Morgunblaðið - 09.06.1984, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984
Stór stund í
Kristkirkju
Lístahátíð
Jón Ásgeirsson
Efnisskrá:
Johann Sebastian Bach:
Prelúdía og fúga í B-dúr (BWV
866).
Frönsk svíta nr. IV (BWV 815)
Konsert í ítölskum stfl (BWV 971)
Forleikur að frönskum hætti
(BWV 831)
Helga Ingólfsdóttir hóf tón-
leikana með B-dúr-prelúdíunni
úr fyrsta hefti „Veltempraða pí-
anósins", frá 1722, sem er númer
866 í tónverkaskrá Bach. Verkið
er einstaklega skemmtilegt og
voru bæði prelúdían og fúgan vel
leikin. Hér mætti stinga því að,
að flutningur allra verkanna úr
„Veltempraða píanóinu" væri
verðugt viðfangsefni fyrir næstu
listahátið og Helga Ingólfsdóttir
sjálfkjörin fyrir það verkefni.
Franska svítan nr. IV, BWV 815,
var vel leikin. Helga lék verkið
með menúett, sem ekki er tekinn
með í öllum útgáfum af frönsku
svítunum. Þriðja verkefnið var
svo ítalski konsertinn og lauk
tónleikunum með því stóra verki
Frönsku óvertúrunni BWV 831.
Forleikurinn er mikil tónsmíð,
veigamesti kafli verksins, og
náði leikur Helgu þar mestri
reisn þó verkið í heild væri
glæsilega leikið. I útfærslu
verkanna fer Helga eftir þeim
leikvenjum sem vitað er að
franskir tónlistarmenn lögðu
áherslu á og gerir það á mjög
sannfærandi máta, án þess þó að
yfirdrífa í skreytingum og trill-
um. Fyrir þá sem hafa hlýtt á
verk Bach leikin á píanó kunna
þau að hljóma einkennilega á
Sembal. Þetta á ef til vill sér-
staklega við um ítalska konsert-
inn og er t.d. nauðsynlegt að
leika hæga þáttinn með öðrum
hraða á sembaló en mögulegt er
á „syngjandi" píanó. Síðasta
verkið, sem er stórkostleg
tónsmíð, lék Helga meistaralega
vel. Það er sérkennilegt hversu
þetta hljómlitla hljóðfæri sem
sembaló er, varð sterkt talandi í
höndum Helgu. Það er ekki
hljómstyrkurinn sem hér ræður,
heldur sp spenna og krafttök er
búa í leik Helgu, sem fær hann
til að skynja þá baráttu elds og
stáls er Bach mótaði á steðja
sínum í alls konar sindrandi
myndir.
í heild voru þetta glæsilegir
tónleikar og eins og fyrr segir er
Helga Ingólfsdóttir listamaður
sem Listahátíð ætti að tryggja
sér til stórra verka í framtíðinni.
Áhrifaríkur
Ákerström
Tónlist
Sigurður Sverrisson
SVO mikið er víst, að Fred
Ákerström hlýtur að hafa verið ís-
lenskum unnendum vísnatónlistar
hreinasti hvalreki. Uppselt var
enda á báða tónleika hans í Nor-
ræna húsinu og bæta varð þeim
þriðju við. Á þá var víst einnig upp-
selL Aðsóknina er ekki að undra.
Ákerström hefur einstakt vald yfir
viðfangsefni sínu og það fékk und-
irritaður að heyra í Norræna hús-
inu á fimmtudagskvöld.
Reyndar flutti Svíinn ekki ein-
vörðungu ljóð Bellmans eins og
skýrt hafði verið frá, heldur
blandaða sænska efnisskrá. Ekki
var að sjá eða heyra að hinir 130
gestir (fleiri komast vart fyrir i
salnum) væru að sýta það, en
vissulega var túlkun hans á
Fredmans Epistlunum frábær.
Þeir eru skrifaðir af Bellman og
skipta visnabálkarnir tugum. Ef
mér skjátlast ekki söng Áker-
ström þá númer 23, 41 og 22 í
þessari röð. Áður hafði hann
m.a. sungið eftir Reuben Nilsson
og skilað því af prýði eins og
öðru í efnisskránni.
Ákerström hefur óvenjusterka
og hljómmikla rödd af vísna-
söngvara að vera. Hún er að auki
mjög dimm og það notaði hann
sér til hins ýtrasta f siðasta
Fredmans Epistlinum sem hann
flutti. Sá var fullur trega, and-
stætt innihaldi hinna beggja.
Gítar hafði Ákerström með sér
en svo sterk var rödd hans, að
maður tók nánast ekki eftir
hljóðfærinu fyrr en i lokalaginu.
Hafði hann þá sungið, grínast,
já, og rætt við konu á fremsta
bekk, í 75 mínútur. Áheyrendur
vildu meira og klöppuðu hann
upp.
Mörg laganna, sem Áker-
ström, voru hreinustu gersemar.
