Morgunblaðið - 09.06.1984, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984
11
Samband íslenskra rafveitna:
Áhersla lögð á að færa
niður verð á raforku
AÐALFUNDUR Sambands ísl. raf-
veitna var haldinn í Reykjavík fyrir
skömmu.
í setningarrædu sinni ræddi Aðal-
steinn Guðjohnsen, formaður SÍR,
m.a. um skattlagningu raforku og
skatt á efni til rafveituframkvæmda.
Lagði hann áherslu á, að allt verði
gert til að færa niður verð á raforku
með minnkaðri skattlagningu, bættu
skipulagi og hagkvæmni í rekstri,
gjaldskrám, sem hvetji til góðrar
nýtingar á afli, orkusparnaði og eðli-
legri verðlagingu. í svipaðan streng
tók Sverrir Hermannsson, iðnaðar-
ráðherra, sem ávarpaði fundinn, og
sagði iðnaðarráðherra ennfremur, að
vanræktir hefðu verið ýmsir þættir,
Ld. í fræðslu fyrir almenning um
rafmagn.
Á fundinum fluttu erindi þeir
Þorkell Jónsson, deildarstjóri
Tækniskóla íslands, sem skýrði
frá rannsóknum skólans og Raf-
magnsveitu Reykjavíkur á mæl-
ingum á dreifikerfi í íbúðarhúsa-
hverfi, og Jón Vilhjálmsson, deild-
arstjóri hjá Orkustofnun, um
dreifingu á raforkunotkun á árs-
grundvelli. Eggert Ásgeirsson
ræddi um almannatengsl raforku-
fyrirtækja og nauðsyn þess að
fyrirtækin eigi traust almennings.
Stefán Arngrímsson flutti er-
indi um samskipti rafveitna á
Norðurlöndum við viðskiptavini
sína. Um það efni tóku einnig til
máls þeir Árni Sigurbjörnsson og
Magnús Oddsson, sem höfðu
ásamt Stefáni sótt norræna sér-
fræðingaráðstefnu, þar sem fjall-
að var um almannatengsl raforku-
fyrirtækja.
Edvard G. Guðnason ræddi um
samskipti Landsvirkjunar og
orkukaupenda, sem eru margbrot-
in í orkusölukerfinu, bæði í dag-
legum rekstri og þegar bilanir
verða. Stjórn SÍR tilkynnti á
fundinum, að hún hefði ákveðið að
setja á fót nefnd til að endurskoða
lög félagsins. Þá tilkynnti hún
einnig, að Guðjón Guðmundsson,
fyrrum fjármálastjóri Rafmagns-
veitna ríkisins, hefði verið kjörinn
heiðursfélagi sambandsins.
í stjórn SÍR eru: Aðaisteinn
Guðjohnsen, formaður, Halldór
Jónatansson, varaformaður, Garð-
ar Sigurjónsson, ritari, Kristján
Jónsson, gjaldkeri, auk meðstjórn-
endanna Jónasar Guðlaugssonar,
Kristján Haraldssonar og Sverris
Sveinssonar. Varastjórn skipa:
Guðjón Guðmundsson, Sigurður
Ágústsson og Sigfús Guðlaugsson.
NÝTT LEIÐAKERFI
STRÆTISVAGNA KÓPAVOGS
Sælukot,
nýr leikskóli
Dagvistunarfélagið Sælutröð,
samtök áhugafólks um dagvistun
barna, hóf starfsemi sína fyrir
tveimur árum. Síðan þá hefur fé-
lagið starfrækt leikskólann Sælu-
kot að beiðni foreldra, sem ekki
fengu dagvistunarpláss fyrir börn
sín á dagvistarstofnunum borgar-
innar.
Leikskólinn hefur verið rekinn
í bráðabirgðahúsnæði sem for-
eldrar hafa lagt til og þar hafa
dvalist að jafnaði 10 börn. I
millitíðinni hefur verið unnið að
því jöfnum höndum að útvega
leikskólanum öruggt og ódýrt
húsnæði og hefur sú leið verið
valin að festa kaup á einingahúsi
til að reisa á lóð sem borgaryf-
irvöld hafa látið í té, við Reykja-
víkurveg í Skerjafirði. Heimilið
mun rúma 44 börn.
„Við höfum í hyggju að leiða
inní leikskólastarfið markviss-
ara kennslu- og uppeldisstarf og
sækjum hugmyndir okkar að
nokkru í uppeldiskenningar
Maríu Montessori," sagði Ingi-
björg Karlsdóttir, sem er í stjórn
Sælutraðar. „Þær miðast við að
örva vitsmunaþroska barnsins.
Hún hefur hánnað sérstök
þroskaleikföng og leikkerfi sem
börnin fylgja. Einnig munum við
nota rjómann af kenningum
Rudel Steiners. Hann vill þroska
sköpunargáfu barnsins og vinn-
ur aðeins með náttúruleg efni.
Nú þegar erum við komin með
helming þess fjármagns, sem við
þurfum, en til þess að við getum
hafið starfsemina í haust þurf-
um við að afla nokkurs fjár, og
7.-9. júní verðum við með
merkjasölu."
A
VJterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamióill!