Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984
37
Frá dansgólfi Óðals. Það er
ekki nægilege stórt, en gest-
ir kunna þar vel við sig og
svife um í densinum. Óðal er
vel innróttaður steður í anda
villta vestursins.
„BER LÍTIO Á ÓKURTEIST'
Frá unglingaskemmtistaönum viö
Hlemm lá leiöin í Þórscafé. Þórscafé
var opnaö árið 1946 og þá viö Hverf-
isgötu, en fluttist 1958 í Brautarholt
20. Breytt var um fyrirkomulag áriö
1976 er Þórscafé varö vínveitlnga-
hús.
i Þórscafé tók Kristlnn Guö-
mundsson veitingastjóri á móti
okkur. Hann vísaöi okkur um eldhús-
iö fram á sjálfan skemmtistaöinn. i
eldhúsinu var frekar lítið um aö vera.
Jóhannes Viöar Bjarnason og Sigur-
vin Krtstjónsson þjónar voru í smá-
hléi og ég notaöi tækifæriö til að
rabba viö þá og spuröi auðvitaö
fyrst, hvernig þeim líkaöi þjónsstarf-
iö.
Jóhannes og Sigurvin voru sam-
mála um ágæti þess aö starfa sem
þjónn í Þórscafé. „Vlö afgreiöum mat
og drykk á borðln,“ sagöi Sigurvin,
.og hreinsum þau einnig.“ Sigurvin
sagöi gestina þægilegt og gott fólk,
sem skemmti sér þaö vel, aö þaö
væri ekki meö leiöindi. „Þaö ber lítiö
á ókurteisi og yfirieitt líöur kvöldiö án
vandræða vegna gestanna."
En hvernig fólk sækir Þórscafé?
„Hingað kemur alls konar fólk,“
sagöi Sigurvin. „Þaö er allt frá tví-
tugu og upp úr.“
BIDRÖDIN FURDULEGT
FYRIRBÆRI
Þórscafé er stór staöur og rúmar
marga, enda þótt mannþröng veröi
þegar húsiö er fullt. Gildir þaö raunar
um flesta ef ekki alla skemmtistaöi á
höfuöborgarsvæöinu og er erfitt aö
komast leiðar sinnar þegar mann-
fjöldinn verður sem mestur. Má auk
þess minnast á biörööina, en hún
myndast viö inngöngudyr velflestra
skemmtistaöa í Reykjavík og má
stundum reikna meö hálftíma og allt
upp í rúma klukkutíma biö í biöröö ef
seint er haldið á skemmtistaö. Reyn-
ist einkum erfitt aö fá inngöngu upp
úr miönætti og allt fram til hálftvö aö
næturlagi þótt þetta sé mismunandi
eftir skemmtistööum. Má segja, aö
þetta fyrirbrigöi, biörööin, sé ákaf-
lega hvimleitt. Ekki er gott aö gefa
algitda skýringu á fyrirbærlnu. Aöal-
ástæöan hlýtur þó aö vera mikil að-
sókn og sú staöreynd, að Reykvík-
ingar koma mjög seint á þessa staöi
og aö stórum hluta á svipuöum tíma.
Þaö er jafnvel svo, aö hámark
skemmtunarinnar er ekkl fyrr en eftir
miönætti. Þetta er vandskýrt á vet-
urna, en dagsbirtan aö næturlagi á
sumrin kann aö gefa skýringu á fóta-
feröartíma náttugla reykvísks nætur-
Iffs.
Dansbandiö lék fyrir dansi á efri
hæö Þórscafé þetta föstudagskvöld,
en á neöri hæöinni er tónstúka, en
segja má, aö alltaf sé veriö aö bæta
hana, svo gestirnir ættu aö njóta
þess helsta, sem tiökast í þeirri grein.
HÆTTI VID AFORM
UM NAUDVÖRN
Ég vatt mér aö 22 ára gamalli
stúlku á dansgólfinu í Þórscafé og
spuröi hana hvort hún vildi svara
nokkrum spurningum. Stúlkan velti
fyrir sér, hvort réttast væri aö kalla á
dyraverðina, slá mig í gólfiö eöa
samþykkja erindi mitt. Ég sýndi
henni skjöl, sem sýndu starf mitt og
stúlkan hættl víö öll áform um nauö-
vörn og leyföi mér aö bera fram
nokkrar spurnlngar á milli þess, sem
hún tók nokkur dansspor listagyöj-
unni til dýröar.
Ég haföi hitt á heimakæra Reykja-
víkurmær, sem kvaöst ekki hafa
komið í Þórscafó í mörg ár. En hvers
Og þá er kátt íhöllinni, þegar hljómsveitin Tígler hefur leikinn.
Matthías Brynjar,
Lára og Róbert
(t.h.) voru á dansi-
balli í Klúbbnum
og voru bera
ánægð með lífið.
