Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 22
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 Ast er ... ... að gefa honum hjarta sitt. TM Reo U.S. Pat Otf.—all rights reserved ©1983 Los Angetes Times Syndicate Byrjið að mála göturnar sem fyrst „Til Velvakanda. Það er greinilegt að í þetta sinn ætlar að vora snemma. Þó ekki sé komið nema fram í miðjan mars sést varla snjór í borginni og allir vegir eru auðir. Heldur er samt „auðnarlegt" um að litast á vegum víðast hvar, því götumálningin er víðast alveg horfin eftir strangan vetur. Sem kunnugt er veidur það aukinni slysahættu þegar göturn- ar eru ómálaðar, auk þess sem það gerir allan akstur erfiðari. Mig langar því til að koma því á fram- færi við gatnamálastjóra að byrj- að verði að mála götur sem fyrst úr því að veðráttan er svona hag- stæð. Eins mætti flýta gatnavið- gerðum. Holur eru víða í malbiki eftir veturinn og er svo á hverju vori. Líklega er þetta með minnsta móti nú og því óvenjuiítið verk að kippa því í lag. Vegfarandi.“ Dire Straits á Listahátíð — Duran Duran-æðið er að syngja sitt síðasta B.í. skrifar: „Ég er hér einn Dire Straits- aðdáandi. Sunnudaginn 4. mars birtist grein í dálkum Velvakanda frá einum Duran Duran-aðdáanda frá Njarðvík og sagði hann að seinasta stóra plata Dire Straits, „Love Over Gold“, en hún kom út í fyrra, hafi ekki selst. Það er al- rangt. Hún seldist mjög vel og var ofarlega á vinsældarlistum hér heima á Fróni og á Bretlandi. Að hlusta á þá plötu er hrein upplifun og númer 1, 2 og 3 hjá Dire Straits Gleymd frétt P.K. skrifar: „Fyrir skömmu rak ég augun í litla fréttaklausu á forsíðu Morg- unblaðsins og læt ég hana fylgja þessu tilskrifi mínu. Þessi frétt er sjálfsagt öllum gleymd, því hún fjaliar um hluti sem sífellt eru að endurtaka sig aftur og aftur. En þó segir þessi frétt langa sögu, þó lítil sé, en efni hennar er þetta: „Tuttugu og eins árs gömlum Austur-Þjóðverja tókst í nótt að komast yfir allar víggirðingar á landamærum þýsku ríkjanna og flýja heilu og höldnu til Vestur- Þýskalands. Gerðist þetta við landamærin í Neðra-Saxlandi. Fyrir einni viku flýði maður ásamt syni sínum frá Austur- Þýskalandi til Vestur-Þýskalands með því að róa á lítilli kænu yfir ísbarið Eystrasalt." Þannig hikar fólk ekki við að leggja líf sitt og fjölskyldna sinna í hættu við að komast út úr sælu- ríkjum kommúnismans. Árum saman lofsöng ákveðinn hópur manna hér á landi þessi sæluríki og hafði Þjóðviljann að málgagni. Þar var Stalín dýrkaður og hafinn í tölu guðmenna, og þessum mönnum lá afskaplega mikið á að koma þessu sama stjórnarfari á hérna. Svo langt gekk það reynd- ar, að hér var kominn upp lítill en harðsnúinn kommúnistaflokkur sem stjórnað var með fyrirmælum beint frá Moskvu. (Yngra fólk gæti haldið að hér væri um hrein- ar ýkjur að ræða, að Islendingar hafi aldrei verið svona aumir, en hér er um sögulega staðreynd að ræða. Um þetta er t.d. fjallað í bókinni, „Kommúnismi og vinstri- hreyfing" eftir Arnór Hannibals- son.) Og það sem verra er — enn- þá er hér til þessi sami hópur ofstækismanna sem trúir á dýrð kommúnismans þó allir viti nú hvaða ógnarstjórn ríkir í þessum löndum. Vonandi ber ísland gæfu til að þeir komi aldrei draumum sínum í framkvæmd. Þó þessi frétt sé stutt og lítið fari fyrir henni, minnir hún okkur á það að vera á varðbergi. Það er ekki allstaðar sem fólk hefur ferðafrelsi eða önnur sjálfsögð mannréttindi. En það er sjálfsagt með frelsið eins og margt annað — menn gera sér ekki grein fyrir hvers virði það er fyrr en þeir hafa glatað því og eru orðnir að þræl- um.“ er að gefa út vandaðar plötur með kraftmiklum, vel útfærðum og nýstárlegum lögum. Gallinn við Duran Duran og nýbylgjuna yfirleitt er nefnilega sá að maður verður hundleiður á þessum lögum fyrr en varir. Ný- bylgjan er að visu flott, en alveg máttlaus og lapþunn og fer inn um annað eyrað og út um hitt, án þess að hafa varanleg áhrif og er það þess vegna sem hún fer að hverfa. Öll Duran Duran-lögin eru svo keimiík að halda mætti að þeir í Duran Duran væru alltaf að gefa úr sömu lögin en meö ólíkum texta. Ef til vill er það einmitt þess vegna sem plötur þeirra selj- ast þokkalega að þeir eru alltaf með samskonar lög. En af hverju tekst þeim að selja? Jú, vegna þess að fyrsta plata þeirra var afar góð og þá greip æðið um sig og auðvitað töldu Duran Duran-aðdáendur sér trú um að næstu plötur hljóm- sveitarinnar yrðu jafn góðar, en svo varð ekki. Þegar æði af þessu tagi grípur um sig er það ekki endilega vegna þess að einhver hljómsveit sé neitt afgerandi góð, heldur vegna þess að það er eitthvað „töff“ við hana — og þess vegna er Duran Duran svona vin- sæl. Því skora ég á Dire Straits- aðdáendur, og alla aðra en Duran Duran-aðdéndur, að láta til sín heyra. Það er fjöldinn allur af krökkum sem vill fá Dire Straits á Listahátíð og fá aldrei leið á þeim. Um leið skora ég á Listahátíðar- nefnd að fara að pæla alvarlega í Dire Straits á Listahátíð. Þeir eru ódýrari en spila margfalt betri tónlist. Munið að Listahátíð er há- tíð þar sem leikin er vönduð tón- list og aðalatriðið er að hún sé fjölbreytileg, kraftmikil og vei spiluð en ekki einhver tónlist sem samin hefur verið upp aftur og aftur vegna þess að hún selst."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.