Morgunblaðið - 09.06.1984, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ1984
Ófaglærðir á sjúkrahúsum á Norðurlandi:
Sömdu í gær
SÍÐDEGIS í gær, eða laust fyrir kl.
17, náðist samkomulag í kjaradeilu
ófaglærðs starfsfólks á fjórum
sjúkrahúsum á Norðurlandi og
sjúkrahúsanna, þannig að verkfalli
því sem skall á hjá starfsfólkinu á
miðnætti í fyrrakvöld hefur verið
frestað fram yfir félagsfundi, þar
sem samningarnir verða kynntir og
bornir undir atkvæði.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fóru aðilar bil beggja, og
sömdu um kjör mitt á milli þess
sem tekist höfðu samningar við
starfsfólk sjúkrahúsanna á Húsa-
vík og Akureyri, en Húsavíkur-
samningarnir munu vera nokkuð
betri en þeir sem gerðir voru á
Akureyri. Aðilar vildu ekki upp-
lýsa um innihald samningsins,
fyrr en afstaða hefði verið tekin
til hans af félagsfundum og
stjórnum sjúkrahúsanna.
Lítið þokast í samkomulagsátt í
virkjanadeilunni hjá ríkissátta-
semjara. Síðasti fundur stóð til kl.
að ganga 4 í fyrrinótt, og hefur
nýr fundur ekki verið boðaður.
Ekki hefur verið boðaður nýr
fundur í kjaradeilu línumanna í
Dagsbrún gegn Reykjavíkurborg,
og eins eru engar fregnir af kjara-
deilu hárgreiðslu- og hárskurð-
arsveina gegn meisturum.
Lundúnafílharmóní-
an með tvenna tónleika
FÍLHARMÓNÍUSVEIT Lundúna er
væntanleg til Keflavíkur laust fyrir
kl. 15 í dag eftir um þriggja stunda
flug frá París, þar sem hljómsveitin
lék á tónleikum í gærkvöldi.
Hljómsveitin, sem telur rúmlega 100
manns, heldur tvenna tónleika hér á
landi. Verða þeir fyrri í kvöld undir
stjórn Vladimirs Ashkenazy, sem
Afmælishappdrætti
Sjálfstæðisflokksins:
Dregið
í kvöld
f kvöld verður dregið í afmælis-
happdrætti Sjálfstæðisflokksins, en
vinningar eru 2G ferðir um víða ver-
öld.
í dag eru því síðustu forvöð að
tfyggja sér miða, og eru þeir, sem
ekki hafa enn gert skil á heim-
sendum miðum, hvattir til að taka
þátt í endasprettinum. Andvirði á
greiðslu miða er sótt heim ef
óskað er.
Afgreiðsla happdrættisins er í
Valhöll, Háaleitisbraut 1.
jafnframt leikur einleik á píanó, en
þeir síðari annað kvöld. Vladimir
verður þá einnig við stjórnvölinn, en
sonur hans, Stefán, leikur einleik á
píanó. Báðir tónleikarnir verða f
Laugardalshöll.
Mikil fyrirhöfn er að koma
Lundúnafílharmóníunni til og frá
landi. Þarf heila þotu af gerðinni
Boeing 727-200 til flutninganna og
svo mikill er farangurinn að um-
fangi, að taka verður átta sæta-
raðir úr vélinni til að koma honum
fyrir. Hljómsveitin heldur út til
Parísar að nýju að morgni mánu-
dags en hún er nú á tónleikaferða-
lagi um Evrópu. Ber gagnrýnend-
um saman um, að hún sé einhver
allra fremsta hljómsveit á sínu
sviði í heiminum um þessar mund-
Sigurgeir Sigurðsson um borö í trillu sinni, Sigurbjörgu.
Ljósm. Mbl. KEE
Rammvilltur íþokunni
f FYRRAKVÖLD lentu
smábátar í erfiðleikum í
þokunni, sem skyndilega
lagðist yfir Faxaflóann og
stóran hluta Suðvestur-
lands. 2ja tonna trilla,
Sigurbjörg frá Reykjavík
var þeirra á meðal. Um
borð var einn maður, Sig-
urgeir Sigurðsson.
Sigurgeiri sagðist svo
frá, í samtali við Mbl.,
að hann hefði lagt af
stað frá Keflavík kl. 21
og siglt með landi í átt
að Reykjavík. Þegar
hann átti ófarna um 15
mínútna siglingu að
Gróttu, skall þokan á og
sá Sigurgeir þann kost
vænstan að fara lengra
frá landi til að forðast
að sigla upp á land.
Hann villtist af leið og
er menn úr Björgun-
arsveitinni Albert á
Seltjarnarnesi fundu
hann var hann kominn
langleiðina til Akraness.
Sigurgeir, sem er 67
ára gamall, kvaðst van-
ur sjómaður og hefði
hann verið alls óhrædd-
ur, þó svo niðdimm þoka
væri alltaf varasöm.
