Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 Einhell vandaóar vörur VIÐARSAGIR RAFMAGNS- OG BENSÍNDRIFNAR Skeljungsbúðin SiÖumúla33 símar 81722 og 38125 WAGNER- sjálfstýringar Wagner-sjálfstýringar, komplett meö dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskaö er, fyrir allar stæröir fiskiskipa og allt niöur í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auðveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stærðir vökvastýrisvéla. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Atlas hf Armúli 7 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík OFFSET FJÖLRITUN Ný tæki gera okkur kleift, að veita vandaða og hraðvirka þjónustu. Möguleikarnir sem við getum boóió upp á eru fjölmargir. Auk offsetfjölritunar, Ijósritum vió, seljum pappír, blokkir og minnismiða, silkiprentum á ýmsa hluti, vinnum litglærur fyrir myndvarpa, vélritum og bindum inn. Lítið við og kynnið ykkur þjónustu okkar. Byggjum á reynslu, þekkingu á þessu sviði. VIÐ ERUM MIÐSVÆÐIS ^tal vía Eftir að ég varð atvmnumaður hafa mér opnast nýjar leiðir „Þú vilt auðvitað vita, hvaða árangri ég hef náð í vaxtarræktinni,“ sagði Lisser Frost Larsen rámri röddu, þegar við hittumst, því hún hafði fengið kvef um leiö og hún kom til landsins fyrir tæpri viku. Hún hafði líka veriö aö segja fólki til i Líkams- og heilsuræktinni í Borgartúni alla vikuna og reyndi það á raddböndin, eins og gefur að skilja. —Já, auðvitaö vildi ég vita hvað hún hafði afrekað. Ég vissi svo sem fyrir að hún er ein fremsta vaxtar- ræktarkona Norðurlanda og þótt víöar væri leitað, eins og kemur fram hér á eftir. „Ég fór í mína fyrstu keppni, sem var danska meistarakeppnin í vaxtarrækt í ágúst ’81 og komst í annað sæti. Tveim mánuðum síðar fór ég til Sví- þjóöar á Noröurlandameistaramótiö og vann það," byrjar hún að telja upp. „I apríl ’82 fór ég svo á Evrópumeistaramótið og varö önnur og í október þetta sama ár vann ég danska meistaratitilinn. Nokkru siöar var mér boðið aö keppa um titilinn Miss Olympia, en keppnin var haldin í Atlantic City í USA. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég tók þátt í atvinnumannakeppni. Ég varð í níunda sæti og var nokkuö ánægö með það, því samkeppnin er gifur- lega hörð í þessari keppni, sem er lokatakmark allra alvarlegra vaxtarræktarkvenna. I maí ’83 var mér boðið að taka þátt í heimsmeistarakeppninni, sem haldin var í Kanada og varö númer átta. I október þetta sama ár keppti ég svo aftur um titilinn Miss Olympia og komst í úrslit, en ég varð númer sex. Um þetta leyti fékk ég atvinnutilboö sem Ijósmyndafyrirsæta, en í Bandaríkjunum er mikill áhugi á vaxtarrækt. Sama ár fór ég aftur til Bandaríkjanna, eða í september til að koma fram í kvikmyndinni „Pumping Iron II", sem fjallar ein- göngu um vaxtarræktarkonur.” Lesendum til fróöleiks má geta þess, að undan- fari þessarar kvennamyndar um vaxtarrækt, „Pumping Iron I", var kvikmyndaöur fyrir nokkrum árum. Sú mynd fjallaöi eingöngu um karlmenn í vaxtarrækt. j Pumping Iron II eru það 15 þekktustu vaxtarræktarkonur heims, sem koma fram í mynd- inni. Upptökur fóru aðallega fram á þekktum skemmtistað í Las Vegas, Cesar's Palace. Verður kvikmyndin frumsýnd í USA í vor.“ Ríkir góöur andi í atvinnu- mannakeppnunum Á milli þess, sem við ræddum við Lisser flettum við í gegnum erlent vaxtarræktarblað, þar sem greint var frá síöustu heimsmeistarakeppni. Þar stóð meðal annars að glæsileg frammistaða Lisser sem væri nýliði í vaxtarrækt hefði komið mjög á óvart. Við virtum líka fyrir okkur myndir úr keppn- inni af íturvöxnum, sólbrúnum og oliubornum kvenlíkömunum, sem í hita leiksins spenntu vöðva sína til hins ýtrasta, til þess að stærð þeirra nyti sín. Haföi maður á tilfinningunni, að húðin myndi brátt rifna undan þrýstingnum og æöarnar sem voru þrútnar af áreynslunni myndu springa. Við spurðum Lisser, hvort það gæti ekki allt gerst í keppnum sem þessum, þar sem svona margar kraftakerlingar væru samankomnar? „Það er mjög gaman að taka þátt í stærstu atvinnumannakeppnunum og andinn sem þar ríkir er góður," segir hún um leið og hún brýtur niður hugmyndina um jötnastríð, sem blaðamaður var búinn að sviðsetja í huganum. „Keppendur eru ekki að öfundast hver út í annan, eins og er allt of algengt i keppnum leikmanna, heldur örva hver annan. Ég er því alltaf afslöppuö og reyni aö ein- beita mér að því að gera mitt besta.