Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1984, Blaðsíða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 NORDIA ’84 ► Frfmerki Jón Aðalsteinn Jónsson Nokkuð er um liðið, frá því ég minntist síðast á nor- rænu frímerkjasýninguna, sem haldin verður hér í Laug- ardalshöll í byrjun júlí nk. Má því segja, að tími sé komínn til, að lesendur þáttarins fái einhverjar fréttir um gang mála. Vitaskuld er stöðugt unnið að undirbún- ingi undir þessa stærstu frímerkjasýningu, sem hér hef- ur verið hleypt af stokkunum, enda má segja, að flestir þeir, sem eru í forystu í samtökum frímerkjasafnara, og raunar margir aðrir, séu nú þegar störfum hlaðnir vegna þessa verkefnis. Og róðurinn á enn eftir að þyngjast til muna, þar til náð verður í höfn. Margur mun örugglega anda léttar, þegar öllu verður lokið síðla næsta sumar. Von min og trú er sú, aö þessi sýning, NORDIA 84, veröi mikil lyftistöng fyrir frímerkjasöfnun hér á landi og þá sjái um leið þeir fjöl- mörgu frímerkjasafnarar, sem standa enn utan félaga okkar, hvers viröi samtakamátturinn er. í sannleika sagt er ég þeirrar skoö- unar, aö enn séu allt of margir frí- ast til, „aö á NORDIU 84 megi sjá þverskurð þeirrar frímerkjafræði- legu þekkingar, sem norrænir safnarar búa yfir, og þá viröingu, er þeir sýna söfnunarefni sínu“. Finnur Kolbeinsson, varaformaöur L.I.F., ritar grein um Reykjavík, þar sem hann rekur stuttlega sögu hennar allt frá landnámsöld til okkar daga. merkjasafnarar aö bauka hver í sínu horni. Þeir gera sér áreiðan- lega ekki grein fyrir því, hversu mikla ánægju þeir geta sótt til samtaka safnara, aö ég tali ekki um þaö gagn, sem þeir geta haft af félagsstarfseminni fyrir söfnun sína, beint eöa óbeint. Þetta biö ég lesendur þátta minna aö hafa hugfast. Frestur til aö skila bráöabirgöa- umsókn um þátttöku í NORDIU 84 rann út 1. febrúar sl. I upphafi var gert ráö fyrir um 700 ramma sýn- ingu, en samkvæmt þeim umsókn- um, sem borizt hafa, viröist Ijóst, aö sú tala hækki eitthvaö. Raunar er eftir aö fara nákvæmlega yfir umsóknirnar, en stefna sýningar- nefndar er sú að vísa helzt engu því efni frá, sem boðiö er fram til sýningar. Á þann hátt gefst gest- um NORDIU 84 tækifæri til aö sjá bæöi gott efni og fjölbreytilegt. Lokaumsókn um þátttöku á hins vegar aö berast fyrir 1. apríl nk„ og þá verður endanleg tala kunn. Segja mætti mér, aö rammafjöldi veröi að lokum á bilinu 750 til 800. Nýlega kom út annaö kynn- ingarrit NORDIU 84, og er þaö aö miklu leyti helgað Reykjavík. Er þaö ekki sízt gert vegna þeirra fjöl- mörgu erlendu sýnenda og ann- arra gesta, sem hyggjast sækja okkur heim af þessu tilefni. Fer þá vel á því aö kynna höfuðborg landsíns. Birt er ávarp frá borgarstjóran- um í Reykjavík, Davíö Oddssyni, þar sem hann lætur m.a. í Ijós ánægju yfir því, aö L.Í.F. skuli beita sér fyrir jafn umfangsmikilli og merkri sýningu á frímerkjum. Um leiö býöur borgarstjóri erlenda gesti sérstaklega velkomna til borgarinnar. Hálfdan Helgason, formaöur sýningarnefndar, sendir einnig frá sér ávarp, og hann von- Nokkrar fallegar litmyndir prýða ritiö, m.a. fjórar af gömlum skild- inga- og aurabréfum úr Þjóö- skjalasafni Islands. I opnu er kort af þeim hluta Reykjavíkur, sem kemur einkum viö sögu NORDIU 84, og er verulegur fengur í því fyrir væntanlega gesti sýningarinn- ar. Framan á kápu eru fallegar litmyndir, sem einkenna Reykjavík sérstaklega, en því miöur njóta þær sín ekki hér í blaðinu í svarthvítu. Þeir, sem vilja eignast þetta kynningarrit, geta fengiö þaö ókeypis hjá frímerkjasamtökum og eins frímerkjakaupmönnum. Myntsýning er fyrirhuguö í óbeinum tengslum viö þessa miklu frímerkjasýningu í Laugardalshöll- inni, og eins eru uppi hugmyndir um sýningu Ijósmynda og blóma. Ef af þessu veröur, ættu sem flestir aö finna eitthvað við sitt hæfi, þótt þeir hafi takmarkaðan áhuga á frí- merkjunum. Er oröiö töluvert al- gengt á frímerkjasýningum, aö ýmislegt annað efni sé sýnt í óbeinu sambandi viö sjálf