Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 14
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA?
46 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 25. MAl 1984
Gallerí Portið:
Myndir Stefáns frá Mödrudal
STEFÁN Jónsson, listamaöur frá Möörudal, heldur nú sýningu á verkum sínum í Gallerí Portinu, aö
Laugavegi 1. Á sýningunni eru um 500 verk, bæöi olíumálverk og vatnslitamyndir, sem Stefán hefur
málaö á undanförnum þremur árum. Sýningin er opin daglega frá kl. 15.00—20.00. Þá sýnir Stefán
einnig um 50 verk á Bergstaðastræti 8 og verk eftir hann eru á samsýningu íslenskra myndlistar-
manna, sem nú stendur yffír í Malmö í Svíþjóö.
LEIKLIST
LR:
Gísl, Brosiö
og Fjöreggið
Leikfélag Reykjavíkur sýnir í
kvöld leikritið Bros úr djúpinu, eftir
Lars Norén. Leikstjóri er Kjartan
Ragnarsson, en leikarar eru 5.
Gísl, leikrit Brendan Behans,
verður sýnt á laugardagskvöld. 15
leikarar eru í sýningunni. Leikstjóri
er Stefán Baldursson, en Sigurður
Rúnar Jónsson stjórnar tónlist,
sem flutt er af leikurum.
Fjöreggið, leikrit Sveins Einars-
sonar, verður sýnt á sunnudags-
kvöld. Leikritiö er lýsing á nútíma-
fjölskyldu í Reykjavík. í leikritinu
koma fram 15 leikarar, leikstjóri er
Haukur J. Gunnarsson.
Þjóðleikhúsið:
Gæjar og píur
Söngieikurinn Gæjar og píur,
eftir Frank Loesser, Jo Swerling og
Abe Burrows veröur sýndur í 25.
sinn í Þjóðleikhúsinu á laugar-
dagskvöld. Hann veröur einnig
sýndur í kvöld og á sunnudags-
kvöld, en fyrir nokkru er orðið
uppselt á sýningarnar þrjár, eins
og reyndar hefur veriö meö allar
sýningar til þessa.
TÓNLIST
Norræna húsið:
Norskur
kvennakór
Ökern Damekor, kvennakórinn
norski, heldur á laugardag kl.
18.00 tónleika í Norræna húsinu.
Stjórnandi er Synnöve Hermansen
og undirleikari Egil Schanke, sem
leikur á píanó verk eftir Chopin,
Grieg og Teilmann.
Á tónleikunum syngur einnig
Álafoss órinn, undir stjórn Páls
Helgasonar, og Karlakórinn Stefn-
ir, undir stjórn Helga R. Einarsson-
ar.
Seyðisffjöröur —
Neskaupstaður:
Söngtónleikar
Söngtónleikar veröa haldnir í
Heröubreiö á Seyöisfiröi á laug-
ardag kl. 20.30 og kl. 16.00 á
sunnudag í Egilsbúð í Neskaup-
staö. Þar syngja hjónin Margrét
Matthíasdóttir, mezzosópran, og
Hjálmar E. Hjálmtýsson, tenór.
Undirleikari veröur David Roscoe,
píanóleikari og tónlistarkennari.
Á efnisskránni eru íslensk,
norsk, sænsk og ítölsk lög, negra-
sálmar og aríur, einsöngur og tví-
söngur.
Kór Langholtskirkju:
Söngskemmtun
Kór Langholtskirkju heldur á
sunnudag kl. 17.00 fjölskyldu-
söngskemmtun í Langholtskirkju.
Á efnisskránni veröa m.a. islensk
alþýöulög, lagasyrpur, í útsetningu
Gunnars Reynis Sveinssonar, úr
„Missa Criolla", einsöngur og ýmis
atriöi sem kórfélagar koma fram í.
Umsjón meö skemmtuninni hefur
Jón Stefánsson, stjórnandi kórs-
ins.
Borgarnes:
Álafosskórinn
Álafosskórinn, kór Starfs-
mannafélags Álafoss, heldur
söngskemmtun á Hótel Borgarnesi
nk. sunnudag kl. 21.00. Á skemmt-
uninni veröur tískusýning frá Ála-
fossi. Einsöngvari veröur Helgi
Einarsson, en söngstjóri er Páll
Helgason. Þá syngur kórinn fyrir
vistmenn á Dvalarheimili aldraöra.
Norðurland eystra:
Mót skóla-
lúðrasveita
Mót skólalúörasveita á Noröur-
landi eystra, veröur haldiö aö
Ýdölum, Aöaldal í S-Þingeyjar-
sýslu á laugardag kl. 16.00 og í
félagsheimilinu á Húsavík á sunnu-
dag kl. 17.00. Á mótinu koma fram
um 100 nemendur í 4 hljómsveit-
um. Stjórnendur lúörasveitanna
eru Finnur Eydal, Edvard Fred-
rikssen, Benedikt Helgason og
Guömundur Norödahl.
Njarðvík:
Tónleikar
Tenórsöngvararnir Guömundur
Sigurösson og Helgi Maronsson
halda á laugardag tónleika í Ytri-
Njarövíkurkirkju, sem hefjast kl.
17.00. Þar syngja þeir íslensk,
sænsk og þýsk sönglög, ítalskar
aríur og dúetta viö undirleik Ólafs
Vignis Albertssonar.
Tónleikarnir veröa endurteknir
fimmtudaginn 31. maí kl. 17.00 í
samkomuhúsinu í Sandgerði.
MYNDLIST
Akureyri:
Listkynning
Listkynning á verkum málarans
Kristins G. Jóhannssonar stendur
nú yfir í Alþýöubankanum á Akur-
eyri. Þar sýnir hann olíumálverk frá
nánasta umhverfi sínu á Akureyri,
sem hann hefur unniö meö göml-
um munstrum.
