Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 4
Fólk skemmtir sér hió beata vió undirleik Glæaia I Kristjana Valgeiradóttir atarfaatúlka ( vfnatúku Óöala.
Glæsibæ og tekur lótt apor í takt viö tónliatina. Aö baki hennar er íria Daníeladóttir aamatartamaöur Kriatjönu.
Þetta er ekki mynd
frá útiskemmtun
undir stjörnubjört-
um himni, heldur
kemur tónlistin á
Traffic beint úr
tónstúku í bifreiö-
arlíki.
Meðal
nátthrafna
á öldurhúsum
Þeir voru hressir ( bragöi, þjónarnir ( Þórscafó sem
hór sjóst meö veitingastjóra staöerins. Taliö fró
vinstri: Póll Sigurösson yfirþjónn, Jóhannes Viöar
Bjarnason þjónn, Sigurvin Kristjónsson þjónn og
Kristinn Guömundsson veitingastjóri.
BHJIMBÓT
y AfötnGasASteeuto
Mikiö vatn hefur runniö til sjávar
síöan þær sögur voru skráöar, sem
vitnaö er í hér á opnunni aö framan,
og þeir atburöir geröust, er þær
lýsa. Og víst er, aö íslendingar
skemmta sér á annan hátt en fyrr á
öldum. í frásögninni af Reykhóla-
brúökaupinu segir höfundur Þorgils
sögu og Hafliða aö þar hafi gleðin
setið í fyrirrúmi og fólk skemmt sér
hið besta. Morgunblaöið ákvaö aö
kanna næturlífiö í Reykjavík og þá
sérstaklega hvernig fólk skemmtir
sér, á hvaöa aldri þaö er og hvort
því er í raun skemmt. Blaöamaöur
og Ijósmyndari heimsóttu tólf
skemmtistaöi í borginni með þetta
fyrir augum og ræddu viö starfsfólk
og gesti staöanna. Þaö skal tekiö
fram, aö einungis var rætt við
ódrukkiö fólk og myndir eru birtar
með samþykki þess.
Þaö tók okkur tvö kvöld aö kom-
ast á milli þeirra 12 skemmtistaöa,
sem ákveöiö var, aö við kynntum
okkur. Við unnum frá tíu föstu-
dagskvöldiö 4. maí fram til klukkan
hálffjögur um nóttina og jafnlengi á
laugardagskvöldiö. Þetta var þvi
strembin vinna. Okkur fannst þó
gestir skemmtistaöanna standa í
ströngu lika, því þaö leyndi sér ekki,
aö nú verður aö hafa töluvert fyrir þvi
aö skemmta sér og þaö getur hrein-
lega verið leiöinlegt. Einn skemmti-
stað borgarinnar gátum viö ekki
heimsótt, en þaö var Sigtún. Þar var
veriö aö undirbúa opnun eftir gagn-
gerar breytingar á efri hæö hússins.
KÁTT í HÖLLINNI
Fyrsti viökomustaöur á leiö okkar
Kristjáns Arnar Elíassonar Ijósmynd-
ara um öngstræti reykvísks næturlífs
á föstudegi var Templarahöllin a
Skólavöröuhæö. Þar býöur skemmti-
félag góötemplara fólki til félagsvist-
ar hvert föstudagskvöld allt áriö um
kring, en síöan er dansað við undir-
leik hljómsveitarinnar Tígla fram til
hálftvö. Þorlákur Jónsson formaöur
skemmtifélagsins og Ása Benedikts-
dóttir 2. stjórnandi sögóu okkur aö
staöinn sækti fólk frá 16 ára aldri og
upp í nírætt. Þetta væri fólk, sem
heföi gaman af gömlu dönsunum og
ekki eingöngu templarar. Félagsvist
væri spiluö á 20—26 boröum fyrri
hluta kvölds, en i dansinum væru aö
meöaltali 60—70. í Templarahöllinni
er boöiö upp á kaffi og gos.
Gestir góötemplara þetta kvöld
voru mjög snyrtilegir og virtist fólk
skemmta sér hiö besta og ekki var
svo aö sjá, aó áfengisleysiö hindraöi
það, aó glaumur ríkti.
