Morgunblaðið - 09.06.1984, Page 13

Morgunblaðið - 09.06.1984, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNl 1984 o r 13 Ragnhildur Helgadóttir, menntamálariðherra, afhendir Vilbergi Júlíussyni, skólastjóra Flataskóla, líkanið af Hausastaðaskóla. Listamaðurinn, Tumi Magnússon, stendur hjá. Afhent líkan af Hausastaðaskóla Á 25 ira afmæli Flataskóla í Garðabæ, hinn 18. október sl., ikvað menntamilariðherra, Ragnhildur Helgadóttir, að gert yrði likan af Hausastaðaskóia og skyldi það varð- veitt í Flataskóla. Líkan þetta er nú fullgert og afhenti menntamilarið- herra Vilbergi Júlíussyni, skóla- stjóra Flataskóla, það hinn 4. júní sl. Hausastaðaskóli var starfrækt- ur í 20 ár, 1792-1812, og stóð hjá Hausastöðum, vestan Garða- kirkju. f skólanum, sem var einn fyrsti barnaskóli landsins, dvöldu börn frá 6—16 ára aldurs. Námið var bæði bóklegt og verklegt, m.a. voru kennd ýmis útistörf og vefn- aður. Líkanið gerði Tumi Magnússon, listamaður, eftir úttektarplaggi, sem Ólafur Þ. Kristjánsson, skóla- stjóri, fann í bréfasafni Sjá- landsbiskups í Kaupmannahöfn, og teikningum Harðar Ágústsson- ar, listamanns. Kostnaður af gerð líkansins var greiddur úr Thork- Fróðleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! illii-sjóði, sem kenndur er við Jón biskup Þorláksson. Landssamband sjálfstæðiskyenna: Arangri ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum fagnað „LANDSSAMBAND sjálfstæð- iskvenna fagnar þeim irangri sem ríkisstjórnin hefur nið í efna- hagsmálum i því iri sem hún hef- ur starfað," segir í upphafi ilykt- unar sem Landssamband sjilf- stæðiskvenna hefur sent fri sér. í ályktuninni segir ennfremur að árangurinn beri að þakka styrkri efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar og vilja þjóðarinn- ar til tímabundinna fórna i þvi skyni að koma skynsamlegri skipan á fjármál i landinu. „Stjórnarandstaðan hefur notað hvert tækifæri til að valda óróa og auka upplausn i þjóðfélaginu, í því skyni að gera endurreisn- arstarfið erfiðara," segir í álykt- uninni. „Þessi vinnubrögð hefur fólkið í landinu fordæmt og í raun hafnað verðbólgureið þeirra. Þessi afstaða þjóðarinn- ar gerir þær kröfur til stjórn- málamanna að þeir vinni af al- efli að því að sá árangur sem náðst hefur haldist og staðið verði að atvinnuuppbyggingu með markvissum hætti, til að tryggja mannsæmandi lífskjör þjóðarinnar í framtíðinni." Þá segir m.a. varðandi atvinnuuppbyggingu að hún verði að miðast við arðsemi og útilokað sé að halda áfram tap- rekstri einstakra atvinnugreina, að aukinni skattálagningu, beinni eða óbeinni. Er bent á að fyrirkomulag, sem heyri fortíð- inni til, svo sem leifar hafta og einokunar á innflutningi, út- flutningi eða vörudreifingu, verði að afnema. í skjóli slíkra hafta þrífist margvísleg spilling sem verði að uppræta. „Forsenda heilbrigðs efnahagslífs eru vel reknir arðgefandi atvinnuvegir og það er skylda Sjálfstæðis- flokksins að vinna að atvinnu- uppbyggingu í samræmi við þá grundvallarstefnu sem hann var stofnaður til að fylgja," segir í lok ályktunarinnar. Mótmæli útgerðarmanna á Austurlandi: Nú þegar verði gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir stöðvun „Síðasta ríkisstjórn bjó sjivarút- veginum verri starfsskilyrði en nokkur önnur í langan tíma, þritt fyrir mestan afla sem um getur og hagstæð markaðsverð sjivaraf- urða.