Morgunblaðið - 09.06.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 09.06.1984, Síða 17
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1984 " '17 Ný bók um efna- hags- og stjórnmál — eftir dr. Magna Guðmundsson „Hagfræði og stjórnmál" nefnist ný bók sem komin er á markaöinn. Höfundur hennar er dr. Magni Guö- mundsson, en hann hefir áöur sent frá sér tvær bækur: Þætti um efna- hagsmál (1968) og Stjórn fyrirtækja (1972). f formála bókarinnar segir með- al annars: „Þessi bók, sem er frumsamin, fjallar um hagfræði og stjórnmál, eins og nafnið bendir til. Henni er ætlað að bregða ljósi yfir efna- hagsvandann og tengsl hans við lög frá Alþingi, sem í gildi eru. Bókinni er skipt í þrjá kafla, sem eru auk inngangs: 1. Verðlagsþróun, 2. Stjórn peningamála og 3. Skatt- kerfið. Það eru helstu hagstjórnar- tækin, sem við sögu koma í at- vinnulífi þjóðar. Þetta er ekki kennslubók, heldur bók fyrir allan þorra lesenda, sem áhuga hafa á efninu." Dr. Magni Guðmundsson tók stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri, próf í forspjallsvísindum við Háskóla íslands og próf í við- skiptafræðum við verslunarskóla París, tengdan Sorbonne. Hann fékk BA Hons.-gráðu í hagfræði og stjórnvísindum við McGill háskól- ann í Montreal og Ph.D-gráðu (doktorsgráðu) í hagfræði við Manitoba háskóla (1977), sérgrein- ar: Ríkisfjármál, verðlags- og markaðsmál, banka- og peninga- mál. Eftir að hafa starfað um 20 ára skeið sem framkvæmdastjóri í ýmsum greinum atvinnulífs, réðist dr. Magni til opinberrar þjónustu, fyrst við hagfræðistörf við Seðla- banka íslands og síðan hjá ýmsum stjórnardeildum í Reykjavík, ennfremur við hagfræðiráðgjöf við Fylkisstjórn Manitoba í Winnipeg og Hagráði Kanada í Ottawa. í tilefni af útkomu bókarinnar hafði Morgunblaðið samband við dr. Magna og innti hann eftir því hver tilgangur bókarinnar væri. Dr. Magni Guómundsson „Hann er fyrst og fremst að fræða almenning um vandamál, sem varða hvern einstakan þjóðfé- lagsþegn. Bókin er sniðin fyrir all- an þorra lesenda, enda þótt hún eigi líka að vera gagnleg viðskipta- og hagfræðingum. Hagfræðin er vítt svið og skiptist í margar grein- ar. Enginn spannar þær allar.“ — Er þá bókin kennslubók? „Nei, kennslubók notast í mun meira mæli við dæmi, talnatákn og línurit, sem gera lesmálið þreyt- andi fyrir fjölda manna. Settar eru fram ákveðnar hugmyndir. Stund- um bregður fyrir ádeilu, sem er ekki venja í kennslubók. Ég lét þess getið í inngangi, að við höfum stjórnað vel á tímaskeiðum og illa á öðrum. Enda þótt það sé ekki þema bókarinnar, ættu menn að lestri loknum að vera nokkru vísari um það, hví svo er.“ — Hvernær er bókin skrifuð? • „Bókin hefur verið lengi í smíð- um, en er færð upp til dagsins í dag. Á stöku stað er stuðst við það, sem ég hef áður sagt í ræðu og riti, en bókin er að öllu leyti frumsam- in. Hún er ný, samfelld umræða um efnahagsvandann í þessu landi ásamt skýringum og fróðleiksþátt- um,“ sagði dr. Magni að lokum. Jóhann Gnómandsson viö bit sinn i Hólmavík. rækja inni í Hnitafirði en hún veiddist þó á mjög takmörkuðu svæði þar. Til að byrja með var Jóhann sá eini sem gerði út á rækjuveiðar en fljótlega voru allir komnir í þetta. Þar sem afkastageta frj'stihússins var mjög takmörkuð i þá daga þá var sáralítið sem hver bátur gat komið með að landi. Jóhann sagði okkur að yfirleitt hefðu bátanir skipt þessu nokkuð jafnt á milli sín, þannig að hver bátur fékk svona 4—800 kg í hverri veiðiferð fjTstu mánuðina en síðan jókst veiðin með hverju ári. Það svæði þar sem náðst hefur í rækju hefur einnig stækkað þvi með árunum virðist sem stofninn hafi stækkað, að sðgn Jóhanns Á sama tíma hafa einnig orðið miklar brej-tingar á veiðitækjum, trollin hafa stækkað gifurlega, svo og all- ur annar búnaður til veiðanna. Strax og rækjuveiðarnar hófust var farið að vinna rækjuna í frj-sti- húsinu á Hólmavík. Hún var hand- pilluð og fengu allir vinnu sem gátu unnið. Nú er rækjan vélpilluð eins og víðast hvar annars staðar og á síðustu árum hefur öll aðstaða til rækjuvinnslu batnað mjög mikið, m.a. eftir að frj-stihúsið var stækk- að. Jóhann Guðmundsson gerir enn út á rækjuveiðar en á sumrín fer hann m.a. á hrefnuveiðar. Er við spurðum hann hvað tæki við ef hrefnan jtöí friðuð þá svaraði hann að bragði: „Ætli maður verði þá ekki að finna eitthvað nýtt.“ Greia og myodir Goórán Reykdnl og Signröar Signröe- HHL — Bflasýning í dag frá kl. 1—4 Nýir og notaöir bílar til sýnis og sölu Tökum vel meö farna Lada upp í nýja Verö við birtingu auglýsingar kr. 215.000 Lán 115.000 Þér greiðiö 100.000 Bifreiðar & Sifelld þjónusta Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 312 36 Varölisti yfir Lada-bifr.iAir fyrir handhafa örorkuleyfa. Lada 1300 kr. 106.600 Lada 1200 station kr. 113.600 Lada 1500 station kr. 124.300 Lada 1500 Safir kr. 118.100 Lada 1600 Canada kr. 128.000 Lada Lux kr. 135.400 Lada Sport kr. 216.600 tttstttstuttmttt mimmmutt mm iii — mmmmmmi LADA 2107 LADA bílar hafa sannaö kosti sína hér á landi sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, meö lítiö viöhald og ódýra varahluti og ekki síst fyrir hátt endursöluverö. Nú hefur útliti og innréttingum veriö breytt svo um munar: mælaborð, stýri, stólar, aftursæti, grill, húdd, stillanlegir speglar innanfrá, stuðarar o.fl. o.fl., en sífellt er unnið að endurbótum er lúta að öryggi og endingu bílsins. 6 ára ryðvarnarábyrgð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.