Frá Templarahöllinni lá leiöin upp í
Ártún, en þar sér Mattý Jóhanns og
hljómsveitin Drekar um fjöriö. Ártún
er, eins og nafniö gefur til kynna,
staösett á Ártúnshöföa. Þar sækja
tæplega 200 manns gömlu dansana
um helgar og þegar okkur bar aö
garöi var Mattý einmitt aö syngja Lóu
litlu á Brún. Það er stór kostur viö
Ártún hve dansgólfiö þar er stórt.
Nóg rými er fyrir gesti og lítill troön-
ingur var þar gagnstætt því sem er
víöast annars staöar. Dyraveröir
hússins sögöu, aö fólk kæmi til aó
skemmta sér og dansa. Þar væru
aldrei nein vandræöi vegna ölvunar
sem væri lítil. Gestir eru á aldrinum
frá 30 ára og upp í sextugt.
„ALVEG ÆDISLEGA
GAMAN“
En hvernig skemmtir fólk sér?
„Hér er alveg æðislega gaman,"
sagöi kona á fimmtugsaldri um leiö
og hún sveif fram hjá í örmum eig-
inmannsins, sem tók undir orö konu
sinnar. .Viö komum stundum tvisvar
um helgi. Ég mæli eindregiö meö
Ártúni. Þetta er skemmtilegasti staö-
urinn."
Þaö eru aö veröa þrjú ár síöan
Mattý Jóhanns tók aö syngja í Ártúni.
„Ég hef sungiö á hinum og þessum
stööum allt frá 1973," sagöi Mattý, er
ég spurði hana um söngferil hennar.
„Áður en ég kom hingaö söng ég í
Lindarbæ og stór hluti gestanna
fylgdi mér í Ártún. Ég er þeim að
sjálfsögöu afar þakklát. Raunar er ég
farin aö þekkja gestina og marga
mjög vel. Þeir eru flestir fastagestir,
sem margir eiga sín uppáhaldslög.
Syngi ég þau ekki líkar þeim þaó illa.
Svo dagskráin er oröin býsna fast-
mótuö. Hér erum viö bæöi föstu-
dags- og laugardagskvöld." Mattý
sagöi tónlistina aöallega miöast viö
samkvæmisdansa. „Viö höfum hálf-
tima hlé frá klukkan níu til hálfþrjú,
en þá er oft leikin tónlist af segul-
bandi. Gestirnir eru ekkert hrifnir af
svoleiöis svo viö reynum aö fá ein-
hvern til aö spila á harmonikku."
Er gott að skemmta í Ártúni?
„Hér er mjög gott að skemmta,"
sagöi Mattý Jóhanns söngkona aö
lokum.
Þaö var liðiö aö miönætti, er viö
KÖE lögöum af staö niöur í miöbæ i
heimsókn á nýjan unglingaskemmti-
staö, Traffic. Hann er staösettur aö
Laugavegi 116 í sama húsi og Mat-
stofa Austurbæjar. Er viö nálguö-
umst Hlemm fór aö verða margt um
manninn. Hór voru unglingar á ferli,
ýmist einir á göngu eöa í hóþi. A
Hlemmi var jafnmannmargt eins og
um hábjartan dag. Eini munurinn var
aldur hópsins. Ég giska á, aö hann
hafi legió á bilinu 12—17 ára. Ekki
töluöum viö viö þessa krakka aö
sinni og spuröum ekki um hugsan-
legar ástæöur þess, aö þau væru
svona mörg saman komin í strætis-
vagnaskýli. Hugsanlega var þaö
ákvörðunarstaöur okkar, sem lokk-
aöi unglingana til sín.
Nafn skemmtistaðarins Traffic lýs-
ir vel þeim fjölda unglinga, sem var
þar þetta föstudagskvöld. Raunar
sögöu dyraverðirnir okkur, aö aö-
sókn væri töluvert meiri á föstudög-
um en laugardögum án þess þó aö
geta gefið viðhlítandi skýringu á því.
