Morgunblaðið - 08.03.1984, Síða 18

Morgunblaðið - 08.03.1984, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984 ísrael: Sprenging í strætisvagni Ashod, ísrael. 7. mars. AP. SPRENGJA SPRAKK í strætisvagni sem var í áætlunarferð í hafnarborg- inni Ashod í dag og létu tveir lífið en tíu til viðbótar særðust illa. Fjöldi ungra araba var færður til yfir- heyrslu, en engar handtökur áttu sér stað. Þeir sem létust voru roskin karl og kona. Aðkoman var ljót, fjórar rúður vagnsins höfðu kastast úr honum og sæti rifnað upp. Út- varpið í Tel Aviv greindi frá at- burðinum og kallaði hann hryðju- verk. Lögreglustjórinn í Ashod vildi ekki tjá sig, sagði ástæður fyrir tilræðinu ókunnar og ekkert hægt að segja að svo stöddu, 30 ungir arabar hefðu verið yfir- heyrðir, en lögreglan væri litlu nær. Þetta er í fyrsta skipti sem íbúar Ashod verða fyrir barðinu á hryðjuverkum sem verið hafa al- geng í Jerúsalem lengi vel. Lík konunnar sem lést í sprenging- unni. Búið var að fjarlægja aðra far- þega er myndin var tekin. Símamynd AP. Hernaðarsérfræðingar um sænsku kafbátaleitina: Michael Jackson Jackson fer í skurðaðgerð Los Angeles, 7. mars. AP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að popp- söngvarinn heimskunni, Michael Jackson, gangist undir skurðaðgerð á höfði vegna brunasára, sem hann hlaut fyrir rúmum mánuði er kvikn- aði í hári hans, þar sem hann var að leika í auglýsingu. Jackson hlaut slæm brunasár á höfuðleðri og er aðgerðinni ætlað að lagfæra þau að fullu. Aðgerðin mun ekki vera mjög umfangsmikil og verður poppstjarnan aðeins skamma stund á sjúkrahúsi vegna hennar. Falin sovézk kjarnorkuherstöð Rússar áforma að fela kafbáta í sænskum og norskum fjörðum FYRRVERANDI aðstoðarframkvæmdastjóri Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, Arkady N. Shevsjenko, skýrði frá því fyrir nokkrum dögum, að stjórnvöld í Moskvu hefðu unnið að áætlunum um að koma fyrir sovéskum kjarnorkukaf- bátum í sænskum og norskum fjörðum, ef hættuástand skapaðist á alþjóða- vettvangi. Er frá þessu sagt í danska blaðinu Berlingske Tidende á þriðjudag. Shevsjenko fékk hæli á Vestur- telji, að Bandaríkjamenn muni löndum sem pólitískur flóttamaður fyrir þremur árum. Hefur Berl- ingske Tidende það eftir honum, að stjórnmálaráð kommúnistaflokks- ins hafi í upphafi síöasta áratugar samþykkt að láta gera uppdrætti af sænskum og norskum fjörðum. Segir Shevsjenko, að sovéskir kaf- bátar fari að minnsta kosti annan hvern mánuð inn á þessi svæði. Rússar geri sér grein fyrir því, að kafbátar þeirra séu veikari fyrir en kafbátar Bandaríkjamanna og hika við að senda kjarnorku- flaugar gegn kafbátum, sem hafi aðsetur djúpt inni í norskum og sænskum fjörðum. Haft er eftir háttsettum hernað- arsérfræðingi í London, að sænsku firðirnir séu frábært æfingasvæði fyrir Rússa. Hann telur, að frétt- irnar frá Karlskrona bendi til þess, að um æfingar sovéskra sérsveita sé að ræða, sem jafnframt sé ætlað að afla upplýsinga um aðstæður á sjávarbotni á þessu svæði. Brotið blað í baráttunni gegn krabba SUnford, Kaliforníu. 7. mars. AP. HÓPUR VÍSINDAMANNA við Stanford-háskólann hefur einangrað erfða- vísi (gen) sem talið er að stjórni viðbrögðum líkamans við tilfærslu á líkamsvefjum og illkynja æxlum. Telja vísindamennirnir að þeir hafi nú í höndunum lykilinn að stjórnun á ónæmiskerfi mannslíkamans. Dr. Mark Davis, talsmaður hópsins, sagði í samtali við frétta- menn að þetta væri brotið blað í baráttunni gegn krabbameini. „Að skilja hvernig heilt ónæmiskerfi virkar gerbreytir að sjálfsögðu öllu saman þegar að er gáð að vandkvæði í baráttunni gegn krabbameini eru svo oft að við höfum ekki skilið sem skildi hvernig stendur á því að ónæmis- kerfið bregst og ekki vitað í kjöl- farið hvernig ætti að bregðast við því,“ sagði David. Upphaflega fundu vísindamenn- irnir erfðavísinn í mús og síðan samsvarandi í manni. Með því að einangra það fundu vísindamenn- irnir annað af tveimur próteinum kjarnans. Sem fyrr segir er um aðra af tveimur gerðum að ræða sem ræður viðbrögðum líkamans gegn ýmsum hlutum, í þessu til- viki vírusum, líffæraflutningum, æxlum og ýmsum tegundum af krabbameini í kirtlum. Með tím- anum mun uppgötvunin hjálpa læknum að ákvarða krabbamein bæði betur og fyrr, einnig að finna hina réttu lækningu með hliðsjón af viðbrögðum líkamans. Forsíöa danska blaösins Berlingske Tidende, þar sem sagt er frá áform- um Rússa um aö fela kjarnorkukafbáta í sænskum og norskum fjöröum. BERLINGSKE TIDENDE Mllltar-ekspert om det svenske u-bidsdrama: Skjult Sovjet atom-base Et de og flc Kronik Værdií iJapar Fréttir í stuttu máli Sovétmenn fordæmdir Montreal, Kanada. 7. mars. AP. Alþjóða flugmálanefndin greiddi í dag atkvæði um tillögu þar sem Sovétríkin eru harðlega fordæmd fyrir að skjóta niður far- þegaþotu frá Suður-Kóreu sem villtist inn í sovéska lofthelgi 1. september síðastliðinn, en með henni fórust 269 manns. Fulltrúar nefndarinnar eru 33 talsins og greiddu 20 fulltrúar tillögunni at- kvæði sitt, en tveir voru á móti. Einn fulltrúi var fjarverandi og annar greiddi ekki atkvæði. Hinir lýstu sig hlutlausa. Það voru sov- ésku og tékknesku fulltrúarnir sem greiddu atkvæði gegn tillög- unni, þeir eru einu fulltrúar Austur-Evrópu í nefndinni. Kunnur fridar- sinni allur Wiesbaden, 7. mars. Al*. Einn af kunnustu friðarsinnum Vestur Þýskalands lést í dag, það var presturinn Martin Niemöller og var hann 92 ára gamall. Nie- möller kom víða við sögu, hann var kafbátaforingi í þýska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni, en var varpað í fangabúðir nasista við Dachau árið 1937, eftir að hafa gagnrýnt stefnu þeirra. 1945 frels- uðu bandarískir hermenn hann þaðan. Hann gerðist síðan mót- Martin Niemöller Símamynd AP. mælendaprestur og þjóðkunnur friðarsinni. Voru honum veittar hinar ýmsu orður, meðal annars friðarverðlaun Leníns 1967. Treholt fluttur Osló, 7. mars. Frá Jan Erik Lauré, fréttar. Mbl. KGB-njósnarinn Arne Treholt var í dag fluttur um set, úr fanga- klefa sínum á lögreglustöðinni í Osló í fangageymslur í borginni Drammen, sem er skammt utan Oslóborgar. Treholt er vaktaður allan sól- arhringinn í einangrunarklefa sínum, sem er auk þess afskekktur frá öðrum fangageymslum húss- ins. Öryggisráðstafanir eru meiri en nokkru sinni fyrr. Þetta er sama fangelsið og njósnarinn Gunvor Galtung Haavik var geymd í á sínum tíma. Hún var keyrð til yfirheyrslu dag hvern til Osló, en ólíklegt er að Treholt fái sömu meðferð. Hann verður yfir- heyrður á staðnum. BorgaÖi ekki skatta Osló, 7. mars. Frá Jan Erik Lauré, fréttar. Mbl. Norski þingmaðurinn og skipa- smiðurinn Oddvar Majala hefur verið dæmdur til að greiða 25.000 krónur í bætur eftir að hafa orðið uppvís að því að telja ekki rétt fram til skatts. Nam það um 2 milljónum króna. OpwtilkU9 mánudaga þriðjudaga miðvikudaga fimmtudaga TT h /1T7’ ITTn Skeifunni 15 nAVrliAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.