Morgunblaðið - 08.03.1984, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.03.1984, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984 r &■ QPEL Bilasala Opid laugardag kl. 13—17 Ch. Monte Carlo '80, keyrður 50 þús. Verð 430 þús. Ch. Malibu Setan ’78, keyröur 60 þús. Verö 200 þús. Ch. Malibu Classic 2ja dyra ’79, keyröur '80 þús. Verö 290 þús. Ch. Malibu 4ra dyra '79, keyröur 50 þús. Verð 265 þús. Ch. Malibu Classic station ’81, keyröur 34 þús. Verö 600 þús. Ch. Chevette sjáltsk. ’76, keyröur 71 þús. Verö 110 þús. Ch. Malibu Classic 4ra dyra '81, keyröur 37 þús. Verö 430 þús. Ch. Chevy Van '76, keyröur 121 þús. Verö 150 þús. GMC Rally Waagon ’78, keyröur 87 þús. Verð 250 þús. Oldsmobile Delta 88 diesel ’80, ný vél. Verö 390 þús. Buick Skylark LTD '81, keyröur 21 þús. Verö 450 þús. Pontiack Grand Trix ’79, keyröur 70 þús. Verö 360 þús. Bein lína 39810. CHEVROLET 0L0SM0BILE HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRU Áttræður: Benedikt Kristjáns son frá Álfsnesi Benedikt Kristjánsson frá Alfs- nesi á Kjalarnesi er áttræður í dag, en hann var eitt hinna mannvænlegu barna þeirra Sig- ríðar Þorkelsdóttur og Kristjáns hreppstjóra Þorlákssonar. Benedikt var sjötta barn for- eldra sinna er á legg komust. Hann fæddist þann 8. mars 1904 í Álfsnesi og ólst þar upp. Hann bjó á hluta af jörðinni á móti Þorláki bróður sínum og sá þá jafnframt um refabú, sem var f eigu nokk- urra bænda í hreppnum. Þetta bú gekk vel en var lagt niður á stríðs- árunum og skömmu seinna hætti Binni búskap en réðst til starfa hjá ýmsum enda notinvirkur og öllu vanur og eftirsóttur. Benedikt hefir ávallt átt gæð- inga og á enn. Hann er eins og þeir frændur hans í Varmadal mjög hestlaginn og orðlagður er hann einkum fyrir góða ásetu á skeið- hestum. Hér fyrr á árum vann hann margan sigur á hestamótum, bæði á eigin hestum en einnig á hestum annarra. Benedikt er vin- sæll og vel látinn og hefir stundað sín störf af samviskusemi á sinn hægláta hátt. Benedikt hefir átt lögheimili að Reykjum í Mosfells- sveit síðustu 20 árin. Hann er að heiman á afmælisdaginn en vinir hans senda honum hugheilar kveðjur og árnaðaróskir. Vinur. Sumaráætlun Flugleiða í millilandaflugi í gildi 25. marz nk.: Ferðum til Bandaríkj- anna fjölgar allnokkuð SUMARÁÆTLUN millilandaflugs Klugleiöa tekur gildi 25. marz næst- komandi og verður feröatíðni til Evrópulanda svipuð og á síðasta sumri, en ferðum verður hins vegar fjölgaö til Bandaríkjanna, samkvæmt þeim upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá Sæmundi Guðvinssyni, fréttafulltrúa Flugleiða. Til Luxemborgar verða 14 ferðir í viku með DC-8-þotum, sem rúma 249 farþega. Til Kaupmannahafnar verða 10 ferðir í viku og sex til Lon- don. Þá verða fjórar ferðir í viku til Oslóar og Stokkhólms, þrjár ferðir til Glasgow og tvær til Frankfurt. Ennfremur verða tvær ferðir til Færeyja, en vikulega verður flogið til Parísar, Gautaborgar og Narss- arssuaq. f þessum ferðum verða not- aðar Boeing-þotur Flugleiða, sem taka 131 og 164 farþega, nema til Færeyja. Því flugi er haldið uppi með Fokker Friendship-skrúfuþot- um frá Reykjavík um Egilsstaði. „Auk áætlunarflugsins munu þot- ur Flugleiða sinna leiguflugi til sól- arlanda á vegum ferðaskrifstofanna Úrvals, Útsýnar, Atlantik og Ferða- miðstöðvarinnar. Einnig verða leigu- flug til fleiri staða, svo sem á fr- landi, í Kanada og Austurríki. Frá 18. júní til 30. ágúst verða dagsferðir frá Reykjavík til Kulusuk á Græn- landi þrisvar í viku með Fokker Friendship-skrúfuþotum félagsins,” sagði Sæmundur. „f sumar munu þotur Flugleiða fljúga daglega frá Keflavíkurflug- velli til New York og sömuleiðis verða daglegar ferðir til Chicago. Til Baltimore/Washington verða þrjár ferðir í viku og ein til Detroit, sem er nýr viðkomustaður Flugleiða í Bandaríkjunum. Samtals verða 18 ferðir í viku frá fslandi til Banda- ríkjanna yfir háannatímann í sumar. Til þessa flugs verða notaðar þrjár DC-8-þotur og tekur hver þeirra 249 farþega," sagði Sæmund- ur Guðvinsson, fréttafulltrúi Flug- leiða, að endingu. &*9* V MERKIÐ UMBOOS- OC HEILDVERSLUN BOX10004 - 150 REYKJAVÍK SÍMI 73349 EFTIR KL. 17.00 Tískan breytist ört — úlpur, stakkar, húfur, vett- lingar og íþrótta- og útigallar eru fjöldaframleiddir — oftast í sömu eöa svipuðum litum meö lítilshátt- arútlitsmun. Á einum skóladegi klæða börnin sig margoft úr og í, auk allra annarra tilfella. Leggið hönd á plóginn með því aö merkja fatnaö barnanna, og léttið þannig undir með peim, kenn- urunum og öðrum foreldrum, að maður tali nú ekki um ykkur sjálf um. Það má hvort heldur sauma eöa strauja nafn- borðana á flíkurnar, eins má nota nafnborðana sem hanka á handklæði o.þ.h. og því tilvaliö í leik- fimina eða í sumarbúðirnar. HENTUCT AUÐVELT ÓDÝRT SKÓLAFÖTIN FORÐIST RUGLING MERKIÐ FLÍKURNAR OFNIR NAFNBORÐAR WJ ® 10 mm breiðir raudir eða bláir stafir á hvítum grunni JÓNJÓNSSON S: 73349 i Nafnborðarnir verða sendir \ pósti til viökomandi, og eiga aö berast honum innan þriggja vikna frá pöntun. Meðfylgjandi veröur gíróseöill aö upp- hæö kr. 195,00 eöa kr. 240,00, og skal greiöa hann í næsta banka eða pósthúsi innan 10 daga frá móttöku nafnborö- anna. 50 stk.kr. 195,00 + 45 Nafnborðarnir þola suðu, eru Ijós- og litekta auk þess að þola kemiska hreinsun. RiftðMr Á nafnboröanum skal standa: Skrifiö skýrt meö bókstöfum PANTAÐAF: Sendist til: UMBOÐS- OC HEILDVERSLUN BOX10004 - 130 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.