Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 10
HVAB ER AÐ GERAST UM HELGINA?
50
LEIKLIST
LR:
Gísl í 25. sinn
Leikfélag Reykjavíkur sýnir í
kvöld, föstudag, bandaríska leik-
ritiö Guö gaf mér eyra eftir Mark
Medoff, meö þeim Berglindi
Stefánsdóttur og Sigurði Skúla-
syni í aöalhlutverkum. Á laugar-
dagskvöld verður sýning á leikriti
Jökuls Jakobssonar, Hart í bak,
en örfáar sýningar eru eftir á
verkinu. Þá verður einnig á laug-
ardagskvöld auka-miönætursýn-
ing á franska gamanleiknum For-
setaheimsóknin í Austurbæjar-
bíói kl. 23.30.
Gísl eftir Brendan Behan verö-
ur síöan sýnt á sunnudagskvöld,
og er þaö 25. sýning.
Alþýðuleikhúsið:
Andardráttur
Alþýöuleikhúsiö sýnir Andar-
drátt á Hótel Loftleiöum á laug-
ardagskvöld kl. 20.30. Andar-
dráttur er samheiti tveggja
stuttra leikrita, Kynóra og Til-
brigöi viö önd, eftir David Mam-
et.
Leikstjóri er Svanhildur Jó-
hannesdóttir, en sex leikarar
taka þátt í sýningunni.
Þjóðleikhúsið:
Fjögur leikrit
sex sýningar
Þjóðleikhúsiö sýnir fjögur leik-
rit um helgina. Sveyk í seinni
heimstyrjöldinni eftir Brecht og
Eisler veröur sýnt í kvöld og á
sunnudagskvöld. Barnaleikritiö
Amma þó! eftir Olgu Guörúnu
Árnadóttur veröur sýnt kl. 15.00
á morgun, laugardag, og á sama
tíma á sunnudag.
Gamanleikurinn Skvaldur eftir
Michael Frayn veröur sýndur á
laugardagskvöld kl. 20.00 og er
þaö fjóröa síðasta sýning. Loka-
æfing, leikrit Svövu Jakobsdótt-
ur veröur síðan sýnt á Litla sviö-
inu kl. 16.00 á sunnudag og er
þaö næstsíöasta sýning á leikrit-
inu.
Ísafjörður-Akureyri:
Tilbrigöi
vid Önd
Sólrisuhátíö Menntaskólans á
isafiröi lýkur á sunnudag meö
sýningu Alþýöuleikhússins á Til-
brigöi viö Önd eftir David Mam-
et. Verður leikritiö siöan sýnt í
Menntaskólanum á Akureyri á
mánudagskvöld, en þá hefjast
Listadagar MA.
Leikritið fjallar um tvo menn
sem hafast viö í skemmtigaröi og
ræöa um lífiö og tilveruna. Meö
hlutverk þeirra fara þeir Viöar
Eggertsson og Helgi Björnsson.
Báöar sýningarnar eru ætlaðar
almenningi jafnt sem mennta-
skólanemum.
Dúfnaveislan
í Borgarnesi
Leikdeild Ungmennafélagsins
Skallagríms í Borgarnesi sýnir
gamanleikinn Dúfnaveisluna eftir
Halldór Laxness annaö kvöld kl.
20.30 í samkomuhúsinu í Borg-
arnesi. Leikstjóri er Kári Halldór.
„Nýlöguð borgfirsk blanda“
nefnist tilboö sem Reykvíkingum
er nú boðiö upþ á. Er þar um aö
ræöa feröir í Borgarnes, fram og
tilbaka, mat á Hótelinu, Dúfna-
veislu í samkomuhúsinu, dans-
leik á Hótelinu og gistingu.
Saumastofan —
frumsýning
Leikfélag Mosfellssveitar frum-
sýnir í kvöld leikrit Kjartans Ragn-
arssonar, Saumastofuna, í leik-
stjórn Þórunnar Sigurðardóttur.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984
Tónleikar Háskólakórsins
Háskólakórinn heldur tvenna
tónleika um helgina í Félags-
stofnun stúdenta viö Hringbraut.
Á efnisskránni veröa aö mestu
nýleg íslensk verk, m.a. verður
frumflutt verkiö „Is there .. “
sem Árni Haröarson samdi sér-
staklega fyrir kórinn. Einnig
veröa verk eftir John Speight,
Jónas Tómasson, Hjálmar H.
Ragnarsson, Gunnar Reyni
Sveinsson og fleiri.
Háskólakórinn hefur nú starf-
aö í tíu ár og stjórnendur hans
veriö þau Rut L. Magnússon,
Hjálmar H. Ragnarsson og nú-
verandi stjórnandinn Árni Harö-
arson, sem tók viö sprotanum sl.
september.
Tónleikarnir um helgina veröa
á laugardag og sunnudag kl.
17.00
Sýningin verður i Hlegaröi og hefst
hún kl. 21.00.
