Morgunblaðið - 08.03.1984, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984
t
Hjartkær eiginmaöur minn,
KRISTJÁN HAUKUR MAGNÚSSON,
vélstjóri,
Hábergi 38, Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum þriöjudaginn 6. mars.
Jaröarförin auglýst síöar.
Fyrir hönd móöur, barna, tengdabarna og systra hins látna,
Hrefna Lúthersdóttir.
t
Ástkær litla dóttir okkar og systir,
SIGURBORG EVA MAGNÚSDÓTTIR,
Holtsgötu 28,
Ytri-Njarövík,
lést á heimili sínu aöfaranótt 4. mars.
Jaröarförin auglýst síöar.
María Ingibjartsdóttir,
Magnús Haukur Kristjánsson,
Kristján Haukur Magnússon.
t
Móöir mín og tengdamóöir,
HERBORG HALLGRÍMSDÓTTIR,
lést aöfaranótt 7. mars í Borgarspítalanum.
Fyrir hönd systkina hinnar látnu og annarra ættingja,
Einar H. Guómundsson,
Ólöf Lára Jónsdóttir.
t
Maöurinn minn,
er látinn.
ÞORLEIFUR FINNBOGASON,
Júlía Bjarnadóttir.
t
Maöurinn minn,
HALLDÓR BENEDIKTSSON,
Langholtsvegi 52,
er látinn.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Þórunn Sigurbergsdóttir.
t
Útför móöur okkar,
MARGRÉTAR VIGFÚSDÓTTUR,
Dalbraut 27,
fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 9. mars kl. 15.00.
Helga Kristjánsdóttir Cowels,
Erla Kristjánsdóttir,
Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Benedikt Sveinn Kristjánsson.
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
JÓNÍNA SIGRÍDUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
Vesturbergi 78,
veröur jarösungin föstudaginn 9. mars frá kirkju Óháöa safnaöar-
ins kl. 13.30.
Guömundur Þóröarson,
Ingi Berg Guömundsson, Fanney Vigfúsdóttír,
Guöjón M. Guömundsson, Sveinbjörg Laustsen
og barnabörn.
t
Eiginmaöur minn, sonur, faöir, tengdafaöir og afi,
HJÖRTUR FJELDSTED,
forstjóri,
Kringlumýri 6, Akureyri,
sem andaöist 4. mars, veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 12. mars kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Fjóröungssjúkrahúsiö á
Akureyri.
Guörún Siguröardóttir,
Ingveldur Fjeldsted,
Ingveldur F. Hjartardóttir, Lúövík Vilhjálmsson,
Guörún F. Hjartardóttir, Bjarni Jónasson,
Hjörtur F. Hjartarson, Auöur Skúladóttir
og barnabörn.
Minning:
Margrét Ólafs-
dóttir - Ísafirði
Fædd 15. nóvember 1895
Dáin 2. mars 1984
Við Mjógötu 5 á ísafirði stendur
reisulegt timburhús. Framan við
húsið er garður og í suðurenda
hans stendur trésmíðaverkstæði
þar sem tengdafaðir undirritaðs,
Árni B. Olafsson, trésmiður,
stundaði iðn sína að hluta síðustu
æviárin. Þegar ég kynntist fjöl-
skyldu Árna fyrir 40 árum bjó
hann ásmt konu sinni, Málfríði
Jónsdóttur, og tveim ógiftum
dætrum af fjórum í hluta af Mjó-
götu 5, en í hinum hlutanum
bjuggu þá systur hans, Þórunn
Anna, Emma og Margrét og bróðir
þeirra, Garðar, og þar bjó einnig
Ólafía, dóttir Margrétar. Þessi
systkinahópur hafði áður verið
stærri. Bræðurnir Arthúr og
Hjörtur höfðu báðir látist af slys-
förum og elsta barn foreldra
þeirra dó kornungt. Foreldrar
þessara systkina voru merkishjón-
in Ólafur Halldórsson, trésmiður
frá Gili í Bolungarvík, f. 1. maí
1855 en dáinn 2. júlí 1918 og Sig-
ríður Elísabet Árnadóttir
Björnssonar frá Hvammkoti (nú
Fífuhvammi), f. 14. júní 1857.
