Morgunblaðið - 09.06.1984, Síða 5

Morgunblaðið - 09.06.1984, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNl 1984 5 Adalfundur Almenna bókafélagsins: Bóksala í land- inu dróst sam- an um 30% 1983 AÐALFUNDUR Almenna bókafélagsins var haldinn 7. júní sl. f skýrslu for- manns, Baldvins Tryggvasonar, og framkvæmdastjóra, Kristjáns Jóhannssonar, kom fram að nokkur samdráttur varð í útgáfu og bóksölu félagsins á sl. ári miðað við árið 1982 — um 18%. Er það í samræmi við skýrslur bóksala sem segja að bóksala í landinu hafi 1983 drgist saman um 30% Af þessum ástæðum var nokkurt tap á rekstri félagsins, kr. 482 þús. Aftur á móti skiiaði Bókaverslun Sigfúsar Ejmundssonar, sem er (eigu AB, nokkrum hagnaði. Almenna bókafélagið gaf út árið 1983 alls 54 bækur og er þá allt með- talið — barnabækur, kennslubækur og endurprentanir. Af þessum bók- um komu 15 út í Bókaklúbbi AB og eru þær ekki til sölu á almennum markaði. Framkvæmdastjóraskipti urðu í félaginu við síðustu áramót. Brynj- ólfur Bjarnason lét af störfum eftir 8 ára farsælt starf fyrir félagið, til að taka við forstjórastarfi fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur. Við framkvæmdastjórastarfinu tók Kristján Jóhannsson cand. merc. Af viðburðum ársins 1983 nefndi formaður meðal annars það að bókafélagið hefði gerst eignaraðili að Isfilm. Sömuleiðis að félagið hefði dregið sig út úr útgáfu tíma- ritsins Storðar, sem það hafði gefið út í samvinnu við Iceland Review. Tók formaður fram að þau sam- vinnuslit hefðu hvorki stafað af ósamkomulagi við samstarfsaðilann né af fjárhagsástæðum, heldur ein- göngu af því að óheppilegt sé að tveir aðilar standi að slíkri tíma- ritsútgáfu. Stjórn félagsins var endurkjörin, en hana skipa: Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri, formaður, og með- stjórnendur þeir Davíð Oddsson, borgarstjóri, Davíð Olafsson, seðla- bankastjóri, Erlendur Einarsson, forstjóri, Gylfi Þ. Gíslason, prófess- or, Halldór Halldórsson, prófessor, og Jón Skaftason, yfirborgarfógeti. Varastjórn skipa þau Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, Sólrún B. Jensdóttir, skrifstofu- stjóri, og Þráinn Eggertsson, pró- fessor. Allmiklar umræður urðu á fund- inum um stöðu bókarinnar í ís- lensku þjóðfélagi nú. Töldu ýmsir mikla nauðsyn á einhverjum að- gerðum til að auka gengi hennar sem virtist vera hnignandi. Væri slíkt hættulegt, ekki aðeins fyrir bókaútgáfuna i landinu, heldur einnig fyrir menningu þjóðarinnar. Matthías Johannessen, skáld, flutti í þessu sambandi skelegga hugvekju þar sem hann lagði ljóslega niður fyrir fundarmönnum hve illa væri hér að bókum og höfundum þeirra búið og bar það saman við hliðstæð- ur í nágrannalöndunum. Sýndi hann fram á að hvergi á nálægum slóðum — líklega hvergi í heiminum — tek- ur ríkið til sín eins stóran hluta af andvirði hverrar bókar og hér á ís- landi. (Frétt frá Almenna bókafélaginu) Hvítasunnukappreiðar Fáks HINAR árlegu hvítasunnukappreiðar Fáks verða með nokkuð nýstárlegum hætti að þessu sinni. Lögð verður áhersla á að dagskráin verði hröð, fjöl- breytt og standi aðeins yfir i tæpar tvær klukkustundir. Verður þetta svoköll- uð „hátíðardagskrá" þar sem úrvalssýningum og keppnisatriðum verður komið fyrir í mun styttri dagskrá en áður hefur þekkst. Með þessu móti vænta Fáksmenn þess að dagskráin höfði meir til almennings, sem ekki hefur úthald í að fylgjast með langri dagskrá. Þá verður lífgað upp á hátfðina með lúðrasveit og sérstaklega valinni hljómsveit. Dagskráin hefst á annan í hvíta- Víðivöllum eða, ef svo vill til, Is- sunnu kl. 14, með því að sýndir landsmetið. Sérstök metverðlaun verða fimm efstu hestar í A- og yrðu þá veitt. Þá verða úrslit í öll- B-flokki gæðinga, unglingaflokk- um hlaupagreinum. Glæsilegir um og töltkeppni þeirri sem nú tölthestar verða sýndir og hópur verður í fyrsta sinn keppt í fyrir fljótustu skeiðhesta sýnir listir hinn almenna félagsmann. Þá sínar í óformlegri hópsýningu verður svokallað „stjörnuskeið", skeiðhesta. Áhorfendur velja þar sem átta fljótustu skeiðhestar glæsilegasta gæðing mótsins og í hvorum flokki (150 og 250 m knapar velja besta knapa keppn- skeiði), reyna að slá vallarmet á innar. Adda Bára hættir í borgar- stjórn eftir þetta kjörtímabil ADDA Bára Sigfúsdóttir, borgar- fulltrúi, Alþýðubandalagsins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til setu í borgarstjórn að loknu þessu kjörtímabili, en Adda Bára hefur á undanfornum 24 árum setið 20 ár í borgarstjórn. Adda Bára skýrði borgarmála- ráði Alþýðubandalagsins frá þessari ákvörðun sinni fyrir nokkru, en nú hefur hún staðfest þessa ákvörðun sína opinberlega. Áður en Adda Bára tók sæti í borgarstjórn, var hún varamaður í borgarstjórn í tvö kjörtímabil. Einstakur tónlistar- viðburður! Philharmoniusveitin frá Lundúnum heldur tvenna tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. þ.m. Efnisskrá Efnisskrá laugardaginn 9. júní kl. 20.30: sunnudaginn 10. júní kl. 20.30: Ravel: Gæsamömmusvíta Delíus: Við að heyra í fyrsta vor- Mozart: Píanókonsert K. 456 gauknum Einleikari: Vladimir Ashkenazy Tchaikowsky: Píanókonsert no. 1 Hlé Hlé Síbelíus: Fimmta sinfónían Tchaikowsky: Fjórða sinfónían. LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK «1-17 }ÚNl MIÐASALA: Gimli v/Lœkjargötu: Opiö frá kl. 14.00—19.30. Slmi 621155. Vörumarkaöurinn Seltjarnarnesi og Mikligaröur v/Sund: Laugardag kl. 10.00—16.00 Einleikarar: Vladimir Ashkenazy og Stefán (Vovka) Ashkenazy Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.