Morgunblaðið - 09.02.1984, Side 48

Morgunblaðið - 09.02.1984, Side 48
32. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Týr fann brot úr aðalspaða TF-RÁN „Já, við fundum smábrot úr aðal- ródor þyrlunnar,“ sagði Guðmundur Kjærnested, skipherra á varðskipinu Tý, aðspuröur í samtali við blm. Morgunblaðsins, en Týr kom til Reykjavíkur í gærmorgun eftir rúm- lega vikuleit vestur í Jökulfjörðum að braki úr þyrlu Landhelgisgæsl- unnar, sem fórst þar í nóvember á síðasta ári, en tókst að ná upp af 80 metra dýpi eins og sagt hefur verið frá í fréttum. Guðmundur sagði að veður hefði mjög hamlað leit og af þessum átta dögum hefði einungis verið hægt að vinna í 2% dag. Það þyrfti því geysilegan tíma og þol- inmæði til að fiska svo litla hluti upp og óvinnandi í vondum veðr- um. Við leitina var notuð neðansjáv- armyndavél og sáust fleiri hlutir úr þyrlunni á botninum. Hægt var að staðsetja þá, en ekki gafst tækifæri til að ná þeim upp. Auk þess sást dreki, sem óðinn tapaði, þegar hann var þarna að leit. Guðmundur sagði að þeir hefðu fengið rækjubát til að aðstoða sig í einn dag eftir að þeir höfðu stað- sett þessa hluti og hefði hann gef- ið góða raun. Þeir hefðu útbúið sérstaka botnsköfu, ekki ósvipaða skeljaháf, en þó nokkuð léttari og með henni hefði þeim tekist að ná hlutunum upp. Hann sagði óákveðið hvort og þá hvenær farið yrði á nýjan leik, enda Týr nýlega kominn til lands. Karl Eiríksson, formaður flug- slysanefndar, vildi ekkert láta hafa eftir sér um fund þessara hluta að svo stöddu. Mæiingabátur í eigu Landhelgisgæslunnar, sem var fyrir vestan um leið og Týr. Hann reyndist full léttur til að koma að gagni við leitina. Því var fenginn rækjubátur frá ísafirði til aðstoðar. Einnig má sjá neðansjávarmyndavélina sem notuð var VÍð leitina. Ljósmynd: Kristján Jónsson. Morgunblaðið/Rax. Skipverjar á Heimaey VE kampakátir með 500 tonn af loðnu undir fótum sér í Vestmannaeyjahöfn í gær. Þar biðu þeir löndunar eins og áhafnir nokkurra annarra báta. Allar loðnuþrær frá Akranesi austur á Seyðisfjörð eru fullar og unnið í loðnubræðslunum dag og nótt. Frá vinstri eru Óttar Egilsson, háseti, Þorkell Guðgeirsson, 2. vélstjóri, Elías Jensson, 1. stýrimaður, og Magnús Guðmundsson, 2. stýrimaður. Sjá nánar á miðsíðu. Stálfélagið hf.: 261 umsókn um 8 störf Vojfum, 8. febrúar. 261 umsókn hefur borist Stálfélaginu hf. um átta stöður við stálverk- smiðjuna sem verið er að reisa við Fögruvík á Vatnsleysuströnd. Að sögn Leifs A. Isakssonar, formanns stjórnar Stálfélagsins hf., eru 10 umsóknir um starf framkvæmdastjóra, 12 um starf skrifstofustjóra, 13 um störf sölumanns og innkaupastjóra, 5 um starf skrifstofumanns, 12 um rafmagnsverk- eða tækni- fræðingsstöðu, 134 umsóknir eru um vélvirkja og vélstjóra- stöðu, 42 umsóknir eru um stöðu rafvirkja og 28 umsóknir eru um stöðu forstöðumanns mötuneytis. Þá bárust fimm umsóknir um fleiri en eina stöðu frá sama einstaklingi. Leifur kvaðst ákaflega ánægður yfir þessum mikla áhuga sem fyrirtækinu er sýndur. Umsóknirnar eru til skoðunar hjá stjórninni, en verða væntanlega teknar fyrir á fundi 14. febrúar næstkomandi. — E.G. Fjallið Aconcagua. i r