Ólafur Halldórsson var mikill at-
hafnamaður. Dauða hans bar að
með þeim hætti að hann féll af
húsþaki þar sem hann vann við
smíðar. Sigríður varð fyrir þeirri
hörmulega reynslu 16 ára gömul
að sjá tvö systkini sín, 18 ára
stúlku og 15 ára pilt drukkna í
Kópavogslæk, er hann var í for-
áttuvexti, en börnin voru á leið
heim til sín frá kirkju í Reykjavík.
Sjálf sá hún tómt helstríð og
hjálpaðist af, eins og segir í hinu
magnþrungna kvæði þjóðskálds-
ins Matthíasar Jochumssonar um
þennan atburð, sem skeði þann 1.
mars árið 1874. Tíu árum síðar
giftist Sigríður ólafi Halidórssyni
frá ísafirði. Sjö af börnum þeirra
komust upp og lengi bjuggu fjöl-
skyidur tengdaföður míns og
Hjartar, bróður hans, ásamt móð-
ur þeirra og systkinum í Mjógötu
5. Þá var þar mannmargt og oft
glatt á hjalla því tengdaforeldrar
mínir áttu eins og fyrr segir fjórar
dætur, en Hjörtur og Sigurrós,
kona hans, áttu þrjá syni. En fjöl-
skyldan varð fyrir áföllum og slys-
um, sem sum urðu meðan Vil-
mundur Jónsson, síðar landlækn-
ir, var héraðslæknir á ísafirði.
Kynni hans af Sigríði Elísabetu og
hennar fólki í Mjógötu 5 voru að-
allega í sambandi við suma þess-
ara atburða og þau urðu til þess,
að þegar Sigríður Elísabet dó
þann 20. janúar 1939, skrifaði
Vilmundur um hana minningar-
grein af næmleik og listfengi svo
að orð fer af.
Margrét Ólafsdóttir, sem í dag
er kvödd hinstu kveðju, naut þess í
uppvextinum að eiga gott heimili í
foreldrahúsum, en slysin í fjöl-
skyldunni kenndu henni, að lífið
er ekki allt dans á rósum. Hún var
efnileg og fjörug ung stúlka, sem
hafði hug á að búa sig undir lífið
með því að læra til starfa. Hún
lagði stund á ljósmyndun hjá
Birni Pálssyni, ljósmyndara á Isa-
firði, og fór síðan til Kaupmanna-
hafnar og var þar í eitt ár við
framhaldsnám. Áð því námi loknu
réð hún sig til starfa hjá Eyjólfi
Jónssyni, ljósmyndara á Seyðis-
firði. Þar kynntist hún glæsilegum
ungum manni, Sigurði Stefáns-
syni, sem vann verslunarstörf við
fyrirtæki föður síns, Stefáns Th.
Jónssonar kaupmanns og útgerð-
armanns. Þau gengu í hjónaband
20. nóvember 1926 og þann 8. sept-
ember 1928 eignuðust þau dóttur,
sem hlaut nafnið Ólafía Sigríður.
Þessi litla fjölskylda fékk þó ekki
lengi notið samvista, því fjöl-
skyldufaðirinn, Sigurður, fórst af
slysförum þann 16. apríl 1930. Það
var mikið reiðarslag fyrir ungu
konuna og barnið hennar eins og
nærri má geta. En hún átti at-
hvarf hjá móður sinni og fjöl-
skyldu á ísafirði. Næstelsta systir
t
Eiginkona mín,
ÞÓRUNN ANNA LÝOSDÓTTIR,
Hringbraut 87,
Reykjavík,
verður jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. mars kl. 13.30.
Stefén Jóhannsson.
t
Þökkum af alhug samúö og vináttu viö andlát og jaröarför
MARGRÉTAR PÁLSDÓTTUR,
Hjallalandi 14.
Sérstakar þakkir til þeirra sem veitt hafa ómetanlega hjálp siöustu
vikurnar.
Guöjón E. Guðmundsson,
Sigrún Helgadóttir, Ólafur S. Andrésson,
Anna Pálsdóttir, Jón H. Friðriksson.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa,
GESTS ÞÓRÐARSONAR.
Kristín Helgadóttir,
Helgi Gestsson, Auður Eir Guömundsdóttir,
Jón Gestur Helgason, Kristín Helgadóttír.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö fráfall og útför
KJARTANS HJÁLMARSSONAR.