Mattý Jóhanns syngur um hverja helgi á skemmtistaðnum Ártúni við
undirleik hljómsveitarinnar Dreka.
vegna er fólk aó fara út að hennar
mati? Ragnheiöur taidi marga vera
aö leita að einhverju. Hún var ekkí
alveg viss um hvaö væri aö ræöa.
Áleit jafnvel aö sumir væru í leit aö
maka. „Og sumir fylla upp í vikuna á
þennan hátt,“ sagói Ragnheiöur.
„Hafa unnió baki brotnu og gera sér
glaöan dag meö þessu móti." Ragn-
heióur kvaöst sjálf fá lítlö út úr því aö
fara á skemmtistaói.
TOKUORD HVIMLEID
Nöfn veitingastaöa í Reykjavík eru
mjög misjöfn. Sum, en því miöur allt-
of mörg, eru tekin úr ensku og nægir
aö nefna Broadway og Traffic. Þetta
er mjög hvimleitt, sérstaklega þegar
auövelt er að finna góö heiti í ís-
lensku í þessum tilgangl. Enskan er
þó vafalaust ætluö til aö fá duiarfyllri
og umfram allt alþjóólegri blæ. Nafn
skemmtlstaóa viröist skipta máli og á
sennilega þátt í aö skapa andrúms-
loftiö þar. Þó sýnist mér óþarfi fyrir
eígendurna aó leita á náöir framandi
tungumála eins og glögglega kemur
fram í nafni skemmtistaöar vió Aust-
urvöll, Óöals, en þar var einmitt
næsti viókomustaöur okkar.
Stúlkurnar í vínstúkunni á neöstu
hæö Óöals þetta föstudagskvöld
voru þær Kristjana Valgeirsdóttir og
íris Danielsdóttir. Ég ræddi stuttlega
við Kristjönu á milll jjess sem hún
hristi hanastél handa gestum.
„Hingaö kemur alls konar fólk,
flest um þrítugt og upp úr,“ sagöl
Kristjana. „Aösóknin er mikil en
Sigurður Sverris-
son dyravörður á
skemmtistaönum
Traffic við Hlemm.
Það er ekki alls
staðar, sem dyra-
verðir veitinga-
húsa taka á móti
gestum í
„smoking“-kvöld-
klæðnaði.
minnkar þegar nær dregur mánaöa-
mótum. Áfengisnotkun er hér svipuó
og annars staöar. Gestirnir koma til
aö dansa og spjalla saman."
Er þaö ákveöinn hópur, sem kem-
ur á Óðal?
„Mér finnst fólk hreyfa sig mjög
mikið og færa sig á milli staöa, þótt
sömu andlitin sjáist vissulega.”
Kristjana taldi aó vísu líkan sækja
líkan heim. Aöspurö hvort gestirnir
væru i ieit aö maka, svaraöi hún þvi
til, aö svo væri ekki. Slíkt væri bund-
iö viö ákveöna staði.
En hvað finnst Emil, sem kemur
ýmist á Óöal eða fer í Leikhúskjallar-
ann?
„ENGIN FATAÍMYND“
„Hér eru „intelektuelar“,“ sagði
Emil, sem ekki vildi segja nánar til
sín. „Og fólk, sem langar til aó vera
þaö. Gestirnir halda ekki fast í fata-
ímynd eins og annars staöar og þá
sérstaklega á Safarí. Hér er fólk eins
og það á að sér aö vera.“ Emll tók
skýrt fram, aö hann kæmi meö intel-
ektuelunum.
i Glæsibæ tók ég tali nektardans-
meyjar. Ég hafói aö vísu oröiö af sýn-
ingu þeirra, svo ekki gat ég rætt um
sýninguna, en forvitnaóist um hagi
stúlknanna. Þær voru tvær og heitlr
önnur Ingibjörg, islendingur búsett i
Danmörku, en hin Karln, Danl og
einnig búsett i Danmörku.
„Ég kom eitt sinn á skemmtistaó,
þar sem keppt var um þaö, hvaóa
kona þar heföi fallegustu brjóstin. Ég
skellti mér í keppnina og var mér í
framhaldi af henni boöiö starf sem
nektardansmær," sagði Ingibjörg, en
hún hefur starfaó í þessari grein í
fjögur ár, eöa frá 17 ára aldri. „Viö
vorum tvær i byrjun, en svo dansaöi
ég ein. Viö Karin höfum hins vegar
veriö saman meö nektarsýningu nú í
um fimm mánuöi og hefur gengiö vel.
Hér höfum viö veriö i mánuö. Fólk
hefur tekiö okkur vel og okkur finnst
Glæsibær góöur staöur."
„VILJA SJÁ OKKUfí
AFKLÆDAST“
En hvers vegna heldur Karin aö
fólk komi til að horfa á sýningu
(jeirra?
