Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984
I gleði og glaumi næturlífs Reykjavikur
>***»
; ;,V
r*; . ii 4 v,. * * -* ■ j. - ýfí v
Villtur dana stíginn í Klúbbnum fram á rauóa nótt.
Dansleikja er ekki getið í íslenskum
kvæðum frá elstu tímum né heldur í
þeim sögum, er þá eiga að gerast. Þess
má þó geta, að í einni vísu Þórarins
svarta í Mávahlíð, sem nefndur er í
Eyrbyggja sögu, er kona sögð hopp-
fögur. Þetta hefur verið skýrt svo, sem
kvinnan hafi verið fögur í dansi eða
leik, líkum því sem síöar var kallaður
dans. í þremur ritum er minnst á dans-
eða hringleik á 12. öld. Segir frá þess-
um leikjum, sem tengdir voru kveð-
skap, í sögu Jóns biskups helga Ög-
mundssonar, Þorgils sögu og Hafliða
og Sturlu sögu, en tvær hinar síðar-
nefndu eru báðar varðveittar í Sturl-
ungu. í sögu Jóns helga biskups segir
m.a.: „Leikur sá var kær mönnum, áður
er hinn heilagi Jón varð biskup, að
kveða skyldi karlmaður til konu í dans
blautiig kvæði og regilig og kona til
karlmanns mansöngs vísur.“ í Sturlu
sögu er sagt frá tíðindum í Hvammi í
Dalasýslu árið 1171: „Um kveldiö kom
Sveinn heim og Oddur prestur og
margt búimanna. Og um kveldið eftir
náttverð mælti Sturla við Guðnýju hús-
freyju, að slá skyldi hringleik, og fór til
alþýða heimamanna og svo gestir...
Og var vakað til miörar nætur eða
meir... “ Frægust er þó frásögnin af
Reykhólabrúðkaupinu eða brúðkaupi
og Ólafsgildi að Reykhólum um
Ólafsmessuskeið sumarið 1119 og
höfundur Þorgils sögu og Hafliða lýs-
ir svo: „Þar var nú glaumur og gleði
mikil, skemmtan góð og margs kon-
ar leikar, bæði dansleikar, glímur og
sagnaskemmtun.“