Hagsveifluvog iðnaðarins 1984:
Iðnaðarframleiðsla óx um
10% á fyrsta ársfjórðungi
£>
INNLENT
Iðnaðarfraraleiðsla óx hér á
landi um 10% á 1. ársfjórðungi
þessa árs miöað við sama árstíma í
fyrra, en um 6% ef frá er talin mik-
il aukning í ál- og kísiljárnfram-
leiðslu. Þetta kom m.a. fram í árs-
fjórðungslegri könnun Landssam-
bands iðnaðarmanna og Félags ís-
lenzkra iðnrekenda á ástandi og
horfum í íslenzkum iðnaði sem
náði til 91 fyrirtækis í 24 iöngrein-
um. Aðrar helztu niðurstöður hag-
sveifluvogar iðnaðarins eru þær, að
við samanburð á iðnaðarfram-
leiðslunni á I. ársfjórðingi þess árs
miðað við næstu þrjá mánuði á
undan (þ.e. 4, ársfjórðung 1983)
kemur í Ijós 5% heildaraukning í
iðnaði, en um 7%, ef frá er talinn
samdráttur, sem varð í álfram-
leiðslu. Einnig var sala iðnaðarvöru
á 1. ársfjórðungi meiri í almennum
iðnaði en á sama tíma í fyrra, en
vegna minni sölu á áli, stóð sala á
iðnaðarvöru nokkurn veginn í stað.
Hins vegar voru fyrirliggjandi
framleiðslupantanir í iðnaði meiri
en um sl. áramót. Þá höfðu birgðir
fullunninna vara vaxið, en birgða-
aukningin stafaði aðallega af aukn-
um álbirgðum. Ennfremur gekk
innbeimta söluandvirðis ámóta vei
á 1. ársfjórðungi og á næstu þrem-
ur mánuðum á undan.
„Varla lengur um það deilt að bankarn-
ir hafa ekki veð fyrir rekstrarlánum“
— segir Eyjólfur Konráð Jónsson
„Ljóst er af ummælum Stefáns
að það er deilt um það hvort laga-
greinar stangist á og jafnframt
auðvitað um það hvort bankarnir
hafi þau veð, sem þeir telja. A.m.k.
virðast þeir ekki hafa veð í
rekstrarlánunum," sagði Eyjólfur
Konráð Jónsson, alþingismaður, er
blm. Morgunblaðsins leitaði álits
hans á ummælum Stefáns Péturs-
sonar, lögfræðings Landsbankans,
í Morgunblaðinu í gær þess efnis
að þeim sem hafa afurðir til sölu,
sé heimilt að veðsetja þær.
Ennfremur sagöi Eyjólfur Kon-
ráð: „Svar Stefáns Péturssonar,
iögfræðings Landsbankans, er
auðvitað fullkomlega heiðarlegt,
en því miður síðbúið, þótt það sé
ekki hans sök. Hann víkur að lög-
um nr. 87 frá 1960 um breytingu á
veðlögunum frá 1887. Um þau lög
var rætt á Alþingi áður en þings-
ályktunin frá 22. maí 1979 var
samþykkt og á henni og veðlögun-
um í heild byggi ég þá skoðun
mína að vafi leiki á um veðsetn-
ingar, enda segir Stefán:
„Rétt er að taka fram að það
reynir á báða þætti lagagreinar-
innar því sumir sláturleyfishaf-
ar eignast kjötið við slátrun en
aðrir taka það í umboðssölu.
Þegar þeir eignast kjötið er
þetta óumdeilt en í hinu tilvik-
inu hefur verið deilt um hvort
orðalag lagagreinarinnar geti
stangast á.“
Þar með er umræðan nú kom-
in á það heilbrigða stig, sem ég
hef verið að reyna að knýja fram
í sjö ár. Stefán bendir einnig á
að allt annar háttur sé hafður á
um veðsetningar landbúnaðar-
vara en afurða sjávarútvegsins.
Hann bendir og á að í veðlögum
séu ákvæði þar sem bændum er
heimilað að veðsetja ákveðna
flokka búfjár síns til tryggingar
rekstarlánum og bætir við:
„Ég tel að sú grein hafi verið
sett inn í lögin til að gera bænd-
um kleift að taka rekstrarlánin
beint til sín, en sú lagaheimild
hefur aldrei verið notuð svo ég
viti.“
Á öðrum stað segir Stefán
Pétursson um landbúnaðarlánin
að gerður sé afurðalánasamn-
ingur við lántakandann, þar sem
hann lýsi því yfir að hann veð-
setji bankanum tilteknar afurðir
sem hann á eða eignast kann á
framleiðsluárinu með fyrsta veð-
rétti og sjálfsvörsluveði og hann
bætir við:
„Út á þessa veðsetningu lánum
við til landbúnaðarins og hefur
það verið föst venja að veita
slátursleyfishöfum og öðrum
þeim sem annast vinnslu land-
búnaðarafurða lánin."
