Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 57 50 ár liðin frá dauða Sandinos — en Sandino lifir lífskjör þjóðarinnar bera glöggt dæmi um. Kostir húsnæðis- samvinnufélaga Mér hefur orðið tíðrætt um ókosti húsnæðissamvinnufélaga. Er það að vonum, því kostirnir hafa verið kynntir allrækilega í áróðursherferð, sem hver auglýs- ingastofa gæti verið stolt af. En þetta eignarform á húsnæði er ekki bara slæmt. Það hefur vissu- lega nokkra kosti. Fyrir það fyrsta er húsnæðið miklu öruggara en leiguhúsnæði er í dag. (Hvers vegna leiguhúsnæði er svo ótryggt er efni í heila grein.) í annan stað er eitthvað auðveldara að skipta um húsnæði þar sem einungis þarf að skila búseturéttinum og fá nýj- an annars staðar. Og Félagið sér um það. Viðhald eignanna verður hugsanlega eitthvað betra, þar sem einn aðili skipuleggur það. Margir húseigendur ráða nefni- lega ekki við viðhald á eignum sín- um vegna skorts á lánsfé eða vegna þess að þeir ráða ekki við eignirnar. En viðhaldið verður miklu dýrara, eins og bent er á hér að framan. Aðrir kostir við hús- næðissamvinnufélög, svo sem lág- ar mánaðargreiðslur og mjög lág útborgun (5%) eru ekki raunveru- legir kostir vegna þess að þeir grundvallast á forréttindum, og ef jafnrétti á að gilda á milli eignar- forma á húsnæði, þá gætum við veitt almennum íbúðarkaupanda þau sömu kjör. Og hann á íbúðina eftir 30 ár, sem er meginmálið að mínu mati. Niðurlag Jón lýkur grein sinni með því að tilkynna að nú felli hann niður orðaskipti sín við mig. Þykir mér leitt að ónáða hann með þessum greinum mínum, en vonandi fæ ég engu að síður svör við þeim spurn- ingum, sem ég hefi varpað hér fram. En sérstaklega mundi það gleðja mig að fá viðbrögð fleiri en þeirra Búsetamanna við því máli, sem hér hefur verið til umræðu. Ég er nefnilega enn ekki sann- færður um að stór hluti íslendinga vilji búa í leiguhúsnæði. Dr. Pétur H. Hlöndahl er trygg- ingastærðíræðingur og formaður Húseigendafélags Reykjavíkur. — eftir Sigurlaugu S. Gunnlaugsdóttur Hinn 21. febrúar síðastliðinn voru 50 ár liðin frá því að her- menn úr Þjóðvarðliði Anastasios Somoza í Nicaragua tóku Augusto Cesar Sandino af lífi. Það gerðist árið 1934, og nafn hans hvarf af síðum dagblaðanna um stund. En hann gleymdist ekki í Nicaragua. Þjóðfrelsisfylking Sandinista, sem rak harðstjórann Somoza á flótta árið 1979, ber einmitt nafn hans. Hver var þessi Sandino? Hann fæddist árið 1895 í smábæ nálægt Managua, höfuðborg Nicaragua. Faðir hans var jarðeigandi, móðir hans vinnukona á bænum. Þótt hann væri óskilgetinn tók faðirinn hann til sín, en þar óx hann úr grasi og gætti sín mest sjálfur. Tvítugur að aldri yfirgaf hann heimili föður síns til að leita sér að atvinnu. Hann stóð fyrir því að skipuleggja samvinnubú svo að bændur stæðu sterkar að vígi gagnvart 'okrurum og stórkaup- mönnum. Það voru sennilega fyrstu stjórnmálaafskipti hans. Bara föðurlandssvikari Fljótlega varð hann að flýja land, og framfleytti sér sem far- andverkamaður í Guatemala og Mexíkó. Dag nokkurn sat hann og las dagblað í matarhléi í olíunámu í Mexíkó. Bandaríkjaher hafði gert þriðju innrás sína í Nicar- agua. „Það er spurning hvort maður ætti ekki að fara heim og berjast við innrásarliðið," sagði Sandino við sjálfan sig. Vinnufélagi hans, Mexíkani, svaraði að bragði: „Ættirðu að fara? Þið frá Nicar- agua eruð ekki annað en föður- landssvikarar. Sandino Sagan segir að þá hafi Sandino tekið ákvörðun um að snúa heim. Það er að minnsta kosti staðreynd að Sandino var kominn til Nicar- agua um vorið 1926, stuttu eftir innrásina. Hershöfðingi hinna frjálsu Það sem gerst hafði var, að borgaraflokkarnir tveir höfðu far- ið í hár saman. íhaldsflokkurinn gerði „kúpp“ til þess að losa sig við tvo ráðherra frjálslyndra. Frjáls- lyndi flokkurinn hóf nú vopnað stríð gegn íhaldsflokknum. Því var það, að bandarískir sjóliðar gengu á land til þess að koma