Morgunblaðið - 09.06.1984, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984
^ -----------------------------
7
Vídóleigan Þór auglýsir
Fullt af nýjum myndum til leigu. Leigjum einnig út
VHS-tæki. Fullt af nýju efni í hverjum mánuöi.
Opiö virka daga frá kl. 16.30—23.30 — helgar frá kl.
14.00—23.30.
Afh.: ef þér takiö þrjár spólum fáiö þér fjóröu spóluna
frítt.
Myndbandaleigan Þór,
Laufásvegi 58, sími 12631.
Kramhúsið
dans- og leiksmiðja
Kennum:
Leikfimi — Jazzdans —
Fimleika — Breakdans —
Dansspuna
3ja vikna námskeiö hefjast 12. júní fyrir
konur og karla, byrjendur og lengra komna.
Morgun-, dag- og kvöldtímar.
Sérstakir
unglingatímar
Innritun alla helgina í síma 15103.
Umsvif Sovétmanna
á íslandi
Framferöi sovéskra sendimanna sl. þriöju-
dag er þeir lokuöu á fulltrúa átta þúsund
íslendinga hefur vakiö undrun og hneyksl-
un margra. Um þá ókurteisi er starfsmenn
sendiráösins sýndu er fjallaö í Staksteinum
í dag. Einnig er vakiö máls á því hvaö
raunverulega gerist bak viö læstar dyr
sendiráösins og hvernig starfsmenn reyna
aö hafa áhrif á ómótaöa æskumenn meö
veisluboöum og ööru er henta þykir.
Of lítið
sendiráð?
í sendiráði Sovétríkj-
anna í Reykjavík eru
30—40 starfsmenn. Ekkert
sendiráö á íslandi er eins
fjölmennL Hins vegar virð-
ist svo vera að mannekla
standi sendiráðinu fyrir
þrifum og því nær ókleift
að sinna þeim verkefnum
er inna þarf af hendi. Þetta
kom berlega í Ijós þegar
afhenda átti sendiherra
Sovétríkjanna á fslandi
undirskriftir átta þúsund
íslendinga til stuðnings
Sakharov-hjónunum. Þá
var komið aö lokuðum dyr-
um.
„Við höfðum mikið að
gera," var sú skýring sem
blaðafulltrúi sovéska
sendiráðsins gaf er Morg-
unblaðið spurðist fyrir
hvers vegna íistunum hefði
ekki verið veitt móttaka.
Hver trúir því að þetta fjöl-
menna starfslið hafi það
mikið að gera að enginn
hafi tíma til að sýna þá lág-
markskurteisi að taka við
skilaboðum átta þúsund fs-
lendinga til sovéskra
stjómvalda? Framferði
fulltrúa þeirra á íslandi
vekur undran og reiði.
Ókurteisi og
bamaskapur
f Alþýðublaðinu í gær
gerir Guömundur Arni
Stefánsson þessa ókurteisi
og barnaskap Sovétmanna
að umtalsefni, og segir
meðal annars: „Halda Sov-
étmenn að þar með hafi
þeir drepið niður alla um-
ræðu um þetta mál með því
einu að vera ekki til við-
tals? Nei, varla, þvf þessi
afstaða sendiráðsins er
sem olía á eld fólks hér á
landi. Sýnir enn betur
stirfni og stífni hins sov-
éska kerfis, þegar almenn-
ingur vill láta skoðanir sín-
ar í Ijós. I»á hrekkur kerfið
í baklás. Það er ekki vant
því að fólk, almenningur,
eigi að hafa skoðanir, sem
það vill koma á framfæri.
Uppákoman við sovéska
sendiráðið í vikunni hefur
ekki aðeins vakið undrun
meðal fólks, heldur einnig
kallað fram bros, því felu-
leikur scndiráðsstarfs-
manna er hlægilegur
barnaleikur.
Alvarlegri hlið þessa
máls er þó sá dónaskapur
sem „diplómatar" sýna ís-
lenskum almenningi með
þessum viðbrögðum. Yfir-
leitt hefur það verið hald
manna að erlendir sendi-
menn væru ekkert annað
en kurteisin uppmáluð,
enda hafi þeir slík fyrir-
mæli að heiman. Eitthvað
hefur „diplómatían" rugl-
ast hjá Sovétmönnum á Is-
landi sl. þriðjudag."
