Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI (is, TIL FÖSTUDAGS Enn um „Nýjustu fréttir af Njálu“ „Kæri Velvakandi. Umræða hefur farið fram í dálkum þínum undanfarið um ofangreindan laugardaKsþátt í Ríkisútvarpinu, og langar mig til að leggja þar nokkur orð í belg, þar sem málefnið er mér hugstætt. Ég hef hlustað á þennan þátt laug- ardag eftir laugardag, og það verður að segjast eins og er, að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með þáttinn, því að ég hef ekki orðið aðnjótandi þess efn- is, sem ég hafði vænzt og beðið eftir. Það virðist ætla að verða djúpt á nýju fréttunum af Njálu, sem við eig- um von á, þ.e.a.s. ef um slíkar fréttir er þá yfirleitt að ræða i þættinum. Þótt vissulega sé gaman á sinn hátt að hlusta á upplestur úr Njálu eða heyra farið með Gunnarshólma Jón- asar Hallgrímssonar, þá finnst mér það ekki vera efni þáttarins, ef ég skil nafn hans rétt. Hér vantar eitt- hvað bragðmeira og bitastæðara, sem þátturinn virðist ekki búa yfir. Svo við tökum samlíkingu: Hvað segðu t.d. sjónvarpsáhorfendur um það, ef umsjónarmaður þáttarins Nýjasta tækni og vísindi væri sífellt að klifa á aldagömlum uppfinningum og tæki menn tali til að spyrja þá um hvaða gildi gufuvélin eða ljósaperan hefðir fyrir líf fólks, eða einhverjar ámóta spurningar? Það þætti ekki vel gott. Nei. Þetta eru ekki nýjustu fréttir af Njálu, svo mikið er víst. Útvarpsþættir eiga að fjalla um það efni, sem þeim er ætlað að fjalla um, en ekki eitthvað allt annað. Það kalla ég að blekkja hlustendur. I grein Jóns A. Stefánssonar 3. þ.m. í dálkum þínum um þennan út- varpsþátt bendir Jón réttilega á rit- safn Éinars Pálssonar, þar sem sett- ar eru fram nýstárlegar kenningar varðandi Njálu. Þetta leiddi huga minn að löngu og merkilegu viðtali í tímaritinu STORÐ (3. 1983 1. árg.) þar sem Illugi Jökulsson ræddi við Halldór Laxness á heimili hans á Gljúfrasteini. Gefum Illuga orðið: — „Áður en ég, með fangið fullt af spumingum, komst að vildi hann (H.I.) þó segja mér frá bókinni, sem hann var að blaða í, þegar mig bar að garði: það var nýjasta verk Éinars Pálssonar, Arfur Kelta, sem lá á hringlaga smáborði innan um Kristni- haldið á japönsku, taó á spænsku og fleiri rit. Haildór hefur ekki fremur en Einar farið troðnar sióðir i skrif- um sínum um íslenska menningu." Síðan hefst viðtalið með orðum 111- uga: „Þeir eru ekki hrifnir af Éinari uppi í háskóla.“ Og H.L. svarar: „Nei, þeir hafa víst ekkert af þessari hugs- un; þetta er alveg sérstök tegund af krítík á Landnámuna og sögubók- menntirnar. Einar kemur náttúrlega úr allt annarri átt, hann hefur öðru- vísi menntun en þessir menn, og mér þykir margt í afstöðu hans og niður- stöðum afar merkilegt — — „Þessar athuganir Éinars ljúka upp fyrir manni vissum ákaflega þýðingarmiklum og grunnlægum hlutum, sem ég held að íslendingar séu ekkert of góðir til að kynna sér svolítið —— „En Einar tekur til dæmis Njálu fyrir alveg sérstaklega en Njála er eins og þú veist með öllu óskiljanleg bók. Maður hefur látið sér nægja að hafa unað af sögu- ganginum og stílnum en Éinar tekur upp mjög furðuleg dæmi um svokall- aða kabbalistiska aðferð í því hlut- verki að boða andleg efni. Við skulum ekki fara nánar út í þetta núna, en ég les bækur hans alltaf mér til mikillar ánægju —.