Morgunblaðið - 08.03.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984
19
Frá kafbátaleitarsvæðinu við Karlskrona.
„í stöðugu sambandi
við herstjórnina"
Palme svarar gagnrýni vegna
atburðanna í Karlskrona
Stokkholmi, 7. marz. Krá fréttaritara Morgunblaðsins, Olle Ekström.
„YFIRLÝSING leiðtoga Hægri flokksins er dómgreindarlaus. Hann
telur ástandið i Karlskrona nú jafnvel vera eins alvarlegt og árið 1809.
Samt hindrar þetta hann ekki í því að koma fram með gagnrýni byggða
á flokkapóli tík.“ l>annig komst Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar,
að orði í gær um gagnrýni Ulf Adelsohns á sig. Sá síðarnefndi hafði
haldið því fram, að Palme ætti að gefa betri upplýsingar og láta í Ijós
skoðun sína á kafbátaleitinni við Karlskrona. Minnti Adelsohn á, að
ekki hefði verið skotið á útlenda hermenn á sænsku landi síðan 1809.
„Til þessa hefur hér verið um
hernaðaraðgerðir að ræða. Við
verðum að hafa öruggari upplýs-
ingar, áður en við byrjum á
stjórnmálaaðgerðum," sagði
Palme til skýringar á því, að hann
hefði ekki látið í ljós álit sitt fyrr
en á mánudag, en þá lét hann frá
sér fara ummæli, sem sögðu þó
afar lítið um málið.
„Ég hef verið í stöðugu sam-
bandi við yfirstjórn hersins og hef
mikla trú á þeim ráðstöfunum,
sem hún hefur gripið til. En þetta
eru erfiðar aðgerðir, þar sem her-
inn gerir sitt ýtrasta," sagði
Palme í gær.
Margir hafa skilið gagnrýni
Adelsohns á Palme á þann veg, að
Adelsohn teldi, að stjórnin ætti að
kenna Sovétstjórninni um ferðir
ókunnra kafbáta innan sænskrar
lögsögu að undanförnu. „Þetta
hefur aldrei verið ætlun mín,“
sagði Adelsohn eftir viðræður
hans við sænska herráðið í gær.
Hann hélt hins vegar fast við þá
gagnrýni sína, að Palme, „sem
alltaf lætur í ljós álit sitt varðandi
alþjóðleg málefni", hefði ekki látið
frá sér fara fleiri yfirlýsingar
varðandi atburðina í Karlskrona.
Þá taldi Adelsohn ennfremur
það vera mistök, að Jan Eliasson,
yfirmaður stjórnmáladeildar
sænska utanríkisráðuneytisins,
hefði farið til Moskvu samtímis
því sem utanríkisráðherrann væri
í París, varnarmálaráðherrann i
Bandaríkjunum og rússneskum
ráðherra hefði nú verið boðið til
Svíþjóðar.
Kaiser eru vestur-þýsk matar- og kaffistell úr úrvals
postulíni. Heimsþekkt gæöavara.
Hagstætt verö.
Alhvítt stell (White Lady. sjá mynd).
Fæst einnig meö gylltri rönd (Nizza).
Eigum jafnan gott úrval af margskonar gjaf^örum
úrpostulíni. A
Góður byr
í seglunum
hjá Hart
Montpelier, Vermont. 7. mars. AP.
„ÉG ÆTLA ad bera sigurorð af Ron-
ald Reagan,“ sagði Gary Hart öld-
ungadeildarþingmaöur og frambjóö-
andi til forsetaefnis Demókrata-
flokksins, eftir þriðja sigur sinn í röð
gegn öörum frambjóðendum meö
Walter Mondale í broddi fylkingar.
Sigurinn vannst í Vermont, en engir
kjörmenn voru þar í húfi þannig aö
þetta var í raun skoðanakönnun. Um
ýfirburöasigur var aö ræða og kom
þaö kannski hvað mest á óvart, Hart
fékk þrjú atkvæöi fyrir hvert eitt
sem féll í skaut Mondales.
„Ég er trúlega enn álitinn hinn
minni máttar og Mondale sá stóri.
Hann eyðir tíu sinnum meira en
ég í baráttuna og skipulagði allt
saman betur. Það mun taka mig
allan þennan mánuð að ná honum.
En eftir það sting ég hann af,“
bætti Hart við kampakátur. John
Glenn komst varla á blað í Ver-
mont og Jesse Jackson beið enn
einn hnekkinn.
Margar geröir af hillum.
Fyrir geymslur, verslanir, skrifstofur og bókasöfn
Sterkar og fallegar, margar stærðir. Auðveld uppsetning.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
H/F OFNASMIÐJAN
HÁTEIGSVEGI 7, S: 21220
SMIÐJUBÚÐIN
HÁTEIGSVEGI 7, S: 19562-21220