Aö baki
luktum dyrum
í kjölfar umra-ddra at-
burða hefur sú spurning
vaknað í hugum margra
hvað raunverulega gerist
bak við læstar dyr sendi-
ráðsins sem hefur á að
skipa þessu fjölmenna
starfsliði, — það veit eng-
inn. Þaö kann þó aö vera
I að sérstaklega illa hafi
staðið á sl. þriöjudag
klukkan 15.30. Kannski
þeir hafi verið að horfa á
sovéska sjónvarpið? Ef til
vill hefur þar verið fræðslu-
þáttur um „góðverkin" í
Afganistan. Móttaka sjón-
varpssendinga frá heima-
landinu er sendiráðsmönn-
unum möguleg vegna þess
að þeir hafa ekki hirt um
að fara eftir samþykkt
byggingarnefndar Reykja-
víkur um að taka niður
sjónvarpsskerminn fræga á
svölum sendiráðsins.
Hversu lengi ætla ís-
lensk yfirvöld að líða
sendimönnum erlends
ríkis að fara sínu fram í
bága við tilskipanir? Hér
skiptir engu hver á í hlut,
en það skal dregið stórlega
í efa að önnur sendiráð
leyfðu sér slíka hegðun.
Fyrr í þessari viku var á
það bent hér í Staksteinum
að sérstök áróðursmiðstöð
Sovétríkjanna, APN-frétta-
stofan, væri rekin hér í
Keykjavík. með leyfi ís-
lenskra stjórnvalda. Henn-
ar hlutverk er að læða inn
og koma á framfæri við
fjölmiðla sjónarmiðum og
áróðri Kremlverja. En þó
það skipti miklu máli fyrir
sovésk stjórnvöld að geta
lætt inn föLskum upplýsing-
um í vestræna fjölmiðla er
annað mikilvægara —
samskipti við ungmenni og
samtök þeirra.
Veisluboð
í mörg ár hefur sendiráð
Sovétrikjanna í Reykjavík
lagt mikla rækt við tengsl
við /Eskulýðssamband Is-
lands. Árlega boðið félög-
um þess til veLslu þar sem
hvorki skortir mat né
drykk. Og á hverju ári fara
fulltrúar /Eskulýðssam-
bandsins til Sovétríkjanna
á vegum sendiráösins hér.
I*essar aðferðir hafa gef-
ið góða raun erlendis og
því skyldu þær ekki gagn-
ast á íslandi? Með per-
sónulegum tengslum er
hægt að hafa áhrif á ómót-
aöan æskumann. Frásagnir
margra Norðmanna vegna
handtöku Arne Treholts í
vetur sýna best hvað hér
getur verið í húfi.
á bverjit
degi
Snpa dagsins.
IVýrsoðinn lax
m/kartöflum
og gúrkusalaái.
Kaffí.
Hið íslenska kennarafélag:
Hópuppsagnir í
haust líklegar
- stofnun Bandalags kennara samþykkt
Á AÐALFUNDI Hins íslenska kennarafélags var samþykkt áskorun til
stjórnar félagsins að veita viðtöku uppsagnarbréfum frá kennurum, er
liggi fyrir í upphafi næsta skólaárs ef ekki næst fram leiðrétting á
kjörum þeirra. Að sögn Kristjáns Thorlacius, formanns HÍK, er líklegt
að verulegur fjöldi kennara grípi til þess ráðs að segja upp störfum, að
óbreyttu.
Umræður um kjara- og launa-
mál settu mikinn svip á störf að-
alfundarins, en mikil óánægja
ríkir meðal kennara með þau og
er ljóst að ráðningar nýrra kenn-
ara ganga víða illa.
Ákveðið var að koma á fót að-
gerðanefnd og mun hún stýra og
samhæfa þær aðgerðir sem rétt
þykir að grípa til.
Hins vegar voru engar ákvarð-
anir teknar um úrsögn úr BHM,
en stjórn HÍK var falið að efna
til umræðna meðal félagsmanna
um málið. Þá var samþykkt til-
laga stjórnar um að HlK og
Kennarafélag Islands stofni
Bandalag kennara er verði sam-
eiginlegur vettvangur í kjarabar-
áttunni. Aðalfundurinn lýsti og
stuðningi við hugmyndum um
Friðarfræðslu og friðaruppeld
með meginþorra atkvæða.
Stjórn Hins íslenska kennara
félags skipa: Kristján Thor
lacius, formaður, ómar Árnason
Gunnlaugur Ástgeirsson, Dan
fríður Skarphéðinsdóttir, Kristír
Jónsdóttir, Kristján Bers
Ólafsson, Þorkell Steinar Ell
ertsson, Þóra Kristín Jónsdóttir
Ingveldur Sveinbjörnsdóttir
Gerður Guðmundsdóttir, og Þor
steinn Gunnarsson.
Hugheilar þakkir til allra þeirra ættingja og vina sem
minntust mín á áttrœðisafmœli mínu 8. maí si með
gjöfum, skeytum og símtölum, og gerðu mér daginn
ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Ólöf Jónsdóttir frá Kirkjubæ.