“ Þetta voru orð Nóbelsskáldsins okkar, Halldórs Laxness, um Éinar Pálsson og kenningar hans. Tilgátur og niðurstöður Einars Pálssonar um Njálu eru í senn heill- andi og afar spennandi og skemmti- legar. Þær opna fyrir lesandanum nýjan og áður óþekktan heim í sögu okkar, einskonar þriðju víddina, og gefa þessari merku og torráðnu bók, Njálu, aukið gildi í augum okkar. Éinar leitast við að skýra Njálu og atburðarás hennar eftir merkilegum kenningum sínum og uppgötvunum, sem aldrei hafa verið settar fram fyrr. Ég tek því undir með Jóni A. Stef- ánssyni í áðurnefndri grein hans 3. þ.m., að í ritverkum og kenningum Éinars Pálssonar sé að finna „Nýj- ustu fréttir af Njálu“ og hvergi ann- arstaðar. Það eru þesskonar fréttir, sem ég hafði vænzt að heyra í sam- nefndum þætti útvarpsins, því að í þeim fréttum væri svo sannarlega mergur.“ Baldur Bragason Innflutningur norska sjónvarpsins — er leitað langt yfir skammt? Ingó hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: „Þær fréttir sem bárust á öldum ljósvakans hinn 2. þ.m. um beinar útsendingar norska sjónvarpsins eru góðar fréttir. Ekki vegna þess að hinir norsku frændur okkar hafi fengið sérstakt lof fyrir gott sjónvarps- efni heldur vegna þess að líklegt má telja að stjórnendur þessarar þjóðar hafi nú komist að því að Islendingar séu nú orðnir nægj- anlega andlega þroskaðir til að meðtaka sér að skaðlausu efni, sjónvarpsefni sem er tilreitt af öðrum útvarpsráðsmönnum. Efni það er við bætist við tilkomu norska sjónvarpsins, er eins og okkar ágæti fréttamaður Atli R. Halldórsson tíundaði, aðallega fræðsluefni fyrir börn (á norsku sem fæst börn hér skilja), íþrótta- þættir (þriggja klukkustunda langar skíðagöngur í beinni út- sendingu t.d.) og greftrunarþættir þjóðarleiðtoga (í beinni útsend- ingu). Um annað láðist Atla að geta, enda varkár í fréttaflutningi og hefur ekki viljað vera að sverta málið með því að geta um alla við- ræðu- og vandamálaþættina sem með fylgja, og verða að sjálfsögðu óþýddir og víst er um það að margir eiga í erfiðleikum með að skilja norskuna sér að fullu gagni. Fjármálastjóri sjónvarpsins, sem er þekktur fyrir allt annað en að vera í vandræðum með að eyða þeim fjármunum sem stofnunin hefur úr að spila, taldi vart vanda að reisa hér einn Skyggni f viðbót til móttöku á norsku sjónvarps- efni. Varla finnst slíkur sjóður innan veggja sjónvarpsins, og öll- um finnst víst símagjöldin nógu há, svo varla verður brúsinn borg- aður af Pósti og síma. En viti menn. Sjónvarpsfram- kvæmdastjórinn sá lítil vand- kvæði á að punga út tveim til þrem milljónum til að reisa mini- skyggni til móttöku á norsku sjón- varpsefni. Einn galli er þó mestur á þessari norsku viðbót að hún verður send út á sömu tíðni og íslenska sjónvarpið, sem einfald- lega þýðir hálfa þætti og hluta úr þeim, fyrir og eftir útsendingar- tíma íslenska sjónvarpsins. Frek- ar vil ég engan þátt en hálfan. Okkur Islendingum er nokkuð tamt að leita langt yfir skammt, og leita dýrari leiða þegar ódýrari fást. Og þegar við höfum öðlast þennan þroska fyrir