Morgunblaðið - 09.02.1984, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.02.1984, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 Guðrún Thoraren sen — Kveðjuorð Fædd 10. desember 1921 Dáin 31. janúar 1984 Foreldrar Guðrúnar, Þorsteinn Jónsson og kona hans, Sigríður Sigurjónsdóttir voru Skagfirð- ingar. Þau bjuggu á Stórubrekku á Höfðaströnd og þar fæddist Guð- rún. Þorsteinn Jónsson flutti bú- ferlum með fjölskyldu sína til Hofsóss og þar ólst Guðrún upp ásamt systkinum sínum, Sigur- jónu, gift Ólafi Magnússyni, bú- sett í Reykjavík, og óla, kaupfé- lagsstjóra á Hofsósi, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur. Ég sá Guðrúnu í fyrsta skifti á heimili Guðrúnar Björnsdóttur og Þormóðs Eyjólfssonar konsúls á Sigiufirði. Hún var þá ung stúlka um tvítugt og frú Svanlaug, móðir Odds Thorarensen, var að kynna konuefni sonar síns fyrir vinafólki sínu. Oddur og Guðrún giftu sig í júlí- mánuði árið 1942. Þau bjuggu í Reykjavík á meðan Oddur lauk þar námi í lögfræði, en stofnuðu síðan heimili á Siglufirði og hafa búið þar síðan. Þann 12. febrúar 1948 ríkti mik- il hamingja á heimili þeirra, en þá fæddist sonur þeirra, Hinrik, sem hlaut nafn föðurafa síns. Heimili Odds og Guðrúnar var glæsilegt og bæði voru þau gest- risin. Guðrún Thorarensen var einstök húsmóðir og tók hlýlega á móti öllum sem til hennar komu. Búrið inn af eldhúsinu var stórt og ávallt fullt af hinum vildustu krásum og henni var það einstak- lega eiginlegt að framreiða veislu- mat án sýnilegrar fyrirhafnar. Á heimilið komu til dvalar um lengri og skemmri tíma ættingjar og vinir þeirra hjóna, unglingar úr sveit, sem sóttu skóla á vetrum og ungir frændur, sem komu til þess að vinna sér inn peninga í síldinni á sumrin. Oddur Thorarensen rak um- fangsmikla verslun með ólafi bróður sínum. Þeir áttu einnig kvikmyndahús bæjarins, Siglu- fjarðarbíó. Á þessum árum var mikið líf og fjör á Siglufirði. Aðkomufólk streymdi til bæjarins, skipin sigldu inn fjörðinn, drekkhlaðin af síld, fólk vann mikið og margir höfðu góð fjárráð. Á haustin þegar aðkomufólkið tíndist í burtu og ró færðist yfir bæinn, urðu samskipti bæjarbúa meiri og það lifnaði yfir félagslíf- inu. Við Sigurður vorum í kunn- ingjahópi Odds og Guðrúnar. Fólk spilaði bridge, hélt matarveislur og sótti árshátíðir. Siglfirðingar skemmtu sér með glæsibrag, ekki síst þegar Guðrún og Oddur voru gestgjafar. Guðrún Thorarensen var fljót að bregða við, ef einhver lenti í erfiðleikum og þurfti á hjálp að halda. Hún þótti vera stórtæk og rausnarleg þegar svo stóð á. Þegar hún gaf vinum sínum gjafir voru þær veglegar og ekki mun Guðrún hafa þurft að óttast, að maður hennar teldi það eftir. Hún starf- aði nokkuð að félagsmálum á Siglufirði, sérstaklega hin síðari ár, var í stjórn systrafélagsins sem vinnur að málefnum kirkj- unnar og í stjórn kvenfélags sjúkrahússins. Mörg ár starfaði hún í kvenfélaginu Von, sem með- al annars kom upp Leikskálum, dagheimili fyrir börn, á fögrum stað syðst í kaupstaðnum. Móðir Guðrúnar Thorarensen dvaldi í sjúkrahúsi Siglufjarðar síðustu tvö árin sem hún lifði. Þann tíma kom Guðrún í heim- sókn til hennar flesta daga og las fyrir hana og stofufélaga hennar. Aðstæður á Siglufirði breyttut þegar síldin hvarf af miðunum, eins og alþjóð er kunnugt, og margir fluttu þá úr bænum. Menn urðu að draga saman seglin og fyrirtæki einstaklinga á Siglufirði börðust í bökkum. Guðrún Thorarensen hóf þá að starfa með manni sínum við fyrir- tæki þeirra, og gekk að því með sömu einbeitni og öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Guðrún og Oddur urðu fyrir þeirri þungbæru reynslu að missa einkasoninn Hinrik, aðeins 25 ára að aldri. Hinrik var heitbundinn ungri stúlku, Þórunni Ástþórs- dóttur, og eignaðist með henni dóttur, sem var skírð Guðrún Jóna í höfuðið á ömmu sinni á Siglu- firði. Guðrún Thorarensen batt vináttubönd við Þórunni, móður sonardóttur sinnar, sem giftist síðar mætum manni, Þorsteini Guðmundssyni. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga saman tvö börn. Guðrún og Oddur litu á þessa fjöl- skyldu sem sína eigin. Hálfsystk- ini litlu Guðrúnar Jónu kölluðu þau afa og ömmu og þegar Guðrún Jóna kom einu sinni sem oftar í heimsókn til Siglufjarðar kom systir hennar með henni, af því að hana langaði líka til þess að koma til ömmu á Sigló. Guðrún og Oddur áttu litla íbúð í Reykjavík, sem þau dvöldu í þeg- ar þau gátu komið þvi við og nutu þess að geta verið tíma og tíma í nálægð við sonardóttur sína, ætt- ingja og vini. Guðrún Thorarensen var stödd í Reykjavík, þegar hún veiktist skyndilega af þeim sjúkdómi sem varð henni að aldurtila. Ég held að Guðrúnu hafi ekki verið neitt að vanbúnaði þó að hún hafi svo óvænt verið kvödd til ferðalags á ókunna strönd. Hún var mjög trúhneigð og tók því sem að höndum bar með æðruleysi. Ég vil þakka henni fyrir ein- læga vináttu við mig, Ástrúnu systur mína og fjölskyldur okkar. Við sendum Oddi, Guðrúnu Jónu og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðj ur. Útför Guðrúnar Thorarensen hefir farið fram í kyrrþey, að ósk hennar. Gyða Jóhannsdóttir Það kom mér mjög á óvart þeg- ar mér voru sögð þau tíðindi að mágkona mín, Guðrún Thorarens- en, hefði verið flutt fársjúk á Landspítalann. Örfáum dögum síðar var hún látin. Það sannaðist nú, sem svo oft áður, hið forn- kveðna, að enginn má sköpum renna. Guðrún var fædd hinn 10. des- ember 1921 dóttir hjónanna Sig- ríðar Sigurjónsdóttur og Þorsteins Jónssonar, bónda á Stórubrekku á Höfðaströnd. Hún ólst upp í föð- urhúsum til tvítugsaldurs, en réðst þá í kaupavinnu að Sléttu í Fljótum. Þar kynntist hún eftirlif- andi manni sínum, Oddi Thorar- ensen. Þau giftust síðan í júlí 1942. í fyrstu bjuggu þau í Reykjavík en fluttu síðan til Siglufjarðar þar sem þau reistu sér heimili og bjuggu þar ávallt síðan. Oddur rak þar kvikmyndahús um áratuga- skeið og veitti Guðrún honum ómetanlega aðstoð við þann rekst- ur. Guðrún og Oddur eignuðust son, Hinrik Ólaf, en hann iést árið 1975 og var það þeim hjónum mik- ið áfall. Guðrún lét hverskonar menningar- og framfaramál á Siglufirði mjög til sín taka, og var virkur félagi í Kvenfélaginu Von, Systrafélagi Siglufjarðarkirkju og Kvenfélagi sjúkrahússins. Guðrún átti ekki kost á langskólanámi en var víðlesin kona og unni íslensk- um bókmenntum. Hverja frístund sem hún átti notaði hún til lestrar góðra bóka og hygg ég að fáir hafi verið fróðari en hún um íslensk fræði. En lestur góðra bóka var henni ekki nóg. Hugur hennar