Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, MlÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 Adalfundur Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi „Spara má stórkostlegar fjárhæðir með einangrun og endurbótum á húsum“ Meöfylgjandi viðtöl og fréttir eru frá aöal- fundi Samtaka sveitar- félaga í Vesturlands- kjördæmi sem haldinn var í Borgarnesi í lok nóvember síöastliöins. Af ýmsum ástæöum hefur birting dregist en þar sem efni greinanna stendur enn vel fyrir sínu þykir rétt aö birta þær nú. — segir Sturla Böðvarsson formaður húshitunarnefndar SSVK Samtök sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi hafa tekiö húshitun- armál til sérstakrar umfjöllunar í samtökum sínum og hafa þau unnið brautryöjendastarf á þessu sviði. Að þessum málaflokki hefur unnið sér- stök nefnd, húshitunarnefnd, undir forystu Sturlu Böðvarssonar, sveitar- stjóra í Stykkishólmi. Sturla flutti skýrslu húshitunarnefndarinnar á aðalfundinum og í eftirfarandi við- tali við Sturlu koma fram meginat- riðin úr starfi nefndarinnar. „Húshitunarnefndin, sem skip- uð var á árinu 1982,“ sagði Sturla, „hafði sem aðalverkefni að vinna að því að rannsakaðir yrðu nánar allir möguleikar varðandi jarðhita á Snæfellsnesi og í Dölum; að leita eftir að fá hagstæðara raforku- verð og leiðréttingar á töxtum; og vinna að orkusparnaði. Nefndin hefur reynt að fram- kvæma þetta með því að þrýsta á stjórnvöld með að fá framkvæmd- ar rannsóknir á jarðhitasvæðum og fá gjaldskrár Rafmagnsveitna ríkisins lagfærðar. Síðan, þegar séð varð að ekki fengist skjótur árangur af jarðhitaleit á Snæ- fellsnesi, einbeitti nefndin sér að rafmagninu og hófst handa við að skipuleggja orkusparnað. Var Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen sf (VST) falið að gera könnun á ástandi húsa á svæðinu og gera tillögur um ráðstafanir til orku- sparnaðar í einstökum húsum, bæði á vegum einstaklinga og sveitarfélaga. Til þessa verks fékkst styrkur frá iðnaðarráðu- neytinu á grundvelli laga um lækkun og jöfnun húshitunar- kostnaðar. Sá árangur sem þegar hefur orðið af þessu starfi er sá að VST hefur skilað áfangaskýrsiu um at- hugun á 27 húsum í Grundarfirði. Megin niðurstaða þeirrar athug- unar er sú að þau hús sem skoðuð voru reyndust ekki uppfylla nú- gildandi reglugerð 1979 um ein- angrun, enda flest byggð fyrir gildistöku reglugerðarinnar, og allt bendir til að spara megi stór- kostlegar fjárhæðir með því að einangra og framkvæma endur- bætur á húsunum. Ég nefni sem dæmi að sú ein framkvæmd að bæta einangrun á húsi, sem er með þak óeinangrað, en það er al- gengt um land allt, gæti skilað sér í minni kyndingarkostnaði á tveimur og hálfu ári. Að meðaltali var niðurstaða áfangaskýrslu VST sú að spara mætti 66% kostnaðar við upphitun þessara 27 húsa í Grundarfirði með því að fram- kvæma þær endurbætur sem VST telur hagstætt að gera, en dæmi eru um að hús eyði um 100—150% meira en skyldi. Árlegur sparnað- ur húseigenda við þessar fram- kvæmdir gæti orðið 11.800 krónur Sturla Böðvarsson, Stykkishólmi, formaður húshitunarnefndar. að meðaltali og ríkið gæti sparað 8.000 á ári í orkuniðurgreiðslum til hvers húseiganda. Þessi niðurstaða leiðir til þess að með opinberum aðgerðum mætti ná árangri og þessvegna hefur nefndin gert ákveðnar til- lögur sem miða að því að orku- verðið verði lækkað. Leggja ber áherslu á þá staðreynd að raforku- verðið er ennþá 3—4 sinnum hærra en orkuverð frá þeim hita- veitum sem hafa lægsta orkuverð- ið. Nefndin gerði því svofelldar til- lögur um aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að jafna orkuverð og draga úr orkunotkun, og aðalfund- ur SSVK hefur nú faiið nefndinni að vinna áfram að: 1. Allt kapp verði lagt á það, að Landsvirkjun nái hagstæðum orkusölusamningum, er m.a. komi fram í lækkuðu orkuverði til húshitunar. 