“ Þetta keraur meðal annars fram í mótmælum forriðamanna sjivarútvegsfyrirtækja i Austur- landi gegn sjivarútvegsstefnu stjórnvalda sem samþykkt voru i fundi þeirra i mánudag þegar þeir ákviðu að hætta veiðum frá og með 24. þessa minaðar. Segir í mótmælunum að stjórn- völd hafi náð miklum árangri í baráttunni við verðbólguna sem verið hafi að sigla alla atvinnu- starfsemina í landinu. Átök þau sem þessu séu samfara megi þó ekki verða til þess að sjávarútveg- urinn, einn atvinnuvega, búi við gjörsamlega óviðunandi rekstr- arskilyrði. Segja þeir að nú sé 15—25% tap á útgerð og um 5% tap á saltfiskverkun. Tap á skreið- arbirgðum sé 200—300 milljónir og að táknrænt sé fyrir afstöðu stjórnvalda að ætlunin sé að taka „gengishagnað" af skreiðarbirgð- um þrátt fyrir tapið. Þá sé einnig tap á rekstri frystihúsa og hafi afkoman versnað mjög vegna birgðasöfnunar og óhagkvæmari samsetningar framleiðslunnar en gert var ráð fyrir. Telja útgerðarmennirnir nauð- synlegt að eftirfarandi ráðstafan- ir verði gerðar nú þegar til að koma í veg fyrir stöðvun fyrir- tækja í sjávarútvegi. í fyrsta lagi að endurkaupalán Seðlabankans hækki í 60% af afurðaverðmæti og að viðskiptabankarnir láni síðan 24% til viðbótar þannig að heild- arlán nemi um 84% af afurða- verðmæti. í öðru lagi að útvegað verði innlent lán, erlent ef ekki fæst innlent, að upphæð 1000 milljónir kr. til greiðslu á hluta vanskila útgerðar og fiskvinnslu og verði greiðslubyrði vegna van- skila dreift á 8—10 ár. f þriðja lagi leggja þeir til að fiskverð verði hvorki fyrr né síðar ákveðið þann- ig að tap sé á meðalútgerðar- eða fiskvinnslufyrirtæki. Og í fjórða lagi leggja þeir til að vextir af af- urðalánum verði lækkaðir. Undir mótmælin skrifa: f.h. Síldarvinnslunnar hf., Neskaup- stað, ólafur Gunnarsson; f.h. Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar hf. Gísli Jónatansson; f.h. Hrað- frystihúss Eskifjarðar hf. Aðal- steinn Jónsson; f.h. Skipakletts hf. og GSR, Reyðarfirði, Hallgrímur Jónasson; f.h. Pólarsíldar hf., Fá- skrúðsfirði, Bergur Hallgrímsson; f.h. Fiskvinnslunnar hf., Seyðis- firði, Þorbergur Þórarinsson; f.h. Hraðfrystihúss Breiðdælinga hf, Pétur Sigurðsson; f.h. Gullbergs hf., Seyðisfirði, Adolf Guðmunds- son; f.h. Hraðfrystihúss Stöðvar- fjarðar hf. Guðjón Smári Agn- arsson; f.h. Búlandstinds hf., Djúpavogi, Gunnlaugur Ingvars- son og f.h. Tanga hf., Vopnafirði, Pétur Olgeirsson. Til sýnis í Skeifunni 19. Víkingabústaðurínn er tilvalinn veiðikofi, garðhús, búningskleji eða vinnuskúr. Þá hentar hann ekki síður sem afdrep á barnaleikvöllum, við íþrótta- og skeiðvelli eða eða sem lítill sumarbústaður. Allt sem til þarj eru 66.900 krónur, 10 m2 skiki.Jáein verk- Jærí, örlítil verklagni og svo sem háljur vinnudagur. \ilt þtl ku^a 10 m2 timlmrhiis Sænski víkingabústaðurínn er ^ aldeilis bráðsnjölljramleiðsla. Hann er að mestu úr timbrí, og ajhentur ósamsettur, nákvæmlega tiísniðinn með glugga, hurð, þaki og reyndaröllu sem til þaij, - meira að segja gleríð, hurðarhúnninn og læsingin Jylgja. Bústaðurínn er 10 m2 (3,00x3,33f. Veggir eru úr 34x136 mm bjálkum, gólf og þak eru einnig úr timbrí en yst er níð- sterkur þakpappi. Undirstöður þurfa ekki , að vera mikið mannvirki því heildar- þyngd bústaðaríns er aðeins um 1200 kg Uppsetning er sérlega einjöld og allar teikningar TIMBUKVERZLUNIN VÖLUMDUR Hf. KLAPPARSTlG 1, SlMI 18430 - SKEIFUNNI 19, SlMI 687999

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.