stóð til að kynnast framandi lönd- um og þjóðlífi þeirra. Ferðuðust þau hjón vítt og breitt um Evrópu og víðar. Ekki vil ég láta hjá líða að minnast á þá miklu gestrisni og rausn sem Guðrúnu var eðlileg. Ég minnist þess þegar ég og kona mín heimsóttum Siglufjörð, hvað heimili þeirra Guðrúnar og Odds stóð ævinlega opið fyrir gestum og hvað Guðrúnu var það lagið að gera svo vel við gesti sína að þeim fannst því líkast að þeir væru + Sonur okkar, HAROLD PERKINS SNEAD, lést af slysförum í Bandaríkjunum 6. febrúar sl. Ninna Guömundsdóttir Snead, Edvard Colman Snead, Newport News, Virginia. Eiginmaöur minn, fósturfaðir, tengdafaöir og afi, DANIEL Ó. EGGERTSSON frá Hvallátrum, Rauðasandshreppi, lést í Landspítalanum aðfaranótt 7. febrúar. Anna Jónsdóttir, Gyöa Guömundsdóttir, Marías Sveinsson, Anna Guórún Maríasdóttir, Svanhildur Ó. Maríasdóttir. + Hjartkær eiginmaöur minn, KRISTJÁN SCHRAM, fyrrum skipstjóri, Vesturgötu 36 B, andaöist 8. febrúar. Fyrir hönd aöstandenda, Lára Schram. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, KJARTANPÉTURSSON, andaöist í Landspítalanum 29. janúar. Útförin hefur fariö fram aö ósk hins látna. Þökkum auösýnda samúö. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 12-a Landspítalan- um fyrir góöa umönnun. Fyrir hönd aöstandenda. Sólveig Kjartansdóttir, Unnur Kjartansdóttir, Kristjana Kjartansdóttir, Rut Kjartansdóttir. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HALLDÓR GUNNARSSON, skipstjóri, Austurvegi 13, ísafiröi, veröur jarösunginn frá ísafjaröarkirkju laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Sigrún Haildórsdóttir, Guðfinna Halldórsdóttir, Ragna Halldórsdóttir, Báröur G. Halldórsson, Guörún Halldórsdóttir, Ásgeröur Halldórsdóttír, Kolbrún Halldórsdóttir, Hringur Hjörleifsson, Árni Ragnarsson, Elvar Ingason, Álfhildur Pálsdóttir, Árni Sígurösson, Jóhann Alexandersson, Pátur Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. + Konan mín, JÓNÍNA GUÐRÚN THORARENSEN, Aöalgötu 34, Siglufiröi, andaöist i Landspitalanum 31. janúar. Jaröarförin hefur fariö fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Fyrlr hönd vandamanna, Oddur Thorarensen. + Útför móöur okkar og tengdamóöur, RAGNHEIÐAR JÓNASDÓTTUR frá Vestra-Miðfelli, er lést í Dvalarheimllinu Höföa, Akranesi, þann 31. janúar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 14.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Höföa, Akranesi. Börn og tengdabörn. + Móöursystir min, SESSELJA KATRÍN HALLDÓRSDÓTTIR frá Sauöholti, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Þórir Þóröarson. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, GUÐVARÐUR VILMUNDARSON, skipstjóri, Stóragerói 21, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. febrúar kl. 15 e.h. Gyöa Oddsdóttir, Gunnar Guóvaröarson, Hafsteinn Guövaröarson, Anna Guövaröardóttir, Ólafur Guövaröarson. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓN G. BENEDIKTSSON, fyrrverandi framkvœmdastjóri, veröur jarösunginn frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á orgelsjóö Kálfa- tjarnarkirkju. Helga Þorvaldsdóttir, Sigríöur S. Jónsdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Sssrún Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.