú sína. Samgöngur voru að mestu lamaðar vegna verkfallsins og flestar skrifstofur voru lokaðar, eða umsetnar. Indira Gandhi, forsætisráðherra, hefur boðist til að hefja að nýju við- ræður við leiðtoga síka, en jafnframt hafa umsvif hersins verið aukin i Punjab síðustu daga. Veður víða um heim Akureyri Amtterdam Aþena Barcelona Berlín Brtlaael Buenos Aires Chicago Dublin Feneyjar Frankfurt Gent Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn Las Palmas Lissabon London Loa Angeles Majorka Mexikóborg Miami Montreal Moskva New York Osló Parls Peking Perth Reykjavik Ríó de Janeiró Róm San Francisco Seaul Stokkhólmur Sydney Tókýó Vancouver Vlnarborg Varsjá Þórshöln +4 úrk. i grennd 5 skýjaó 13skýjað 19léttskýjaö 8 skýjaö 7 rigning 28heióskírt +5 heíöskírt 8 rigning 4 þokumóöa Srigning 8 rignlng 0 snjókoma 14 heiöskírt 9 skýjaö 28 heiðskírt 18 heiðskirt 3rigning 19 léttskýjaö 14 heiöskfrt 8 skýjaö 29 heiöskút 19 skýjaö 20 Mttskýjaö 20heióskírt 18 heiöskfrt 12skýjaö +10 skýjaö 0 heióskirt -8 skýjaó 11 rigning 3 heióskírt 34 heiöskirt +8 skýjaö 33 heiðskfrt 14 heiöskfrt 16 skýjaö -4heióskirt 2 skýjaö 23 rigning 5 heiöskírt 10 skýjað 16 skýjaö 5 rigning 3 Mttskýja-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.