I Saumastofunni, sem er 10.
verkefni leikfélagsins til þessa, fara
meö hlutverk þau Guörún E. Árna-
dóttir, Valgerður Magnúsdóttir,
Kristín Jóhannesdóttir, Gunnhildur
Siguröardóttir, Helga Thoroddsen,
Guöný M. Jónsdóttir, Páll Stur-
laugsson, Guömundur Davíðsson
og Lárus H. Jónson. Undirleik ann-
ast Guölaug Kristófersdóttir. Önn-
ur sýning veröur á sunnudag.
BÍSN:
Leiklist og
tónleikar
Tveir listaskólar innan vébanda
Bandalags íslenskra sérskólanema
standa um þessar mundir fyrir
uppákomum. Eru þaö leiklistar-
skóli íslands og Tónlistarskólinn í
Reykjavík.
Um helgina sýna 3. árs nemend-
ur Leiklistarskólans unglingaleik-
ritiö „Bara ljón“ í Kramhúsinu viö
Bergstaöastræti 9b. Verður leikrit-
iö sýnt á laugardag og sunnudag
kl. 15.00. Leikritiö veröur einnig
sýnt á mánudag og fimmtudag, en
nemendur Tónlistarskólans halda
tvenna tónleika í næstu viku aö
Kjarvalsstööum, á þriöjudag og
miövikudag.
Barnaleikhúsið Tinna:
Náttröllið
Barnaleikhúsið Tinna sýnir á
sunnudag kl. 15.00 barnaleikritiö
Nátttrölliö eftir Ragnheiöi Jóns-
dóttur í síöasta sinn. í sýningunni,
sem er í Tjarnarbæ, taka þátt um
20 börn.
Ap lokinni sýningu á sunnudag
syngur Djó djó og leikur fyrir
áhorfendur, en einnig veröa til sýn-
is nokkur verk eftir Gunnar Krist-
insson.
TONLIST
Tónleikar á
Norö-Austur-
landi
Söngkonan Sigrún V. Gests-
dóttir og Anna Norman, píanóleik-
ari, halda um helgina tvenna tón-
leika á Norö-Austurlandi. Fyrri
tónleikarnir veröa í samkomuhús-
inu á Þórshöfn í kvöld kl. 20.30 og
hinir síöari í samkomuhúsinu á
Raufarhöfn á sunnudag kl. 16.00.
Á efnisskránni eru sönglög,
óperuaríur og píanóverk.
Þorlákshöfn:
Gítartónleikar
Gítarleikarinn Símon H. ívars-
son heldur tvenna tónleika um
helgina. Þeir fyrri veröa á sal
Grunnskólans í Þorlákshöfn kl.
16.00 á morgun, laugardag, og
síöari tónleikarnir i Hveragerðis-
kirkju kl. 17.15 á sunnudag.
Á efnisskránni eru spænsk
klassísk gítarverk m.a. eftir Albin-
ez, Turina, Arrega og fleiri, auk
þess sem Símon leikur flamenco-
tónlist frá föóurlandi gítarsins,
Spáni.
Akureyri:
Söngtónleikar
Þriöju tónleikar Tónlistarfélags-
ins á Akureyri á þessu starfsári
veröa í Borgarbíói kl. 17.00 á
morgun, laugardag. Á tónleikunum
koma fram einsönvararnir Michael
J. Clarke og Þuríöur Baldursdóttir
og flytja lög eftir Arne Brahms,
Britten, Dvorák, Fauré, Purcell og
Schumann, viö undirleik Kristins
Arnar Kristinssonar og Soffíu Guö-
mundsdóttur.
Afmælistón-
leikar í
Mosfellssveit
Skólahljómsveit Mosfellssveitar
er tvítug um þessar mundir. Verö-
ur afmælisins minnst meö tvenn-
um tónleikum í Hlégaröi um helg-
ina, á laugardag og sunnudag kl.
14.00.
Á tónleikunum koma fram um
80 manns, núverandi og fyrrver-
andi félagar, undir stjórn þeirra
Birgis T. Sveinssonar, Lárusar
Sveinssonar og Sveins Birgisson-
ar. Enfremur hefur afmælisins ver-
iö minnst meö útgáfu afmælisrits,
sem dreift hefur veriö á öll heimili í
byggöarlaginu.
íslenska óperan:
La Traviata
og Rakarinn
íslenska óperan sýnir óperu
Verdis, La Traviata, í kvöld kl.
20.00, en fáar sýningar eru nú eftir
á henni.
Rakarinn í Sevilla, ópera eftir
Rossini, veröur sýnd á morgun,
laugardag, kl. 16.00 og á sunnu-
dagskvöld kl. 20.00. I aöalhlut-
verkum eru þau Kristinn Sig-
mundsson, Sigríöur Ella Magnús-
dóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson,
Kristinn Hallsson, Jón Sigur-
björnsson, Guömundur Jónsson
og Elísabet F. Eiríksdóttir.
