Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 55 Iff Eitthvað sem má ekki mynda? vinátta. Allir þekkja þá unaöslegu til- finningu aö skella aftur skrudd- unum eftir erilsama vinnuviku, slá á þráöinn og hóa saman kunningjum. Hóþast er saman á öllum hugsanlegum stööum, heima og heiman þar sem mark- miöiö er aö gera sér glaöan dag og láta þras og amstur liöinnar viku lönd og leið. En hvert er haldið? Þeir sem hafa aldur til fylla öldurhús borgarinnar þar sem skemmtanafíkninni er sval- aö. Fyrir þá er í mörg hús aö venda. Sömu sögu er ekki af unglingum aö segja. Þeir hafa einungis um tvo staöi aö velja og aöeins séu þeir orðnir sextán ára. Þeir tveir skemmtistaðir sem um er aö ræöa eru BEST og D 14. Blöndungurinn ákvaö aö líta inn á þessa staöi, kynna sér þá og viöhorf þeirra sem þá stunda. Fyrst ákváöum viö aö heimsækja BEST sem er til húsa í Fáksheim- ilinu viö Bústaðaveg. Viö rennd- um í hlaöið laust upp úr miönætti á föstudagskvöldi. Reyndar höfö- um viö mætt á svæöiö föstudag- inn áöur svona rétt til aö rata um staöinn. Stór hópur hressra krakka stóö á dyrapallinum og beiö þess aö komast inn. Viö olnboguðum okkur í gegnum hópinn í átt aö dyrunum. Þar kynntum viö okkur og gáfum til kynna ætlunarverk okkar. Eitthvaö virtumst viö setja skrekk í drenginn viö dyrnar, því hann baö okkur aö bíöa. Hann hvarf á braut, en birtist aö vörmu spori í fylgd yfirmanns hússins. Hann leiddi okkur til baka i gegn- um þvöguna fyrir framan dyrnar. Þar endurtókum viö kynninguna og vorum farnir aö efast um aö allt væri meö felldu. Ekki virtist hann vera neitt yfir sig hrifinn af þessu brölti okkar, en gaf okkur leyfi aö lokum meö því skilyröi aö viö tækjum engar myndir. Nú voru góö ráö dýr! En betri er myndlaus grein en engin grein. Því ákváöum viö aö reyna aö lýsa því sem fyrir augu bar og ekki mátti mynda. Þegar inn var komið blasti viö lítiö anddyri fullt af fólki. Sumir voru á leiö til náöhúsanna en aörir voru á leið inn á iðandi dansgólfið sem blasti viö beint framundan. Enn aðrir voru á leiö út í svala nóttina aö fá sér frískt loft, á meðan sumir létu sér nægja aö sitja og horfa á hitt fólkiö streyma framhjá. Viö hóld- um hinsvegar inn á dansgólfiö þar sem mátti sjá allar þær at- hafnir sem búast má viö á skemmtistaö. En við létum ekki tefja okkur heldur gengum áfram inn i innstu horn hússins. Þar er aö finna nokkra mjúka og þægilega sófa þar sem fólk getur tyllt sér og rætt málin. Þar var þröng á þingi og kenndi þar ýmissa grasa. Flestir sátu og töluðu saman, sumir reyndar orönir heldur framlágir en aörir þeim mun kát- ari. Einnig mátti grilla í fáein ást- fangin þör í áköfum faömlögum. Stór og stæöilegur strákur var eitthvaö óánægöur meö lífiö og vildi egna menn til slagsmála, en ekkert varð úr því aö sinni. Viö sáum fallega Ijóshæröa stúlku grátbólgna og örvilnaöa halla sér upþ aö huggandi vinkonu sinni. Já, lífið er víst ekki alltaf dans á rósum. Beint á móti þeim stöllum sátu hins vegar nokkrir hressir strákar og hlógu sig vitlausa yfir góöum brandara. „Eruö þiö frá æskulýðsráði eöa eruö þiö kannski þlaöa- menn?“ spuröi hressilegur strák- ur og horföi spyrjandi á okkur. „Nei, viö erum ekki frá æsku- lýösráöi. Viö erum frá Moggan- um og ætlum aö skrifa grein um staöinn," var svarið sem viö gáf- um. „Þiö megiö ekki skrifa illa um staöinn. Alls ekki, en þiö megiö alveg taka mynd af mér,“ sagöi stráksi og stillti sér upp meö fyrirsætubros á vör. „Nei, því miður. Viö megum ekki taka myndir hér inni.“ „Af hverju ekki? Þaö er ferlega asnalegt.“ „Okkur skilst aö allar þær myndir sem teknar hafa verið hór in.ii hafi veriö notaðar gegn staönum." „Ojbarasta! Ferlega er þaö asnalegt," sagöi pilturinn, sneri sér vonsvikinn undan og gekk til félaga sinna. Nú var okkur ekki til setunnar boöiö. Viö rukum aö tveimur stelpum er voru aö yfirgefa dansgólfið. „Hæ stelpur! Viö erum hérna frá Mogganum. Væruö þiö nokk- best uö til i aö svara nokkrum spurn- ingum?" „Ha! Jú, jú!