Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 20
5*2 MÖ'RGUNÉLAÓÍÐ, WStÚt)'AGtTR'25.’MAf 1984' Okkar ínnri vizkubrunnur Hugboð eðlisávísun eflir Florence Gall Gamalt þjóöráö, sem læknar grípa oft til, hljóðar þannig: Ef þú vilt vita, hvað amar að ein- hverju barni, sem þér er fært til meðferðar, þá spyrðu móður þess — hún veit það! Þessi hæfni mæöranna sem hér var drepið á, það er að segja að geta lesið beint „af nefbroddi barnsins" um vellíðan þess eða vanllðan, er lýsandi dæmi um það, sem almennt er kallað eðlisávlsun. Þarna er sem sagt um vissu að ræða, sem sprottin er af tilfinningu en ekki af vitrænni íhugun og óyggjandi upplýsingum. Nú er farið aö llta á eðlisávfsun sem hæfni, sem helzt sé að finna I fari kvenna, en þessa þykjast menn hafa orðiö áskynja við athug- anir á eðlismismuni milli konu og karlmanns. Konur eru álitnar tilfinninganæmari, og þær taka oft ákvarðanir „upp úr sér“. Um karl- menn er hins vegar sagt, að þeir fari oftast hlutlægar og rökvlsar að við ákvarðanatöku. í sem styttstu máli sagt: Konur „hugsa" fremur með fingurgómunum en karlmenn meir með höföinu. Þess ber þó að geta, að á þvf sviði þekkingar er lltur að mismuni milli karls og konu I þessum efnum, hefur það aldrei fengizt að fullu upplýst, hvort þessi munur stafi ef til vill af mismunandi aðferðum við við uppeldi stulkna og drengja eða sé I reynd fyrir hendi frá fyrstu gerð. Nú er það svo, að oft er það látið örlltið niðrandi I Ijós, að viö konur höfum einmitt þessa eðlisávisun til að bera. Það er þá gjarnan látið llta út sem eins konar sárabætur handa konum fyrir þá ofgnótt af rökvlsi og skynsemi, sem náttúran hafi léð karl- mönnum. Konur hafa með réttu snúizt önd- verðar gegn þess háttar fullyrðingum og hafa enda sýnt, að þær geta — sé þeim einungis veitt tækifæri til þess — tekið á hlutunum nákvæmlega jafn rökvlst og af jafn mikilli skynsemi og hitt kynið gerir. Það er þó eitt, sem alls ekki kemur nægilega greinilega I Ijós, þegar litið er á þetta mál frá ýmsum hliðum, en það er sú einskæra gleöi, sem við konur verðum aðnjótandi yfir að búa yfir eðlisávísun. Þvl að eðlisávlsunin er engan veginn annars konar og óæðri greind, heldur einfaldlega frábær gáfa, sem okkur er gefin. Og það er raunar bezt að koma þvi að strax. að enginn vafi virðist leika á þvl, að karlmenn hljóta þessa gáfu í vöggugjöf, engu að slður en við konur. Sé þaö rétt, að við konur kunn- um mun betur að hlúa að þessari gjöf náttúr- unnar heldur en karlar, þá er þaö þeim mun meiri ástæða til að óska okkur til hamingju með þann ávinning! Latneska orðið, sem I mörgum tungu- málum er nctað um eölisávlsun, er intuition og merkir raunar einna helzt innganga eða innfærsla, en það gefur aftur vlsbendingu um, að um sé að ræða vitneskju sem menn afli sér með þvl að beita tilfinningalegu inn- sæi. Þýöingarmesti munurinn á eðlisávlsun og rökréttum hugsunarferli er sá aö meö eðl- isávlsuninni skynja menn hlutina I heild og þegar I stað — en ekki fyrst eftir að hafa velt honum fyrir sér I huganum, vegið hann og metið og kornið á tengslum milli hinna ýmsu hliða, sem maður hefur greint á honum. Ef við lítum snöggvast aftur á dæmið, sem minnzt var á hér aö framan: Móðir veit þegar I staö, þaö er að segja af eðlisávlsun, hvort barnið hennar hafi fengið vondan smitsjúk- dóm eða sé bara með óskap skaðlitla hósta- pest. Læknirinn kynni að komast að svipaðri niðurstöðu, eftir aö hann er búinn að hlusta barnið, taka púlsihn og láta athuga blóðsýni. (Til allrar hamingju eru það ekki bara mæð- urnar heldur líka góðir og færir læknar, sem beita eðlisávlsuninni — en reiða sig ekki ein-, göngu og skilyröislaust á niðurstöður læknis- fræðilegrar skoðunar og mælinga.) Bandarlski sálfræðingurinn Robert Ornstein hefur tilfært eitt mjög gott dæmi um