Morgunblaðið - 09.06.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
130. tbl. 71. árg.
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fundi olíumála-
ráðherra frestað
Manama, Bahrain, 8. júní. AP.
OLÍUMÁLARÁÐHERRAR sex Arabaríkja við Persaflóa koraa saman til
virtraðna á sunnudag vegna styrjaldarátakanna milli írana og íraka og
hugsanlegra áhrifa þeirra á olíuflutninga. Áætlað hafði verið að fundur þeirra
hæfist í kvöld, en honum hefur nú verið frestað til sunnudags, að því er segir
í tilkynningu hinnar opinberu fréttastofu í Saudi-Arabíu. Frestun þessi var
ekki útskýrð nánar. Arababandalagið hefur lýst yfir fullum stuðningi við
Saudi-Araba og þá ákvörðun þeirra að skjóta niður íranska flugvél, sem rauf
lofthelgi þeirra. Alþjóðaorkumálastofnunin telur litlar líkur á olíukreppu af
völdum Persaflóastríðsins.
Haft er eftir heimildum, að olíu-
málaráðherrarnir muni fyrst og
fremst ræða á fundi sínum hvern-
ig unnt sé að tryggja siglingar
olíuskipa um Persaflóa. Líklegast
er talið, að það verði ofan á, að
skipin verði látin sigla sem næst
ströndum Arabaríkjanna þannig,
að þau geti notið verndar virkja í
landi og herskipa.
Starfsmenn Alþjóðaorkumála-
stofnunarinnar sögðu í dag, að
Persafióastríðið hefði ekki haft
nein áhrif á fyrirliggjandi olíu-
birgðir og olíuframboð og væri
ekki líklegt til að hafa það í bráð.
Olíubirgðir OECD-ríkjanna 24 eru
nú 414 milljónir tonna og svarar
það til 97 daga notkunar.
íranir héldu í dag uppi fall-
byssuskothríð á fjórar íraskar
landamæraborgir og eru fréttir
um nokkurt mannfall. fbúar í ír-
ösku borginni Basra segja, að
skothríðin hafi staðið linnulítið
allt frá þriðjudagskvöldi og falli
sprengjurnar hvarvetna í borg-
inni. Irakar segjast hafa ráðist á
stöðvar írana og liðssafnað þeirra
og unnið þeim mikið tjón.
Símamynd AP.
Mynd þessi sýnir hvernig umhorfs var í bænum Baneh í héraðinu Kurdestan
í nordvesturhluta íran eftir loftárásir ísraela í gær. Talið er að meira en 32S
manns hafi látist og 300 særst alvarlega.
Leiðtogayfirlýsing um
vestræna lýðræðishefð
London, 8. júní. AP.
LEIÐTOGAR sjö helstu iðn-
ríkja hins frjálsa heims segja í
yfirlýsingu, sem þeir létu frá
sér fara í dag, að staðinn verði
vörður um vestrænar lýðræð-
ishefðir og er þetta í fyrsta
sinn, sem því er lýst formlega
yfir á leiðtogafundi um efna-
hagsmál. Samkomulag hefur
einnig náðst um það í megin-
atriðum hvernig halda skuli á
skuldakreppu þriðja heimsins.
í yfirlýsingu leiðtoganna um
vestrænar lýðræðishefðir segir, að
þjóðir þeirra eigi það sameiginlegt
að aðhyllast lög og rétt, frjálsar
kosningar, frelsi og þjóðfélagslegt
réttlæti. Þeir hafna því, að málum
skuli ráðið til lykta með valdbeit-
ingu og segjast trúa þvi, að alvar-
legar deilur megi setja niður með
viðræðum og samningum. Sir
Geoffrey Howe, utanríkisráðherra
Breta, sagði þegar hann kynnti yf-
irlýsinguna, að margt hefði stuðl-
að að henni, t.d. D-dagurinn, sem
var í fyrradag. „Þeir, sem þá bár-
ust á banaspjót, standa nú saman
vörð um þær hugsjónir, sem hér er
getið," sagði Howe.
Samkomulag er með leiðtogun-
um um málefni þriðja heimsins og
hvernig bregðast skuli við þeim
erfiðleikum, sem skuidabyrðin
veldur þeim. Er þar í raun um að
ræða sömu aðferð og hefur verið
viðhöfð síðustu tvö árin en húi er
í því fólgin að reyna að finna lausn
á vandamálum hvers ríkis fyrir
sig. Leiðtogarnir ræddu einnig í
dag skýrslu, sem unnið hefur verið
að í tvö ár og fjallar um samband-
ið milli tæknibreytinga og atvinnu
eða atvinnuleysis. Er þar hvatt til
framleiðslu nýrra vörutegunda og
aukinnar framleiðni i gömlum
iðngreinum.
