Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 47 'Texti og myndir: Helgi Bjarnason. Séð yfir hluta fundarins í Hótel Borgarnesi, fremstir á myndinni eru Borgfirðingarnir Kristján Benediktsson, oddviti Reykholtsdalshrepps, Jón Böðvarsson, oddviti Lundarreykjadalshrepps, og Jón Blöndal, oddviti Andakflshrepps. Hver er þessi fram- kvæmdamaður sem vill stofna nýtt fyrirtæki? IÐNAÐARNEFND SSVK hefur undanfarna mánuði unnið að stefnumörkun við uppbyggingu iðnaðar á Vesturlandi og gerði Guðlaugur Hjörleifsson, verkfræðingur í Skilmannahreppi og formaður iðnaðarnefndarinnar, grein fyrir hugmyndum nefndarinnar á aðalfundinum. Sagði hann að nefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu aö betra væri að stefna að fleiri og smærri iðnfyrirtækjum, sem hægt væri að dreifa um allt kjördæmið, heldur en stórum fyrirtækjum, sem gætu orðið ofviða samtökunum, þó vissulega væri nauðsynlegt að huga jafnframt að slíkum verkefnum ef möguleikar sköpuð- ust en það mætti ekki verða á kostnað hinna smærri. En hver er þessi framkvæmda- maður sem vill stofna nýtt fyrir- tæki, spurði Guðlaugur og svaraði sjálfur þannig: „í Danmörku og Noregi hafa verið gerðar kannanir á því hverjir hafi stofnað ný fyrir- tæki og eru niðurstöður furðu lík- ar i báðum löndum. í ljós kemur að sá sem leggur í stofnun fyrir- tækis er: 1. Karlmaður á aldrinum 30—40 ára; 2. Fagmaður sem ekki hefur menntun umfram sveins- próf; 3. Var launþegi áður en hann fór í sjálfstæðan atvinnurekstur; 4. Er sjálfstæður, drífandi og framtakssamur; 5. Faðirinn er eða var í sjálfstæðu starfi; 6. Ástæður fyrir því að hann fer í að stofna eigið fyrirtæki eru helst ábyrgðin, frjálsræðið og einskonar áskorun sem er því samfara. Þessi maður stofnar fyrirtæki án sérstaklega mikils undirbúnings og það er oftast byggt á góðri hugmynd sem hann telur að hægt sé að gera að söluvöru í formi vöru eða þjón- ustu. Þau vandamál sem fram- kvæmdamaðurinn á helst við að stríða í byrjun eru samkvæmt þessari dönsku athugun: Vanda- mál við stjórnun og fjármögnum, vandamál í sambandi við að finna út hvað þarf og hvernig gagnvart löggjafanum og erfiðleikar við að fá samstarfsfólk. Ástæður fyrir þessum vanda eru oftast þær að: Endurskoðandi er ekki fenginn til aðstoðar sem skyldi, lánastofnanir veita takmarkaða ráðgjöf og aðrir svo sem lögfræðingar, ráðgjafar í stjórnun og aðrir sjálfstæðir at- vinnurekendur eru sjaldan spurðir ráða. Þegar starfsemi í nýju fyrirtæki þessa framkvæmdamanns er haf- in, verður hann að vinna langan vinnudag með stuttum og fáum fríum og hann býr við fjárhags- legt óöryggi. Hinsvegar hefur það sýnt sig að þeir sem fara út á þá braut að stofna ný fyrirtæki eru þeim persónulegu eiginleikum búnir, að þeir eru mjög ánægðir í þessu nýja starfsumhverfi." Þetta sagði Guðlaugur Hjörleifsson meðal annars um stofnun fyrir- tækja, í ljósi reynslu nágranna- þjóðanna og er ekki ólíklegt að þetta eigi alveg eins við hér á landi. Samningsdrög um Fjöl- brautaskóla Vesturlands Á AÐALFUNDINUM voru lögð fram drög að samningi á milli sveitarfélaganna á Vesturlandi og mennta- málaráðuneytisins um Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Skipulag fram- haldsnáms á Vesturlandi hefur lengi verið til umfjöll- unar hjá Samtökunum og er því vissum áfanga náð meö þessu samningsuppkasti. „Að vísu fá framhaldsdeild- irnar við grunnskólana í kjör- dæminu ekki þann sess sem við vonuðum," sagði Hörður Páls- son fráfarandi formaður SSVK í ræðu sinni á aðalfundinum þegar hann ræddi um samn- ingsdrögin. „Þær fá þó viður- kenningu en rekstrarkostnað- ur þeirra verður greiddur af heimamönnum, en þar er þó um óverulegar upphæðir að ræða. Aftur á móti er gert ráð fyrir heimakstri nemenda og er það atriði þungt á metunum fyrir þá nemendur sem búa á jöðrum kjördæmisins og þá sem aka daglega til skólans frá nágrannabyggðarlögum, eins og til dæmis frá Borgarnesi. Þá er gert ráð fyrir í samn- ingnum að heimavistarbygg- ingin verði greidd 100% af rík- inu í stað 85% áður.