á lögum og reglu. Þeir studdu íhaldsflokkinn. Sandino safnaði liði og hóf að berjast við íhaldsmenn og banda- ríska innrásarliðið. Hann beið ósigra. Reynslunni ríkari fór hann til fundar við Moncada, hershöfð- ingja frjálslyndra, einkum til að afla vopna. Hershöfðinginn ætlaði ekki að vilja tala við Sandino. Svona far- andverkamann sem leyfði sér að kalla sig hershöfðingja. „Hver hefur útnefnt þig hershöfðingja?" spurði hann Sandino. „Mínir menn,“ svaraði Sandino. í þessu svari fólst einmitt mun- urinn á Sandino og hershöfðingj- um frjálslyndra. Venjulegir hers- höfðingjar í Nicaragua voru stór- jarðaeigendur að verja hagsmuni sína. Þeir skipuðu liði sínu út og suður, oft í opinn dauðann. Sandino var aftur á móti leið- togi í her verkamanna og bænda og barðist með þeim fyrir hags- munum sinnar stéttar. Það voru fleiri af hans tagi. En Sandino varð þekktastur því hann samein- aði þessa heri. Ekki falur „Frelsi eða dauði" var kjörorð Sandinos. Svartur og rauður fáni hans, upphaflega fáni mexíkönsku verkalýðshreyfingarinnar, undir- strikaði samstöðu hans með lág- stéttum annarra landa Rómönsku Ameríku. Það kom á daginn að frjálslynd- ir og íhaldsmenn urðu sammála um að leggja niður vopn. Þeir und- irrituðu samkomulag. Samkvæmt því átti bandaríska innrásarliðið að vera um kyrrt í landinu þangað til nýr her hafði verið þjálfaður. Það varð hið illræmda þjóðvarðlið. Því ákvað Sandino að halda bar- áttunni áfram gegn bandaríska innrásarliðinu. Hvorki fé né loforð um áhrif í nýrri ríkisstjórn fengu hann ofan af þeirri ákvörðun. I september 1927 var stofnaður „Her til varnar þjóðlegu sjálf- stæðu Nicaragua". Frelsishctja þess tíma Nú hófst stríð sem gerði Sand- ino frægan. Bandaríkjamenn og Stormiir í bjórglasi — eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Ég skildi það ekki fyrst. Hvers vegna mátti ég ekki fyrir nokkurn mun vera þeirrar skoðunar að bjór- inn — þcgar loks hann kemur — eigi að vera dýr? Hvers vegna fór Halldór Krist- jánsson bókstaflega hamiorum þeg- ar ég minntist á dýran bjór? Hlýtur hann þó að hafa vitað að ég er fylgj- andi strangri verðstýringu áfengis. Svo rann það upp fyrir mér. Ef bjórinn er dýr hrynja til grunna öll þau „rök“ sem Halldór og sú fá- menna klíka sem hann er sendi- sveinn fyrir hafa byggt á um ára- tugaskeið. Gegn dýrum bjór fyrirfinnast nefnilega engin rök, hvorki félags- leg, sálarleg né læknisfræðileg. Með dýrum bjór eru hins vegar ótal rök á öllum þessum sviðum. Og auðvitað skil ég Halldór vel. Og félaga hans. Það er ekki gaman að standa eins og þvara eftir ára- tugastarf og átta sig á að óvinur- inn var tilbúningur ... vindmylla. Áfengi og verðstýring Þetta á sér allt nokkra forsögu sem ég verð að rekja í fáeinum orðum: Reynsla allra þjóða sýnir að stjórna má áfengisneyslu almenn- ings með verðstýringu: því hærra verð því minni neysla. Fáar þjóðir hafa meiri og lengri reynslu af þessu lögmáli en íslend- ingar. Hér er áfengið með því dýr- asta á byggðu bóli og hér er mcðal- neyslan með því lægsta sem þekkist í heiminum. Þetta lögmál kemur skýrt fram á myndinni hér á síðunni sem sýnir hið ótrúlega nána samband milli verðs og neyslu í einu fylki í Kan- ada; Ontaríó: Því hærra verð því minni neysla. Það skiptir auðvitað ekki minnsta máli um hvaða gerðir áfengis hér er að ræða: þetta sama lögmál gildir um þær allar. Og það gildir að sjálfsögðu um bjór jafnt sem brennivín. Með því að fella bjórinn inn í það verðstýringarkerfi sem reynst hcfur svo vel hér á landi er hægðarleikur að halda meðalneyslu áfengis niðri héðan í frá sem hingað til. Þetta vita Halldór og félagar hans mætavel. En þeir mega ekki til þess hugsa að þessi stefna verði að raunveruleika. Slíkt mundi í einu vetfangi gera allt þeirra starf að engu. Það er nefnilega eitt að vita uppá sig sökina og heyra aðra skýra frá því. En það er annað að horfa upp á þegar blekkingin er af- hjúpuð