Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 PETER USTINOV Af Broadway er þaö aö frétta, að leikur i nýju leikriti, sem kallast Beethoven's 10th. Greinir leikritiö frá þvi, þegar Beethoven snýr aftur til að semja sína 10. sinfóníu. Margír kannast viö kvikmyndina On the Watertront meö Marlon Brando i aöalhlutverki. Veriö er aö setja leikritiö á sviö á Broadway i aöalhlut- verki veröur ungur, óþekktur leikari. Jack Lemmon leikur i Broadway-ieikriti, sem heitir A Sense of Humor. Cedric Morris og myndir hans. Sýningin hefst 28. marz. Barbican Centre: Derek Jacobi leikur í Much Ado, Uyrano, The Tempest dagana 19.—24. marz. Frá og með 24. marz eru þar sýndir breskir nú- tímadansar. APOLLO VICTORIA: Starlight Express eftir Andrew Loyd Webber og Richard Stil- goe’s. Trevor Nunn er i aðalhlut- verki. Sýningar hefjast 27. marz. hitney 'useum: Urval af blómamyndum, málverkum og teikningum sem gerö hafa verið á þrem undangengnum öldum af amerísk- um málurum. Nefnist sýningin Reflections of Nature: Flow- ers in American Art. í New York er verið að sýna kvikmyndina Daniel sem fjallar um börn Julius og Ethel Rosen- berg, sem dæmd voru fyrir njósnir í þágu Sov- étríkjanna árið 1953, þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Kvikmyndin er gerð eftir skáldsögu E.L. Doctorow (Rag- time) og heitir Bókin um Daniel. Sidney Lum- et leikstýrir kvikmynd- inni en í aðalhlutverki er Timothy Hutton. Á meðfylgjandi mynd má sjá Hutton og Ellen Barkin í hlutverkum sínum. RIVERSIDE STUDIOS: TATE GALLERY: tONP°W Hvað er í skíðapakkanum? Ferðaskrifstofurnar hafa boóió upp á skipulagðar skíðaferðir til hinna ýmsu staða erlendis í vetur sem endranær, einkum til Austurríkis og Sviss. Þar eru víða frábær skíðalönd. Hefur landinn látið skíðalyfturnar flytja sig upp í fjall að morgni og tekió daginn í að renna sér nióur í glaða sólskini og hita. A kvöldin hefur hann svo farið í róman- Hér heima heldur snjór- inn sig þó ennþá fast við fósturjörðina og ferðaskrifstofurnar og Flugleiðir auglýsa pakkaferðir til helstu skíðastaðanna. Boðið er upp á tvenns lags pakkaferðir til þriggja skíöastaöa: Akureyrar, Húsavíkur og ísafjarðar. Annars vegar er hægt að kaupa helgar- ferðir, sem eru frá föstudegi til sunnudags. Styst er hægt að vera í 2 nætur en lengst í 4 nætur. Þá er boðið upp á pakkaferðir, sem gilda frá sunnudegi til föstudags, þ.e.a.s. ferðirnar ná yfir miðja vik- una. Lágmarksdvöl í þessum fer- ðum eru 3 dagar, en hámarksdvöl 5 dagar. Eru síðastnefndu feröirn- ar örlítiö ódýrari en helgarferöirn- ar. Boðið er upp á sérstakar páskaferðir dagana 19.—23. apríl. En lítum nánar á innihald pakk- anna. AKUREYRI Skíðasvæðiö í Hlíöarfjalli viö Akureyri er í 500—1000 metra hæð yfir sjó og um 7 kílómetra frá Akureyri. Þar er venjulega nægur snjór og gott skíöafæri frá miöjum desember fram í maí. Áætlunar- feröir frá Akureyri eru 5 á dag og tekur ferðin um 20 mínútur. í Hlíðafjalli eru 4 skíðalyftur samtals um 2,2 kílómetrar og flytja þær 2.700 manns á klukkustund. Hægt er að fara í lyftu upp í 100 metra hæð og lengsta leiö niður er um 2 kílómetrar. Aðalskíðabrautirnar eru flóðlýstar, þegar dimmt er. Veitingasalan er opin daglega frá 10—18 og þar er einnig hægt aö fá leigðan skíöabúnaö. Upp í fjall- inu er starfræktur skíöaskóli og er völ bæöi á einkatímum og hóp- kennslu. Fyrir þá sem eru á göngu- skíöum má benda á aö í Hlíöarfjalli er gott gönguland, þar eru sporað- ar göngubrautir um helgar. Þeir, sem ekki hafa áhuga á tískar