Morgunblaðið - 08.03.1984, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984
29
Kjartan Hjálmars-
— Kveðjuorð
son
Fæddur 7. september 1920
Dáinn 20. febrúar 1984
Miðvikudaginn 29. febrúar var
til moldar borinn Kjartan Hjálm-
arsson. í Morgunblaðinu þann dag
og sl. sunnudag er hans minnst og
koma þar fram hlýhugur nemenda
og samkennara og vei samin
mannlýsing, sem ég kann ekki um
að bæta en get kannski aukið ein-
hverju við. (Vegna þeirra sem
styðjast við minningargreinar
sem heimildir eftir ár og áratugi,
er rétt að geta leiðréttingar í blað-
inu 1. mars, bls. 29.) Kvæða-
manninum Kjartani eru gerð góð
skil, en það brást að kaþólskir
menn minntust hans þannig.
Drengir hafa öðruvísi þörf fyrir
að tjá trúarlega lotningu sína en
stúlkur, ekki minni eða meiri,
heldur öðruvísi. Við þessu kann
kaþólska kirkjan það ráð að hún
gerir þá að kórdrengjum. Minn-
ingarnar frá þeim árum við altar-
ið verða meðal ljúfustu æsku-
minninga fram til hinsta dægurs.
Þannig var um Kjartan. Það var
gaman að heyra hann rekja þessar
minningar af þeirri skemmtilegu
frásagnarlist sem hann var gædd-
ur. Lotning fyrir guðdómnum og
trúrækni voru sterkur þáttur í
skapgerð hans, svo sterkur að án
þess er líklega erfitt að gera sér
rétta grein fyrir sálarlífi hans.
Kennarinn og fræðarinn yfirleitt,
listamaðurinn og löggæslumaður-
inn, allir þessir þættir byggðust á
réttlætiskennd og mannskilningi
sem voru ávöxtur af trúarlífi og
tilbeiðslu. Kjartan nærðist á and-
legum fjársjóðum kaþólsku kirkj-
unnar án þess að láta gallana á
þjónum hennar villa um fyrir sér.
Faðir Kjartans var mikill lista-
maður og einkum orðlagður fyrir
tréskurð. Mun mega telja hann
meðal helstu listamanna þjóðar
okkar á því sviði, og það ekki ein-
göngu meðal samtíðarmanna
sinna, en fátæktin lék hann illa
eins og svo marga listamenn. Hún
neyddi hann til þess að láta allt
frá sér og dreifðust gripirnir víðs-
vegar, ókomnum kynslóðum til
mikils skaða. Meulenberg biskup í
Landakoti hafði miklar mætur á
Hjálmari og talar það sínu máli.
Kjartan kvæntist Vilhelmínu
Einarsdóttur 9. júní 1945. Börn
þeirra eru Hjálmar B., fæddur 13.
september 1947, Tómas, fæddur
13. apríl 1949, og Ingibjörg, fædd
10. júní 1953. Þau systkinin eiga
hálfbróður, Ævar Kjartansson
dagskrárfulltrúa. Vilhelmína er
stórmannleg í lund og hreinskipt-
in, segir hiklaust meiningu sína
um það sem skiptir verulegu máli,
en hefur lag á að láta ekki mikið á
sér bera. Þessi ráðahagur varð
Kjartani mikið gæfuspor.
Þegar komið er inn á heimili
þeirra finnur maður til sérstaks
hlýleika. Þetta stafar ekki aðeins
af hlýlegu hugarfari húsráðenda,
heldur blasir hvarvetna við mynd-
arlegt handbragð á öllum hlutum.
Húsfreyja er snillingur í höndun-
um, en hannyrðir og aðrir listgrip-
ir eru ekki aðeins eftir hana eða
mann hennar, heldur einnig eftir
móður hennar. Þannig standa að
börnunum listamenn og hagleiks-
fólk í marga ættliði báðum megin
frá, og það hefur líka komið fram
í svo ríkum mæli að orð er á haft.
Þau hjónin voru samtaka í
rausnarskap sínum, en annars ólík
um margt í lunderni. Vilhelmína
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
hafði áður staðið fyrir matsölu og
fyrir veitingum með ýmsu móti.
Þetta kom sér vel þegar Kjartan
kenndi úti á landi og hún annaðist
heimavist. Þau hafa heldurekki
hikað við að taka gesti inn á heim-
ilið, jafnvel í langan tíma, og veitt
rausnarlega — og matsár er hún
Vilhelmína ekki, það veit ég sjálf-
ur.