Islenskur fjallgöngumaður í Argentínu: Komst einn síns liðs í 6.959 m hæð ÍSLENSKUR fjallgöngtimaður, Hermann Valsson frá Reykjavík, setti nýtt íslenskt hæðarmet á föstudaginn, þegar hann komst einn síns liðs í 6.959 metra hæð í fjallinu Aconcagua í Argentínu. Hermann er nú á heimleið, skv. upplýsingum Mbl. Hann var í hópi íslenskra fjallgöngumanna sem hélt ný- lega til Argentínu til að klífa Aconcagua. Fyrsta tilraun fé- laganna til að komast á topp fjallsins endaði þegar þeir voru komnir í um 6.400 metra hæð. Þá urðu þeir, vegna háloftaveiki, að snúa til baka til Puncta de Vack- as, þaðan sem lagt var upp. Hermann Valsson ákvað þá, 2. febrúar, að fara einn og þá aðra leið en þá, er farin var í fyrri tilrauninni. Hann lagði upp frá bækistöðvum félaganna, Plaze Mulas, sem er í 4.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Hann komst í 5.800 metra hæð á fyrsta degi. Daginn eftir lagði hann upp kl. 9.30 og komst í 6.959 metra hæð kl. liðlega 18 þann sama dag. Hærra hefur enginn íslendingur komist gangandi. Hann hélt niður til bækistöðva fjallgöngu- mannanna daginn eftir. í skeyti, sem Mbl. fékk frá Hækkun fram- færsluvísitöl- unnar um 1% UNNIÐ er að útreikningi á vísitölu I það jafngildir um 13% hækkun á framfærslukostnaðar, miðað við I ársgrundvelli. verðlag í febrúarbyrjun og er búizt við, að hækkunin verði eitthvað inn- an við 1%, sem jafngildir því, að verðbólguhraðinn er liðlega 12% á ársgrundvelli. Meginástæðan fyrir hækkun framfærsluvísitölunnar að þessu sinni er hækkun á gjaldskrá Hita- veitu Reykjavíkur um 25% frá 1. febrúar sl. Áhrif hækkunarinnar á vísitöluna eru 0,64% hækkun. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 0,72%, reiknuð miðað við verðlag í janúarbyrjun, sem jafngilti þá um 9% verðbólgu- hraða. Af framansögðu er því ljóst, að hækkun vísitölunnar nú, miðað við verðlag í febrúarbyrjun hefði verið hverfandi, ef ekki hefði komið til hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur. Meðalhækkun á matvöru á sex mánaða tímabilinu ágúst til janú- ar er á bilinu 6—7% samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en Stór dagur hjá Jóhanni JÓHANN Hjartarson átti 21. árs afmæli í gær og dagurinn varð hon- um eftirminnilegur. Hann varð al- þjóðlegur skákmeistari með því að vinna biðskákir sínar gegn Jóni L. Árnasyni og de Firmian, náði for- ustu á skákmóti Búnaðarbankans og á möguleika á stórmeistara- áfanga. Fjórir íslendingar eru nú í fjórum efstu sætunum á skák- mótinu. Jóhann Hjartarson hef- ur 6 'k vinning, Helgi Ólafsson 5 Vfe og biðskák, sem hann líklega vinnur og Margeir Pétursson og Guðmundur Sigurjónsson eru í 3.-4. sæti með 5'A vinning. Sjá viðtal á miðopnu Hermann Valsson Hermanni Valssyni, segir að veður hafi verið mjög slæmt á fjallinu, sem sé þekkt fyrir organdi snjóbylji. A meðan ís- lensku fjallgöngumennirnir voru á Aconcagua fórst argentínsk- ur fjallgöngumaður þar og tveir chileanskir og einn svissneskur fjallgöngumaður voru hætt komnir vegna háloftaveiki. óvíst er enn um líðan þeirra þriggja, þar sem þeir áttu í erfiðleikum með að komast niður í tæka tíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.