Öll framsetning hans var á þann
veg, að textinn, sem skiptir svo
miklu meira máli í þessari tón-
list en flestri annarri, komst
fullkomlega til skila, jafnvel hjá
fólki eins og undirrituðum sem
vart hefur talið sænskuna sína
sterku hlið. Fáeinum sinnum
varð söngvaranum aðeins á í
messunni, þ.e. fingurnir skrik-
uðu á strengjum gítarsins, en
það setti hann ekki hið minnsta
út af laginu. Slíkt var sviðsör-
yggið.
Það er erfitt að tina út ein-
staka hápunkta kvöldsins, þeir
voru eiginlega ein samfella.
Eftirminnilegust eru þó lögin i
gamansama kantinum, ekki sist
fyrir þá sök, að Ákerström er í
lófa lagið að flytja þannig texta
á ógleymanlegan hátt. Undir-
tektir áheyrenda eru annars
besta gagnrýnin á þennan
sænska vísnasöngvara. Þeir
vildu helst ekki sleppa honum úr
salnum.
Þeir sem aldrei hafa
lent í neinu sérstöku
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Kíkisútvarpið, leiklistardeild:
NÓTT Á NÍUNDU HÆÐ
eftir Agnar Þórðarson.
Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir.
Leikendur: Róbert Arnfinnsson,
Jóhann Sigurðarson, Auður Guð-
mundsdóttir, Saga Jónsdóttir og
Þórir Steingrímsson.
Tæknimenn: Þorbjöm Sigurðsson
og Áslaug Sturlaugsdóttir.
Maðurinn sem býr á níundu
hæð ásamt hundtikinni sinni,
henni Títu, segir við unga blaða-
manninn sem af tilviljun verður
gestur hans:
„Þið fjölmiðlamennirnir eruð
alltaf að eltast við fólk sem hef-
ur gaman af að láta bera á sér og
þykist hafa lifað eitthvað merki-
legra lífi en sauðsvartur almúg-
inn en oft þegar ég les þetta þá
undra ég mig hvað það hefur lít-
ið að segja um mannlífið sem
eitthvað vit eða hugsun er í, þó
það hafi kannski lent í lífsháska
eða slæmu hjónabandi. Þið gáið
nefnilega ekki að því að það eru
kannski þeir sem aldrei hafa
lent í neinu sérstöku sem mestur
ávinningur getur verið að tala
við og kynnast nánar."
Unga manninum hefur verið
fleygt út úr partíi og þannig hef-
ur hann orðið viðskila við vin-
konu sína. Hann fær að hringja
hjá þeim sem kallaöur er mið-
aldra í leikritinu. Sá miðaldra á
á hættu að vera talinn öfug-
snúinn fyrir það að bjóða unga
manninum inn til sín, auk þess
er hann litinn hornauga vegna
tíkarhaldsins. Það hleypur held-
ur betur á snærið hjá kjaftakerl-
ingu blokkarinnar þegar hún
mætir unga manninum blóðug-
um í lyftunni. Ástæðan er að
vísu gáleysi manns á óupplýstum
svölum, en hvað getur ekki gerst
í borginni.
Þótt þráður leikrits Agnars
Þórðarsonar geti varla talist
ýkja merkilegur, er verkið á
margan hátt hnyttin mynd úr
hversdagslífinu og umfram allt
trúverðug. Samtöl eru eðlileg,
óþvinguð. Svona er lífið oft í
blokkum. Meira er þó um vert að
orðræða mannsins gefur ýmis-
legt í skyn, lætur áheyrandann
gruna stærri sögu að baki orð-
anna. Hún fjallar meðal annars
Agnar Þórðarson
um ástina og hjónabandið, ein-
staklinginn og frelsið ímyndaða.
Róbert Arnfinnsson túlkaði
miðaldra manninn í tóntegund
sem gerði hann eldri en mið-
aldra, en var ísmeygileg og á
margan hátt afhjúpandi.
Jóhann Sigurðarson var ungi
maðurinn, fremur einföld mann-
gerð sem hann átti ekki í neinum
vanda með að koma til skila.
Konan, hin alræmda kjafta-
kerling í blokkinni, var leikin af
Auði Guðmundsdóttur. Auður
túlkaði hana afbragðsvel. Túlk-
un hennar leiddi í ljós þessa
ákveðnu manngerð, en gerði
meira því að hin mannlega hlið
braust líka fram.
Saga Jónsdóttir og Þórir
Steingrímsson fóru prýðilega
með sín hlutverk, en þau voru
smávægileg.
Ekki hefur verið talin ástæða í
þessum þáttum um útvarpsleik-
rit að kvarta yfir tæknimönnum.
Þeir vilja greinilega gera vel og
gera oft vel. Svo var einnig að
þessu sinni. Aftur á móti er hér
smáábending til þeirra og leik-
stjóra: óhressilegri tík hefur
ekki heyrst gelta í útvarpi lengi.
Hefði ekki mátt ganga á fund
lífvænlegri tíkar?