í verki ... fyrir augum al- þjóðar. Svo Halldór og félagar hans eiga alla mína samúð. Ég vildi gjarnan að þetta mál mætti leiða til lykta án þess að þeirra hlutur yrði fyrir borð borinn. En ég sé enga leið til þess. Lokaorð Áfengi er engin venjuleg neysluvara. það er hættulegur vímugjafi. Mótun áfengisstefnu má því aldrei falla í hendur fúsk- urum, heldur verður hún ávallt að vera vísindaleg. Því miður hefur núverandi áfengisstefna ekki verið mótuð með þessi sjónarmið í huga. Reynslan hefur líka sýnt að hún er háskaleg. Ekki bara á pappírnum, heldur einnig í reynd. Það er stórkostlegt að jafn lítið land skuli hafa eignast svo öflug samtök sem SÁÁ til að annast meðferð á þeirri sýki sem mis- notkun áfengis leiðir af sér. En hitt er jafnvel enn mikilvæg- ara að í landinu sé mótuð fyrir- byggjandi áfengisstefna sem stuðli að því að koma í veg fyrir að svo margir ánetjist Bakkusi sem raun ber vitni. Skásti — raunar eini kosturinn — er að leyfa hér áfengan bjór, fella hann undir nákvæmt verð- stýringarkerfi og beina svo smám saman neyslunni frá sterku drykkjunum yfir á þá veiku. Jafnframt þarf að koma fræðslu á þessu sviði í hendur nýrra aðila þar sem vísindi eru látin koma í stað fúsks og þar sem hófsemin leysir ofstækið af hólmi. Hitt má þó ekki gleymast að bjór er engin „patentlausn" á áfengisvandanum. Áfengisvanda- mál munum við glíma við meðan land er byggt. En við getum haldið honum í skefjum. Dr. Jón Óttar Ragnarsson er mat- rælafræðingur og dósent rið Há- skóla íslands. Afengísneysla og verö á áfengi í Ontario, Kanada 1928—1964. Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir. „Sandino var aftur á móti leiðtogi í her verkamanna og bænda og barðist með þeim fyrir hagsmunum sinnar stéttar. Það voru fleiri af hans tagi. En Sandino varð þekktastur því hann sameinaði þessa heri.“ ráðandi stétt í Nicaragua kölluðu hann stigamann og reyndu allt hugsanlegt til þess að sverta hann. En stuðningur við Sandino óx stöðugt. í her hans voru mest 6000 manns, en þeir börðust við her- styrk stjórnarinnar og 5000 bandaríska hermenn. 1 árslok 1932 myndaði hann bráðabirgðastjórn í Sego-hérað- inu. Samkvæmt minnisbókum hans sjálfs taldi hann frelsisher- inn þá ráða yfir um helmingi landsins. Bandaríkin gátu ekki sigrað Sandino. Árið 1933 urðu þau að draga her sinn til baka frá Nicar- agua. Ósigurinn Þegar innrásarherinn dró sig til baka, undirritaði Sandino sam- komulag. í því fólst að her Sandin- os skyldi láta öll vopn af hendi. Sandino leit á brottför banda- rísku hermannanna sem afgerandi sigur. Hann afvopnaði her sinn og hófst handa við uppbyggingu hins stríðshrjáða lands, ásamt stuðn- ingsmönnum sínum. Hinn 21. febrúar 1934 var hann myrtur ásamt nánum samstarfs- mönnum sínum samkvæmt skipun frá yfirmanni Þjóðvarðliðsins, Somoza. Daginn eftir morðin réðst Þjóðvarðliðið á stærstu samyrkju- búin og lagði þau í rúst. Það myrti yfir 300 bændur. Lærdómarnir Sandino trúði á sigur hins rétt- láta og eilíft líf. Hugmyndir hans voru ekki skýrar. Hann barðist gegn yfirráðum bandarískra hags- muna í Mið-Ameríku. Hann trúði á alþjóðlega samstöðu lágstétta og félagslegt réttlæti. Hann var líka óraunsær draumóramaður. Hugmyndir hans hafa öðlast eilíft líf og raunverulegt gildi. Ótaldir ósigrar alþýðu manna i Rómönsku Ámeríku kenndu Sand- inistum í Nicaragua að vera raunsæir. Brottrekstur Somoza frá völd- um 19. júlí 1979 og myndun stjórn- ar Sandinista var hápunktur fjöldauppreisnar. Það var ekki endanlegur sigur. Valdataka Sandinista markaði þáttaskil i stríðinu gegn yfirráðum Banda- rikjanna í Rómönsku Ameríku. Hún varð fyrirmynd annarra. Reykjavík 28.02.84 Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir. Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir er fé- lagi í lyikingunni og á sæti í mið- nefnd Samtaka herstöðraandstæð- inga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.