Morgunblaðið - 25.05.1984, Side 15
HVAO ER AD GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984
47
Sýningin er 7. einkasýning
Svövu Sigríöar, sem á aö baki
þátttöku í samsýningum og er einn
af stofnendum myndlistarfélags
Árnessýslu. Hún stundaöi nám viö
Myndlistarskólann við Freyjugötu
og viö Bergenholts dekörations
fagskole í Kaupmannahöfn.
Sýningin á Selfossi stendur til
31. maí, opin um helgar frá kl.
14.00—21.00 og virka daga frá
kl.18.00—21.00.
FERÐIR
Útivist:
Fræðsluferð
Feröafélagiö Útivist fer í kvöld
13.00, umhverfis fjalliö Helgafell,
suö-austan Hafnarfjaröar. Ekið
veröur aö Kaldárseli, þar sem
gangan hefst og lýkur. Fararstjórar
veröa meö í hópnum. Brottför er
frá Umferöarmiöstöðinni, en einnig
geta þátttakendur komiö á eigin
bifreiöum.
SAMKOMUR
Karon-samtökin:
Tískusýning
Karon-sýningarsamtökin halda
á sunnudag tískusýningu aö Hótel
Sögu, þar sem kynntir verða nýir
meölimir, sem nú stíga sín fyrstu
skref á sviði. Danssýningar veröa á
Myndir Elíasar
B. Halldórssonar
ELÍAS B. Halldórsson, myndlistarmaöur, opnar málverkasýningu
í Myndlistarskólanum á Akureyri kl. 14.00 á laugardag. Sýningin
verður opin frá kl. 14.00—22.00 um helgar og frá kl. 20.00—22.00
aðra daga, en henni lýkur sunnudaginn 31. maí.
Hamskipti og skepnuskapur
— sýning Magnúsar Tómassonar
„HAMSKIPTI og skepnuskapur** er yfirskrift sýningar sem Magnús Tómasson, myndlistarmaður, opnar
á laugardag, kl. 14.00, í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Á sýningunni eru 32 olíumálverk, sem Magnús
hefur málað á undanförnu ári. Sýningin verður opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl.
10.00—18.00 og um helgar frá kl. 14.00—18.00. Henni lýkur 11. júní.
milli þátta. Stjórnandi tískusýn-
ingarinnar er Hanna Frímannsdótt-
ir og kynnir Svala Haukdal.
Háskólabíó:
„Æðisleg sumar-
hátíð“
Sumarskemmtun verður haldin í
Háskólabíói á laugardag kl. 14.00,
undir yfirskriftinni „Æöisleg sumar-
hátíö“. Þar koma m.a. fram
Break-bræöur, Hljómsveit Magn-
úsar Kjartanssonar, Eiríkur Fjalar,
Crazy Crew, Dúkkulísurnar, Vikor
og Baldur, Kiddi „breakari", Laddi
og fleiri, en kynnir veröur Magnús
Axelsson.
Allir listamennirnir gefa vinnu
sína viö skemmtunina, en ágóöi af
henni rennur til fyrstu alþjóölegu
sumarbúöa barna á Islandi, nk.
júlí. Búöirnar veröa haldnar á veg-
um C.I.S.V. (Children's Internat-
ional Summer Villages), sem
barnasálfræöingurinn D.T. Allen
stofnaöi 1951 til þess aö stuöla aö
því aö börn gætu starfað saman,
laus viö fordóma og hömlur, og
óháö litarhætti, trúarbrögöum og
stjórnmálaskoðunum. Börnin sem
hingaö koma í sumar veröa frá 10
löndum, auk íslenskra barna sem
taka þátt í sumarbúðunum.
Stefnir:
Skemmtun í
Hveradölum
Ungir sjálfstæöismenn veröa
meö skemmtikvöld á laugar-
dagskvöldiö i Skíöaskálanum í
Hveradölum, þar sem snætt verö-
ur, dansaö og ýmislegt gert sér til
skemmtunar.
Hópferö veröur frá Sjálfstæö-
ishúsinu i Hafnarfiröi kl. 19.00 og
Hamraborg í Kópavogi kl. 19.15.
Valhöll í Reykjavík stendur þátt-
takendum opin á milli kl. 19.00 og
20.00 og veröur þar boöiö upp á
hressingu áöur en lagt veröur af
staö. Haldiö veröur aftur í bæinn
aö loknum dansleik, um kl. 3.00.
Gerðuberg:
Efling hugar
og handar
„Efling hugar og handar" er yfir-
skrift sýningar í Geröubergi, sem
lýkur nk. sunnudag. Á sýningunni
eru munir geröir af nemendum í
Þjálfunarskóla ríkisins og frá dag-
vistarstofnununum Bjarkarási og
Lækjarási. Sýningin er opin frá kl.
14.00—18.00.
Svarthol:
Síðustu sýningar
Síðustu feröir á lista- og geim-
skemmtunina i Svartholi (Tjarn-
arbæ) veröa í kvöld og á sunnu-
dagskvöld. Feröirnar hefjast kl.
21.00, en farmiðasala er í anddyri
frá kl. 20.00.
kl. 20.00 í tvær helgarferöir, í
Þórsmörk, þar sem gist verður í
Útivistarskálanum í Básum, og á
Tindafjöll og Tindafjallajökul, þar
sem gist veröur í Tindafjallaseli.
Á sunnudag veröa farnar þrjár
dagsferöir. Kl. 10.30 hefst fræöslu-
ferö um strandlengjuna á milli Ölf-
usár og Þjórsár, undir leiösögn
Karls Gunnarssonar, sem fræöir
um þörunga, Jóns Bogasonar,
sem fræöir um skel-, krabbadýr og
þöruna og Árna Waag, sem fræöir
um fuglalífiö á þessum slóöum. Á
sama tíma hefst ferö um Klóar-
veg-Katlatjarnir og Reykjadal og
kl. 13.00 er gönguferð um Reykja-
dal og Grensdal, upp af Hvera-
geröi. Brottför er frá bensínsölu
BSÍ.
Ferðafélag íslands:
Göngudagur
Árlegur Göngudagur Feröafé-
lags islands verður haldinn í sjötta
sinn á sunnudag. Veröa þá farnar
tvær gönguferöir, kl. 10.30 og kl.
FETI FRAMAR
■©• ÖRYGGI, ENDING, SPAR-
NEYTNI OG LÁGUR VIÐ-
HALDSKOSTNAÐUR.
■©• ALLT ERU ÞETTA
EINKUNNARORÐ HJÁ
OPEL.
©■ VERIÐ VANDLÁT VELJIÐ
OPEL. KOMIÐ OG
REYNSLUAKIÐ.
GM
HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVORUM