Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 2
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
Pólski jökullinn
„Þriðju tjaldbúðirnar eru í 6.400
metra hæð. Leiðin þar upp er eftir
jökli, sem nefndur er „Pólski jök-
ullinn" til heiðurs þeim mönnum
sem klifu hann fyrstir, sem voru
Pólverjar. Þessi jökull er fremur
auðveldur uppgöngu, brattinn er
ekki meira en 30 til 50 gráður og
snjórinn þægilegur, hvorki of
harður né mjúkur. En nú fórum
við að finna fyrir hæðinni fyrir
alvöru og urðum að taka þetta í
stuttum áföngum. En upp kom-
umst við á tæpum átta tímum. Við
komum þarna að tjaldi, sem ein-
hver hafði skilið eftir, öllu rifnu
og tættu. Við ruddum því í burtu
og settum upp okkar eigið tjald.
Það tók tímann, því viljaþrekið
var í núlli og við vorum dauðupp-
gefnir. Við reyndum að drekka
vatn, sem er talið vinna á móti
fjallaveikinni, en það var feikna
átak að bræða snjóinn, og við
hreinlega nenntum ekki að bræða
nógu mikið. Þetta var á sjöunda
degi frá því við lögðum af tað frá
aðaltjaldbúðum."
Hæðarveikin segir til sín
„Við sváfum þarna um nóttina,
en þegar við vöknuðum um morg-
pninn voru þrír okkar komnir með
mjög slæman höfuðverk. í sjálfu
sér voru allar aðstæður til upp-
göngu góðar og kannski hefðum
við átt að drífa okkur upp. En
okkur vantaði þetta góða spark í
rassinn, við vorum gjörsamlega
viljalausir og höfðum ekki einu
sinni kraft til að bræða vatn fyrr
en eftir langa stund. Það eitt að
klæða sig í sokkana var meirihátt-
ar mál. Matarlystin var rokin út í
veður og vind og við Bill köstuðum
upp. Þegar við vorum loksins I
Það er eðli fjallagarpa að líta upp á við. Bill kastar mæðinni og rannsakar
næsta áfanga.
Þorsteinn hvflir lúin bein 16.400 metra hæð.
Á leið upp að búðum tvð í 5.200 metra hæð. Fremstur er Bill, Pétur er í
miðjunni og Þorsteinn aftastur.
Hermann gekk á sokkaleistunum síðustu 400 metrana upp í 5.800 metra hæð
þar sem lítill skáli er fyrir fjallgöngumenn. Þar hitti hann Frakka sem ætlaði
að slást í Tór með honum og tók Frakkinn þessa mynd.
veikina frægu um nóttina og tók
þá ákvörðun að fara aftur niður.
Ég var hins vegar hinn hressasti
og lagði í hann um hálf tíuleytið,
sem var reyndar nokkuð seint því
ég ætlaði að taka tindinn í einni
atrennu og reyna að komast til
baka aftur um kvöldið.
Veðrið var mjög þokkalegt og
gangan gekk vel upp í 6.600 metra
niður í skyndingu. Veðrið hafði
heldur versnað og skyggnið var
orðið býsna slæmt. En niður
komst ég í tæka tíð og svaf í skál-
anum i 5.800 metrum um nóttina.
Um nóttina gerði kolvitlaust veð-
ur á fjallinu og ég hefði ekki boðið
í það að bívakka þessa nótt nærri
tindinum. Ég efast um að ég hefði
haft það af.“
þar sem efsti skálinn var, en þar
fór ég að finna fyrir slappleika.
Eftir það þurfti ég að taka á öllum
mínum kröftum til að fá fæturna
til að hreyfa sig, en þó hafði ég
aðeins tekið með mér það allra
nauðsynlegasta, eina dúnúlpu,
lítra af vatni, súkkulaði og smá-
vegis af brauði. Tíminn var farinn
að hlaupa ískyggilega frá mér,
klukkan var að verða fjögur þegar
þarna var komið sögu og ég óttað-
ist að ég þyrfti að bívakka þarna
um nóttina. Og fyrir því var ég
ekki ýkja spenntur, því það er
bæði erfitt í þetta mikilli hæð og
stórvarasamt vegna kalhættu. Ég
hitti Þjóðverja í Punkta De Inka
sem hafði farið sömu leið og orðið
að bívakka, og hann kól á höndum
og fótum.
í 6.700 metrum átti ég eftir
mjög bratta brekku, þar sem mik-
ið var af lausum steinum. Þessi
brekka var þung yfirferðar og ég
þurfti að velja leiðina nákvæm-
lega, ákveða á hvaða stein ég ætl-
aði að stíga næst og hvar ég ætlaði
að setjast niður og hvílast. Ég
hafði ekki þrek til að ganga nema
átta ti! níu skref í einu, en þá
þurfti ég að setjast niður, fá hjart-
að til að hægja á sér og lungun til
að jafna sig. Éf ég missteig mig og
hrasaði þurfti ég strax að setjast
niður og kasta mæðinni, svo
slappur var ég orðinn.
Hugsaði um það eitt
aö komast aftur niður
En þetta hafðist stig af stigi og
ég komst á tindinn rúmlega sex.
