Morgunblaðið - 08.03.1984, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984
„ fjóia, viltu. elcki' athugoL hv/ört pað
er eilttwJad um þetta í Sjö-trétbunum "
Ast er ...
... að fara aftur í búð-
ina og kaupa það sem
hún gleymdi.
TM Rea U.S Pat. Off. -all rights reserved
•1984 Los Angetes Times Syncícate
J 4 (f'ÍÁ'tZ&ífjlÍ
Ég smurði allt scm hægt var og
það ætti aö vera léttara að ýta
’onum.
Með
morgunkaffinu
HÖGNI HREKKVISI
TdNJL/SWK
T/MAf^ I
rirmnnmnm/
KeyNUM j?ETTA AFT/JR, AGGI . u
Að vopnast er að
bjóða hættunni heim
Til Vekvakanda.
Árelíus Níelsson skrifar:
„Tveir ágætis menn, sem ritað
hafa skynsamlegar greinar í blöð
á liðnum árum, þeir Björn Bjarna-
son og Halldór Jónsson, hafa nú
birt skoðanir, sem gefa í skyn, að
íslendingar ættu að vopnast sem
fyrst og best.
Ég varð agndofa. Geta þessir
greindu og góðu drengir skrifað
þessa fjarstæðu? Aðeins nokkrar
spurningar:
Höfum við eignast sjálfstæði og
frelsi úr fjötrum liðinna alda með
vopnum? Hvað höfðu Norðmenn
uppúr vopnaskarki sínu gegn
sjálfum brjálæðingnum Hitler í
síðari heimsstyrjöld? Var ekki
betri aðferð, sem Danir beittu
þar? Hvaða smáþjóð hefur sigrað
með vopnum gegn ofurefli stór-
veldis?
Hvaða vopn ættum við fyrst að
fá? Fallbyssur, sprengjur, atóm-
vopn? Er ekki stærsta sigurvon og
helsti heiður íslendinga einmitt
það að vera friðarins faðmur, án
hermanna, án kennslu i mann-
drápum og morðum, án atóm-
vopna og eitursprengna?
Væri ekki réttara hjá þessum
ungu ágætu mönnum, Birni og
Halldóri, að hlusta með athygli á
Séra Árelíus Níelsson
„Góda“ hljómsveit
á Listahátíð ’84
Kæri Velvakandi.
„Þar sem mikið hefur verið
skrifað um hvaða hljómsveit verði
fengin hingað á Listahátíð langar
mig til að leggja orð í belg.
Það finnst mér algjör fjarstæða
að fá tískufyrirbrigði eins og
Duran Duran hingað til lands. Það
getur verið að sú hljómsveit sé
vinsæl í augnablikinu, en þær
vinsældir gilda aðeins í vissum
aldurshópi. (Ég myndi nú reyndar
teljast til þess hóps sjálf.)
Ég bendi því Listahátíðarnefnd
á að reyna frekar að fá einhverja
„góða“ hljómsveit hingað til lands,
sem hefur haldið vinsældum sín-
um í nokkur ár. Sem dæmi má
nefna: The Clash, Talking Heads,
Genesis og fl. Eða jafnvel stór-
hljómsveitir (stórstjörnur) á borð
við: Queen, Kiss, David Bowie,
Peter Gabriel og fl. en auðvitað
eru ekki miklar líkur á að það sé
gerlegt.
Þetta eru hljómsveitir sem í
gegnum árin hafa átt trygga að-
dáendur og alltaf bætast nýir við.“
HJ.Þ.
lestur Passíusálmanna á kvöldin
og taka vel eftir, þegar einn helsti
úr hópi lærisveina Jesú, vissulega
til foringja fallinn, brá sverði,
helsta vopni þeirrar aldar og ætl-
aði þannig að verja vin sinn og
meistara (vissulega aðdáunarvert
í þeirri andrá) en mætti augum
meistarans, sem sagði: „Slíðra þú
sverð þitt, Símon. Þeir, sem með
vopnum vega, munu fyrir vopnum
falla.“ Svo gekk hann fram í krafti
kærleikans og bjó um sárið, sem
veslings Pétur hafði veitt óvinin-
um eða árásarmanninum."
Þesslr hríngdu . . .
Hvers vegna voru
engar fréttir
af danskeppninni á
Hótel Sögu?
Móðir hringdi: „Ég er ein af
þessum þögla meirihluta í land-
inu, sem sjaldan lætur til sín
heyra í fjölmiðlum — skammast
bara í eldhúsinu heima hjá mér
en það dugir víst skammt. En nú
er ég svo reið út í sjónvarpið og
fréttamenn yfirleitt að ég næ
varla upp í nefið á mér. Éngar
fréttir hafa sést frá danskeppni,
sem Nýi dansskólinn og Þjóð-
dansafélagið stóðu fyrir á Hótel
Sögu hinn 26. febrúar sl. Ég
bjóst við að sjá eitthvað um
hana í blöðum eða sjónvarpi en
þáð hefur ekkert komið.
Þarna kepptu börn og ungl-
ingar og svo fullorðnir um kvöld-
ið. Húsið var alveg troðfullt,
þarna voru um 700 manns og
komust færri að en vildu. Ég tel
danskeppni sem þessa alveg jafn
áhugaverða og fótbolta eða ein-
hverja af þessum íþrótta-
greinum, sem alltaf er verið að
slá upp fréttum af. Þá er líka
gott að vekja áhuga unglinga
fyrir dansi áður en vínneyslan
kemur til sögunar hjá þeim. Mér
hefur þótt miður að sjá engar
fréttir af þessari danskeppni,
sem fór eins vel fram í alla staði
og hugsast gat. Ef þarna hefði
verið brennivínsþamb og
slagsmál er öruggt að frétta-
menn hefðu ekki látið á sér
standa."
Efnisval í sjón-
varpi og hljóð-
varpi ósamræmt
Guðrún hringdi: „Mér þykir
það einkennilegt að forráða-
menn útvarpsins skuli ekki
reyna að hafa meiri samræm-
ingu á efnisvali sjónvarps og út-
varps. Ég var búin að hlusta á
tvo þætti í útvarpi þar sem fjall-
að var um sr. Jónmund Hall-
dórsson, prest á Stað í Grunna-
vík, og hafði mikla ánægju af.
Þriðji og síðasti þátturinn var
hins vegar fluttur á nákvæmlega
sama tíma og ómar Ragnarsson
talaði við elsta fslendinginn,
konuna sem er orðin 105 ára
gömul. Mikið óskaplega hleypti
þetta illu blóði í mig. Þá finnst
mér furðulegt að ekki skuli vera
reynt að vanda meira til
fimmtudagskvölddagskrár
hljóðvarps þegar sjónvarp er
ekkert.“
Kolaportið fáránleg
nafngift
— hvernig væri
„Undirheimar“
9831-6124 hringdi: „Alveg
finnst mér þessi nafngift á nýju
bílageymslunni við Kalkofnsveg
fáránleg; að þeir ætli að kalla
hana Kolaportið. Þegar var verið
að leita eftir nöfnum á sínum
tíma datt mér í hug nafnið Und-
irheimar. En hvað sem því líður
finnst mér að þetta undirfurðu-
lega nafn Kolaportið alveg ótækt
— það væri miklu íslenskara að
kalla bílageymsluna einfaldlega
Taðkofann!"