frímerk- in. Á frímerkjasýningu í Holstebro á Jótlandi í október sl. var t.d. í hliðarsal lítil heimilisiðnaöarsýning. Þar kom áreiðanlega mörg konan, meöan eiginmaðurinn skoðaði frí- merki og rabbaði viö safnara. Þannig geta hjónin bæöi notið margs konar sýningarefnis og þurfa ekki aö láta sér leiðast, meö- an veriö er á sýningarstað. Þriöja smáörkin í sambandi við NORDIU 84 kemur væntanlega út síöari hluta maímánaöar. Er mynd- efni hennar gamalt landabréf af Noröur-Evrópu frá um 1570, þar sem sjá má Island, eins og korta- geröamenn þeirra tíma hugsuöu sér þaö. Sá frægi Slania gróf þessa örk, og hef ég heyrt, aö hann telji þetta eitt erfiðasta verk- efni, sem hann hafi tekið að sér. Vonandi verður unnt aö sýna mynd af þessari örk í næsta þætti. NÝJU FRÍMERKIN OF LÍK Hinn 1. þ.m. komu út tvö blóma- frímerki. Annaö er af þyrnirós, 600 aurar, en hitt af tágamuru og 2500 aurar aö verögildi. Þetta eru vissu- lega falleg merki, en heldur hefur tekizt klaufalega til viö útgáfu þeirra aö einu leyti. Litur þessara blómamerkja er svo líkur, aö ég trúi ekki ööru en það valdi póst- mönnum áhyggjum og töfum. Ekki þarf mikiö út af aö bera í önn dagsins, aö þeir rugli hér saman verðgildum. Vafalaust er þessi litur blómanna réttur, en óheppilegt er aö velja svo lík blóm til útgáfu samtímis. Auðvelt ætti að vera fyrir útgáfunefnd póstsins aö velja saman mismunandi blómaliti til út- gáfu hverju sinni, svo aö menn vill- ist ekki á verðgildum til burðar- gjalds. HÁRGREIÐSLA af L ondon Xenon of London, eins og hann kallar sig, er álitinn af mörgum einn af færustu hárgreiðslumönn- um heims. Xenon var staddur hér á landi fyrir tveim vikum á vegum PIVOT POINT, sem eru þekkt kennslusamtök á alþjóðlegum vettvangi. Var Xenon aö koma úr þriggja vikna ferö um Evrópu aö meðtöldum Noröurlöndunum og dvaldi hann hér i tvo daga og hélt sýnikennslu fyrir félaga PIVOT POINT á ísiandi, sem eru 35 aö tölu. Xenon er fæddur á Bretlandi og naut uppfræðslu hjá Vidal Sassoon. Áriö 1964 settist hann aö í Ástralíu þar sem hann átti og rak fjórar hárgreiðslustofur í 14 ár. Nú fer mestur tími hans í aö leið- beina fólki víðsvegar um heim og notar hann kennslukerfi PIVOT POINT, sem þykir eitt besta sinnar tegundar. Sagt er að Xenon haldi aö minnsta kosti 50 sýningar ár- lega. Hann hefur einnig um langt skeiö tekiö að sér aö sjá um hár- greiðslu fyrir einstakar sjón- varpsdagskrár, sérstaklega í Bret- landi og Ástralíu auk þess sem hann hefur unniö fyrir fjölda tíma- rita og má i því sambandi nefna aö hann hefur undirbúiö eina fræg- ustu fyrirsætu heims, Lauren Hutt- on, undir Ijósmyndatöku, þá hefur hann skipulagt tískusýningar, en auk þess aö vera hárgreiöslu- meistari hefur Xenon lagt stund á föröun. Enda var þaö svo, þegar hann kom og sýndi hér, þá sá hann ekki aöeins um hárgreiðslu stúlkn- anna heldur farðaöi hann þær einnig. Hann lét ekki staöar numið viö þetta tvennt heldur klæddust sýningarstúlkurnar fatnaöi, sem hann hefur hannaö og hæföu bæöi hárgreiðslu og förðun þeirra. Þaö var ákaflega skemmtilegt aö fylgj- ast meö Xenon viö vinnu sína, því hann liföi sig mjög inn í starf sitt og Heldur að minnsta kosti 50 hárgreiðslu- sýningar á ári Concertgebouw STEDELJIK MUSEUM LISTAHÁTÍÐ sem stendur yfir frá 2.-26. marz. Meöal dagskrár- liða: De Meervaart (Osdorpplein 67): Amsterdams Blues Festival: 23. marz André Valkering og Boogie Aces og Anneke de Bruin. Rod Piazza & the Mighty Fliers. Louisiana Red, Philip Walker og Lowell Ful- son. 24. marz: Axel Zwingerberger (píanó), Young Blood Blues Band. Sippie Wallace, Al Rapone & Zydeco, Express, Lonny Brooks Blues Band. Sol Le Witt — málverk og teikningar. Sýning stend- ur yfir frá 2. marz til 23. apríl. THEATER BELLEVUE Dance Group Krisztina se Chatel 20,—25. marz. CONCERTGEBOUW 22. marz leikur Peter Serkin á píanó verk eftir Beet- hoven. 24. marz: Radio Filharmonisch Orkest flytur meöal annars verk eftir Mahler.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.