Morgunblaðið - 09.02.1984, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984
JMtoguttliljifrUÞ
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö.
Friðarfræðsla
ingmenn úr öllum flokk-
um hafa lagt fram til-
lögu um að alþingi álykti að
fela menntamálaráðherra að
hefja undirbúning að frekari
fræðslu um friðarmál á dag-
vistarstofnunum, í grunn-
skólum og framhaldsskólum
landsins. I tillögunni segir að
markmið fræðslunnar skuli
vera „að glæða skilning á
þýðingu og hlutverki friðar
og rækta hæfileika til þess að
leysa vandamál án ofbeldis
og leita friðar í samskiptum
einstaklinga, hópa og þjóða".
í greinargerð tillögunnar seg-
ir: „Friðarfræðsla leitast við
að dýpka vitund, vitneskju og
skilning á deilum milli ein-
staklinga, innan þjóðfélaga
og milli þjóða. Hún rannsak-
ar orsakir deilna og átaka
sem má finna samofnar
skynjunum, verðmætamati
og viðhorfum einstaklinga.
Ennfremur má finna orsakir
þeirra í félagslegri, stjórn-
málalegri og efnahagslegri
gerð þjóðfélagsins. Friðar-
fræðsla hvetur til þess að
leita annarra leiða sem fela í
sér lausnir á deilum án
ofbeldis og hvetur jafnframt
til þróunar þeirra hæfileika
sem nauðsynlegir eru til að
beita slíkum lausnum." Vilja
flutningsmenn tillögunnar að
menntamálaráðherra sjái svo
um að þessi fræðsla hefjist
þegar á barnaheimilum hér á
landi.
Morgunblaðið birti í gær
viðtöl við sex flutningsmenn
tillögunnar úr þremur þing-
flokkum. Af máli þeirra allra
má ráða að þeir eru ekki að
fela menntamálaráðherra
auðvelt verkefni nái tillagan
um friðarfræðslu fram að
ganga. Viðmælendur Morg-
unblaðsins eru þó sammála
um að varðveisla lýðréttinda
og frelsis sé hluti af því frið-
arhugtaki sem um er rætt en
þetta er einmitt megintil-
gangur samstarfsins í Atl-
antshafsbandalaginu. Þau
Salome Þorkelsdóttir og
Gunnar G. Schram, þing-
menn Sjálfstæðisflokksins í
hópi tillögumanna, sögðu að í
friðarfræðslu yrði ekki unnt
að ganga fram hjá því að við
íslendingar tryggjum okkar
frið allra helst með veru
okkar í NATO. Eiður Guðna-
son, formaður þingflokks Al-
þýðuflokksins, sagði: „Ég er
samþykkur því að vera okkar
í Atlantshafsbandalaginu
tryggi best öryggi íslands
eins og nú háttar og ég held
að þeim upplýsingum verði
best komið á framfæri með
því að skýra stöðu mála hér
eins og hún er og eins og
þróun sögunnar hefur verið
síðan Atlantshafsbandalagið
var stofnað." Og Kristín
Kvaran í Bandalagi jafnað-
armanna sagði, að hún væri
sammála því að undirstaða
utanríkisstefnu okkar væri
vera okkar í NATO og að hún
tryggði öryggi og jafnvægi
friðar í. Vestur-Evrópu,
„börnin verða upplýst um
stöðu mála, það er að við er-
um í NATO og af hverju við
erum þar“, sagði Kristín
Kvaran.
Ástæða er til að fagna
þessum skýru og undan-
bragðalausu yfirlýsingum
flutningsmanna tillögunnar
um friðarfræðslu um for-
sendur þess að friður hefur
verið tryggður í okkar heims-
hluta um nær fjörutíu ára
skeið. En í orðum þingmann-
anna hér í blaðinu í gær kem-
ur einnig fram ótti um að
friðarfræðslan kunni að
verða misnotuð, hún kunni að
verða einhliða áróður þeirra
sem eru andvígir vilja meiri-
hluta íslendinga og stefnu
þjóðarinnar í varnar- og ör-
yggismálum. Stefán Bene-
diktsson í Bandalagi jafnað-
armanna sagði af þessu til-
efni: „Ég held nú að það sé
tómt mál að maður geti
tryggt eitt eða neitt í þessu
tilfelli, frekar en maður getur
það í dag.“ Jóhanna Sigurð-
ardóttir í Alþýðuflokki sagði:
„Auðvitað tel ég að kennar-
arnir eigi ekki að hafa sjálf-
dæmi um hvernig þetta er
gert.“ Og Eiður Guðnason
sagði réttilega: „Ef menn
vilja misnota aðstöðu sína í
skólum þá geta þeir það í
flestum tilvikum og það er
ákaflega erfitt að koma í veg
fyrir það, en ég hef ekki þá
trú að slíkt verði almennt."