sleóaferóir eða fengið sé snúning á einhverjum skemmtistaðanna, farið í sauna og sund og síðan að sofa. En nú er að koma sumar í ióðlað með tvrólunum eða snjórinn er á undanhaldi. skíöum, geta til dæmis fariö í sund á hinum ágæta sundstaö Akureyr- inga, þar sem er bæöi sauna og Ijósalampar. Eða skoöaö bæinn, sem hefur að geyma bæöi falleg hús og gott fólk. Það er líka hægt að fara upp i fjall með lyftunni og ganga niður og enda ef til vill í hádegisverði eða eftirmiödagskaffi á skíöahótelinu. Á kvöldin er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs, að sögn Gísla Jónssonar hjá Ferðaskrifstofu Ak- ureyrar. Veriö er aö sýna leikritiö Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur í Sjallanum. Fer fólk gjarnan og fær sér að borða, horfir á leikritiö og lendir svo á dansleik á eftir. Þá eru einnig dansleikir á Hótel KEA og H-100, svo eitthvað sé nefnt. ÍSAFJÖRÐUR Seljalandsdalur er stundum kallaður vetrarparadís skíða- manna. Þar eru tvær skíöalyftur í gangi og liggur önnur 1.200 metra upp i fjallið og þar geta allir fundið brekkur við sitt hæfi. Hin liggur beint upp á toppinn og er 650 metra löng og fallhraöi því mikill. Þaö tekur ekki nema um fimm mínútur aö keyra úr bænum upp í brekkurnar og reglulegar ferðir eru þangaö daglega. í skíðaskálanum, sem er við fjallsræturnar er boðið upp á veitingar, og þar er einnig hægt aö fá leigöan skíöaútbúnaö og svefnpokapláss. Stúlkan, sem rekur skálann, skipuleggur skíöa- kennslu fyrir þá sem vilja. Ef komiö er um helgi, þá er alltaf eitthvað um aö vera. Hótelið á ísafirði, sem er splunkunýtt og fallegt, býður upp á góöan mat og hægt er aö fara beint á dansleik í hótelinu á eftir. Fyrir börnin eru svo skemmt- anir í Alþýöuhúsinu, sem Litli Leikklúbburinn stendur fyrir. Aö sögn Reynis Adolfssonar hjá þu þer beint HUSAVIK Ferðaskrifstofu Vestfjaröa, þá kemur oft sama fólkið ár eftir ár á skíöi til ísafjaröar og er oft lengri tíma í einu. Skólafólk kemur einnig í skipulögöum ferðum með skólunum, það er því oft líflegt á ísafirði frá miðjum febrúar og fram í mars/apríl. Þegar þú ferð á skíði til Húsavíkur, þá þarft þú ekki aö ganga nema í 3 mínútur frá hótel Húsavík og þá ert þú komin í eina af fjórum skíðalyftum staðarins, sem flytur þig upp í 400 metra hæð. Og þegar þú kemur heim á kvöldin hóteldyrunum. Þeir, sem hafa áhuga á aö fara í allsherjar heilsu- ferð, geta notaö dagskrá þá sem hótelið býður upp á á heilsuvikum sínum, sem veröa næstu 4 vikur. Þar er boöið upp á leikfimi, sund, gufubað, nudd og Ijós, svo og gönguferðir. í staðinn fyrir gönguferðirnar getur fólk farið á skíði. Það er hægt aö gera ýmislegt fieira á daginn en fara á skíði. Boöið er upp á ferðir að Kringluvatni, sem er í um hálf- tíma keyrslu frá Húsavík. Þaðan er svo farið á snjósleðum að vatninu og þeir, sem vilja geta dorgað í gegn um ísinn. En það er töluverð- ur fiskur í vatninu, en hann er smár að sögn Auöar Gunnarsdóttur, hótelstjóra á Húsavík. Boðið var upp á feröir, sem þessar um pásk- ana í fyrra og kom þá fólkiö meö fiskinn með sér heim á hótel og þar var hann matreiddur. Þóttu þessar ferðir mjög skemmtileg- ar. Þá er einnig hægt að fara á sjóstangaveiði og skoð- anaferðir á sjó, þegar kem- ur fram í apríl. Farið er að- eins út á fjörðinn og út að Lundey, en þar er mikiö fuglalíf. Báturinn kostar 1.500,- krónur í tvo tíma og tekur hann 6 manns, en 4 stangir eru um borö. Þeir, sem hafa fariö í þess- ar ferðir, hafa verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.