Morgunblaðið - 09.02.1984, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 09.02.1984, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS MUJAtntx-aha'tí ir Frétt í norska blaðinu VG: Vakti umtal H.A.J. skrifar frá Noregi: „Ég er íslenskur námsmaður í Noregi og ástæðan fyrir því að ég sest við skriftir nú er grein í blað- inu VH (Verdensgang) sem birtist 30. janúar síðastliðinn. Greinin var um hundahald í Reykjavík og með henni fylgdi mynd af þremur lögreglumönnum með labradorhundinn „Snorra" særðan og blæðandi eftir „feil- skot“ lögreglunnar. Mynd þessi hefur vakið umtal hérna og ekki að ástæðulausu. Ef yfirvöld borgarinnar geta ekki haft mannúðlegri lög um hunda- Nýja menn til sjón- varpsins Ása hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég vil, fyrir mína hönd og nokkurra samstarfsfélaga, koma þeirri fyrirspurn á fram- færi til sjónvarpsins, hvort verið sé að hegna fólki sem sit- ur heima og horfir á sjónvarp- ið. Ég spyr að þessu, vegna þess efnis sem sjónvarpið hefur boðið uppá núna undanfarið. Ég get nefnt sem dæmi þessa ítölsku bíómynd sem sýnd var núna um helgina, „Hnefafylli af dínamíti", ég gæti nefnt marga dagskrárliði sem eru mjög lélegir og áreiðanlega ekki uppbyggjandi fyrir nokk- urn mann. Mér fyndist rétt að þeir menn, sem nú ráða sjónvarps- dagskránni, væru látnir fara í frí og menn með einhverja ábyrgðartilfinningu væru sett- ir í þeirra störf. Það væri réttara að reyna að lyfta fólki svolítið upp í skammdeginu og þeirri veðr- áttu sem hér er á veturna, í stað þess að sýna svona niður- drepandi efni. hald er að minnsta kosti hægt að svæfa dýrin, það er ekki eins kvalafullt. Ég vil vekja athygli á því að þó margir hundaeigendur láti hunda sína ganga lausa og hirði lítið um þá, samfélaginu til óþæginda, eru þeir margir sem hugsa vel um hunda sína og hafa af þeim ánægju og félagsskap, án þess að valda öðrum óþægindum. Væri ekki réttlátt að leyfa þessu fólki og hundunum að vera sam- an? Það er ég viss um að þetta fólk vill með glöðu geði beygja sig und- ir lög um hundaskatt og skrán- ingu, sem myndi einnig auðvelda eftirlit. Og hundahald væri ekki stórt vandamál ef slikum reglum væri framfylgt af yfirvöldum og hundaeigendum. Sýnum samúð! Með þökk.“ Tommi og Jenni tvisvar á kvöldin Soffía Felixdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „í Velvakanda í dag (föstudag 3. febrúar) biðja „nokkrir strák- ar“ forráðamenn sjónvarpsins að færa Tomma og Jenna aftur á sinn stað í dagskránni, en mér var nú að detta í hug hvort ekki væri hægt að sýna þá bara tvisv- ar á mánudagskvöidum, fyrst fyrir börnin og svo seinna sama kvöld, til dæmis á undan fréttum í dagskrárlok, fyrir fullorðna fólkið. Ég vil alls ekki missa af þessum teiknimyndum, en þessi tími hentar mér og örugglega fleiri konum, sem þurfa að standa í uppþvotti eftir matinn, mjög illa. Maður verður að rjúka fram í stofu frá miðju uppvask- inu, til að missa ekki af þeim. Mér finnst Tommi og Jenni besta efnið í sjónvarpinu og mér finnst endilega að það ætti að sýna þá seinna á kvöldin til að sem flestir geti séð þá.“ Velvakandi hafði samband við Ellert Sigurbjörnsson, dagskrár- ritstjóra sjónvarpsins, og innti hann eftir hvort þetta væri möguleiki. „Tommi og Jenni, Bogi og Logi og annað barnaefni sem til fellur á mánudögum og þriðjudögum, var flutt fram fyrir fréttir, sam- kvæmt tillögum sjónvarpsins sem útvarpsráð samþykkti," sagði Ellert. „Þetta var gert vegna margítrekaðra óska frá foreldrum ungra barna undan- farin ár, sem að gaumgæfilega athuguðu máli þóttu réttmætar. Sjónvarpið telur að með því að sýna barnaefni virka daga fyrst á dagskránni hafi verið komið til móts við þann áhorfendahóp, sem sýningartíminn skiptir mestu máli. Það hefur ekki tíðkast hingað til að endursýna efni sama kvöldið og hefur heldur ekki ver- ið til umræðu innan sjónvarps- ins. Ég tel að alvarleg umræða um þetta verði ekki tekin upp hjá sjónvarpinu, að minnsta kosti ekki í nánustu framtíð.” Fundur íslendinga og Arne Treholt 1971: Fulltrúi Alþýðuflokks- ins kom hvergi nærri Sigurður Einarsson skrifar: „Velvakandi. I hinni miklu umræðu, sem orð- ið hefur um fund fulltrúa Alþýðu- bandalas, Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Framsóknar og Arne Treholts og félaga árið 1971, finnst mér eitt atriði hafa gleymst. í þessari umræðu er löngum tal- að um að þarna hafi verið á ferð fulltrúar vinstri flokkanna héðan, en athygli vekur að fulltrúi Al- þýðuflokksins kom hvergi nærri þessu slagtogi þeirra Stefáns Jónssonar, Braga Jósepssonar og Hannesar Pálssonar. Rétt finnst mér og sjálfsagt, að fram komi hver var fulltrúi jafn- aðarmanna á þessu umrædda alls- herjarþingi í New York (og hefur sennilega ekki litist mjög vel á áð- urnefndan félagsskap). Það var Birgir Finnsson, fyrrverandi al- þingismaður og forseti sameinaðs þings. Sá, sem hér situr við ritvél, hef- ur ekki verið og er ekki Alþýðu- flokksmaður, en mér fannst rétt að athuga í gömlum blöðum, hver þarna átti í hlut og láta það koma fram. Virðingarfyllst, þökk fyrir birt- ingu.“ Hvað viltu vita um Amnesty? Mannréttindasamtökin Amnesty International halda kynningarfund í kvöld, fimmtudaginn 9. febrúar kl. 20.30 í stofu 103 í Lögbergi, húsi Lagadeildar Há- skólans. Allt áhugafólk um mannréttindamál er hvatt til þess aö koma. Stjórn íslandsdeildarinnar Fisktæknir óskar eftir góöu starfi. Reynsla af verkstjórn og víö- tækum eftirlitsstörfum. Vel launaö starf úti á landi kemur til greina. Tilboö merkt: „Dugnaöur — 0616“ sendist augld. Mbl. fyrir 15. febrúar nk. S^5 SIG&A V/GGA É uLVEkAKl l”1 V •%*»*&**** - - flpTO EREINH^ mh>m 6ILDIR i ÞLSBUM ~1BVbrrnsr,6vendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.