Innsýn — grafísk
íslensk kvikmynd
INNSÝN, ný íslensk kvikmynd,
veröur frumsýnd í Regnbog-
anum á morgun, laugardag,
kl. 15.00. Kvikmyndin, sem er
30 mínútna löng, er grafísk,
gerö samkvæmt lögmálum
teíknimyndarinnar og er
„nokkurs konar málverk á
hreyfingu", aö sögn höfundar-
ins, Finnbjörns Finnbjörns-
sonar. Myndin veröur sýnd á
klukkutíma fresti allan laug-
ardaginn.
Listkynningin stendur yfir í tvo
mánuöi, en hún er haldin á vegum
Menningarsambands Norölend-
inga og Alþýöubankans.
Listasafn ASÍ:
Úr starfi í leik
Sýningu 23ja frístundamálara í
Listasafni ASÍ viö Grensásveg lýk-
ur á sunnudag.
Á sýningunni eru 102 verk, oliu-
málverk, höggmyndir, tréskurö-
armyndir og fleira eftir þá Árna
Sverrisson, Ásgeir Einarsson, Birgi
A. Eggertsson, Björgvin Frederik-
sen, Einar Magnússon, Georg Vil-
hjálmsson, Grétar Bergmann Ár-
sælsson, Guömund Bergmann,
Guömund Guömundsson, Guö-
mund Kristinsson, Halldór S.
Björnsson, Helga Gunnlaugsson,
Jens Jóelsson, Jón Magnússon,
Konráö Guömundsson, Magnús
Finnbogason, Pál Jónsson, Rík-
harö Ingibergsson, Sigurö K.
Árnason, Sigurö Jónsson, Tryggva
Benediktsson, Þóri Oddsson,
Þorkel Sigurösson og Þröst Pét-
ursson.
Sýningin veröur opin í dag frá kl.
14.00—20.00 og um helgina frá kl.
14.00—22.00.
Djúpið:
Ljósmyndasýning
Ljósmyndasýning stendur nú yf-
ir í Djúpinu, sem ber yfirskriftina
„Talaö’ekki umöa". Myndirnar eru
eftir Si. Völu og er þetta hennar
fyrsta einkasýning. Sýningin er
opin á sama tíma og veitingahúsiö
Horniö og stendur hún fram til
mánaöamóta.
Akureyri:
Steinleir og
postulín
Sýningu Helga Björgvinssonar,
leirkerasmiös, aö Sunnuhlíð 12 á
Akureyri lýkur nú um helgina. Á
sýningunni, sem hann nefnir
„Steinleir og postulín" eru leirmun-
ir og lágmyndir, en þetta er þriöja
einkasýning Helga. Hún veröur
opin á laugardag og sunnudag frá
kl. 14.00—22.00.
Stúdíó
Tryggvagata 10:
Samsýning
Myndlistarmennirnir Anna María
Karlsdóttir og Corrado Corno sýna
nú verk sin í stúdíói aö Tryggva-
götu 10, en sýningunni lýkur á
sunnudag kl. 23.00.
Á sýningunni eru um 20 verk,
unnin meö blandaöri tækni. Sýn-
ingin veröur opin um helgina frá kl.
15.00—23.00.
Gerðuberg:
Verk Sigurðar
Jónssonar
í menningarmiöstööinni Geröu-
bergi hefur aö undanförnu staöiö
yfir sýning á verkum myndlistar-
mannsins Siguröar Jónssonar.
Sýningunni lýkur nú um helgina, en
hún veröur opin frá kl.
14.00—18.00 báöa dagana.
Hveragerði:
Myndir Ray
Cartwright
Breski myndlistarmaöurinn Ray
Cartwright, sem búsettur er á ís-
landi, sýnir nú verk sín í Eden í
Hveragerði og lýkur sýningunni á
sunnudagskvöld. Á sýningunni eru
12 olíumálverk og 20 „scrape-
board" myndir, sem eru ristar á
svart spjald meö hvitu undirlagi.
Cartwright hefur áöur sýnt í
Eden, á samsýnlngu '81 og einka-
sýningu '82. Hann sýndi einnig
verk sin á Borgarspítalanum sl.
haust.
Þrastarlundur:
Ástin og vorið
Ólafur Sveinsson, myndlistar-
maöur, opnar í dag málverkasýn-
ingu í Þrastarlundi ( Grímsnesi. Á
sýningunni, sem hann nefnir „Ást-
ina og voriö" eru um 20 myndir,
nær eingöngu vatnslitamyndir sem
Ólafur hefur unniö á þessu ári.
„Ástin og voriö" er önnur einka-
sýning Ólafs, en hann sýndi verk
sín á Mokka sl. vetur og hyggur á
myndlistarnám erlendis næsta
haust. Sýningin í Þrastariundi
stendur til 8. júní og er opin á
opnunartíma hússins.
Listasaffn Árnessýslu:
Málverkasýning
Svava Sigríöur Gestsdóttir,
myndlistarmaöur, opnaöi nýlega
sýningu á verkum sínum í Lista-
safni Árnessýslu á Selfossi. Þar
sýnir hún 34 verk, vatnslitamyndir
og myndir sem hún vinnur meö
bleki.
Málverk Bjarna Ragnars
í Ásmundarsal
í ÁSMUNDARSAL viö Freyjugötu opnar Bjarni Ragnar, myndlist-
armaöur, á laugardag kl. 14.00 sýningu á verkum sínum. Á sýning-
unni, sem er 4. einkasýning hans, eru um 30 myndir, olíumálverk
og teikningar, sem hann hefur unnið frá 1978. Sýningin verður
opin daglega frá kl. 14.00—22.00, en hún stendur til 6. júní.