Sérstakar þakkir sendum viö til fyrrum samstarfsmanna hans og
einnig lækna og hjúkrunarliös á deild E-6 Borgarspítalanum.
Vilhelmína Einarsdóttir
og börn.
hennar, Emma, fór austur til
Seyðisfjarðar að sækja mæðgurn-
ar og í Mjógötu 5 voru þær í ör-
uggri höfn hjá fjölskyldu Sigríðar
Elísabetar. Vivi litla var sólar-
geislinn í lífi fullorðna fólksins og
lék sér og óx upp í glaðværum hópi
frændsystkina sinna í húsinu.
Elsta systir Margrétar, Þórunn
Anna, hafði orðið fyrir þeirri
þungbæru reynslu, að unnusti
hennar drukknaði þegar lífið virt-
ist blasa við þeim. Báðar systurn-
ar leituðu í harmi sínum í skjól
móður sinnar, sem lýst er svo vel í
áðurnefndri minningargrein
Vilmundar Jónssonar. Hjá henni
fengu þær styrk til þess að bera
harma sína í hljóði og snúa sér að
daglegum verkum hversdagslífs-
ins af óvenjulegri prúðmennsku til
orðs og æðis, en það var sá háttur,
sem þær og bræður þeirra höfðu
vanist á í uppvexti í foreldrahús-
um. Margrét vann um skeið á
lósmyndastofu M. Símsons, en eft-
ir það í fleiri áratugi við af-
greiðslustörf í versluninni
Dagsbrún. Á miðjum aldri háði
hún harða baráttu við illkynja
sjúkdóm af miklu æðruleysi og
hugarró. Hún náði héilsu og hélt
áfram störfum í mörg ár eftir það.
Allt hennar fas við störfin ein-
kenndist af rósemi, vandvirkni og
háttvísi. Emma, systir hennar,
vann lengi skrifstofustörf fyrir
Nathan & Olsen á ísafirði og naut
hjá þeim mikils trausts fyrir
vandvirkni og samviskusemi. Eftir
lát Sigríðar Elísabetar stóð Þór-
unn Anna fyrir heimilinu og allar
voru systurnar samtaka um að
halda því í sama horfi og var með-
an móður þeirra naut við. Þar
voru snyrtimennska, smekkvísi og
hreinæti í öndvegi innan og utan
dyra og gestum var vel fagnað og
höfðinglega veitt. Garðar Olafsson
var góður smiður eins og faðir
hans og bræður. Hann var maður
ókvæntur og bjó við gott atlæti
systra sinna. Tíminn leið og fjöl-
skyldan í Mjógötu 5 dreifðist.
ólafía, dóttir Margrétar, giftist
Jóni K. Jóhannssyni, lækni í
Reykjavík, 12. desember 1952. Þór-
unn Anna og Garðar féllu frá og
þá voru Emma og Margrét einar
eftir. Árið 1970 fluttu þær til
Reykjavíkur til ólafíu og Jóns og
dvöldu hjá þeim þangað til þær
fluttu á Hrafnistu 1979. Þar and-
aðist Margrét 2. mars sl. Systurn-
ar Margrét og Emma voru mjög
samrýndar og hefir Emma nú
mikils misst því hún er farin að
heilsu og hefir tapað sjón. Mar-
grét heitin var hennar stoð og
stytta meðan henni entist aldur.
Emma, sem nú er 94 ára, er nú ein
á lífi af börnum Ólafs Hall-
dórssonar, trésmiðs frá Gili í Bol-
ungarvík, og Sigríðar Árnadóttur
frá Hvammkoti.
Margrét heitin naut þess að
fylgjast með uppvexti og þroska
þriggja barna ólafíu og Jóns K.
Jóhannssonar og síðar tveggja
barnabarna þeirra. Þrátt fyrir
áfallið, þegar hún missti mann
sinn fyrir 54 árum, gaf lífið henni
mikið: Athvarf og skjól hjá móður
og systkinum og ástríki og um-
hyggju dóttur og tengdasonar og
niðja þeirra. Þessarar hógværu og
yfirlætislausu konu er saknað af
ástvinum og öllum, sem henni
kynntust.
Við kveðjum hana að leiðarlok-
um með þökk og virðingu.
Birgir Finnsson