Æskilegt er áður en lengra
er haldið í þessu máli að
kynnt sé fyrir þingmönnum
og landslýð öllum hvernig að
friðarfræðslu er staðið í
skólakerfinu nú þegar. Sam-
félagsfræðin sýnist öðrum
þræði byggjast á því að
skólakerfið bregðist við mál-
um sem eru „í umræðunni" og
er ekki vafi á því að friður
hefur verið kenndur á vett-
vangi hennar. Hvernig væri
að fela skólarannsóknadeild
að rannsaka og leggja fyrir
þingmenn hvað kennt er um
frið á barnaheimilum, í
grunnskólum og framhalds-
skólum landsins? Slík úttekt
er nauðsynleg forsenda fyrir
málefnalegum umræðum á
alþingi um þá þingsályktun-
artillögu sem hér hefur verið
kynnt og án hennar getur
menntamálaráðherra ekki
framkvæmt efni tillögunnar
verði hún samþykkt.
Múkkaveisla á miðunum — og skammt undan dormaði höfrungatorfa.
Jú, góði minn, það
alltaf peningar úr
Hvað er til ráða þegar allar loðnu-
þrær eru fullar frá Akranesi til Seyð-
isfjarðar, miðin rétt austan við Vest-
mannaeyjar, bátarnir með fullfermi í
höfninni og allt að tveggja daga bið
eftir löndun? „Blessaður vertu, kall-
arnir eru sko ekki niðrí bát núna. I>eir
eru sko heima hjá kellingunum,"
sagði Bogi í Sandprýði, þegar Morgun-
blaðsmenn hittu hann í Fiskimjöls-
verksmiðjunni í Vestmannaeyjum í
gærkvöldi.
Bogi, sem heitir Húnbogi Þorkels-
son en hefur viðurnefni eins og aðr-
ir sannir Eyjamenn, var á annarri
vakt sinni þann sólarhringinn. í
Fiskimjölsverksmiðjunni i Vest-
mannaeyjum, sem er kölluð FÍVe til
aðgreiningar frá FES (Fiskimjöls-
verksmiðju Einars Sigurðssonar),
vinna nú á loðnuvertíðinni um
fjörutíu manns á tveimur þrískipt-
um vöktum. Þar hefur verið tekið á
móti um tólf þúsund tonnum síðan á
sunnudaginn og hefst ekki undan.
Fyrir hádegið í dag átti að klára úr
3.700 tonna þró og í höfninni biðu í
gærkvöldi bátar með það magn ef
ekki meira.
Köllunum þykir gott að vinna í
FÍVe, eins og sést t.d. á því, að Bald-
ur Kristinsson verkstjóri er búinn
að vinna þar í 35 ár og Bogi í ein
tuttugu. Baldur segist raunar vera
fæddur í gúanóinu, pabbi hans hafi
unnið þar áður, en þá var verk-
smiðjan langt frá alfaraleið í Eyj-
um. í FÍVe hefur verið vel búið að
starfsfólki og þegar allt gengur að
óskum getur verksmiðjan afkastað
liðlega þúsund tonnum af loðnu á
sólarhring.
Endalaus sunnudagur
Þeim tonnum og margfalt fleiri
var um kaffileytið í gær dælt upp úr
spegilsléttum haffletinum aðeins
nokkur hundruð metra frá landi
skammt austan við Hjörleifshöfða.
Þar töldum við úr flugvélinni tíu
eða tólf báta við veiðar, aðrir voru
að koma og enn aðrir að sigla með
fullfermi austur eða vestur með
landinu. Ekki voru nema nokkrir
tugir metra á milli sumra bátanna
og eftir skipverja á ísleifi, sem lá í
Friðarhöfninni, heyrðum við sagt að
Ingi Júlíusson, verkstjóri í Vinnslustöðinni: Frystum 75 tonn á dag þegar
ævintýrið stóð sem hæst.
mtfh
s
Bogi í Sandprýöi (t.v.) og Baldur verkstjóri í gúanóinu: Kallarnir eru sko ekki í
bátunum núna ...