Því má skjóta hér inn í aö hvergi
hittum viö jafnprúóbúna dyraveröi og
í Traffic. Aldur þeirra er aö vísu ekki
hár, ég giska á aö þeir séu um tví-
tugt, en þeir eru jafnprúöbúnir og
þeir eru kurteisir viö krakkana, sem
augsýnilega kunna aö meta þaö. Þeir
voru enn fremur sammála um þaö,
aö auövelt væri aó fást viö gestina,
sem færu með friöi.
TÓNLISTIN ÚR
STYRISHUSINU
Aldurstakmark í Traffic er 16 ár.
Þar er aö sjálfsögöu engin áfengis-
sala, en sælgæti og gos er hægt aö
kaupa. Þaö er ekki hægt aö segja, aó
sjálfur skemmtistaöurinn sé stór, en
á móti kemur, aö hann er ágætlega
innréttaöur og þaö fer ekki mikiö
fyrir gestum hans. Þar er frumlegasta
tónstúka höfuöborgarinnar, en plötu-
snúóarnir í Traffic sjá um tónlistina í
stýrishúsi í bifreiöarlíki enda er
skemmtistaóurinn nefndur eftir um-
feröinni.
í Traffic þetta föstudagskvöld voru
þau Þyrí, Láki, Óli og Aggi að
skemmta sér meö kunningjum. Ég
settist hjá þeim og spuröi hvort þau
væru ekki til í aö spjalla viö blaöa-
mann frá Morgunblaöinu. Þau héldu
aö þaö væri nú i góöu lagi aö ræöa
viö Moggann.
Þyrí lýsti yfir því strax í upphafi, aö
þetta væri fyrsta heimsókn hennar á
skemmtistaöinn. Láki sagöist kom-
inn í annaö sinn, en Óli heimsækir oft
Traffic. Þau voru öll sammála um
þaö, að þeim fyndist gaman. Ungl-
ingarnir væru yfirleitt ekki drukknir
og aöalatriöió væri aö dansa, en
stundum væri fariö í partý aö dans-
leik loknum. Þaö gæti hins vegar far-
iö á ýmsa lund.
„MIKILVÆGT AD TOLLA
I TÍSKUNNI“
Inga og Birna sátu hjá okkur og ég
spuröi þær hvers vegna þær færu út
aö skemmta sér. Þær sögöust vilja
hitta kunningjana, dansa og
skemmta sér. Þeim fannst Traffic
„æðislega sniöugur staöur". Krakk-
arnir geröu sér far um aö vera snyrti-
legir og samkvæmt nýjustu tísku.
„Þaö er gaman aö klæóa sig upp,"
sögöu stúlkurnar.
Krakkarnir sögöust stundum hafa
veriö á Hótel Islands-planinu, eöa
Hallærisplaninu svonefnda, en vildu
miklu frekar skemmta sér i Traffic.
Aðgangseyrir væri aö vísu mikill (250
krónur, en algengast er aö þaö kosti
150 krónur inn á skemmtistað í
Reykjavík), en á móti kæmi, að staö-
urinn ræki rútu, sem keyröi með þau
heim aö dansæfingu lokinni.
Ég spuröi krakkana aö lokum
hvort algengt væri aö jafnaldrar
peirra fiktuöu viö áfengi og þau virt-
ust sammála um þaö, aö þaö skipti i
dag ekki máli hvort svo væri eöa
ekki. Krakkar væru saman í hóp
enda þótt þau heföu mismunandi af-
stööu til áfengis og reykinga.
Mér sýndust gestir í Traffic vera
hressir krakkar, sem hafa gaman af
því aö hitta félaga sína og skemmta
sér með þeim. Ég verö aö vísu aö
viðurkenna, að mér fannst e.t.v. of
mikill fullorðinsbragur á skemmtan
unglinganna og þá sérstaklega ef
það er haft í huga, aö þaö er ekki svo
ýkja eftirsóknarvert aö veröa fullorö-
inn. En víst er, aö skemmtistaöir
veröa aö vera til fyrir unglinga og
nægir að vísa til Hallærisplansins og
ömurlegrar reynslu af því, en bíla-
stæöin voru um alltof langt skeið
meginsamkomustaöur reykvískra
unglinga.