“ — Þú ferðast mikið og virðist ekki hafa mikinn tíma til fastrar launavinnu, segir blaðamaður, hvernig ferð þú að því aö sjá fyrir þér? „Ég vinn á líkamsræktarstöð í Kaupmannahöfn, alltaf af og til. Ég hef líka tekið að mér að kenna á líkamsræktarstöövum erlendis sem gestaþjálfari, eins og ég er að gera hér. Og eftir að ég varð atvinnumaður hafa mér opnast tilboð sem Ijós- myndafyrirsæta. Þegar ég keppi erlendis, eru far- gjöld, uppihald og allur annar kostnaður greiddur. Ég fékk líka vel greitt fyrir þátttöku mína í kvik- myndinni Pumping Iron II, þannig aö ég hef nóg fyrir mig." Efíir sjálfstraustid Rithöfundurinn og kvenréttindakonan Simone de Beauvoir, sagði einhverntímann eitthvað á þessa leið: „Ef konur geta ekki treyst líkama sínum, grefur það undan sjálfstrausti þeirra.” Lisser er sama sinnis. „Það er ótrúlegt hve vaxtarlag kvenna getur breyst við það að þjálfa reglulega og við það eykst úthald og orka til muna,“ segir hún. „Það er líka ejns og konur öðlist meira sjálfstraust, þegar þær finna að þær eru vel á sig komnar líkamlega. Venjulega er það þannig, að þegar kona byrjar í vaxtarrækt, þá kemur eiginmaðurinn fljótlega á eft- ir, því hann finnur að hann heldur ekki í við kon- una!“ — Hvers vegna er vaxtarræktin svona árang- ursrík, eins og þú segir? „í vaxtarrækt eru notaöar þyngdir við þjálfun líkamans, og hver einstakur vöðvi er þjálfaöur. Þetta örvar blóörásina og súrefnisstreymi til heilans eykst, bruni líkamans verður hraðari og fólk grenn- ist.“ — Skiptir mataræöið ekki líka máli? „Jú, auövitaö hefur þaö mikið að segja. Ég mæli þó ekki með neinum sérstökum matarkúrum heldur ráölegg fólki aö lesa alltaf vel utan á umbúöir fæö- unnar, sem það kaupir. Þar má fá upplýsingar um næringarefnainnihald og kaloríufjölda. Má oftast sjá hve mikiö af próteini, fitu og kolvetnum fæöan inniheldur. Af próteini þarf kona jafnþyngd sína umreiknaöa í grömm á hverjum degi. Þannig þarf kona, sem vegur 55 kíló, 55 grömm af próteini. Kolvetni er hægt að innibyröa i náttúrulegu formi án takmarkana. En takmarka skal eftir mætti fituna í fæðunni. Það er skynsamlegt að skrifa hjá sér hve margra hitaeininga er neytt daglega. Þannig má fylgjast með því, hvort viðkomandi hafi neytt of mikils eða of lítils miðað viö bruna líkamans.” Getur gjörbreytt lífí kvenna. — Það hefur veriö sagt um okkur að hér ríki mikil bílismi. Ég nefni þetta nú vegna þeirrar sam- líkingar, sem Lisser geröi á bílum og líkamanum: „Við endurnýjum bílana okkar á tveggja ára fresti og sumir kaupa sér fleiri en einn bíl. En svo gerum við ef til vill ekkert til að halda líkamanum við. Við eigum aðeins einn líkama og þaö er orðið of seint að grípa í taumana, þegar hann hættir aö starfa eðlilega," segir hún. — Hvernig finnst þér íslenskar konur í stakk búnar líkamlega? „Ég held að það sé með þær eins og margar kynsystur þeirra í öðrum löndum að þær hreyfi sig ekki nógu mikiö.