“ svöruöu þær og horföu forviöa á okkur. Viö leidd- um þær aö auðum sætum og byrjuöum aö spyrja stúlkurnar. „Hvers vegna komiö þiö hingaö?" „Bara. Hingað koma krakkarn- ir sem viö þekkjum úr Réttó og hér fáum viö aö vera fullar í friöi." „Eruð þiö fullar?" „Nei, viö erum bara búnar aö drekka nokkra sjússa." „Þurfiö þið aö vera drukknar til aö geta skemmt ykkur?" héld- um viö áfram. „Nei, nei. Ekkert frekar." Nú var Ijóst aö vera okkar haföi vakið nokkra athygli. Hjá okkur höföu sest fleiri krakkar sem einnig vildu leggja orö í belg. „Eruö þiö þlaöamenn?“ „Já.“ „Þiö megiö ekki skrifa illa um staöinn." „Hvers vegna ekki?“ „Sko! Viö fílum staöinn í botn og viljum alls ekki láta loka hon- um.“ „Hvaö áttu við?“ „Hér er gaman aö vera og gott aö skemmta sér. Hingaö koma skemmtilegir krakkar og spiluö eru fjölbreytt lög, ekki bara diskó eins og í D 14. Svo eru reglurnar ekkert allt of strangar." Þannig spjölluöum viö um stund viö þessa hressu krakka. Þau virtust öll vera sammála um aö staðurinn væri góöur en gæti samt veriö betri. Þar erum viö þeim innilega sammála. Staöur- inn virtist uppfylla öll þau skilyröi sem krakkarnir setja. Flest þeirra virtust skemmta sér vel. Ekki er amast viö því þótt krakkarnir séu drukknir, en þaö viröist vera frumskilyröi þess aö staöurinn sé góöur. Spurningunni um hvort þeim fyndist staöurinn ekki of iítill svöruöu þau öll játandi. Ekki aö- eins of lítill, heldur alltof lítill. Jafnvel er þaö stærsti ókostur staöarins, því í plássleysinu virö- ist allt fara á ringulreiö. Ekki eins og í gamla góöa Tónabæ þar sem allir vissu hvar átti aö kyssa stelpurnar og hvert átti aö koma þeim drukknu. Einhvern veginn finnst okkur viökunnanlegra aö geta dansað án þess aö horfa á pör fara höndum hvort um annað og viö dansgólfið. í raun er enginn munur á BEST og öörum skemmtistööum, nema hvaö krakkarnir í BEST eru yngri. Allir staöirnir eru sóttir i sama tilgangi, þ.e. til skemmtunar. Skemmtunin fer á sama hátt fram. Þaö er dansaö og duflaö, rifist og rætt. Áfengi er haft um hönd jafnt i skemmtun krakk- anna í BEST og eldra fólksins á Broadway. Sama vandamál skapast einn- ig í BEST og öörum skemmti- stööum. Einhver hluti gestanna hefur ekki náð tilskildum lág- FINNBOGI MARINÓSSON OG HALLUR MAGNÚSSON marksaldri. Til dæmis var í hópi viðmælenda okkar þrettán ára strákur, auk slangurs fjórtán og fimmtán ára krakka. Fyrir þeim voru reglur um lágmarksaldur nokkurt hitamál. Þeim fannst sextán ára lágmarksaldur ger- samlega út í hött og skildu ekki af hverju lögin meinuöu þeim aö skemmta sér eins og annaö fólk. I það minnsta vildu þau færa ald- urinn niöur um eitt ár, annað væri ekki raunhæft. En hægt og rólega endurnýj- aöist í hópnum og fyrr en varöi haföi taliö borist aö D 14. „Farið þiö líka í D 14? „Nei.“ „Hvers vegna ekki?" „Vegna þess aö þangað fara bara ríku krakkarnir. Þú veist, þessir sem kaupa sér föt einu sinni í viku og keyra um á pabba- bílum." „Ja, svo eru bara eintómar diskógellur í D 14.“ „Ekki bara þetta heldur er allt miklu strangara þar en hér í BEST. Þar eru krakkarnir líka eldri, allt upp í átján ára.“ Þannig virtust þau vera á einu máli um aö D 14 væri ekki staöur viö þeirra hæfi. Samt höföu þau flest fariö þangað einhverntíma og líkaö misvel. En markmiöiö var ekki aö láta krakkana i BEST segja okkur frá D 14, heldur vild- um viö sjálfir hafa ánægjtJVíeF af aö kynnast þeim staö, líkt og viö kynntumst BEST. Aö lokum vörpuöum viö fram til hópsins í kringum okkur spurningu er haföi brunniö á vör- um okkar allt kvöldiö: „Krakkar. Þurfiö þið aö vera undir áhrifum áfengis þegar þiö skemmtiö ykkur hér í BEST?“ „Nei, viö þurfum þess ekki“. „Jú, til að geta virkilega skemmt sér.“ „Já, stundum er skemmtilegra aö vera fullur." FM/HM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.