2. Jöfnun húshitunarkostnaðar verði við það miðuð að í lok árs- ins 1984 verði hitunarkostnaður sambærilegs húsnæðis hvergi meiri en sem nemi tvöföldu vegnu meðalverði samkvæmt gjaldskrám hjá veitufyrirtækj- um. 3. Orkuverð til landbúnaðar verði tekið til sérstakrar athugunar m.a. með það í huga, að nýta megi raforku sem orkugjafa við heita súgþurrkun þar sem jarð- varmi er ekki. 4. Á vegum sveitarfélaga eða orkusölufyrirtækja í samvinnu við orkusparnaðarnefnd verði gert sérstakt átak í ráðgjöf um orkusparandi aðgerðir á öllu húsnæði, jafnt íbúðarhúsnæði sem atvinnuhúsnæði. Til þess verði veittir styrkir sambæri- legir því, sem húshitunarnefnd SSVK hefur fengið. Húshitun- arnefnd SSVK fái styrk til að Ijúka því verkefni, sem hafið er, og nái það til allra þeirra húsa sem byggð hafa verið fyrir gild- istöku byggingareglugerðar frá 1979. 5. Sveitarfélögum verði gert að herða eftirlit með því, að ákvæðum byggingareglugerðar um einangrun verði framfylgt. 6. Framkvæmdir við íbúðarhús- næði til orkusparnaðar skulu staðfestar af viðkomandi bygg- ingafulltrúa. Lán húsnæðislána- kerfisins til slíkra framkvæmda skulu vera með sömu kjörum og til sama tíma og almenn hús- næðislán. Lán til orkusparandi framkvæmda skulu nema allt að 80% kostnaðar að frádregnum styrkjum. 7. Vegna framkvæmda við ein- angrun og ísetningu á þreföldu gleri, minnkunar glerflatar og uppsetningar rafhitabúnaðar í húsum, sem byggð voru fyrir gildistöku byggingareglugerðar, skal veita undanþágu á sölu- skatti og öðrum gjöldum, sem ríkissjóður leggur á viðkomandi byggingarefni eða búnað. Sama gildi um orkusparnaðarbúnað og endurvinnslubúnað á loft- hitakerfum. Það sem nú liggur fyrir að gera er að Ijúka athugunum á húsum í þorpunum á Snæfellsnesi og í Búðardal og í sveitunum. Ég vil leggja á það áherslu, að þó að hægt sé að spara orku með vissum aðgerðum kostar mikið að kynda með rafmagni og auk þess hefur það komið í ljós að svonefndur marktaxti, sem er mikið notaður í sveitum, hefur hækkað langt um- fram verðlag eða um 815% frá ár- inu 1980 á meðan byggingavísital- an hefur hækkað um 456%. Þess vegna leggjum við til að gerð verði úttekt á töxtum RARIK," sagði Sturla Böðvarsson. Skiptar skoðanir um sameiningu Á aðalfundinum var nokkuð rætt um sameiningarmál sveitarfélaga í fram- haldi af umræðum sem um þau mál hafa orðið bæði innan þessa kjördæmis og á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. f ályktun sem samþykkt var í lok fundarins var hvatt til sem mestrar samvinnu nærliggjandi sveitar- félaga. Lagst var eindregið gegn lögþvingunum til að sameina sveitarfélög, en sveitarstjómarmenn hvattir til að kanna hagkvæmni þess að nærliggjandi sveitarfélög sameinist með frjálsum samningum. „Flestum ber saman um nauð- syn þess að sameina hin smærri sveitarfélög og með því verði þau betur í stakk búin til að taka að sér aukin verkefni sem knúð verð- ur á af ríkisvaldinu," sagði Hörður Pálsson, Akranesi, fráfarandi formaður SSVK, í skýrslu sinni við upphaf aðalfundarins. Sagði Hörður frá fundum sem samtökin hefðu boðað til í kjördæminu um stefnumörkun í sameiningu sveit- arfélaga. Mjög miklar umræður voru á fundinum og skoðanir skiptar eins og fyrr, með og móti sameiningu, en þeir þó í talsverð- um meirihluta sem mæltu með sameiningu. Sagði hann frá því að í Dala- sýslu væri starfandi nefnd sem fjallaði um sameiningu sveitarfé- laga þar. Einnig hefði bæjarstjórn Ólafsvíkur og hreppsnefnd Nes- hrepps utan Ennis samþykkt að láta kanna hagkvæmni hugsan- legrar sameiningar þessara sveit- arfélaga, og gæti Fróðárhreppur þar einnig komið inní. Sagði Hörð- ur að fleiri sveitarstjórnarmenn væru að hugsa þessi mál í alvöru, til dæmis hrepparnir sunnan Skarðsheiðar og hrepparnir í Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar. „Þróunin í sameiningarmálum hefur verið mjög hæg hér á landi og það er trú margra að um veru- lega sameiningu sveitarfélaga verði ekki að ræða nema með lög- boði. Það er þó skoðun flestra og örugglega farsælasta leiðin að um samkomulag sveitarfélaganna sjálfra sé að ræða. En flestir eru sammála því að vart verði um mikla breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga að ræða nema sveitarfélögin sameinist í stærri heildir," sagði Hörður Pálsson meðal annars í ræðu sinni. Sérstök stjórnsýslunefnd starf- aði á aðalfundinum og hafði sam- einingarmálin til umfjöllunar. Voru skoðanir þar nokkuð skiptar, en allir nefndarmenn voru þó sammála um að lögbinding í þess- um efnum kæmi ekki til greina. Menn voru einnig sammála um, að aukin samvinna sveitarfélaga væri til góðs, en áður en til sam- einingar kæmi þyrfti að fara fram rækileg könnun á hagkvæmni þess fyrir aðila. Menn vissu hvað þeir hefðu í þessum efnum nú, en ekki, hvað þeir mundu hreppa og til hvers sameining mundi leiða. Bent var á, að hinar litlu einingar hefðu marga kosti, til dæmis félagslega. Minnt var á, að núverandi um- dæmaskipting ætti sér sögulega og menningarlega hefð og hefði í aðalatriðum reynst þjóðinni vel. Ekki mætti fara í breytingarnar breytinganna vegna, heldur þyrfti að hafa hagsæld og giftu íbúanna að leiðarljósi í þeim efnum. Þeir sem mæltu með sameiningu í nefndinni töldu flestir að ef til þess kæmi yrði að taka skrefin mjög stór, þannig að um yrði að ræða til dæmis 800—1000 manna sveitarfélög, sem gætu þá ráðið starfsfólk. Sameining tveggja smárra hreppa gerði ekki gagn. Nefndarmenn voru sammála um, að ef sveitarfélögin ættu að taka við auknum verkefnum frá ríkinu, þyrfti að koma til meira fjármagn, nýtt fjármagn yrði ekki til við sameiningu. Þá þyrfti að koma fram, hver þessi verkefni væru, sem sveitarfélögin ættu að taka við, og með hvaða kjörum. Gera þurfi áætlanir um, hvaða verkefni sveitarfélögin geta og vilja taka að sér og hver sé kostnaðurinn. Þetta voru punktar úr fundar- gerð stjórnsýslunefndar en hún lagði einnig fram álit sem aðal- fundurinn samþykkti eins og hér að ofan greinir. Akurnesingaborðið, næstir eru Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri, og Guðmundur Vésteinsson, bæjarfulltrúi. MorgunblaÖið/HBj. Guðmundur Ingimundarson og Gísli Kjartansson, Borgarnesi, en þeir voru fundarstjórar. Hörður Pálsson Akranesi, fráfarandi formaður SSVK, og Alexsander Stefánsson, félagsmálaráðherra, en hann var formaður SSVK 1969—1975.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.