Morgunblaðið - 09.06.1984, Side 15

Morgunblaðið - 09.06.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984 15 María Gísladóttir og Ari Þorsteinsson. íslensk kvikmynd frumsýnd í Álaborg Nýlega var frumsýnd í Álaborg (slensk kvikmynd, gerð af þeim Maríu Gísladóttur og Ara Þorsteinssyni. Þau María og Ári eru bæði við nám í Álaborg og samdi María handritið að myndinni en Ari framleiddi og leikstýrði. Mynd þessi, sem tekin er á super 8 (mm) filmu, nefnist Lúp- usar saga og er tiiraun hand- ritshöfundar til að færa eina af þjóðsögum Jóns Árnasonar í nútíma búning. Saga þessi fjall- ar um bræður þrjá og baráttu þeirra um hönd kóngsdóttur nokkurrar og meðfylgjandi ríki. í nútímamyndinni hlýtur sá hnossið, sem getur leyst verð- bólguvanda ríkisins, en við lausn þeirrar þrautar gengur á ýmsu. Starfsmenn og leikarar voru valdir úr hópi námsmanna hér um slóðir og taka myndarinnar stóð yfir frá byrjun desember og fram í miðjan apríl. Öll vinna við gerð myndarinn- ar var unnin í sjálfboðavinnu en stór hluti af kostnaði var greidd- ur með styrk frá SIDS (Sam- band íslendinga í Danmörk og Svíþjóð), með þeim skilmálum að félög íslendinga a Norður- löndum fái að sýna myndina. Myndinni var tekið vel af frumsýningargestum og að- standendur lofaðir fyrir fram- takið. Þorbjörn Broddason er áhyggjufullur vegna Karmelsystra — eftir Sigurveigu Guðmundsdóttur Grein um þetta efni kom í Þjóð- viljanum á Uppstigningardag. Þorbjörn Broddason heldur þar að Karmelsystur hafi ekki að öllu leyti fullt vit í kollinum, þegar þær ganga undir reglu í Karmel. Því er til að svara að stúlkur fá þar ekki inngöngu fyrr en þær eru komnar á það sem kallast gift- ingaraldur. Síðan eru þær í margra ára reynslutíma áður en þær vinna hin eilífu heit. Á reynslutímanum bera þær hvítar slæður en þær sem hafa unnið æfilöng heit bera svartar slæður. Á myndum af Karmelsystrum hér í Hafnarfirði má sjá að mikill hluti þeirra er ekki endanlega genginn í klaustrið. Mætti Þor- björn Broddason hugga sig ögn þar við. Engir fangar í Karmelklaustri Þá er því við að bæta að engin klausturlögregla eða harður dyra- vörður ver þeirri nunnu útgöngu sem vill fara úr Karmel. Það getur hver þeirra gert ef henni sýnist svo. Undirrituð veit þess nokkur dæmi að stúlkur hafi komið hér til hinna fyrri Karmelsystra, verið þar nokkurn tíma en farið heim til sín vegna þess að þær töldu sig ekki una í klaustri. — Ein þessara stúlkna bjó á mínu heimili á með- an hún var að bíða eftir hentugri ferð til síns lands. Hún fór í full- um friði og skildi beiskjulaust við systurnar. Henni varð áreiðanlega ekki eins mikið um þessa reynslu sína og flestu því fólki sem hefir staðið í hjónaskilnuðum. — Engin kona er fangi í Karmel. Um viðbrögð fjölmiðla Þorbirni Broddasyni leiðist hvað fjölmiðlar gerðu sér títt um Karmel. — Ekki skil ég hvað getur verið illt í því að skrifa og tala vinsamlega um þessa pólsku gesti sem langar til að búa hérna hjá okkur. Að minnsta kosti eru allir vinir Karmelsystra þakklátir fjöl- miðlafólkinu fyrir þeirra þægi- legheit við systurnar. Heilög kirkja fær á baukinn Ef litið er á Evrópukortið, þá virðist liggja ósýnileg girðing um þvera Mið-Evrópu. Norður-Þýska- land, England og Norðurlönd eru fyrir norðan þessa girðingu. Góðir Lútherstrúarmenn, eins og Þor- björn Broddason sýnist vera, virð- ist telja sig verða að forðast sæmi- leg kynni við trúarlíf og kirkju- sögu þeirra þjóða sem eru sunnan og austan við þessa girðingu. Virð- ist lítt skipta máli hvort slíkir Is- lendingar hafi lært lengur eða skemur í skólum. Fáfræðin og hleypidómarnir um kaþólska menningu þessara þjóðlanda er með ólíkindum. — Hér er ekki staður né stund til þess að rekja' tvö þúsund ára sögu Heilagrar kirkju, undirstöðu vestrænnar menningar, enda aðrir til þess færari en undirrituð. En til eru bókasöfn og til eru kaþólskir lærdómsmenn sem hægt er að fá leiðbeiningu hjá um vand- að lesmál í þessum fræðum. Von- andi athugar Þorbjörn Broddason sinn gang þessu viðvíkjandi. Jafnrétti og kvennakúgun I nefndri grein skorar Þorbjörn Broddason á jafnréttisfólk og þá sem vilja ekki kúga konur, að þessir hópar fari að rekast í Karmelsystrum. Hann vill líka að alþingismenn semji lög sem banni þessum pólsku konum að lifa hér á Islandi eins og þeim sjálfum líkar. Uppástungur af þessu tagi sverja sig rækilega í ætt við ójafnrétti og kvennakúgun. Væni Þorbjörn Broddason: Lof- ið þér nú blessuðum nunnunum að dýrka Guð sinn í friði. Hið góða skaðar ekki. Heldur ekki fyrir- bænir Karmelsystranna í Hafnar- firði, bæði fyrir yður og öðrum. Sigurreig Guðmundsdóttir er fyrr- um formaður Kvenréttindafélags tslands. □PEL ITILEFNI BÍLVANGS sýnum viö Opel Corsa Garöhúsgögn Viölegubúnaö Opel Ascona Dráttarvélar Fólksbílakerrur Goöavörur o.fl. o.fl. í samvinnu við eftirtalda aðila: Innflutningsdeild Sambandsins Byggingavörudeild Sambandsins Rafbúð Sambandsins Dráttarvélar hf. Gísla Jónsson hf. og Búvörudeild Sambandsins Opið laugardag 9. júní frá kl. 10.00 til 17.00. GM BÍLVANGURsfr HOFÐABAKKA 9 5IMI 687BOO □PEL GM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.