Leiðtogar helstu iðnríkja heims áður en fundur þeirra hófst í dag. Fremsta röð, talið frá vinstri: Helmut Kohl,
kanslari Vestur-Þýskalands, Yasuhiro Nakasone, forsætisráðherra Japans, Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, Mar-
garet Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, Pierre Trudeau, forsætisráð-
herra Kanada, og Gaston Thorn, fulltrúi í stjórnarnefnd EBE. Sfmamynd ap
Berlinguer er
þungt haldinn
Enrico Berlinguer
Padua, fulfu, 8. júni. AP.
LÍÐAN Enrico Berlinguer, leiðtoga
ítalska kommúnistaflokksins, sem
er 62 ára að aldri, var sögð alvarleg
en óbreytt í kvöld. Hann fékk heila-
blóðfall á fimmtudagskvöld.
Berlinguer hefur í tólf ár verið
leiðtogi ítalska kommúnista-
flokksins, sem er sá stærsti á
Vesturlöndum. f ítölskum fjöl-
miðlum hafa Alfredo Reichlin,
Ugo Pecchioli og Aldo Tortorella
úr forystu flokksins verið nefndir
sem hugsanlegir eftirmenn hans.
Berlinguer fékk heilablóðfall
þar sem hann var í ræðustóli á
kosningafundi vegna kosninga til
Evrópuþingsins sem fram eiga að
fara 17. júní næstkomandi.
Sjá „Stjórnarkreppa á Ítalíu f kjöl-
far Evrópukosninga?" á bls. 22.
Rússar
segja
Sakharov
á lífi
London, 8. júní. AP.
SOVÉSK stjórnvöld hafa tilkynnt
Bandaríkjastjórn að Nóbelsverð-
launahafinn Andrei Sakharov sé
„á lífi og á batavegi", að því er
talsmaður Ronald Reagans til-
kynnti í gær.
Larry Speakes, blaðafulltrúi
stjórnarinnar, lagði áherslu á að
Bandaríkjastjórn biði enn eftir
áreiðanlegum sönnunum þess
eðlis að Sakharov væri á lífi og
við góða heilsu. Georg P. Shultz,
utanríkisráðherra, sagði að sov-
ésk stjórnvöld ættu að leyfa
óháðum aðilum að heimsækja
Sakharov-hjónin og að sjálf-
sögðu ætti þeim að vera heimilt
að flytja úr landi æski þau þess.
Bandaríska vísindaakademían
hefur lýst yfir áhyggjum sínum
vegna heilsufars Sakharov og
tilkynnti í dag að hún hefði hætt
viðræðum við sovésku vísinda-
akademíuna um tæknisamvinnu
milli ríkjanna.
Karólína
ól dreng
Monte Carlo, Mónakó, 8. jónf. AP.
KAROLÍNA, prinsessa af Mónakó,
ól í kvöld rúmlega þrettán marka
dreng að því er talsmaður í fursta-
höllinni í Mónakó tilkynnti. Tals-
maðurinn sagði að þeim mæðgin-
um heilsaðist vel og að drengurinn
myndi hljóta nafnið Andrea Albert.
Karólína, sem er 27 ára gömul,
giftist 29. desember síðastliðinn
auðugum ítölskum viðskiptajöfri,
Stefano Casiraghi að nafni.
Karólína var flutt í sjúkrahús í
Monte Carlo um klukkan 17 síð-
degis í dag og drengurinn fædd-
ist þremur klukkustundum síðar,
að því er talsmaður hallarinnar
tilkynnti í kvöld.
Síkhar
enn við
Gullna
musterið
Nýju Delhí, 8. júní. AP.
SJÖ stjórnarhermenn særðust er þeir
urðu fyrir skotum leyniskytta við
Gullna musterið í Amritsar í dag.
Einnig fundust lík fleiri herskárra
síkha, sem létu lífid í bardögum við
musterið í gær, að því er segir í til-
kynningu yfirvalda í kvöld.
„Svo virðist sem hryðjuverka-
menn haldi enn til á svæðinu við
Gullna musterið," sagði M.K. Wali,
innanríkisráðherra, á fundi með
fréttamönnum í dag. Meira en 250
síkhar og 59 stjórnarhermenn létu
lífið í bardögum er hermenn réðust
inn í musterið aðfaranótt miðviku-
dags.
Mikil ólga er víða á Indlandi eftir
bardagana í gær, og einnig hafa
síkhar víða um heim mótmælt inn-
rás stjórnarhermanna í helgasta
musteri þeirra í Amritsar.