eðlisávlsandi skilning manna á umheiminum: Meðal frumstæðra þjóða, segir hann, kastar hjarðmaður ekki tölu á hjörðina — og ástæð- an fyrir því liggur I augum uppi, þvl hinn mikli fjöldi dýranna myndi tölulega rugla hann I rlminu. Samt sem áður veit hirðirinn á svip- stundu um það, ef eitthvert dýranna vantar I hjörðina. Hann sér það, af þvl að eitthvað hefur breytzt I heildarmynd hjarðarinnar. V ▼ itneskja um alheiminn felst hið innra með mönnum Þetta dæmi sýnir Ijóslega fram á mikinn kost, sem eðlisávlsunin hefur til að bera: Hún virkar eldfljótt. Það er llka ástæðan fyrir þvl, að við tvlsýnar og hættulegar kringumstæð- um fylgja allir — sama hvort um konur eða karla er að ræða — vissri eðlisávlsun I við- brögöum slnum við vandanum. Stöðugt eru aö berast fréttir af mönnum, sem hafa að- hafst einmitt hið eina rétta I tilvikum þar sem slys hafi borið að höndum eða meir að segja einhver reginvoði á borð við náttúruhamfarir, án sérstakrar þekkingar á aðstæöum, án nokkurrar reynslu og án minnstu umhugsun- ar. Eins er um hvers konar ósköp hvers- dagslegar kringumstæður aö ræða, þar sem við bregðumst við af hreinni eðlisávisun: Við matreiöum til dæmis iðulega „bara eftir eigin tilfinningu" en höldum okkur ekki I einu og öllu viö þau fyrirmæli uppskriftarinnar, sem kveða á um hin ýmsu stig I tilreiðslu matarins; viö segjum oft af eðlisávlsun hið rétta við einhvern vin okkar, sem leitar sér huggunar hjá okkur; við grlpum oft af eölisávisun lag- línu söngljóðs eða tónverks þegar af fyrsta taktinum. Við höfum til að bera einstakan næmleika fyrir þvl, hvaða manngerð sé eink- ar vel til þess fallin að verða okkur félagi I ástum. Þær konur eru til, sem „vita" með fullvissu að lokinni samfaranótt, að I þetta sinn hafi komið til getnaðar. Það hefur eiginlega aldrei verið upplýst hvað þaö er, sem sú vissa byggist á, sem sprottin er af eðlisávlsun. I fjarlægari Austur- löndum trúa menn þvl, aö maðurinn viti innst inni alla hluti og megni meö eölisávfsuninni að færa sér þennan innri vizkubrunn I nyt. Þvl var það að hinn mikli klnverski heimspekingur Laotse sagði llka, að maðurinn gæti upp- götvað allan heiminn hið innra með sér. Sam- kvæmt skilningi manna nú á dögum færir maðurinn sér I nyt ósýnileg merki og tákn sem fullt sé af „I loftinu", þegar hann beitir eðlisávlsuninni fyrir sig, en þessi merki skynji hann aftur á móti alveg ósjálfrátt og ómeðvit- að. Sé þessi skýring skoðuö ofan I kjölinn, kemur I Ijós, að hún er ekkert slður „dularfull" en hin fyrrnefnda austurlenzka skýring fyrir- brigðisins. Sem dæmi er oft vitnað til eftirfarandi at- hyglisverðar tilraunar, sem hópur brezkra vls- indamanna framkvæmdi eitt sinn: Ekið var meö þá sem tóku þátt I tilrauninni eitthvaö út I bláinn frá heimkynnum þeirra, og voru þátttakendur með bundið fyrir augun á þvl ferðalagi. þeir voru látnir stlga út úr bifreiðun- um á einhverjum stað, þar sem þeir voru gjörsamlega ókunnugir og beðnir um að benda með bindið ennþá fyrir augunum, I þá átt, sem heimabær þeirra væri. Þetta tókst hjá um það bil 80% þeirra, sem þátt tóku I tilraununum, og það án þess aö svo til nokkru skeikaöi. Tilgáta vlsindamannanna, sem að þessum tilraunum stóðu, var sú, að hin rétta eðlisávfsun byggöist I þessu tilviki á skynjun þeirra segulstrauma I jörðu, sem bréfdúfur eru áfitnar fljúga eftir, þegar þær sýna hina stórfurðulegu ratvlsi slna til heima- haganna. T JL venns konar skilningur Allt frá þvl að mennirnir tóku fyrst að velta fyrir sáer slnu eigin eöli og sinni tilveru, hefur þeim verið sú staðreynd Ijós, að unnt sé aö skilja heiminn á tvo vegu — þ.e.a.s. með eðlisávísuninni og með rökvlsi. Plato og Ar- istoteles brutu heilann um þetta sem og heimspekingar seinni tlma. I heimspeki er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.