Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 12
52 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 7. MARS 1984 Fjalakötturinn að innan, eins og hann lítur út í dag. Greinargerð borgarminja- varðar um Fjalaköttinn ARBÆJARSAFN tók í nóvember sl. saman gögn er varða húsið Aðal- stræti 8, að beiðni Umhverfísmála- ráðs Reykjavíkur. Voru gögnin send Umhverfísmálaráði ásamt greinar- gerð Nönnu Hermannsson, borgar- minjavarðar, sem fer hér á eftir. Sögulegt gildi Húsið Aðalstræti 8 er að stofni til eldra en Reykjavíkurborg, stendur við elstu gotu bæjarins og við hlið þess er eina húsið frá tím- um Innréttinganna sem haldið hefur svip sínum og er það nú frið- að. Aðalstræti 8 er ekki bara minn- isvarði um stórhug athafnamanns heldur einnig um mikið framfara- tímabil í sögu Reykjavíkur. Húsið líkist engu öðru húsi á landinu öllu, og er það enn stórkostlegra ef menn íhuga að það er byggt á tím- um þegar mikill hluti landsmanna bjó enn í torfhúsum. í bakhúsinu var fyrsta leikhús landsins, sem var sérstaklega gert til þeirra nota. Þar hófust kvik- myndasýningar á íslandi 1906 og er það því einnig elsti kvikmynda- salur landsins. Varðveisla Þegar Árbæjarsafn kannaði sögu og ástand húsanna í Grjóta- þorpi 1976— 77 varð niðurstaðan sú að varðveita bæri Aðalstræti 8. Deiliskipulag sem gert var fyrir Grjótaþorp 1980 gerði ráð fyrir varðveislu hússins Aðalstrætis 8 og var fjallað um skipulagstillög- una í Umhverfismálaráði í nóv- ember 1980 og aftur í september 1981. Þá var gagnrýnt að tiilagan skyldi ekki gera ráð fyrir algerri friðun hússins Aðalstrætis 8. í bréfaskiptum milli þjóðminja- varðar og Kvikmyndasafnsins 1979 kemur fram að húsfriðunar- nefnd telur að varðveita beri húsið Aðalstræti 8. Hefur nefndin einn- ig látið mæla og teikna húsið. Mál eiganda Eigandi Aðalstrætis 8, Þorkell Valdimarsson, hefur nú sótt um að fá að rífa húsið til að rýma fyrir nýbyggingu. Á árinu 1978 bauðst eigandi til að gefa húsið til brottflutnings eða hafa makaskipti á eigninni og var rætt við hann á árunum 1978 og 1979 af hálfu Reykjavíkurborg- ar, en án árangurs. Hann hefur áður sótt um að fá að rífa húsið, en því verið svarað á þá leið að meðan verið væri að vinna deili- skipulag að Grjótaþorpi væri ekki hægt að taka ákvörðun um niður- rif hússins (1979). Höfðaði þá eig- andi mál á hendur Reykjavíkur- borg og krafðist skaðabóta „vegna fjárhagslegs tjóns af eigninni". í héraði voru eiganda dæmdar skaðabætur, en í hæstarétti var málinu vísað frá. Fasteignaskattur er hár af lóð- inni af því að í matinu hefur alltaf verið gengið út frá því að Aðal- stræti væri miðpunktur Reykja- víkur. Eigandi fékk hinsvegar lækkun á fasteignagjöldum á ár- unum 1980— 83 og voru þau lækk- uð um 75% (samþ. í borgarráði 11.10. 1983). En tekið var fram að að þetta væri ekki viðurkenning borgarinnar á skaðabótakröfum eiganda. Eigandinn hefur hinsveg- ar ekki kært fasteignamatið til að fá það lækkað. Fasteignamatið er nú 786 þúsund kr., lóðamat er 5.123 þúsund kr., en brunabótamat er 7.188 þúsund krónur. Það er að sjálfsögðu erfitt fyrir einstakling að varðveita svo stórt hús sem þarfnast mikilla viðgerða og er þess vegna ekki nothæft nema að litlu leyti. Eldvarnir Þegar árið 1879 var bent á að of stutt væri milli húsanna Aðal- strætis 6 og 8 og farið var franTá að eldvarnaveggur yrði á norður- hlið Aðalstrætis 8. Árið 1970 benti eldvarnaeftir- litið eiganda á að húsin Aðal- stræti 8, 10 og 12 skapi hvert öðru eldhættu vegna þess hve þau standi þétt. I bréfi í júní 1978 til eigenda segir slökkviliðsstjórinn í Reykjavík að ekki sé hægt að gera húsið Aðalstræti 8 viðunandi eldtraust nema með afar miklum tilkostnaði. Við gerð deiliskipulags 1980 var leitað til brunamálastjóra, slökkviliðsstjóra og eldvarnaeft- irlits og ákveðið að skilmálar um gerð einstakra húsa og aðrar úr- bætur á skipulagstillögunni, sem tryggðu nægilegt eldvarnaöryggi, yrðu síðan gerðar í samvinnu milli skipulags- og brunavarnayfir- valda. Ekki var talið að eldvarnir hússins Aðalstrætis 8 yrðu tor- leystar, enda hefur tækni í bruna- vörnum farið fram síðan 1879. Varðveisluáhugi Kvikmyndasafn Islands hefur sýnt húsinu áhuga, enda er í því elsti kvikmyndasalur landsins. Sú hugmynd hefur komið upp hjá Kvikmyndasafninu