Allt er þetta rétt. Deilt er um
það hvort lagagreinar stangist á
og þar með um það hvort bank-
arnir hafi tryggingar í þeim
„veðum“ sem þeir hafa áreiðan-
lega í góðri trú talið sig hafa.
Eftir þessar upplýsingar sýnist
mér að varla verði um það deilt
að bankarnir hafi a.m.k. ekki veð
fyrir rekstralánunum svonefndu,
sem tekin eru löngu áður en vör-
urnar berast afurðasölufélögun-
um. Hygg ég að leikmenn jafnt
og lögfræðingar geti lesið það út
úr svari Stefáns í Morgunblað-
inu í gær, sem þeir væntanlega
hafa enn undir höndum.
Annars er þessi lagaþræta
ekkert meginmál fyrir mér held-
ur að ályktun Alþingis sé fram-
fylgt. Og svo langar mig auðvit-
að eins og aðra að fá upplýsingar
frá viðskiptabönkunum, ekki
bara Landsbanka, um veð eða
aðrar tryggingar, sem SÍS og
kaupfélögin setja fyrir öðrum
lánum. En Landsbankanum
þakka ég svörin svo langt sem
þau ná og heiðarlega umræðu.
Annars er löggjöfin um landbún-
aðarmál yfirleitt með þeim end-
emum að engu er líkara en hún
hafi oft á tíðum verið sett saman
í þeim tilgangi að lögin væri
hægt að sniðganga, svo að sá
sterki gæti ráðið,“ sagði Eyjólfur
Konráð.
„Annars sé ég það í leiðara NT
í dag að sala á landbúnaðarvör-
um bafi reynst „þungur baggi á
mörgum þessara fyrirtækja ...
Gott dæmi um þetta er vel rekið
fyrirtæki á Hornafirði, Kaupfé-
lag A-Skaftfellinga. Meðan
hagnaður fyrirtækisins á síðasta
ári var 900 þúsund krónur
reyndist tap fyrirtækisins á
viðskiptum þess með landbúnað-
arafurðir vera 867 þúsund krón-
ur. Þetta dæmi ætti að gefa
landsmönnum nægilega góða
mynd af ástandinu og gildi orða
Eyjólfs Konráðs Jónssonar."
Svo mörg voru þau orð. Mig
langar að biðja Morgunblaðið að
flytja NT tilboð mitt til að ég
þurfi ekki að fara að skrifa þeim
í svona góðu veðri: Sameinumst
um að losa um þennan bagga á
lúnu baki kerfisins og leyfa
bændum og neytendum að axla
hann. Þá léttist hann og enginn
kiknar," sagði Eyjólfur Konráð
Jónsson, alþingismaður að lok-
um.
Samkvæmt könnuninni leiðir
frekari samanburður á iðnaðar-
framleiðslunni á 1. ársfjórðungi
þess árs og á sama tíma í fyrra í
ljós, að þróunin hefur verið hag-
stæð í flestum iðngreinum. Þá
eru þær iðngreinar færri þar sem
framleiðsla dróst saman. Þannig
jókst t.d. verulega ál- og kísil-
járnframleiðsla. Einnig var
framleiðsluaukning í sumum
greinum matvælaiðnaðar, ullar-
prjónavöru- og skinnframleiðslu,
pappírsvöruframleiðslu, máln-
ingagerð, gleriðnaði og sápu- og
þvottaefnagerð. Loks óx fram-
leiðsla lítilsháttar í tréiðnaði og
málmsmíði og vélaviðgerðum.
Aftur á móti dróst framleiðsla
saman í veiðarfæraiðnaði, stein-
efnagerð og skipasmíði.
(Fréttatilkynning.)
Kjaramálanefnd ASÍ:
„Griðrof á
ábyrgð ríkis-
stjórnar“
MORGUNBLAÐINU hefur borist eft-
irfarandi ályktun fri kjaramálanefnd
ASÍ, sem samþykkt var einróma á
fundi nefndarinnar í gær:
„Með kjarasamningunum sem
gerðir voru 21. febrúar sl. var við
það miðað að á samningstímanum
yrði kaupmáttur launa ekki lakari
en sá kaupmáttur, sem launafólk
bjó við á fjórða ársfjórðungi síðasta
árs.
Grundvallarforsenda samning-
anna er sú að stjórnvöld hagi
stjórnarstefnu sinni í samræmi við
þau markmið, sem sett voru við
samningsgerðina.
Þrátt fyrir góða stöðu verslunar-
innar og sjálfvirkar fjármagnstil-
færslur til landbúnaðar heldur
vöruverð áfram að hækka og kaup-
máttur launa að minnka. Ríkis-
stjórnin hefur því ekki staðið við
þau fyrirheit, sem hún gaf launa-
fólki þegar samningarnir voru
gerðir.
Snúi ríkisstjórnin ekki af þeirri
braut, sem hún er á, er augljóst að
forsendur samninganna eru brostn-
ar og þau griðrof á ábyrgð stjórn-
valda.“