augum ráða- manna að mega horfa á það sem okkur langar til í sjónvarpi eins og í útvarpi, er kominn tími til að horfa sér nær. Suður á Miðnes- heiði er rekið nokkuð sem vart hefur mátt nefna — þ.e. sjón- varpsstöð, sem er án efa sú allra besta í Evrópu og þarf enginn að bera kinnroða fyrir að viðurkenna það. Fyrst á annað borð er farið að opna glufu í sjónvarpsmálum, því Íá ekki að ieyfa okkur, þroskuðum slendingum, að horfa á það sem boðið er uppá hjá hinni sjón- varpsstöðinni á íslandi." Kiss á Listahátíð K.S. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: „Ég mæii eindreg- ið með því að hljómsveitin KISS verði fengin á Listahátíð '84. Hljómsveitin KISS er afar vin- sæl meðal krakka hér á landi og hefur verið valin besta hljóm- sveit Bandaríkjanna. Hvað varð- ar hljómsveitir svo sem Duran Duran eða Culture Club eru þær auðvitað ágætar, en standa þó KISS langt að baki.“ Um Lesbók og lesara 7391—2873 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Ég hef verið óánægð með Lesbók Morg- unblaðsins síðan hún stækkaði og finnst mér efni hennar síst hafa batnað við breytinguna. Hér áður fyrr las ég Lesbókina venjulega spjaldanna á milli, nú er eiginlega ekkert í henni sem ég nenni að lesa — það er frekar föstudags- og sunnudagsblaðið sem maður les. Þá var það annað sem mig langaði að minnast á. Ólæsi ís- lendinga er orðið hörmulegt. Nú er ekki fluttur 20 mínútna þátt- ur í útvarpi að ekki sé sérstakur lesari stjórnanda til aðstoðar og reyndar oftar tveir en einn. Þetta er afturför. Hér í gamla daga voru karlarnir ekki í vand- ræðum með að buna út úr sér heilu ræðunum og þurftu enga lesara með sér í útvarpsþáttum." f-------------------------------------------------------------- Á fegursta staönum við Breiða- fjörð er til sölu jörðin Hnúkur Tilvalið tækifæri fyrir ungan, duglegan bónda, sem vill stofna stórt kúabú. Góður vélakostur fylgir meö í kaupunum. Mjög hagstæöir greiösluskilmálar koma til greina. Upplýsingar gefnar í síma 26217. V_____________________________________________________________/ ERGO-STYŒ stóllinn frá DRABEPT heldur þérfgóöu skapi allandaginn í Drabert siturðu rétt VÉLA-TENGI 7 1 2 Allar gerðir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengið aldrei stál — í — stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar SötunrÐmflgKLOtf' Vesturgötu 16, sími 13280 HALLARMÚLA 2 /\pglýsinga- síminn er 2 24 80 Hugmynda- samkeppni um aukna hagsýni í opinberum rekstri Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga vilja auka hagsýni í opinberum rekstri. Markmiðið er að bæta þjónustu hins opinbera við borgarana en lækka kostnað við hana. Málið varðar alla landsmenn. Þess vegna hefur verið ákveðið að efna til hugmynda- samkeppni, þar sem öllum er heimil þátttaka og veita þrenn verðlaun fyrir áhugaverðustu tillögurnar sem nefndinni berast. Verðlaunin verða aðfjárhæð 10.000 kr., 7.500 kr. og 5000 kr. Skilafrestur er til 1. júní nk. Hagræöingartillögurnar skal senda: Samstarfsnefnd um hagræðingu í opinberum rekstri pósthólf 10015130 Reykjavík eða i Fjármálaráðuneytið, Fjárlaga- og hagsýslustofnun Arnarhvoli 101 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.