„Áhorfendur vilja sjá okkur af-
klæóast. Karlarnir koma a.m.k. til
þess að fylgjast meö því. Ég held, aö
konurnar horfi meira á dansinn, enda
leggjum við mesta áherslu á dansinn
og hió listræna. Danir koma meira til
aö sjá hiö listræna í dansi okkar en
islendingar."
Ég spuröi Karin hvernig henni félli
MorBunblaðiö/KÖE
starfiö og hún svaraöi meö því aó
segja: „Þetta er lífsreynsla." Hún hef-
ur aöeins dansaö i nektarsýningu í
fimm mánuöi og sagöist vera búin aó
fá nóg. „Þaö veróur aö vera til eitt-
hvað betra.“
Þetta var síöasta kvöldiö þelrra á
íslandi og þær áttu aö fljúga til Kaup-
mannahafnar eldsnemma um morg-
uninn, „heim til fjölskyldunnar".
I Glæsibæ eru tveir salir. Hátt í sjð
hundruö manns rúmast þar.
Hljómsveitin Glæsir leikur fyrlr dansi
í stærri salnum, en tónstúka er í þeim
minni. Aldur gestanna virtist vera frá
um 25 árum og allt upp í rúmlega
sextugt.
Ella er á sextugsaldri og sagöi
mér, aö hún hefði komið meö mann-
inum sinum i Glæsibæ. „Þaö er ekki
spennandi aö vera hér einn,“ sagði
hún. „En þaö er gaman aö skemmta
sér með eiginmanninum. Viö förum
þó frekar sjaldan út. Þegar við gerum
slíkt, förum vió einnig á Broadway
eöa Sögu." Ella taldi fólk á hennar
aldri skemmta sér mikiö og fara mik-
iö út. Þaö kysi þó aö skemmta sór
viö undirleik hljómsveitar og var ekk-
ert hrifin af diskótekum.
Klukkuna vantaöi nokkrar mínútur
í þrjú, er röðin var komin aö Klúbbn-
um. Við KÖE ákváðum aö reyna aö
komast þangaö þótt seint væri og
hinn aldni Benz Ijósmyndarans var
píndur til hins ýtrasta. Vió smeygóum
okkur fram hjá dyravöröum og
strunsuóum inn i Klúbbinn rétt áöur
en lokað var. Gestirnir voru ekkert á
þeim buxunum aó hætta og virtust
skemmta sér hiö besta þrátt fyrir aö
komið væri langt fram yfir venjulegan
háttatíma. Ég náöi í skottiö á nokkr-
um krökkum og byrjaöi að spyrja
þau spjörunum úr.
„LÍTID ANNAD
AD GERA“
Lára sagóist vera 18 ára, Róbert
er 19 og Matthías Brynjar er tvítugur.
Matthías undirstrikaöi þaó, aö hann
væri nokkurs konar bilstjóri Láru og
Róberts og var ekkert aö hafa sig
sérstaklega í frammi.
„Við förum yfirleitt að skemmta
okkur um hverja helgi og jafnvel
bæöi föstudaga og laugardaga,"
sagói Lára, er ég spuröi hana um
næturgöltur þeirra. Hún sagöi þau
vinina stundum fara í Hollywood og
væri þaö misjafnt hvaóa fólk þau um-
gengust. Lára og Róbert álitu krakka
á aldrinum 18—24 ára sækja Klúbb-
inn, þetta væru ofur venjulegir krakk-
ar, sem virtust skemmta sér vel. I
Klúbbnum væri dansaö og svo kjaft-
aö um hitt og þetta. Þá væru Itka oft
partý aö balli loknu. „Viö þekkjum aö
visu fleiri i Hollywood," sagði Róbert.
„Þaö sækir öóruvísi fólk þangaö en í
Klúbbinn." Reyndar sagói Matthias
að í Hollywood væri betra úrval
kvenfólks.
En af hverju fara krakkarnir út aö
skemmta sér?
„Það er gaman aö skemmta sér.
Auk þess er bara lítiö annaö aö gera
en fara á skemmtistaöi."
Eftir spjallió við Láru, Róbert og
Matthías var kominn tími til aö hætta
þessari kynningarferö um skemmt-
analif Reykjavíkurborgar á föstu-
dagskvöldi, enda klukkan langt
gengin í fjögur. En ekkl var allt búiö
enn. Fyrir höndum var svipaóur leiö-
angur kvöldiö eftir. Þá stóö til aó
heimsækja Broadway, Hollywood,
Hótel Sögu, Leikhúskjallarann og
Safari. Þeirri ferö veröur lýst í næsta
föstudagsblaöi.
— ing.joh.
Þyrí, Láki, Óli,
Inga og Birna
sögðust vera
ánægð með
dansiballið
á Traffic
skemmtu
sér
ágætlega.