Það var ekki ætlunin að gera
þetta að samstæðri minningar-
grein, heldur aðeins að bæta
nokkrum atriðum við til fyllri
skilnings á því, sem sagt hefur
verið í fyrri greinum.
Ég stend í ævinlegri þakkar-
skuld við þau hjónin. Hann hefur
nú flutt um set yfir í annað sam-
félag eða öllu heldur annan hluta
sama samfélagsins. Hin alúðlega
tilbeiðsla hans á guðdómnum
hérna megin tekur nú á sig nýtt
form, sem hafið er upp í æðra
veldi en orðið getur í efnisheimin-
um einum sér. Hér á jarðríki eru
þeir margir sem blessa minningu
hans.
Sæmundur F. Vigfússon
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hluttekningu viö andlát og
útför
RÖGNVALDARGUDJÓNSSONAR,
búfræöings,
Huldulandi 1, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki Landakots-
spítala fyrir hjúkrun og umönnun í veikindum hans.
Fyrir hönd fjölskyldu og annarra vandamanna hins látna.
Bodil Katrín örsted.
t
Þökkum innilega samúö og vináttu viö andlát og útför móöur
minnar, tengdamóöur og ömmu,
SIGRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á heilsuhæli Náttúrulækningafélags
Islands, Hveragerði, fyrir alla vinsemd og ómetanlega hjálp á
liönum árum.
Kolbeinn Ingi Kristinsson, Þorbjörg Siguröardóttir,
Siguröur Kristinn Kolbeinsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
útför
K APITOLU SIGURJÓNSDÓTTUR,
Auönum, Vatnsleysuströnd.
Kolbeinn Guömundsson,
Árný Kolbeinsdóttir, Ásgeir Ingvarsson,
Rósa Kolbeinsdóttir,
Magnús Kolbeinsson, Margrét Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
DiGfTAL EINKflTðlVA
. lEKURHIilTHL
SERMRfA HVERSOGEINS
Við teljum að það sé liðin tíð að
fólk sætti sig við takmarkanir
einkatölvu (personal computer),
sem hönnuð er til að henta sem
flestum, án þess að taka tillit til sér-
þarfa hvers og eins. Þess vegna
býður DIGITAL 3 tegundir af
einkatölvum; Rainbow 100 og
Professional 325 og 350.
DIGITAL einkatölvur er mjög
auðvelt að tengja saman í net eða
nota sem útstöðvar við stærri tölv-
ur.
DIGITAL býður fullkomið kerfi
fyrir einkatölvun (personal com-
puting), kerfi sem sameinar vélbún-
að af hæsta gæðaflokki og hugbún-
að af bestu gerð. DIGITAL einka-
tölva er afkastameiri, einfaldari í
notkun og betur búin að flestu leiti
en nokkur önnur einkatölva á
markaðnum.
hvorki á viðbótarrými, né kaup á
aukahlutum sem margar aðrar tölv-
ur krefjast.
Þú getur fengið 132 stafi í línu í
stað 40 eða 80 eins og á öðrum
tölvum. Þetta gerir þér kleift, t.d.
þegar þú notar MULTIPLAN áætl-
unarforritið, að sjá allt árið á
skerminum.
DIGITAL einkatölvan hefur
forrit sem kennir þér á nokkrum
mínútum, hvernig nota á tölvuna.
Þú þarft því ekki lengur að fletta
mörg hundruð blaðsíðna bækling-
um til þess að læra á tölvu.
T - KOS (Tölvudeild Kristján Ó.
Skagfjörð h.f.)leggur áherslu á að
DIGITAL einkatölva hefur
fengið hin eftirsóttu verðlaun fyrir
hönnun, rekstraröryggi og þægi-
lega notkun, frá Die Gute Industrie-
form í Hannover. _______
Húnerauð- ...... i
veld í notkun. í V/ Vi 'i 't 't *< ‘i S *« *i
Lítill skermur ; ' " ' ' y J * " 1 * * 1
og létt lykla-
borð eru fyrir-
**<<<<« i » » i i
J 1 J
ferðalítil á skrifborðinu og kalla
öll þjónusta við vél-og hugbúnað
DIGITAL tölva, uppfylli til fulls
þær kröfur sem gerðar eru á íslensk-
um tölvumarkaði.
KRISTJÁN Ó
SKAGFJÖRD HF
Tölvudeild, Hólmaslóö4.101 Reykjavík s 24120