MYNDLIST
Mokka:
Verk Páls
ísakssonar
Páll isaksson, myndlistarmaöur,
heldur nú sýningu á kaffihúsinu
Mokka viö Skólavöröustíg. Þar
sýnir hann þrettán plasthúóaöar
pastelmyndir og er myndefnið lífiö
og tilveran.
Verk Siguröar Eyþórs-
sonar í Asmundarsal
SIGURÐUR Eyþórsson, listmál-
ari, opnar á morgun, laugardag,
sýningu í Ásmundarsal viö
Freyjugötu. Þar sýnir hann 42
myndir, teikningar og málverk,
meöal annars nokkur sem hann
hefur unniö meö gömlum málun-
araöferöum. Sýningin er fjóröa
einkasýning Siguröar.
Á opnunardaginn kl. 16.00
syngur Esther Helga Guð-
mundsdóttir, sópran, nokkur ís-
lensk lög viö undirleik Jórunnar
Viöar. Sýningin veröur opin dag-
lega frá kl. 14.00—22.00, en
henni lýkur sunnudaginn 1. apríl.
Páll, sem er 28 ára gamall Mos-
fellingur, hefur áöur sýnt myndverk
sín í Gallerí Lækjartorg 1982.
Listasafn ASÍ:
Myndir Jóns
Engilberts
Myndir úr lifi mínu, er yfirskrift
sýningar á verkum Jóns Engilberts
í Listasafni ASÍ viö Grensásveg.
Þar er m.a. sýnd röö mynda sem
listmálarinn lét eftir sig er hann
lést 1972. Eru á sýningunni 78
myndir úr myndarööinni og 30 frá
eldri tíma. Flestar myndanna geröi
listmálarinn meö olíukrít og haföi
gengió þannig frá þeim aö hann
ætlaöi þær auösjáanlega til sýn-
ingar. Myndirnar eru allar til sölu.
Sýningunni lýkur nú um helgina.
Listasafn íslands:
Edvard Munch
Nú stendur yfir í Listasafni ís-
lands sýning á grafíkverkum í eigu
safnsins eftir norska málarann
Edvard Munch. Þar eru sýndar 17
myndir, unnar meö margskonar
grafíktækni s.s. steinprenti, æt-
ingu, þurrnál og tréristu. 14 mynd-
anna voru gefnar af Christian Gier-
löff, rithöfundi og nánum vini mál-
arans 1947, auk þess sem Ragnar
Moltzau, útgeröarmaöur, gaf safn-
inu þrjár myndir 1951.
Sýningin er opin á venjulegum
opnunartíma safnsins, sunnudaga,
þriöjudaga, fimmtudaga og laug-
ardaga frá kl. 13.30—16.00
Gerðuberg:
Norrænar
Ijósmyndir
„Allir vilja eignast barn, en eng-
inn ungling", er yfirskrift norrænn-
ar Ijósmyndasýningar, sem staöiö
hefur yfir í Geröubergi aö undan-
förnu. Hefur sýningunni nú verið
framlengt til sunnudagsins
18.mars.
Ljósmyndirnar á sýningunni eru
teknar af tíu ungum Ijósmyndurum
frá Noregi, Finnlandi og Dan-
mörku. Eiga þær sammerkt aö
sýna unglinga undir þrýstingi, s.s. í
unglingafangelsum, pönkara o.fl.
Myndir Bjargar
Atladóttur
í Héraðsþókasafni Kjósarsýslu
stendur nú yfir kynning á myndum
Bjargar Atladóttur, myndlistar-
manns og myndmenntakennara.
Verk Bjargar hafa áöur verið
sýnd, m.a. á sýningunni „Kirkjulist"
á Kjarvalsstöðum 1983. Kynningin
veröur opin út marsmánuö á
venjulegum opnunartíma safnsins
frá kl. 13.00—20.00.
Sólheimar:
Myndir
Guðmundar
Ófeigssonar
í Sólheimum i Grímsnesi stend-
ur yfir sýning á myndum Guð-
mundar Ófeigssonar. Eru þar
sýndar um 100 vatnslitamyndir og
40 teikningar.
Guömundur, sem nú dvelst á
elliheimili, er fyrrum vistmaöur á
Kópavogshæli, og dvaldist hann
mörg sumur á Sólheimum. Hann
hefur málaó allt sitt líf og éndur-
skapaö í myndum sínum heim,
magnaöan vættum og dulrnögn-
um, auk þess sem þjóöhöfóingjar
og Hekla eru honum kær mynd-
efni.
Gallerí Glugginn
Gallerí Glugginn nefnist nýtt
gallerí sem tekiö hefur til starfa.
Þar eru nú sýnd verk Kristjáns E.
Karlssonar.
Eins og nafnió gefur til kynna er
hér um aö ræöa „gluggagallerí",
þ.e. sýningargestir geta skoöað
sýninguna inn um glugga á Garöa-
stræti 2, á horni Vesturgötu og
Garöastræti.