Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 10
Þessi mynd var tekin í afmælishóri Brunavarðafélagsins þann 13. febrúar síðastliðinn af mönnum sem gegnt hafa formannsembætti félagsins. f efri röð eru talið frá vinstri: Ármann Pétursson, núverandi formaður, Arnþór Sigurðsson, Jóhannes S. Jóhannesson, Sigurður Kristjánsson og Tryggvi Ólafsson. f neðri röð eru talið frá vinstri: Finnur Richter, Bjarni Bjarnason, Leó Sveinsson og Óskar Óiafsson. Stjórn Brunavarðafélagsins. f efri röð eru talið frá vinstri: Gunnar Jónsson, Sigurður Á. Sigurðsson og Friðrik Þorsteinsson og í neðri röð eru talið frá vinstri: Erlingur Lúðvíksson, Stefán Steingrímsson, Ármann Pétursson, formaður, og Gunnar Örn Pétursson. Brunavarðafélag Reykjavíkur 40 ára BRUNAVARÐAFÉLAG Reykjavíkur varð 40 ára hinn 13. febrúar síðastliðinn, en félagið var stofnað þann sama dag árið 1944. Félagar brunavarðafélagsins minntust þessara tímamóta í húsakynnum slökkviliðsfélagsins við Öskjuhlíð á afmælisdaginn og buðu til veislu félögum í Brunavarðafélagi Hafnafjarðar og Keflavíkur auk brunavarða á Reykjavíkur- flugvelli, Davíð Oddssyni borgarstjóra, Haraldi Hannessyni formanni Starfsmannafélags Reykjavíkur og fyrrverandi fé- lögum í Brunavarðafélagi Reykjavíkur. Rúnar Bjarnason slökkvi- liðsstjóri heiðraði 14 fyrr- verandi starfsmenn slökkvi- liðsins og færði þeim minja- gripi að gjöf. Núverandi formaður brunavarðafélags- ins er Ármann Pétursson og sagði hann í spjalli við blm. Mbl. að félaginu hefðu borist margar gjafir í tilefni þess- ara tímamóta, meðal annars frá slökkviliði Hafnafjarðar, Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar, slökkviliði Keflavíkur og fleiri aðilum. Stofnfélagar brunavarða- félagsins voru 20 talsins og var fyrsti formaður félagsins Anton Eyvindsson. Fyrrverandi starfsmenn slökkviliðsins, sem voru heiðraðir. 1 aftari röð eru frá vinstri: Gunnar Sigurðsson, Ólafur Kjartansson, Finnur Richter, Sigurgeir Benediktsson, Jón Guðjónsson og Óskar Ólafsson. f fremri röð eru talið frá vinstri: Bjarni Bjarnason, Sveinn Ólafsson, Leó Sveinsson og Valur Sveinbjörnsson. Davíð Oddsson flytur ávarp í afmælishófinu. Vinstra megin við hann sitja Ármann Pétursson form. Brunavarðafélags Reykjavíkur og Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri. Ljósmyndir: Jón Svavarsson. Frá afmælishófinu. Á þessari mynd má meðal annars sjá þá Sigurð Þórðarson varaslökkvi- iiðsstjóra í Hafnarfirði, Tryggva Ólafsson, skrifstofustjóra slökkviliðs Reykjavfkur, og Helga ívarsson, slökkviliðsstjóra Hafnarfjarðar. Norræn kennslugagnasýning KgilHHtoóum, 19. febrúar. f G/ER lauk hér á Egilsstöðum nor- fænni kennslugagnasýningu er Fræðsluskrifstofa Austurlands gekkst fyrir í samvinnu við kennslu- miðstöð Námsgagnastofnunar. Sýningin var opnuð á föstudag og voru þá haldin fræðsluerindi í tengslum við sýninguna — og munu hartnær 60 kennarar víðs vegar af Austurlandi hafa sótt sýninguna og fræðsluerindin. Fyrir hádegi á föstudag hélt Hólmfríður Arnadóttir, talkenn- ari, erindi um heyrnarþjálfun í byrjendakennslu, en eftir hádegi ræddi Kristján Guðjónsson, námsstjóri í stærðfræði, um stærðfræðikennsluna almennt. Auk þess gafst kennurum tæki- færi til kennslugagnagerðar. Forsvarsmaður þessarar sýn- ingar hér var Jónína Rós Guð- mundsdóttir, kennari á Hall- ormsstað, sem jafnframt er sér- stakur leiðbeinandi í stærðfræði fyrir grunnskólakennara á Aust- urlandi. Sýning þessi var í kennslumið- stöð Námsgagnastofnunar í Reykjavík siðastliðið haust. — Olafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.