“ í samtalinu við Lisser minnumst við þess, að þegar vaxtarræktarstofur voru að hefja starfsemi sína hér á landi kom fram sú gagnrýni, að leiðbein- endur stofanna væru margir hverjir ekki nógu vel að sér um starfsemi líkamans og hvaða áhrif vaxt- arræktin gæti haft á hann. Við spuröum Lisser hvort krafist væri ákveöinnar grunnmenntunar þeirra sem þjálfa vaxtarræktarfólk í Danmörku. „Það getur enginn leiðbeint í vaxtarrækt nema hann hafi ákveðna grundvallarþekkingu á líkaman- um og þjálfun hans,“ segir hún. —Sjálf er Lisser íþróttakennari að mennt og kenndi íþróttir í fimm ár áður en hún byrjaði á vaxtarræktinni. „Þegar konur koma til mín í fyrsta skipti, þá spyr ég þær að því hve gamlar þær séu og hver þyngd þeirra er, og hvort þær hafi stundaö einhverja lík- amsþjálfun áður. Ég spyr einnig almennra spurn- inga um heilsufar, til dæmis hvort þær séu bak- veikar o.s.frv. Á þessum upplýsingum grundvalla ég svo þjálfun þeirra. Sumar konur vilja leggja áherslu á ákveðna líkamshluta, brjóstin eru ef til vill ekki lengur stinn, rassinn síöur og laus húð á upphandleggjum. Regluleg líkamsþjálfun getur breytt lífi þessara kvenna. Þær geta eftir nokkurn tíma fariö aö ganga um brjóstahaldaralausar og í ermalausum og flegnum kjólum. Þetta gerir eigin- mennina hamingjusama og þær um leið!“ Lisser segir okkur sögu af móður sinni, sem komin er yfir fimmtugt. „Móðir mín var vön að koma til mín í leikfimiæfingar meðan ég var íþrótta- kennari. En eftir að ég byrjaöi í vaxtarræktinni þá hætti hún líkamsæfingum. Hún mátti ekki heyra nefnt að fara í vaxtarrækt, því hún hélt að hún væri orðin of gömul. Fyrir 10 mánuðum gat ég með herkjum dregið hana inn í æfingarsal með mér og þar útskýröi ég fyrir henni grundvallaratriðin í vaxt- arrækt. Nú er hún mjög ánægð og tekur stöðugum framförum. Vaxtarræktin er nefnilega ekki bara fyrir ungar konur.“ — Hvað liður venjulega langur tími frá því að konur hefja vaxtarrækt og þangað til þær fara að sjá einhvern árangur? „Það getur tekið 3—6 mánuði, þangað til árang- urinn kemur í Ijós. Annars fer það eftir þvi, hve mikla líkamsþjálfun viðkomandi hefur hlotiö áður.“ Er vaxtarrækt ekki bara tísku- fyrirbrigdi? Og við förum að tala um vöðvarækt: „Það eru margar konur, sem halda að þær verði vöövamiklar og ókvenlegar á því að stunda vaxtarrækt. Þetta er hreinn misskilningur," segir Lisser. Konur eru ekki Mae West sagöi ein- hverju sinni; það er ekkert athugavert viö aö vera meö sterklega vööva, þeir hjálpa manni til aö opna dósir og stugga karlmönnum frá, þegar þeir berja aö dyrum nógu sterkar til að fást við þá þyngd lóða sem þarf til aö byggja upp stóra og mikla vööva auk þess sem hormónastarfsemi þeirra býöur ekki upp á það.“ Við spyrjum Lisser hvort sá áhugi sem hér er á vaxtarrækt hafi komið henni á óvart. „Ég vissi ekki hvað hér var að gerast í þessum efnum. Strax fyrsta daginn bað ég þá í Líkams- og heilsuræktinni að sýna mér hvernig þeir þjálfuðu konur. Ég varð undrandi hve þeirra hugmyndir voru nálægt mínum um hvernig best sé að haga þjálfun- inni. Ég tel mig hafa nokkuð gott vit á þessu, því ég hef sjálf þjálfað í 4 ár." — Er ekki vaxtarrækt bara tískufyrirbrigði? „Ég á erfitt með að trúa því að sá áhugi, sem vaknað hefur á vaxtarrækt eigi eftir að slokkna jafn fljótt og hann tendraöist. Þegar fólk finnur hvað því líöur miklu betur þegar þaö æfir reglulega, þá getur það ekki hætt. Veistu þaö, að alþjóölegu vaxtar- ræktarsamtökin eru 5 stærstu íþróttasamtökin í heiminum, þetta segir sína sögu.“ • — Að lokum: Ferðu héðan beint heim? „Já, og verö heima í nokkrar vikur, en fer svo til Las Vegas til að sýna (guest pose). í byrjun apríl fer ég svo til Hollands í sömu erindagjöröum. í lok sama mánaðar fer ég aftur til Hollands, þar sem ég verð dómari í áhugamannasamkeppni, ég hef al- þjóðleg réttindi sem slíkur. í maí fer ég svo til Kanada til að taka þátt í heimsmeistarakeppninni. Og þaöan fer ég til New York, þar sem mér hefur veriö boðið að leiðbeina á vaxtarræktarstöð um tíma. i ágúst á þessu ári verð ég svo dómari í heimsmeistarakeppni leikmanna í vaxtarrækt. Eftir þaó verð ég að einbeita mér að því aö þjálfa fyrir Miss Olympia-keppnina, sem haldin verður í lok nóvember í Kanada. Meðan maður er á toppnum tekur maður öllu sem býöst.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.