“ í lok aðalfundarins var sam- þykkt ályktun þar sem fagnað er „þeim áfanga sem náðst hef- ur í frainhaldsskólamálum á Vesturlandi með drögum að samningi um Fjölbrautaskóla Vesturlands, þar sem fram fæst viðurkenning ráðuneytis- ins á heildarskipan framhalds- náms á Vesturlandi og þátt- töku ríkisins í kostnaði við þá heildarskipan." Vísaði fundur- inn samningsdrögunum til stjórnar SSVK og sveitarfélag- anna á Vesturlandi og „væntir þess að þau sjái sér fært að gerast aðilar að því samstarfi sem samningurinn gerir ráð fyrir,“ eins og segir í ályktun- inni. Eftir aðalfundinn var skipuð nefnd sveitarfélaganna sem fengið var það verkefni að fara yfir samningsdrögin og móta samstarf sveitarfélag- anna innbyrðis í framhalds- skólamálunum. Aukin eftirspurn eftir þjónustu iðnráðgjafans TALSVERÐ aukning varð á eftir- spurn eftir þjónustu iðnráðgjafa Vesturlands á síðasta starfsári hans. Á starfsárinu leituðu á milli 60 og 70 einstaklingar og fyrirtæki aðstoðar hans og segir það nokkra sögu um þörf fyrir slfka þjónustu úti á lands- byggóinni. Þetta kom fram í skýrslu iðnráögjafans, Ólafs Sveinssonar hagverkfræðings, á aðalfundinum. Sagði Ólafur að í nokkrum til- vikum hefði ekki verið hægt að sinna óskum um þjónustu sem skyldi, en hann starfað einn að iðnráðgjöf í kjördæminu öllu. Aukin eftirspurn sagði hann að hefði bæði komið frá einstakling- um og starfandi fyrirtækjum en einnig frá sveitarstjórnum. „Ástæðurnar geta meðal annars verið þær,“ sagði Ólafur, „að menn hafi verið að vakna til vitundar um það að efling atvinnulífs og lífskjara byggist fyrst og fremst á aukningu framleiðslugreina og að á erfiðleikatímum eins og nú ríkir í þjóðarbúinu sýna menn viðleitni til að bjarga sér, eins og sjá má í gegnum söguna. Allt er þetta af hinu góða, og er vonandi að þetta skili sér á einhvern hátt.“ Ólafur gerði grein fyrir helstu verkefnum sem hann hefur unnið að á árinu og sagði þá meðal ann- ars: „Fyrir starfandi fyrirtæki hafa verið unnin ýmis verkefni, meðal annars aðstoð við útvegun fjármagns, gerð greinargerða um fyrirtæki, kannanir og upplýs- ingaöflun af ýmsu tagi, hag- kvæmnisútreikningar og úttekt á stöðu fyrirtækja." Unnið var að verkefnum með einstaklingum með nýiðnaðar- hugmyndir og fyrir sveitarstjórn- ir, einkum atvinnumálanefndir. Þá kom fram í máli Ólafs að tals- verð fræðslustarfsemi var í gangi á árinu, sem er nýlunda í starfinu, en hún var einkum i formi nám- skeiða sem haldin voru víðsvegar í kjördæminu. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra ávarpar aðalfundinn. liORCiAKNES Boðað verður til stofn- fundar Iðnþróunarsjóðs í vor A FUNDINUM var samþykkt að stofna Iðnþróunarsjóð Vesturlands en frestað var að taka ákvörðun um samþykktir fyrir sjóðinn vegna ágreinings sem kom upp um hluta þeirra tillagna sem fyrir fundinum lágu. Ágreiningur var aðallega um tvö atriði í tillögum að samþykkt- um fyrir sjóðinn, annarsvegar um upphæð gjalda sveitarfélaganna til sjóðsins en hinsvegar um til- gang hans. í tillögunum var gert ráð fyrir að tekjur sjóðsins yrðu aðallega 1% af tekjum aðildar- sveitarfélaganna á hverju ári en tillaga kom fram á fundinum um að það yrði fært niður í 0,30% með möguleikum til hækkunar eða lækkunar um 0,20% á ári. Þá kom einnig fram tillaga um að starfs- svið sjóðsins yrði gert víðtækara og yrði hann þá nefndur Atvinnu- og iðnþróunarsjóður Vesturlands. Tillögurnar verða nú sendar sveitarfélögunum á ný til umfjöll- unar og í vor verður haldinn form- legur stofnfundur sjóðsins. Þá verður fyrst ljóst hvaða hlutverk sveitarstjórnirnar ætla sjóðnum og hvað hann verður gerður sterk- ur. Ekki verður heldur ljóst fyrr en þá hvort öll eða hvaða sveitar- félög kjördæmisins gerast aðilar að sjóðnum en á því veltur vitan- lega mikið hvað hann verður öfl- ugur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.