Ég var reyndar frekar hissa þegar
ég var loksins kominn upp og átt-
aði mig ekki á því fyrr en ég sá
álkrossinn sem þarna var. Og ekki
fann ég til neinnar gleði eða
ánægju, eins og maður hafði hald-
ið fyrirfram, það eina sem ég
hugsaði um var að koma mér nið-
ur og vera nógu snöggur að því. Ég
tók fáeinar myndir, lagði bak-
pokann með íslenska fánanum upp
að álkrossinum og kom mér síðan
getur sem sagt aðlagast minnk-
andi súrefnismagni upp í 5.000
metra, en þegar yfir þá hæð er
komið stendur blóðkornafram-
leiðslan í stað og þá er það einung-
is spurningin um það í hve góðri
þjálfun menn eru. Það er sagt að á
21 degi sé hægt að ná upp 80% af
hámarksaðlögun, en við vorum á
tíunda degi þegar við lögðum af
stað til tjaldbúða eitt í tæplega
5.000 metra hæð.“
Bívakkaði í 5.800 metrum
„Við selfluttum búnað okkar
upp í tjaldbúðir eitt og það er
skemmst frá því að segja að við
fengum allir hausverk og hefðum
því skilyrðislaust átt að hvíla
okkur í nokkra daga. En við börð-
um hausnum við steininn og héld-
um okkar striki. Við komumst upp
í tjaldbúðir tvö í 5.800 metra hæð
á sex til átta tímum. Þá vorum við
virkilega farnir að finna fyrir loft-
leysinu og erfiðinu, hvert skref
var átak. Við tjölduðum þarna á
lítilli syllu, en ég tók mig til og
„bívakkaði" eins og það er kallað,
það er að segja, svaf úti undir ber- i
komnir á ról um hádegisbilið var
orðið of seint að fara upp og því
ákváðum við að bíða til næsta
morguns. En þegar líða tók á dag-
inn fann ég að ég myndi ekki þola
aðra nótt í þessari hæð og ákvað
að fara niður. Bill bauðst til þess
að fara með mér, enda er það van-
inn í líkum ferðum að menn fara
ekkert einir síns liðs. Þorsteinn og
Pétur urðu hins vegar eftir og ætl-
uðu að freista uppgöngu morgun-
inn eftir.
Við Bill fórum niður í búðir eitt
og sváfum þar um nóttina. Daginn
eftir kenndi ég mér einskis meins,
nema hvað ég var nokkuð þjakað-
ur og slappur sem stafaði senni-
lega mest af matarleysi, því við
höfðum ekki haft vit á því að taka
með okkur nægan mat.
Um hádegið sáum við svo hvar
Þorsteinn var að koma niður, og
töluvert seinna kom Pétur. Hann
hafði stoppað í búðum tvö og kast-
að upp þar. Þeir höfðu ákveðið að
hætta við uppgöngu vegna kjark-
leysis og hæðaveikinnar eins og
Þorsteinn orðaði það. Þegar hér
var komið sögu var leiðangurinn í
Tjaldið í búðum tvö rifnaði við uppsetninguna og því var ekki annað að gera
en setjast við saumaskap. Hermann er þarna með nálina á lofti, en fyrir
neflnu er hlíf til að verjast sólbruna.
um himni í svefnpoka og með
hlífðarpoka utan um. Það var
fjandi köld nótt, en svefnpokinn
stóð vel fyrir sínu. Þarna dvöldum
við i tvær nætur og hæðarveikin
var nú farin að segja til sín fyrir
alvöru. Bill hafði kastað upp og
við hinir slappir og sljóir. Við
hefðum átt að fara niður og jafna
okkur, en tímaáætlun Bills leyfði
engin frávik."
rauninni á enda. Við höfðum ekki
tíma til að fara niður í aðaltjald-
búðirnar og endurnýja kraftana
fyrir aðra tilraun."
Hermann reynir aftur
„Nú, við fengum múldýr í aðal-
stöðvunum til að bera draslið til
baka og fórum síðan til bæjar
þarna í grenndinni sem heitir
Álkrossinn efst á tindinum, sem Hermann lagði bakpokann sinn uppað með
íslenska fánanum
Punkta De Inka, gamall baðstaður
Inka. Þegar þangað kom tók ég þá
ákvörðun að gefa skít í apex-
flugmiðann og fara hvergi, heldur
freista þess enn að komast á tind-
inn eftir svokallaðri „normal leið“,
en við höfðum áður farið pólsku
leiðina.
Bill og Þorsteinn vildu ekki eiga
það á hættu að missa flugmiðann
og þurfti BiII einnig að hefja störf
að nýju strax eftir heimkomuna.
Pétur hafði heldur ekki áhuga, en
hann ætlaði sér samt að vera hálf-
an mánuð til viðbótar í Argentínu.
Ég dvaldi í Punkta De Inka í
þrjá daga og át af kappi til að
endurnýja kraftana, en fór síðan
til Plasa De Mulas, þar sem aðal-
tjaldbúðirnar eru fyrir normal
leiðina.
Á fyrsta degi gekk ég frá 4.200
metrum upp í 5.800, þar sem var
lítill skáli fyrir ferðamenn. Ég var
vel á mig kominn og fann ekki
fyrir fjallaveikinni, enda hafði ég
haft góðan tíma til að aðlagast
hæðinni. En seinustu 400 metrana
gekk ég á sokkaleistunum vegna
hælsæris sem var alveg að drepa
mig. En ég var ákveðinn í að kom-
ast upp, þótt ég yrði að skríða.
í skálanum hitti ég fyrir Frakka
sem var þarna í sömu erindum og
ég, og við ákváðum að fara saman
daginn eftir. Það varð þó ekki úr
því, þar sem Frakkinn fékk fjalla-