að stofna mætti til happdrættis til að kosta viðgerð á húsinu og selja miða kvikmyndafyrirtækjum og -félög- um erlendis. Hefur Kvikmynda- safnið ritað borgarráði bréf um það mál (25.09.1983). Innan stjórnar Torfusamtak- anna hefur verið rætt um Aðal- stræti 8 og hvernig mætti gera húsið upp í áföngum. Félagið hef- ur nú öðlast mikla reynslu í við- gerðum gamalla húsa. Stjórn sam- takanna telur að hún gæti gert svipaðan samning um viðgerðir á Aðalstræti 8 eins og gerður var við ríkið vegna Bernhöftstorfunnar. Yrði samið um slíka lausn væri sennilega heppilegra að húsið væri eign borgarinnar. Viðgerðir Þótt húsið Aðalstræti 8 eða hluti þess hafi í byrjun verið upp- nefnt Fjalakötturinn (skjálfandi, hristingur) hefur það nú staðið í nær hundrað ár. Við skoðun 1976 kom fram að burðargrind væri að mestu heil, en tæplega nógu traust í stóra salnum. Gólf voru mikið skemmd og allar lagnir þyrfti að endurnýja. Heildarmatið var að endurbygging yrði 50—80% af byggingarkostnaði nýs húss af sömu gerð. Rétt er að taka það fram að þar sem húsið er úr timbri er auðveld- ara að gera við það í áföngum heldur en steinhús. Ekki hefur verið reynt að reikna út nánar, hvað það myndi kosta að gera hús- ið upp, enda varla hægt fyrr en ákveðið hefur verið hv ernig eigi að nota það. Lokaorð Þegar rætt er um hvort varð- veita skuli eitthvert gamalt hús, er fyrsta hugsun margra að það sé alltof dýrt. Oft gleyma menn að það kostar líka mikið að rífa hús, flytja efnið, undirbúa lóð og byggja nýtt. Menn gleyma líka oft að líta á þau verðmæti sem liggja í gömlu húsi, ekki bara sögulegt gildi, heldur þá vinnu sem einu sinni var lögð í húsið, sjálf „handaverk forfeðranna" eins og trésmiður nokkur orðaði það. Húsið Aðalstræti 8 var glæsi- legasta hús götunnar og að því væri mikill sjónarsviptir og missir fyrir Aðalstræti. Rétt er að Reykjavíkurborg reyni að nýju að semja um að eignast Aðalstræti 8, láti friða það í B-flokki og gera það upp í áföngum. Enginn efi er á því að þeim sem á eftir okkur koma munu líta á það sem mikið lán, ef vel tekst til að friða Fjala- köttinn. Nanna Hermannsson borgar- mingjavörður. Aðalstræti 8 — Fjalakötturinn 1750: reist geymsluhús Innrétt- inganna á lóðinni. Húsið sem var stokkverkshús, 24 álnir á lengd, var tjargað að utan. Á því voru þrennar dyr og tveir gluggar. 1791: kaupmennirnir Tofte, Bergmann og Holm keyptu húsið. Þeir stækkuðu það og höfðu þar krambúð. Þorkell Bergmann átti einnig Aðal- stræti 9. 1804: eignaðist Björn Bene- diktsson Fjeldsted húsið og verslaði þar. Húsið var þá nefnt Fjeldstedshús. 1822: eignaðist Einar Hákonar- son, hattari og borgari, húsið. Hann bjó þar og verslaði. Húsið var þá nefnt Hákons- senshús. 1870: bjó ekkja Einars, Guðrún Hákonarsen, ásamt dóttur sinni í húsinu. 1874: Anna Hákonsen var þá orðin eigandi hússins. Sama ár giftist hún Valgarði ólafssyni Breiðfjörð. 1880: Valgarður hefur byrjað að byggja við húsið, lét hann fyrst hækka framhúsið en síðan byggja aftan (vestan) við það: Stóðu þessar fram- kvæmdir yfir frá því um 1880 til 1897, en þá hafði húsið fengið það útlit sem það hef- ur nú. 1893: hófust leiksýningar í bakhúsinu, og var það nefnt Breiðfjörðssalur, en einnig uppnefnt Fjalakötturinn. 1906: hófust það kvikmyndasýn- ingar. Reykjavík Biograf- theater var stofnað, það varð seinna Gamla Bíó. Teikning Hjörleifs Stefánssonar, arkitekts, sem sýnir staðsetningu upprunalega hússins (geymsluhúss Innréttinganna) og húsið eins og það er nú. 1907: varð Þorvarður Þorvarð- arson, prentsmiðjustjóri, eig- andi hússins. 1914: var eigandi hússons Minn- ingarsjóður Jóhannesar Jó- hannessonar og Sigurbjargar Guðnadóttur. Húsið var leigt út til íbúðar og verslunar. Eftir að Gamla Bíó flutti úr húsinu 1926 var salurinn leigður til margs konar fé- lagastarfsemi. 1942: keyptu Silli og Valdi húsið. 1977: var eignum Silla og Valda skipt. Fjalakötturinn kom í hlut Valdimars Þórðarsonar. Sama ár eignaðist Þorkell Valdimarsson húsið. 1979: Þorkell sækir um leyfi til að rífa húsið. Byggingar- nefnd svarar að ekki sé hægt að taka afstöðu til beiðninnar þar sem ólokið sé deiliskipu- lagi í Grjótaþorpi. 1983: Þorkell sækir um leyfi til að rífa húsið og rýma fyrir nýbyggingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.