Morgunblaðið - 08.03.1984, Síða 37

Morgunblaðið - 08.03.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984 37 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI , TIL FÖSTUDAGS Haldi áfram að sýna Dallas Kæri Velvakandi. „Eftir að hafa lesið komandi sjónvarpsdagskrá í Morgunblað- inu sá ég, að hætta á að sýna Dallas. Ekki var minnst á það, hvort ráðgert væri að kaupa fleiri þætti til sýninga. Ég er ein úr þeim hópi, sem hefur gaman af Dallas og vona ég því að sjónvarpið kaupi fleiri þætti. Margir hafa skrifað í les- endadálka dagblaðanna og lýst neikvæðu áliti sínu á Dallas og „Dallas-sjúklingunum". En því þarf fólk alltaf að finna að hlut- unum? Getur það ekki leyft okkur sem höfum gaman af Dallas, að horfa á þáttinn. Ég tel að sjónvarpið bjóði upp á mjög fjölbreytt og ólíkt efni, þ.e. eitthvað fyrir alla. Sem dæmi má nefna að ekki höfðu allir gaman af Derrick, en þeir voru ekki skrifandi og kvartandi um það í lesendadálkunum. Því ekki að halda áfram að sýna þætti sem stór hópur fólks hefur gaman af? Við vitum að það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis. S.Ó.“ Mannúðin í hinu marxíska kerfi Til Velvakanda. Húsmóðir skrifar: „Ég ætlaði ekki að trúa mín- um eigin eyrum þegar frétta- maður hjá útvarpinu spurði for- sætisráðherrann hvernig við- brögð fólks í Rússlandi hefðu verið við útför Andropovs. Ég hélt að allir vissu, að það er sama stjórnarfarið í Rússlandi í dag og það var á dögum Leníns og þar sem ekkert er tjáningar- frelsið þar eru engin viðbrögð fólks. Útvarpið er alltaf að reyna að koma því inn hjá almenningi, að það sé sáralítill munur á lífs- kjörum fólks í lýðræðisríkjum og alræðisríkjum kommúnista. Munurinn er eins og maðurinn sagði: „Kommúnisminn er svona útbreiddur á Vesturlöndum vegna þess að það er ekki ennþá fæddur sá maður, sem getur ímyndað sér hvað hann er hræðilegur í framkvæmd." Ég gleymi aldrei þegar stalínisti Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. sagði fyrir mörgum árum að hann legði að jöfnu kjör almenn- ings í Moskvu og London. Ég hvæsti á hann og spurði hverjir væru pólitískt ofsóttir í Eng- landi, hvar væru Gúlagbúðirnar og hvort skortur á lífsnauðsynj- um væri almennur í London. Þegar maður heyrir svona yfir- lýsingar þá á manni að skiljast, að það að vera kommúnisti, þýð- ir að maður verður að loka aug- unum fyrir augljósum stað- reyndum og dansa bara á línunni frá Moskvu. Það væri fróðlegt ef útvarpið sýndi með dæmum í hverju „um- bótastefna Andropovs" fólst. Hann er kallaður umbótamaður í útvarpinu og það á maður að hafa fyrir satt. í fréttum var sagt að Andropov hefði rekið stjórnmálaráðherrann og fleiri fyrir spillingu, og drykkjusýki þjóðarinnar átti hann að hafa læknað með því að láta reka þá úr vinnu sem drukku (en hvað tók þá við fyrir konur og börn sjúklinganna). Mannúðin í hinu marxíska kerfi er alltaf söm við sig. Sannar sögur fara af því, að aldrei hafi vöruskorturinn verið meiri en núna í Sovétríkjunum og þegar pest gengur þurfa menn að ganga milli lyfjabúða í leit að meðulum. Er þá ekki betra fyrir almenning að lofa ap- ótekurum að græða á sér, því þá eru þó lyfin til þegar á þarf að halda. Þeir eru nauðbeygðir til að taka tillit til þarfa fólksins, sem ætla sér að græða á náung- anum. Það fólk sem aftur á móti vinnur á ríkisskrifstofunum þarf ekki að taka tillit til alþýðunnar — enda gerir það það ekki. Strax og apótekin í Svíþjóð voru þjóð- nýtt kom lyfjaskorturinn. Núna eru ýmsir stjornmála- menn komnir á þá skoðun að heimurinn eigi ekki lengur að horfa aðgerðalaus á svívirðilega kúgun allra þeirra sem við marxismann búa. Lýðræðisríki, sem halda uppi áróðri fyrir kommúnismann, sýna fyrirlitn- ingu bæði lýðræðinu og hinu kúgaða fólki í marxísku ríkjun- um, sem ekkert getur aðhafst sér til bjargar. Þakkir fyrir þátt- inn „Ótroðnar slóðir“ Alfons Hannesson hringdi: „Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til stjórnanda rásar 2 fyrir þáttinn Ótroðnar slóðir. Sem betur fer er stór hóp- ur sanji-kristinna manna og kvenna hér á landi, en lítið sem ekkert hefur verið gert af því að &> SIG&A V/öGÁ S IilveRAW Hamar og sög er ekki nóg NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ^ Vegg- og loftklæðning í glæsilegu úrvali úr eik, aski, beiki, gullálmi, furu, antikeik, mahogany, palesander og 10 tegundir til viöbótar. Verö frá aöeins kr. 75 pr ms. MILLIVEGGJA PLOTUR Stærðir: 50x50x 5 50x50x 7 50x50x10 spila músík við þeirra hæfi, hvað þá að það sé heill þáttur eins og var 4. mars. Við höfum okkar ákveðnu tónlistarlegu þarfir sem aðrir — það væri því mikið þakk- arefni ef þessum þörfum okkar væri sinnt með fleiri svona þátt- um.“ VANDAÐAR PLÖTUR VIÐRÁÐ ANLE GT VERÐ B |y| yjyjjjH Fáanlegar úr gjalli eða vikri PANTANIR: Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá Iðnverk h/f Nóatúni 17, 105 Rvk. Símar: 91-25930 og 91-25945

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.